Kallar eftir nýjum anda og meiri samvinnuhugsjón í borgarstjórn

Oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík segir skýrt ákall eftir ferskum augum inn í borgarmálin „sem vilja ekki taka þátt í þessum leðjuslag“ sem átakastjórnmál í borgarstjórn hafa verið.

Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík.
Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík.
Auglýsing

Einar Þor­steins­son odd­viti Fram­sókn­ar­flokks­ins í Reykja­vík segir ástandið í borg­ar­stjórn á kjör­tíma­bil­inu sem nú er að ljúka mjög nei­kvætt og hafi ein­kennst af átaka­stjórn­mál­um. Þessu vill Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn breyta og auka traust almenn­ings til borg­ar­stjórn­ar.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýju kosn­­inga­hlað­varpi Kjarn­ans, Með orðum odd­vit­anna, þar sem Eyrún Magn­ús­dóttir ræðir við alla odd­vita þeirra ell­efu fram­­boða sem bjóða sig fram í borg­­ar­­stjórn­­­ar­­kosn­­ing­unum sem fram fara þann 14. maí næst­kom­andi.

Eðli­legt skref að fara úr fjöl­miðli í almanna­þjón­ustu í stjórn­mál

Fram­­­sókn­­­ar­­­flokk­­­ur­inn fékk ein­ungis 3,2 pró­­­­­sent atkvæða í síð­ustu borg­ar­stjórn­ar­kosn­ingum og náði ekki inn manni í Reykja­vík. Einar hyggst breyta því og miðað við kann­anir mun það ganga eft­ir,. Sam­­kvæmt nýj­­ustu kosn­­inga­­spá Kjarn­ans og Bald­­urs Héð­ins­­sonar fær flokk­ur­inn 12,3 pró­sent fylgi og allt stefnir í að það skili flokknum þeim þremur borg­­ar­­full­­trúum sem Sjálf­­stæð­is­­flokk­­ur­inn tap­­ar.

Auglýsing

Einar hefur ekki starfað innan Fram­sókn­ar­flokks­ins áður en segir að þegar óskað var eftir kröftum hans í vetur hafi hann ekki getað skor­ast und­an. Þá telur hann að bak­grunnur hans í fjöl­miðl­um, þar sem hann hefur mikið fjallað um stjórn­mál, meðal ann­ars borg­ar­mál, hafi haft áhrif á ákvörðun hans að leiða lista Fram­sóknar í borg­inni og að það sé rök­rétt að fara frá Rík­is­út­varp­inu, fjöl­miðli í almanna­þjón­ustu, í stjórn­mál.

„Að fara í stjórn­mál fyrir mér er að fara í almanna­þjón­ustu. Maður er þjónn borg­ara og kjós­enda og mig langar bara að láta gott af mér leiða. Ég fann að mig lang­aði að breyta og hafa áhrif, og það gerir maður með því að fara í stjórn­mál,“ segir Ein­ar.

Ástandið í borg­ar­stjórn nei­kvætt

Einar segir ákveðna pól­aris­er­ingu hafa átt sér stað í stjórn­mál­um, það hafi til að mynda sýnt sig í þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unni um Brexit og í for­seta­tíð Don­alds Trump í Banda­ríkj­un­um. Hann segir ákveðin merki um pól­aris­er­ingu í íslenskum stjórn­mál­um.

„Ástandið í borg­ar­stjórn und­an­farin ár hefur verið mjög nei­kvætt. Það hafa verið þessi átaka­stjórn­mál þar sem menn gera ágrein­ing um minnstu mál. Og aðal­lega stóru málin líka. Það hefur valdið því að traustið á borg­ar­stjórn [...] er minnst, 21 pró­sent. Það eru fleiri sem treysta banka­kerf­inu heldur en borg­ar­stjórn og það er ótrú­lega und­ar­leg stað­reynd,“ segir Ein­ar, og vísar þannig í nið­ur­stöður könn­unar Gallup um traust til stofn­ana frá því í febr­ú­ar.

Einar telur stjórn­mála­menn­ina bera ábyrgð. „Nú hafa sömu flokk­arnir verið þarna við völd mjög lengi, aðal­lega Sam­fylk­ing­in, og ein­hvern veg­inn hefur það atvikast þannig að það eru bara allir mjög þreyttir á hver öðrum, menn eru búnir að grafa sig svo djúpt ofan í skot­graf­irnar að þeir heyra ekki hvað hinn er að segja. Ég held að það sé skýrt ákall eftir ferskum augum þarna inn sem vilja ekki taka þátt í þessum leðjuslag. Það er gott fólk í öllum þessum flokkum en ég held að það þurfi bara aðeins að koma með nýjan anda þarna inn og fara að vinna meira sam­an.“

Sam­vinnu­hug­sjón sem and­svar við pól­aris­er­ingu

Einar segir að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn vilji knýja fram ákveðnar breyt­ingar í borg­inni. „Og mér finnst mjög mik­il­vægt að menn taki það alvar­lega að vinna þvert á flokka og eiga gott sam­tal, minni­hluti kemur alltaf inn í sam­tal­ið, þannig að meiri­hlut­inn þarf að sýna því skiln­ing á því sem minni­hlut­inn er að segja. Ég hef trú á því að sam­vinnan og sam­vinnu­hug­sjón­in, þetta gamla, kannski hall­æris­lega hug­tak sem sumum finn­st, sé and­svarið við pól­aris­er­ingu, Menn geta kallað þetta eitt­hvað ann­að, en þessi hug­mynda­fræði, að líta á það sem póli­tískt hug­rekki að vinna með öðrum frekar en póli­tísk hug­rekki að slá í and­stæð­ing­inn, að það sé eitt­hvað sem borg­ar­búar vilja og það sé besta leiðin til að ná árangri.“

Einar telur að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn sé eini flokk­ur­inn sem geti í raun og veru fellt sitj­andi meiri­hluta. „Þeir sem vilja breyt­ingar í borg­inni þeir ættu að kjósa Fram­sókn vegna þess að við erum í raun­veru­legu færi til að hafa áhrif á þennan meiri­hluta og fella hann. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn mun ekki fella þennan meiri­hluta, það er Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn sem gerir það.“

En getur Fram­sókn unnið með hverjum sem er?

„Já í grunn­inn getum við unnið með öll­um, held ég, ef fólk vill vinna með okk­ur. Við erum lausn­ar­mið­uð, en við nátt­úru­lega höfnum öllum öfg­um. Við viljum leysa mál, við viljum ekki búa til vanda­mál.“

Í þætt­inum ræðir hann einnig um skipu­lags- og sam­göngu­mál þar sem hann segir vera á móti „með og á mót­i“-­spurn­ingum líkt og borg­ar­línu og þétt­ingu byggð­ar.

Einar vill bæði þétta og dreifa „að því leyti að það þarf að ryðja nýtt land og við höfum land sem er búið að byggja á sem teng­ist þessum sam­göngusátt­mála.“

Hægt er að hlusta á þátt­inn í heild sinni hér fyrir neð­an:

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokki