Karolina fund: Vegabréf, vísakort og lyklar að hjólinu - bók um mótorhjólaferðalag

Kaffi-og-kleinur----obygg--um-Mongol--u.jpg
Auglýsing

Högni Páll Harð­ar­son og Unnur Sveins­dóttir skelltu sér í 5 mán­aða ferða­lag sum­arið 2014, þar sem þau heim­sóttu 20 lönd á mót­or­hjóli. Fylgj­enda­hópur þeirra stækk­aði ört eftir því sem leið á ferða­lagið og kom að því að þau ákváðu að gefa út ferða­sög­una á bók. 

Við hittum Unni og Högna og tókum þau tali.

Auglýsing


Unnur er mynd­list­ar­mennt­aður kenn­ari, áhuga­leik­hús­mann­eskja og hönn­uður sem er að upp­götva feg­urð mót­or­hjóla­ferða­mennsk­unnar á miðjum aldri. Högni er við­skipta­vél­fræð­ingur með þrá­hyggju­kennda ástríðu fyrir mót­or­hjóla­ferða­lögum og öllu sem því teng­ist. Þau eru Aust­firð­ingar búsett á Fáskrúðs­firði í Fjarða­byggð í rétt um 80 km fjar­lægð frá einu ferju­höfn lands­ins sem tengir það við meg­in­land Evr­ópu.

Heit súpa í hádeginu í kaldri Síberíu Heit súpa í hádeg­inu í kaldri Síber­íu.



Hvernig kvikn­aði hug­myndin að þessu verk­efni?

Mið-Asíu leið­ang­ur­inn sem við fórum í árið 2014 var búinn að eiga sér tölu­verðan gerj­un­ar­tíma og var búinn að taka á sig ýmsar myndir í aðdrag­and­an­um. Við erum búin að fara all nokkrar ferðir erlendis á mót­or­hjólum og það má kannski segja að 6 vikna ferða­lag um Balkanskag­ann og fyrrum lýð­veldi Júgóslavíu árið 2010 hafi fyrir alvöru kveikt áhug­ann á því að takast á við meira fram­andi slóðir en áður. Til að tryggja að vinir og vanda­menn vissu af okkur frá degi til dags þá héldum við úti Face­book síðu, hún fór síðan að vekja athygli víðar en innan fjöl­skyld­unnar og þegar við vorum komin nokkrar vikur inn í ferða­lagið þá áttum við orðið 6-700 ferða­fé­laga sem fylgd­ust með því sem við vorum að fást við. Þaðan kemur síðan hvatn­ingin um að koma ævin­týr­inu á prent.

Eftirlit á þjóðvegi í Úsbekistan. Eft­ir­lit á þjóð­vegi í Úsbekist­an.

Til hvaða landa ferð­uð­ust þið?

Leiðin lá í gegnum 20 lönd og sum þeirra oftar en einu sinni. Fyrst komu Fær­eyj­ar, þá Dan­mörk, Þýska­land, Pól­land, Hvíta-Rúss­land og og síðan Rúss­land frá vestri allt austur til Ulan-ude í Síberíu áður en komið var til Mongól­íu. Í Mon­golíu var snúið til vest­urs og í suður og farið um Stan-löndin svoköll­uðu, Kasakstan, Kyrgyzstan, Tadsík­is­tan, Úsbekist­an. Þá norður fyrir Kaspí­haf og um Kákasus löndin Georgíu og Armen­íu, síðan um Tyrk­land, Grikk­land, Búlgar­íu, Serbíu, Ung­verja­land og áfram norður úr til Dan­merkur í veg fyrir ferj­una á ný.

Hvernig var upp­lifunin af þessu ferða­lagi?

Ævin­týri er lík­lega það orð sem best lýsir ferða­lag­inu. Dag­arnir 147 sem það tók voru jafn mis­jafnir og þeir voru margir og alltaf eitt­hvað nýtt að fást við. Löndin voru okkur flest mjög fram­andi og sann­ar­lega mikil áskorun að ferð­ast þar sem sam­eig­in­leg tungu­mála­kunn­átta er í algeru lág­marki.­Vega­kerfið var líka víða tölu­vert krefj­andi en það er þó meðal ann­ars það sem rekur bif­hjóla­fólk til landa eins og Mongól­íu, Tadsík­is­tan og Kyrgyzstan en þangað fara menn til að reyna sig og hjólin sín við erf­iðar aðstæð­ur. Öfugt við það sem flestir halda og draga þá ályktun af frétta­flutn­ingi fjöl­miðla þá er mun meira af góðu fólki í heim­inum heldur en vondu og það er kannski það sem uppúr stendur eftir ferð­ina. Allt góða fólkið sem við hitt­um.



Þegar kom að því að gera bók um ferð­ina og gefa hana út þá átt­uðum við okkur fljót­lega á því hversu kostn­að­ar­söm bóka­út­gáfa er. Eins ef maður vill vanda til verka eykst kostn­að­ur­inn í réttu hlut­falli. Þessa fjár­muni þarf að greiða áður en nokkur bók selst og það þýðir í flestum til­fellum dýr banka­lán. Karol­ina Fund er ótrú­lega snið­ugur vett­vangur fyrir fólk eins og okkur og aðra sem eru að reyna að koma sér á fram­færi því hér opn­ast mögu­leik­inn á að selja vör­una sína í for­sölu og fjár­magna þannig að ein­hverju leyti þau útgjöld sem fylgja útgáfu.



Að auki höfum við á þessum tíma sem söfn­unin hefur staðið átt í lif­andi sam­skiptum við stóran hóp verð­andi les­enda sem er frá­bært því fyrir vikið verða þeir ekki bara tölur á sölu­lista heldur fólk sem við þekkj­um. Það gerir vör­una miklu per­sónu­legri fyrir kaup­and­ann og þannig meira virði.



Aug­lýs­inga­gildið sem felst í svona söfnun er líka ómet­an­legt því for­síðan á bók­inni okkar hefur verði linnu­lítið á síðum fés­bók­ar­innar und­an­farnar vikur og vinir og vel­unn­arar hafa deilt henni um allar triss­ur.



Verk­efnið má finna hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None