Litla-Sandfell mun hverfa

„Við efnistökuna mun ásýnd fellsins óhjákvæmilega breytast og að lokum mun fjallið hverfa,“ segir í matsáætlun Eden Mining um áformaða efnistöku úr Litla-Sandfelli í Þrengslum í Ölfusi. Stærstur hluti fjallsins yrði fluttur úr landi.

Litla-Sandfell er skammt frá Þrengslavegi.
Litla-Sandfell er skammt frá Þrengslavegi.
Auglýsing

Fyr­ir­tækið Eden Mining ehf. áformar að vinna 15 millj­ónir rúmmetra af jarð­efni úr Litla-Sand­felli við Þrengsla­veg í Ölf­usi sem yrði að hluta nýtt í fram­kvæmdir á svæð­inu og að hluta sem íblönd­un­ar­efni í sem­ent.

Miðað við það sem fram kemur í mats­á­ætlun hinnar fyr­ir­hug­uðu námu­vinnslu myndi fjallið hverfa á um þrjá­tíu árum. Fyr­ir­tæk­ið, sem er í eigu Krist­ins Ólafs­sonar og Eiríks Ingv­ars Ingv­ars­son­ar, starf­rækir einnig námu í Lamba­felli og á Hrauns­andi. Litla-Sand­fell er á jörð­inni Breiða­ból­stað sem er í eigu Kirkju sjö­unda dags aðventista. Hefur Eden gert lang­tíma­leigu­samn­ing við eig­end­urna.

Auglýsing

Litla-Sand­fell stendur um 95 metra upp úr Leita­hrauni í Þrengsl­un­um. Í því hefur verið starf­rækt náma frá árinu 1965 en vinnslan hefur verið lítil und­an­farin ár. Efnið úr námunni er basalt túff og hefur verið notað í fram­kvæmdir á svæð­inu und­an­farna ára­tugi, t.d. Þrengsla­veg á 7. ára­tug síð­ustu ald­ar, Suð­ur­strand­ar­veg og almennar bygg­ing­ar­fram­kvæmdir í Ölf­usi.

Allt umhverfis fjallið er Leita­hraun (Lamba­fells­hraun) sem rann úr gígnum Leiti í aust­an­verðum Blá­fjöllum fyrir um 5.200 árum. Litla-Sand­fell rís upp úr þess­ari hraun­breiðu og er líkt og nán­ast öll önnur fjöll í kring úr móbergi. Eld­gosið sem mynd­aði Litla-Sand­fell náði þó aldrei að brjót­ast í gegnum ísald­ar­jökul­inn og þess vegna er engin grá­grýt­is­hetta í fjall­inu og bergið í því til­tölu­lega veikt.

Samanburður á áhrifum námuvinnslunnar. Litla-Sandfell eins og það er í dag á efri myndinni en horfið á þeirri neðri. Mynd: Úr matsáætlun

Til­gangur efn­is­tök­unnar í Sand­felli er í mats­á­ætl­un­inni sagður vera að nýta efnið að mestu sem stað­göngu­efni flug­ösku í sem­ents­fram­leiðslu. „Til­gangur verk­efn­is­ins snýr líka að lækkun á kolefn­is­spori bygg­ing­ar­iðn­að­ar­ins á Íslandi og í Norð­ur­-­Evr­ópu,“ segir í mats­á­ætl­un­inni. Síð­ustu ár og ára­tugi hefur notkun íauka, einkum flug­ösku úr kola­verum, auk­ist mik­ið. „Með nýjum áherslum í orku­fram­leiðslu í Evr­ópu eru þó blikur á lofti um öflun [flugösku],“ segir í skýrsl­unni. Þýska­land hafi t.d. ein­sett sér að loka öllum kola­verum fyrir 2038 og þar með sé búið að fjar­lægja helstu upp­sprettu íauka í sem­ent.

Til að kom­ast hjá því að sem­ents­fram­leið­endur noti efni sem hafi enn meiri kolefn­is­spor en flugaskan þurfi „að fylla upp í þetta skarð sem að lokun kola­ver­anna skilur eftir sig með ein­hverjum öðrum íauk­um, t.d. með muldu móberg­i“. Mulda móberg­ið, segir í mats­á­ætl­un­inni, er ekki ætlað sem við­bót á sem­ents­mark­að­inn eða til þess að auka heild­ar­fram­leiðslu, „heldur kemur það í stað efna sem notuð eru við fram­leiðslu á sem­enti í óum­hverf­is­vænna fram­leiðslu­ferli“.

Sand­fells­náman er um 13 kíló­metra fjar­lægð frá Þor­láks­höfn og í um 0,5 km fjar­lægð frá Þrengsla­vegi. Efnið yrði flokkað í tvær stærð­ir, 0-10 mm og 10-100 mm. Meiri­hluta fínna efn­is­ins yrði keyrt jafn­óðum til Þor­láks­hafn­ar, þar sem Horn­steinn ehf. hefur skuld­bundið sig til að kaupa það og vinna til útflutn­ings. Gróf­ara efni yrði haug­sett og unnið eftir þörfum í fram­kvæmdir á svæð­inu. Áætlað er að 60 pró­sent efn­is­ins verði fínt og 40 pró­sent gróf­ara.

Litla-Sandfell séð frá þeirri hlið þar sem námuvinnsla hefur verið stunduð frá sjöunda áratugnum. Mynd: Úr matsáætlun

Byrjað yrði að vinna í fell­inu vest­an­verðu svo ásýnd þess veg­megin hald­ist óröskuð sem lengst. Miðað við áformin mun náman hins vegar tæm­ast, þ.e. fjallið hverfa, á þrjá­tíu árum. „Þegar fjallið hefur verið fjar­lægt“ yrði farið eftir leið­bein­ingum Vega­gerð­ar­innar varð­andi frá­gang námu­svæða.

Aðal­val­kostur fram­kvæmd­ar­inn­ar, sem kynntur er í mats­á­ætl­un­inni er að vinna 15 milljón rúmmetra í heild­ina. Vinnslu­svæðið yrði þá allt fellið og að efn­is­töku lok­inni yrði það alveg horf­ið. Val­kostur B er að helm­inga efn­is­tök­una og vinna fellið ein­göngu að vest­an­verðu svo það hverfi ekki alveg og að ásýndin hald­ist að ein­hverju leyti óbreytt frá Þrengsla­vegi. Í þessum val­kosti felst að vinna 8 milljón rúmmetra í heild­ina.

Auglýsing

Til að fyr­ir­huguð námu­vinnsla geti farið fram þarf að vinna aðal­skipu­lags­breyt­ingu. Ekk­ert deiliskipu­lag er heldur til fyrir svæðið en fram­kvæmda­að­ili segir til standa að vinna slíkt í sam­ráði við sveit­ar­fé­lag­ið.

Eden Mining hefur lagt mats­á­ætlun sína fram til Skipu­lags­stofn­unar sem hluta af umhverf­is­mati fram­kvæmd­anna. Allir geta kynnt sér áætl­un­ina og veitt umsögn. Þær skulu ber­ast Skipu­lags­stofnun eigi síðar en 3. mars.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent