Orkumálastýra fer spennt til vinnu á hverjum morgni – Ekki bara dökk ský í loftslagsmálum

„Það sem mun koma okkur á leiðarenda og út úr þessu hættuástandi er heitstrenging þess að vinna saman,“ segir Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri. Koma þurfi hlutunum í verk heima fyrir en ekki síður að beita sér í þágu fátækari ríkja.

Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri.
Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri.
Auglýsing

„Við þurfum að bregð­ast við nún­a,“ sagði Halla Hrund Loga­dótt­ir, orku­mála­stjóri, á ráð­stefnu um lofts­lags­mál og sjálf­bæra orku­nýt­ingu sem fram fór í Was­hington-­borg í síð­ustu viku. Sendi­ráð Íslands í borg­inni, Græn­vangur og hug­veitan Atl­antic Council Global Engery Center stóðu fyrir við­burð­in­um. For­sæt­is­ráð­herra og utan­rík­is­ráð­herra sóttu ráð­stefn­una auk ýmissa úr orku- og lofts­lags­geir­un­um. „Áhrif lofts­lags­breyt­inga eru að stig­magn­ast um heim­inn,“ sagði Halla Hrund í erindi sínu. „Við fáum sífellt fleiri við­var­anir en samt þá erum við ekki að hlusta nægi­lega vel eða ekki að bregð­ast nógu hratt við.“

Hún sagði ástandið alvar­legt. Losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda hafi aldrei í sög­unni verið jafn­mikil og á síð­asta ári. Aukin kola­notkun sé þar helsti drif­kraft­ur­inn. „Og það eru fleiri dökk ský við sjón­deild­ar­hring­inn,“ benti hún á. „Við heyrum nú oft um orku­krís­una í Evr­ópu og í ljósi nýj­ustu yfir­lýs­inga Pútíns [Rúss­lands­for­seta] þá virð­ast horf­urnar ekki hafa batn­að.“

Orku­kreppan væri sögu­leg og hefði þegar ýtt Evr­ópu­ríkjum út í að nota meira af jarð­efna­elds­neyti á ný. Í Þýska­landi, tók hún sem dæmi, væri nú verið að nota 30 pró­sent meira af kolum til raf­magns­fram­leiðslu sam­an­borið við árið í fyrra. Ástandið vari von­andi aðeins til skemmri tíma.

Auglýsing

Umskipti Evr­ópu í end­ur­nýj­an­lega orku­gjafa er að sögn Höllu Hrundar risa­stór inn­viða­vandi. Tíma taki að byggja upp nýja inn­viði og það séu fjár­frek verk­efni. Á sama tíma og öll heims­byggðin þurfi á gríð­ar­legum fjár­fest­ingum í lofts­lags­lausnum að halda sé fjár­mögn­unin hins vegar orðin erf­ið­ari og kostn­að­ar­sam­ari. Efa­semdir séu þegar farnar að vakna um að það tak­ist að upp­fylla mark­mið sem þjóðir hafi skuld­bundið sig til á lofts­lags­ráð­stefnum Sam­ein­uðu þjóð­anna. „En ef við getum ekki staðið við þau mark­mið þá erum við að senda röng skila­boð og stíga skref aftur á bak.“

Jákvæð teikn sjást á lofti

En þrátt fyrir þessi dökku ský þá er ýmis­leg jákvæð teikn einnig innan seil­ing­ar, sagði Halla Hrund. Hún taldi svo upp nokkur atriði sem hún sagði gera það að verkum að hún færi spennt til vinnu á hverjum morgni og til­búin að leggja sig alla fram. Lofts­lags­stefna stjórn­valda í Banda­ríkj­un­um, sem tek­ist hefði að sam­þykkja með mála­miðl­un­um, væri mik­il­væg og sann­aði að opin­ber stefnu­mörk­un, þar sem línur eru lagð­ar, skipti máli og hafi áhrif. Með þeim hætti geti hið opin­bera og einka­geir­inn gengið í takt. „Þörf er á sterkri opin­berri stefnu og djörfum ákv í þessu sam­bandi um allan heim.“

Fram­tíð­ar­sýn Evr­ópu­sam­bands­ins í orku­málum veki einnig bjart­sýni þrátt fyrir að nú geisi þar orku­krísa. Hún felst m.a. í upp­bygg­ingu end­ur­nýj­an­legra orku­gjafa en einnig í orku­sparn­aði.

Íslend­ingar hafa lært að „sóa aldrei góðri orku­krís­u,“ sagði Halla Hrund og upp­skar hlátur áheyr­enda. Þar átti hún við olíu­kreppur eftir seinna stríð og aftur á átt­unda ára­tug síð­ustu ald­ar. Þá hafi Íslend­ingar orðið að finna inn­lendar lausnir í stað olíu­notk­un­ar. Ennþá sé íslenska þjóðin að njóta góðs af ákvörð­unum sem þá voru teknar í inn­viða­upp­bygg­ing­unni.

Halla Hrund Logadóttir flytur erindi sitt á loftslagsráðstefnunni.

Sam­göngur eru það sem við þurfum að ein­beita okkur að núna, sagði hún. Við höfum enga afsökun á þeim sviðum þar sem tæknin er þegar til stað­ar, svo sem hvað varðar raf­bíla. „Við skulum gleyma því að vera í öðru sæti [í raf­bíla­væð­ing­unni] á eftir Nor­egi – við skulum brúa bil­ið.“

Eft­ir­lætis hluti Höllu Hrundar á sög­unni um inn­viða­upp­bygg­ingu í orku­málum á Íslandi sög­unnar er hlutur frum­kvöðl­anna sem varðað hafa þá leið. Allt frá sög­unni um hvernig bóndi fann lausn á því að tengja heita vatns­lind sína við nágranna­bæ­inn til sög­unnar „rokk­stjörn­unn­ar“ Car­bfix, sem nýtir alís­lenska tækni við förgun á kolefni.

„Það sem mun koma okkur á leið­ar­enda og út úr þessu hættu­á­standi er heit­streng­ing þess að vinna sam­an,“ sagði Halla Hrund. Að deila reynsl­unni allri og þekk­ing­unni. „Við höfum talað mikið um hvernig við getum unnið saman til að ná mark­miðum okk­ar. En ég held að það sé annar ónýttur mögu­leiki. Að líta til allra fjöl­þjóð­legu stofn­an­anna sem Ísland og Banda­ríkin eiga aðild að og segja: Hvernig getum við tryggt að fjár­magn og önnur bjarggáð frá þessum stofn­unum renni til þró­un­ar­landa þar sem verður gríð­ar­leg þörf fyrir fjár­fest­ingu einka­að­ila? Þar sem við blasir áhætta sem aðeins er hægt að takast á við með alþjóð­legri sam­vinnu. Við skulum koma hlut­unum í verk heima fyrir en einnig vinna saman að því að hafa áhrif um allan heim – í sam­vinnu bæði hins opin­bera og einka­geirans.“

Ræðu Höllu Hrund­ar, sem hún flutti á ensku, má sjá hér að neðan á samt öllum öðrum erindum sem flutt voru á ráð­stefn­unni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent