„Sannleikssamfélagi“ Trump lýst sem hörmung

Samfélagsmiðill Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hefur ekki gengið sem skyldi frá því að hann var gefinn út í febrúar. Tveir reynslumiklir frumkvöðlar í tæknigeiranum hafa sagt skilið við Truth Social og Trump er ævareiður.

Donald Trump á fjöldafundi í Suður-Karólínu í síðasta mánuði. Samfélagsmiðill hans, Truth Social, hefur ekki gengið eins vel og forsetinn fyrrverandi vonaðist til.
Donald Trump á fjöldafundi í Suður-Karólínu í síðasta mánuði. Samfélagsmiðill hans, Truth Social, hefur ekki gengið eins vel og forsetinn fyrrverandi vonaðist til.
Auglýsing

Don­ald Trump, fyrr­ver­andi for­seti Banda­ríkj­anna, til­kynnti í októ­ber að hann ætl­aði að stofna „bylt­ing­ar­kennt tækni­fyr­ir­tæki“. Úr varð nýr sam­fé­lags­mið­ill, Truth Soci­al.

„Ég stofn­aði Truth Social til að standa uppi í hár­inu á alræði stóru tækni­fyr­ir­tækj­anna,“ sagði Trump þegar hann greindi frá sam­fé­lags­miðl­inum síð­ast­liðið haust. „Við lifum í heimi þar sem talí­banar hafa greiðan aðgang að Twitter en á sama tíma hefur verið þaggað niður í upp­á­halds for­set­anum ykk­ar.“

Trump not­aði sam­fé­lags­miðla óspart í kosn­inga­bar­áttu sinni til emb­ættis Banda­ríkja­for­seta sem og eftir að hann náði kjöri. Trump var oft sak­aður um gróf­ar, sví­virði­legar og falskar upp­lýs­ingar í færslum sínum og voru sam­fé­lags­miðla­fyr­ir­tæki á borð við Face­book og Twitter oft krafin um að banna Trump á miðlum sínum eða tak­marka efni sem hann birti. Það gerð­ist hins vegar ekki fyrr en að for­seta­tíð hans lauk og eftir árás­ina á þing­húsið í byrjun jan­úar 2021. Bann Trump á Face­book gildir í að minnsta kosti tvö ár en Trump var settur í lífs­tíð­ar­bann á Twitt­er.

Auglýsing

Sam­fé­lags­mið­ill­inn Truth Soci­al, „Sann­leiks­sam­fé­lag­ið“, fór í loftið 21. febr­ú­ar, á sjálfum for­seta­deg­in­um, sem þótti styrkja þær sögu­sagnir að Trump stefni á for­seta­fram­boð 2024.

Nærri ein og hálf milljón á biðlista

En vand­ræðin hafa hlað­ist upp síð­ustu sex vik­ur. Sú ein­kenni­lega staða er til að mynda uppi núna að nýir not­endur fá ekki aðgang að miðl­inum en enda þess í stað á biðlista. Blaða­maður BBC sem bjó til aðgang að Truth Social varð að láta sér nægja að vera númer 1.419.631 í röð­inni. Ástæðan er sögð tækni­legir örð­ug­leik­ar.

Truth Social minnir um margt á Twitter en aðgengið er tak­mark­að. Ekki er hægt að hlaða smá­forrit­inu niður í snjall­tækjum með Android-­stýri­kerfi og mið­ill­inn er óað­gengi­legur að mestu leyti utan Banda­ríkj­anna.

„Þetta er algjör hörm­ung,“ segir Jos­hua Tucker, yfir­maður sam­fé­lags­miðla- og stjórn­mála­stofn­unar New York háskóla. Banda­maður Trump úr röðum repúblikana, sem vill ekki láta nafns síns get­ið, segir engan vita hvað sé í raun og veru á seyði.

Dag­inn sem Truth Social var gefið út var það á meðal mest sóttu smá­forrit­anna í App Store, en margir sem sóttu mið­il­inn gátu ekki notað hann. Búist var við að fljótt yrði greitt úr þessum byrj­un­arörð­ug­leikum og að fylgj­endur for­set­ans fyrr­ver­andi gætu fljótt fylgst með „sann­leiks­færsl­um“ hans. En hvor­ugt gerð­ist. Truth Social hefur hrunið niður vin­sæld­ar­list­ann á App Store og nær ekki lengur inn á lista yfir 100 vin­sæl­ustu smá­forritin á meðan YouTu­be, TikT­ok, Instagram og Face­book halda sínum sætum yfir tíu vin­sæl­ustu smá­forrit­in.

Umræða um Truth Social hefur skap­ast á öðrum sam­fé­lags­miðl­um. „Trump verður orð­inn for­seti aftur áður en ég kemst af biðlist­anum og far­inn að nota Truth Social fyrir alvöru,“ tístir einn.

Trump ævar­eiður og spyr af hverju not­end­urnir séu ekki fleiri

Engar skýr­ingar hafa verið gefnar á tækni­legu örð­ug­leik­un­um. Ein­hverjir hafa bent á að sam­starf Truth Social við Rumble, mynd­skeiða­for­rit sem nýtur vin­sælda meðal hægri sinn­aðra Banda­ríkja­manna, hægt á virkni mið­ils­ins. Á sama tíma er bent á að það útskýri ekki sex vikna tækni­lega örð­ug­leika.

Tveir helstu tækni­frum­kvöðlar Truth Social sögðu upp störfum á mánu­dag. Josh Adams, yfir­maður tækni­mála, og Billy Booz­er, yfir­maður vöru­þró­un­ar, eru reynslu­miklir frum­kvöðlar í tækni­geir­anum og íhalds­samir í stjórn­mála­skoð­unum sín­um, nokkuð sem er ekki algengt í tækni­geir­an­um. Þeir voru því akkúrat það sem Trump þurfi á halda, en hafa nú sagt skilið við hann og sann­leiks­sam­fé­lag­ið.

Trump hefur ekki birt „sannleik“ á nýja samfélagsmiðli sínum í meira en mánuð. Skjáskot: Truth Social/BBC

Fylgj­endur Trump á miðl­inum eru um 750 þús­und en sjálfur hefur hann ekki birt „sann­leika“ í meira en mán­uð. „Verið við­bú­in! Upp­á­halds for­set­inn ykkar mun sjá ykkur fljót­lega!“ segir í síð­ustu færslu hans á sann­leiks­sam­fé­lag­inu sem birt­ist í byrjun mars. Síðan þá hefur ekk­ert gerst. Trump er sagður ævar­eiður og spyr hvers vegna fleiri séu ekki að nota Truth Soci­al?

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent