Skattframtalið: Þetta máttu draga frá tekjum

money-256312_640.jpg
Auglýsing

Skila­frestur skatt­fram­tals ein­stak­linga er til föstu­dags­ins 20. mars næst­kom­andi en fram­lengdur skila­frestur getur lengst var­ið til 31. mars. Fyrir flesta er auð­velt að ganga frá fram­tal­inu, örfáir smellir á vef­síðu skatts­ins klára dæm­ið.

En það er ýmis­legt sem hafa ber í huga, til að mynda það sem hægt er að draga frá tekj­um. Guð­rún Björg Braga­dótt­ir, verk­efna­stjóri á skatta- og lög­fræðisviði KPMG tók saman helstu atriði um frá­drátt­ar­bæra liði, að beiðni Kjarn­ans og Stofn­unar um fjár­mála­læsi. Fékkst­u öku­tækja­styrk, dag­pen­inga, rann­sókn­ar­styrk eða glímdir þú við veik­indi á liðnu ári? Hér að neðan má sjá þau atriði sem gott er að hafa í huga við skatt­fram­tals­gerð­ina. Einnig er að finna ágætar upp­lýs­ingar um fram­tals­skil á vef Rík­is­skatt­stjóra.

Skatt­fram­tal ein­stak­linga 2015



Frá­dráttur frá tekjum



Öku­tækja­styrkur

Auglýsing
  • Nýjar reglur tóku gildi þann 1. jan­úar 2014.
  • Frá öku­tækja­styrk heim­il­ast til frá­dráttar til­tek­inn stig­lækk­andi kostn­aður á hvern ekinn km. í þágu launa­greið­anda.
  • Ekki er lengur þörf á að halda saman öllum rekstr­ar­kostn­aði bif­reiða.
  • Skil­yrði fyrir frá­drætt­inum eru að fyrir liggi skrif­legur afnota­samn­ingur á milli laun­þega og launa­greið­anda þar sem akst­ur­s­er­indum er skil­merki­lega lýst og að færð hafi verið akst­urs­dag­bók.

Dag­pen­ingar

  • Á móti fengnum dag­pen­ingum er heim­ilt að færa til frá­dráttar ferða- og dval­ar­kostnað sem laun­þegi hefur sann­an­lega greitt vegna ferða á vegum launa­greið­anda.
  • Ef dag­pen­ingar eru undir 1.000.000 kr. á árinu 2014 þarf ekki að fylla dag­pen­inga­blað út, frá­drátt­ur­inn fær­ist sjálf­krafa á fram­tal­ið.

Iðgjöld í líf­eyr­is­sjóð

  • Hámarks­frá­dráttur er 8%, 4% vegna skyldu­ið­gjalda í líf­eyr­is­sjóð og 2 – 4% vegna iðgjalda í sér­eigna­sjóð.
  • Frá­drátt­ur­inn hækk­aði úr 6% í 8% frá og með 1. júlí 2014.
  • Frá­drátt­ur­inn er yfir­leitt for­skráður á fram­talið af inn­sendum launa­miða, líkt og laun­in.

Frá­dráttur á móti náms-, rann­sókn­ar- og vís­inda­styrkjum

  • Heim­ilt er að draga frá kostnað á móti náms-, rann­sókn­ar- og vís­inda­styrkj­um.
  • Þó er ekki heim­ilt að draga frá kostnað á móti náms­styrkjum vegna náms sem veitir  rétt til að stunda til­tek­inn atvinnu­rekstur og sjálf­stæða starf­semi.
  • Gjald­færslu kostn­aðar við meist­ara­nám hefur af skatt­yf­ir­völdum verið synjað á þeirri for­sendu. Kostn­aður vegna náms í hinu almenna skóla­kerfi telst almennt vera einka­kostn­aður og því ekki frá­drátt­ar­bær.
  • Þá er ekki heim­ilt að draga frá náms­styrkjum kostnað vegna tóm­stunda­náms.

Frá­dráttur frá öðrum styrkjum og starfstengdum greiðslum

  • Kostn­aður vegna lík­ams­ræktar að hámarki fjár­hæð styrks­ins eða mest 50.000 kr. (hækkar í 55.000 kr. á tekju­ár­inu 2015).
  • Frá­dráttur á móti sam­göngu­greiðslum að hámarki 84.000 kr.

Lækkun vegna fram­færslu ung­menna

  • Hægt er að sækja um lækkun á tekju­skatts­stofni hafi fram­telj­andi á fram­færi sínu ung­menni sem eru við nám eða hafa að öðrum ástæðum það lágar tekjur að þær duga ekki til fram­færslu.
  • Hér er fyrst og fremst átt við ung­menni á aldr­inum 16 – 21 ára sem ekki stunda láns­hæft nám.
  • Mesta lækkun á tekju­skatts­stofni fram­fær­anda við álagn­ingu 2015 er 348.000 kr. miðað við að ung­menni hafi engar tekjur haft.
  • Frá þess­ari fjár­hæð dregst 1/3 af tekjum ungennis þannig að þegar tekjur þess eru orðnar 1.044.000 kr. fellur réttur til íviln­unar fram­fær­anda nið­ur.

Lækkun á tekju­skatts­stofni við til­teknar aðstæður



Veik­indi, slys, elli­hrör­leiki eða manns­lát

  • Ef veik­indi, slys, elli­hrör­leiki eða manns­lát hafa í för með sér veru­lega skert gjald­þol.  Fyrst og fremst kemur til álita að lækka skatt­stofna skv. þessum lið ef til hefur fallið óbættur kostn­aður sem fram­telj­andi hefur greitt sjálfur og er umfram það sem telst venju­legur kostn­að­ur, t.d. vegna lyfja og lækn­is­hjálp­ar.
  • Einnig er heim­ilt að lækka auð­legð­ar­skatt­stofn af þessum sömu orsök­um.

Veik­ind­i/­fötlun barns



  • Ef maður hefur á fram­færi sínu barn sem haldið er lang­vinnum sjúk­dómi eða fötlun sem hefur í för með sér veru­leg óbætt útgjöld umfram venju­legan fram­færslu­kostnað sem


  • greidd eru af fram­fær­end­um.




Fram­færsla vanda­manna



  • Ef maður hefur for­eldra eða aðra vanda­menn á fram­færi sínu, enda geti þeir ekki sjálfir staðið undir fram­færslu sinni.




Eigna­tjón



  • Hafi maður orðið fyrir veru­legu eigna­tjóni sem hann hefur ekki fengið bætt. Með veru­legu eigna­tjóni er hér átt við að fjár­hags­legar afleið­ingar tjóns sem verður á eignum manns skerði gjald­þol hans. Ívilnun kemur ekki til álita ef mögu­legt er að fá tjónið bætt úr hendi ann­ars aðila.




Tap­aðar kröfur



  • Hafi gjald­þol manns skerst veru­lega vegna tapa á útistand­andi kröfum sem ekki tengj­ast atvinnu­rekstri hans. Þetta gildir m.a. um ábyrgðir sem fallið hafa á fram­telj­anda til greiðslu án mögu­leika til end­ur­kröfu.




ferd-til-fjar_bordi

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None