Snafsarnir Gammel Dansk og Álaborgar-ákavíti orðnir norskir

e5d4a78ca020479199eaed954f2a6352_Gammel_Dansk.jpg
Auglýsing

Hold da op! (hættu nú alveg) var fyr­ir­sögnin í einu dönsku dag­blað­anna þegar frá því var greint fyrir nokkru að dönsku „þjóð­ar­drykkirn­ir“ Gammel Dansk, Ála­borg­ar-áka­víti og tólf aðrar þekktar danskar snafsa­teg­undir yrðu eft­ir­leiðis fram­leiddir í Nor­egi. „Í Nor­egi, af öllum lönd­um“ sagði í umfjöllun þessa sama blaðs og hneyksl­un­ar­tónn­inn skein í gegn.

Síð­ustu flösk­urnar af Ála­borg­ar-áka­vít­inu og hinum þrettán teg­und­unum sem fram­leiddar hafa verið í verk­smiðjum De Danske Sprit­fa­brikker í Ála­borg voru sendar í versl­anir í byrjun vik­unn­ar. Þar með er lokið sögu sem hófst árið 1881 þegar De Danske Sprit­fa­brikker (DDSF) voru stofn­að­ar. Saga snafsa­fram­leiðslu í Ála­borg er reyndar mun lengri en um 1840 sam­ein­uð­ust nokkur fyr­ir­tæki sem fram­leiddu sterk vín og urðu á fáum árum stærst á þessu sviði í Dan­mörku.

Fram­leiðslan jókst ört og jafn­framt fækk­aði öðrum fram­leið­end­um. Árið 1923 var svo komið að allar verk­smiðjur í land­inu, sem fram­leiddu sterk vín, voru í eigu DDSF. Fyr­ir­tækið fékk sama ár einka­rétt á fram­leiðslu sterkra vína og sömu­leiðis til að fram­leiða pressu­ger. Þetta einka­leyfi var í gildi fram til 1. jan­úar 1973 þegar Dan­mörk varð aðili að Efna­hags­banda­lagi Evr­ópu, síðar Evr­ópu­sam­band­inu.

Auglýsing

Verk­smiðju­bygg­ing­arnar í Ála­borg eru lista­verk



Árið 1931 flutt­ist starf­semi DDSF í nýbyggðar verk­smiðjur í vest­ur­hluta Ála­borg­ar. Þekktur danskur arki­tekt Alf Cock-Clausen teikn­aði verk­smiðju­hús­in. Þar var ekk­ert til sparað enda eru bygg­ing­arn­ar, bæði að utan og innan nær óbreytt í dag, 84 árum síð­ar. Það sama gildir um fram­leiðslu­bún­að­inn enda sagði for­stjór­inn þegar verk­smiðjan var tekin í notkun að hér væri ekki tjaldað til einnar næt­ur. Verk­smiðju­hús­in, með tækjum og tól­um, eru á lista dönsku Minja­stofn­un­ar­innar (Kultur­arvs­styrel­sen) ásamt 25 öðrum bygg­ingum og verk­smiðju­hverf­um.

Ála­borg­ar-áka­vítið óbreytt síðan 1846



Þekktasti, og mest seldi drykk­ur­inn sem DDSF fram­leiðir er Taf­fel Akvavit, sem í dag­legu tali gengur undir nafn­inu Rød Aal­borg. Þessi vin­sæli snafs var fyrst fram­leiddur 1846 og þótt margt hafi breyst í henni ver­öld síðan þá gildir það ekki um þann rauða (sem er reyndar ekki rauð­ur), þar hefur engu verið breytt. Árið 2002 var sá rauði val­inn besta áka­víti í þekkt­ustu vín­keppni í heimi.

Snafs­arnir sem DDSF fram­leiðir eiga hver um sig sína aðdá­endur og hafa flestir verið gerðir eftir óbreyttri for­skrift ára­tugum sam­an.

Gammel Dansk er ekki mjög gam­all



Þótt nafnið Gammel Dansk, sem margir þekkja, hljómi eins og nafn á mjög gömlum drykk er sú ekki raun­in. Þessi vin­sæli kryddsnafs kom á mark­að­inn 1964. Skömmu áður hafði DDSF sett á mark­að­inn annan kryddsnafs sem seld­ist mjög lítið og fram­leiðsl­unni var fljót­lega hætt. Stjórn fyr­ir­tæk­is­ins ákvað að gera aðra til­raun. Snafs­inn fékk nafnið Gammel Dansk, krydd­aður snafs og kynntur sem holl und­ir­staða í mag­ann að morgni dags. Án þess að slíkt hafi bein­línis verið sannað á Gammel Dansk marga aðdá­endur sem telja hann ákjós­an­legt upp­haf dags­ins. Margir Danir nota hann líka í upp­hafi hátíð­ar­máls­verð­ar, ómissandi á veislu­borðið segja þeir. Mikið var lagt í hönnun umbúð­anna, lögun flösk­unnar er sér­stök, ólík flestum öðr­um.

Af hverju til Nor­egs?



Þess­ari spurn­ingu veltu margir Danir fyrir sér þegar fréttir af flutn­ingi DDSF til Nor­egs bár­ust. Svarið er ein­fald­lega að núver­andi eig­endur DDFS, Arcus Grupp­en, ákváðu að flytja fram­leiðsl­una til Nor­egs. Hag­kvæmni réði að sögn þeirri ákvörð­un. Tals­maður fyr­ir­tæk­is­ins sagði að neyt­endur þyrftu ekki að hafa neinar áhyggj­ur, drykkirnir yrðu áfram þeir sömu þótt notað yrði norskt vatn við fram­leiðsl­una. Norð­menn hefðu líka langa hefð á þessu sviði, og kynnu vel að meta snafs þótt hjá þeim sé van­inn að drekka hann volgan en ekki vel kældan eins og Danir vilja hafa hann.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent
None