Sóttvarnalæknir leggur upp næstu mánuði

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur lagt fram minnisblað til ráðherra þar sem hann fer yfir framtíðarsýn sína á aðgerðir á landamærum og innanlands næstu mánuði. Hann sér ekki fyrir sér takmarkanalaust Ísland á meðan faraldurinn geisar.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir teiknar í minnisblaði sínu upp ákveðna framtíðarsýn um faraldurinn og aðgerðir vegna hans innanlands.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir teiknar í minnisblaði sínu upp ákveðna framtíðarsýn um faraldurinn og aðgerðir vegna hans innanlands.
Auglýsing

Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir seg­ist telja ólík­legt að hægt verði að búa við tak­marka­laust sam­fé­lag á Íslandi á meðan COVID-19 geisar í heim­inum og hefur lagt til við Svandísi Svav­ars­dóttur heil­brigð­is­ráð­herra bæði aðgerðir inn­an­lands og á landa­mærum til næstu mán­aða hið minnsta.

Það gerði hann í minn­is­blaði til ráð­herra sem sent var þann 11. ágúst, fyrir viku síð­an. Þar kemur fram að hann telji mik­il­væg­asta þátt sótt­varna gegn COVID-19 að lág­marka flutn­ing veirunnar hingað til lands með far­þeg­um. Landamæra­að­gerðir eru að hans mati sömu­leiðis for­senda þess að hægt verði að við­hafa lág­marks­tak­mark­anir inn­an­lands. Aðgerð­irnar sem Þórólfur leggur til inn­an­lands eru keim­líkar þeim sem eru nú í gildi.

Tekið skal fram að ekki er búið að taka neinar ákvarð­anir sem byggja á þessu skjali, en rík­is­stjórnin ræddi það þó á fundi sínum fyrir hádegi í dag og í fram­hald­inu var það afhent fjöl­miðl­um.

Svan­dís Svav­ars­dóttir heil­brigð­is­ráð­herra kall­aði þessar til­lögur sótt­varna­læknis umræðu­grund­völl til lengri tíma, í umræðu­þætt­inum Pall­borð­inu á Vísi í dag.

„Þetta er rosa­lega mik­il­vægt plagg frá sótt­varna­lækni inn í umræð­una og við eigum að horfa á þetta með þeim augum að þarna talar maður sem hefur mesta þekk­ingu af okkur öllum á far­öldrum, hvernig þeir virka og hvar við erum stödd í þess­ari bylgju núna og hvers að vænta inn í næstu mán­uð­i,“ sagði Svan­dís í þætt­in­um.

Allir komu­far­þegar verði skimaðir

Þórólfur segir að hafa þurfi í huga að ekki sé hægt að úti­loka alveg með aðgerðum á landa­mærum að kór­ónu­veiran ber­ist hingað til lands. Áhætt­una sé hins vegar hægt að lág­marka með aðgerð­unum sem hann leggur til, sem „ekki ættu að vera of íþyngj­and­i.“

Sótt­varna­lækn­ir­inn leggur til að far­þegar sem hingað koma verði allir krafðir um nei­kvæða nið­ur­stöðu úr ýmist PCR-­prófi eða hrað­prófi, óháð því hvort þeir séu bólu­settir eða ekki.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir minnisblað Þórólfs mikilvægt plagg inn í umræðuna. Mynd: Bára Huld Beck.

Þá verði allir far­þegar sem hingað koma, börn þar með tal­in, skimuð við kom­una til lands­ins. Þeir sem ekki geti fram­vísað vott­orðum um nei­kvæð próf við kom­una til lands­ins þurfi að und­ir­gang­ast tvö PCR-­próf með 5 daga sótt­kví á milli.

Að auki leggur Þórólfur til að skoðað verði hvort ástæða gæti verið til að taka í notkun hrað­próf í stað PCR-­prófa á landa­mær­un­um, ef sýnt þykir að grein­ing­ar­geta vegna PCR-­prófa muni ekki duga við skimanir á landa­mær­um.

„Ef ekki verður hægt að anna ofan­greindum skimunum vegna fjölda ferða­manna þá legg ég til að leitað verði leiða til tak­marka fjölda ferða­manna við þann fjölda sem okkar sótt­varna­ráð­staf­anir ráða við,“ segir Þórólfur í minn­is­blaði sínu.

Leggur til svip­aðar aðgerðir og eru nú í gildi inn­an­lands

„Ég tel ólík­legt að hægt verði að búa hér við tak­marka­laust sam­fé­lag á meðan að COVID-19 geisar í heim­in­um. Aldrei verður hægt að tryggja til fulls að SAR­S-CoV-2 ber­ist ekki inn erlendis frá þrátt fyrir góðar sótt­varna­að­gerðir á landa­mær­un­um. Ef engar tak­mark­anir eru til staðar inn­an­lands þá mun hver og ein veira sem sleppur yfir landa­mærin geta sett af stað far­aldur í slíku umhverfi. Auk þess verða aldrei allir bólu­settir og vörn hjá bólu­settum getur dvínað með tím­an­um. Því tel ég að ákveðnar tak­mark­anir þurfi ætíð vera til staðar til að koma í veg fyrir að slíkt ger­ist. Slíkar tak­mark­anir þurfa ekki að vera íþyngj­andi og eiga að geta tryggt hér eðli­legt líf,“ segir í minn­is­blaði Þór­ólfs um þær ráð­staf­anir sem hann leggur til inn­an­lands næstu mán­uði.

Þar er margt mjög svipað því sem er í gildi í dag og þar til að minnsta kosti 27. ágúst.

Þórólfur leggur til almenn fjölda­tak­mörk, sem gætu mið­ast við 200 manns. Stærri við­burðir gætu þó verið leyfð­ir, gegn því að gestir sýni fram á nei­kvætt PCR-­próf eða antigen hrað­próf sem ekki mætti vera eldra en 24-48 klst gam­alt. „Benda má á reynslu Dana af slíku fyr­ir­komu­lag­i,“ segir í minn­is­blaði sótt­varna­lækn­is.

Auglýsing

Hann leggur til að smitrakn­ingu, ein­angrun á smit­aða og sótt­kví hjá útsettum verði áfram beitt og sagði reyndar einnig að til­laga sem fram hefur komið um að hætta sótt­kví bólu­settra yrði að hans mati „meiri­háttar mis­tök“ í sam­tali við mbl.is í dag.

Sótt­varna­læknir segir að eins metra nánd­ar­regla ætti almennt að gilda áfram, nema ef til vill á við­burðum þar sem gestir sitja og eru með grímu.

Grímu­skylda verði svo áfram við ákveðnar aðstæð­ur, sér­stak­lega inn­an­húss þar sem margir koma sam­an, ekki er hægt að tryggja nánd­ar­reglu eða hús­næðið illa loft­ræst.

Þórólfur leggur til að veit­inga­stað­ir, skemmti­staðir og barir verði opnir til kl. 23 á kvöld­in, eins og er í dag. Engar tak­mark­anir verði á skóla­starfi en áhersla lögð á almennar sótt­varnir og sér­stak­lega verði hugað að loft­ræst­ingu og loft­ræsti­kerfum í skóla­starfi og þar sem við­kvæmir hópar eru, t.d. á hjúkr­un­ar­heim­il­um.

Þórólfur leggur til að þessar aðgerðir „verði almennar tak­mark­anir sem verði við líði þar til far­ald­ur­inn verður um garð geng­inn,“ en gera þurfi ráð fyrir því að tíma­bundið þurfi að grípa til hertra aðgerða í sér­stökum til­vikum í stuttan tíma ef upp koma óvænt atvik sem ekki ræðst við með öðrum aðferð­um.

Styrk­ing heil­brigð­is­kerfis

Einnig leggur Þórólfur til að áfalla­þol og geta heil­brigð­is­kerf­is­ins til að ann­ast veika COVID-­sjúk­linga verði efld án þess að það komi niður á þjón­ustu við aðra sjúk­linga­hópa, reglu­lega verði skoðað hvort gefa þurfi örv­un­ar­skammta af bólu­efni gegn COVID-19 eða bólu­setja með nýjum bólu­efn­um.

Þá þurfi að gera leið­bein­ingar um reglu­bundnar skimanir með PCR eða antigen hrað­grein­ing­ar­prófum í fyr­ir­tækjum og á vinnu­stöðv­um. Skylda þurfi reglu­bundnar skimanir á stöðum þar sem við­kvæm starf­semi fer fram, eins og á heil­brigð­is­stofn­unum og hjúkr­un­ar­heim­ilum og styrkja sýkla- og veiru­fræði­deild til þess að þar verði unnt að gera rað­grein­ingar á veirum og bakt­er­í­um. Auk þess þurfi að styrkja almanna­varnir sem og sótt­varnir til að tryggja snörp við­brögð ef útbreitt smit kemur upp.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent