Spurði forsætisráðherra út í bréfið til Kára

Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hver tilgangurinn með bréfi hennar til forstjóra ÍE hefði verið og hvers vegna hún tjáði sig um afstöðu sína gagnvart úrskurði Persónuverndar við forstjóra fyrirtækisins sem úrskurðurinn fjallaði um.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Auglýsing

Þór­hildur Sunna Ævars­dóttir þing­maður Pírata veltir fyrir sér til­gangi bréfa­skrifta Katrínar Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra til Kára Stef­áns­sonar for­stjóra Íslenskrar erfða­grein­ingar (ÍE) en hún spurði í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag hvers vegna for­sæt­is­ráð­herra ákvæði að tjá sig um afstöðu sína gagn­vart úrskurði Per­sónu­verndar við for­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins sem úrskurð­ur­inn fjall­aði um.

Katrín svar­aði og sagði meðal ann­ars að fram kæmi í bréfi hennar til Kára að það væri hlut­verk dóm­stóla að leggja mat á rétt­mæti ein­stakra úrlausna. „Það er að sjálf­sögðu bara það lagaum­hverfi sem við búum til og eðli­lega hlut­ast ráð­herra ekki til um slíka úrskurð­i.“

Þór­hildur Sunna byrj­aði fyr­ir­spurn sína á því að rifja upp grein Kára Stef­áns­sonar sem birt­ist á Vísi fyrir helgi þar sem hann gagn­rýndi nýlega úrskurði Per­sónu­verndar um vinnu­brögð Íslenskrar erfða­grein­ing­ar.

Auglýsing

„Um þrjá úrskurði er að ræða en einn þeirra felur í sér að Íslensk erfða­grein­ing hafi brotið lög þegar hún safn­aði blóð­sýnum úr sjúk­lingum á Land­spít­ala án þess að leyfi Vís­inda­siða­nefndar lægi fyr­ir. Blóð­sýnin voru tekin úr inniliggj­andi sjúk­lingum á COVID-­deild Land­spít­al­ans í kjöl­far þess að Íslensk erfða­grein­ing sótti um leyfi til Vís­inda­siða­nefndar en áður en leyfi nefnd­ar­innar fyrir sýna­tök­unni lá fyr­ir.

Kári er ósam­mála nið­ur­stöð­unni og útlistar ástæð­urnar fyrir því í fyrr­nefndri grein. En áhuga­verð­asti hluti grein­ar­innar sem Kári birtir er að með henni birt­ist einnig afrit af bréfi sem hæst­virtur for­sæt­is­ráð­herra skrif­aði honum þar sem hún virð­ist taka undir sjón­ar­mið Kára um að umræddur úrskurður sé rangur og segir meðal ann­ars að blóð­sýni hafi verið tekin að beiðni sótt­varna­læknis og með Land­spít­al­an­um. Þó kemur fram í úrskurði Per­sónu­verndar að blóð­sýna­tök­una, sem stað­fest er að hafi farið fram, sé hvergi að finna í skrám Land­spít­al­ans og hún hafi þar af leið­andi einmitt ekki verið unnin með Land­spít­al­anum eins og hæstv. for­sæt­is­ráð­herra heldur fram og þar af leið­andi hljóti lög hafa verið brotin við fram­kvæmd sýna­tök­unn­ar,“ sagði þing­mað­ur­inn.

Þór­hildur Sunna sagði enn fremur að stofn­anir sem gæta per­sónu­verndar borg­ar­anna ættu undir högg að sækja víðs vegar um heim á tímum kór­ónu­veirunn­ar. „Það er vegið að sjálf­stæði þeirra og réttur borg­ar­anna til frið­helgi einka­lífs hefur verið skertur veru­lega.“

Vekur það áhyggjur hjá þing­mann­inum að for­sæt­is­ráð­herra „virð­ist ætla að grafa undan sjálf­stæði jafn mik­il­vægrar stofn­unar og Per­sónu­vernd­ar“ og spurði hún því Katrínu hvort hún hefði lesið úrskurði Per­sónu­verndar áður en hún sendi umrætt bréf til Kára Stef­áns­sonar og hvort hún hefði óskað eftir ein­hverjum gögnum eða skýr­ingum frá Per­sónu­vernd um úrskurð­ina áður en hún sendi umrætt bréf.

Ráð­herra hlut­ist ekki til um úrskurði Per­sónu­verndar

Katrín svar­aði og sagð­ist hafa lesið þennan úrskurð Per­sónu­vernd­ar. Hún bætti því við að Per­sónu­vernd heyrði ekki undir hana.

„Í svari mínu við bréfi Kára Stef­áns­sonar kom fram að ráð­herra hlut­ast ekki til um úrskurði Per­sónu­verndar enda er hún sjálf­stæð stofn­un. Hins vegar kom fram í svari mínu, og það er sam­kvæmt upp­lýs­ingum sótt­varna­læknis að hann hafði for­göngu um að óska eftir þess­ari rann­sókn. Hans upp­lýs­ingar voru þær að Land­spít­ali og Íslensk erfða­grein­ing væru að vinna að þessu sam­eig­in­lega og heil­brigð­is­ráðu­neytið hefur stað­fest þann skiln­ing við mig.

Þannig að mínar upp­lýs­ingar eru þær að rann­sóknin var unnin að beiðni sótt­varna­læknis til að vera grund­völlur ákvarð­ana­töku hvað varðar sótt­varna­ráð­staf­anir í sam­vinnu Land­spít­ala og Íslenskrar erfða­grein­ing­ar. Þetta hef ég eftir sótt­varna­lækni og heil­brigð­is­ráðu­neyti, af því að mér fannst hátt­virtur þing­maður fyrst og fremst vera að spyrja um þessar heim­ildir mín­ar,“ sagði Katrín.

Katrín Jakobsdóttir Mynd: Bára Huld Beck

Sjálf­stæði Per­sónu­verndar hljóti að vera mik­il­vægur þáttur í lýð­ræð­is­sam­fé­lagi

Þór­hildur Sunna kom aftur í pontu og sagði að fram kæmi í bréf­inu sem Kári birti að um bréfa­skipti væri að ræða milli for­sæt­is­ráð­herra og hans – og að Katrín hefði aug­ljós­lega sent Kára Stef­áns­syni fleiri bréf en það sem hann birti vegna þess að þar birt­ist ekk­ert um sjálf­stæði stofn­un­ar­innar Per­sónu­vernd­ar.

„En þar liggur hund­ur­inn einmitt graf­inn, virðu­legi for­seti. Sjálf­stæði Per­sónu­verndar hlýtur að vera mik­il­vægur þáttur í lýð­ræð­is­sam­fé­lagi, að stofn­anir njóti þess trausts frá ráða­mönnum að þeir virði það að ef fólk er ósátt við nið­ur­stöðu Per­sónu­verndar sé hægt að fara með þá nið­ur­stöðu fyrir dóm­stóla.

Það kemur fram í þessum úrskurði Per­sónu­vernd­ar, sem hæst­virtur ráð­herra seg­ist hafa les­ið, að engin skrá sé til um þessi blóð­sýni hjá Land­spít­al­an­um. En gott og vel. Ég velti fyrir mér hver til­gang­ur­inn var með þessu bréfi og hvers vegna for­sæt­is­ráð­herra ákveður að tjá sig um afstöðu sína gagn­vart úrskurði sjálf­stæðrar stofn­unar við for­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins sem úrskurð­ur­inn fjall­aði um.“

„Al­ger­lega ómet­an­legt fram­lag“ ÍE í bar­áttu við COVID-19

Katrín svar­aði í annað sinn og sagði að vænt­an­lega birti Kári Stef­áns­son ekki bréfið allt en fram kæmi í því að það væri hlut­verk dóm­stóla að leggja mat á rétt­mæti ein­stakra úrlausna.

„Það er að sjálf­sögðu bara það lagaum­hverfi sem við búum til og eðli­lega hlut­ast ráð­herra ekki til um slíka úrskurði. Ég geri því ekki athuga­semdir við það að því leyti. En hins vegar fannst mér brýnt að það kæmi fram að þær aðstæður sem þarna var unnið undir voru að hér var far­aldur í upp­sigl­ingu sem við höfðum litla sem enga vit­neskju um. Við vorum öll að reyna að leggja okkar af mörkum og þar hefur Íslensk erfða­grein­ing komið gríð­ar­lega sterk inn í því að takast á við þennan far­ald­ur. Aðdrag­andi þess­arar rann­sóknar var með þeim hætti sem ég lýst­i,“ sagði hún.

Telur hún það vera lyk­il­at­riði því að þar með mætti segja að þessi rann­sókn hefði orðið ákveð­inn grund­völlur fyrir áfram­hald­andi ákvarð­ana­töku um sótt­varna­ráð­staf­an­ir.

„Það var minn skiln­ingur á þessu og eins og ég segi þá byggi ég það ann­ars vegar á sam­tölum mínum við sótt­varna­lækni og síðan upp­lýs­ingum heil­brigð­is­ráðu­neyt­is­ins um að Land­spít­al­inn hafi verið þátt­tak­andi í þess­ari rann­sókn með Íslenskri erfða­grein­ingu. Ég vil nota tæki­færið, herra for­seti, til að segja að það er alger­lega ómet­an­legt, fram­lag þessa fyr­ir­tækis í bar­áttu okkar við þennan sjúk­dóm,“ sagði hún að lok­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent