Svandís rakti breytingar á gjaldtöku á laxeldi í Noregi og Færeyjum fyrir ríkisstjórn

Stóru laxeldisfyrirtækin þurfa að mati stjórnvalda í Noregi að koma með meira framlag við að nýta sameiginleg hafsvæði norsku þjóðarinnar. Matvælaráðherra kynnti stöðu á endurskoðun lagaumhverfisins hér í samanburði við nágrannalönd.

Heildarendurskoðun á lagaumhverfi sjókvíaeldis og annars eldis stendur yfir.
Heildarendurskoðun á lagaumhverfi sjókvíaeldis og annars eldis stendur yfir.
Auglýsing

Vænt­ingar standa til að nið­ur­staða fjöl­þættrar vinnu á vegum mat­væla­ráðu­neyt­is­ins „verði góður grunnur fyrir kom­andi heild­ar­end­ur­skoðun á reglu­verki, umgjörð, gjald­töku og fram­kvæmd í fisk­eldi“ líkt og fram kemur í stefnu­yf­ir­lýs­ingu rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Um þetta er ítar­lega fjallað í minn­is­blaði sem Svan­dís Svav­ars­dóttir mat­væla­ráð­herra kynnti á fundi rík­is­stjórn­ar­innar á föstu­dag og Kjarn­inn fékk afhent.

Vinnan sem ráðu­neyti Svan­dísar hefur hleypt af stokk­unum felst m.a. í ítar­legri úttekt ráð­gjafa­fyr­ir­tæk­is­ins Boston Consulting Group á stöðu lagar­eldis á Íslandi en lagar­eldi er yfir­heiti yfir sjó­kví­a-, land-, þör­unga- og úthaf­seldi. Í skýrsl­unni, sem vænt­an­leg er í lok mán­að­ar­ins, verður lagt mat á áskor­anir og tæki­færi í eld­inu auk þess sem fjallað verður um mót­væg­is­að­gerðir vegna umhverf­is­þátta.

Auglýsing

Þá vinnur Rík­is­end­ur­skoðun vinnur að úttekt á stjórn­sýslu mála­flokks­ins í ráðu­neyt­inu og und­ir­stofn­unum þess en nið­ur­stöður þeirrar vinnu munu vænt­an­lega einnig liggja fyrir undir lok októ­ber.

Jafn­framt er starfs­hópur um smit­varnir og sjúk­dóma í fisk­eldi að störfum og gert er ráð fyrir að þeirri vinnu ljúki undir lok árs.

Starfs­hópur vegna stroks

Í fjórða og síð­asta lagi mun mat­væla­ráð­herra skipa starfs­hóps vegna frétta um strok á eld­is­laxi í Arn­ar­firði. Í hópnum verða full­trúar ráðu­neyt­is­ins, Fiski­stofu, Haf­rann­sókna­stofnun og Mat­væla­stofn­un. Hlut­verk hóps­ins verður að fara yfir þær reglur sem um mál­efnið gilda hér­lend­is, skoða þá ferla og fram­kvæmd sem eru til staðar og gera til­lögur að útbót­um.

Í minn­is­blaði Svan­dísar er minnt á að í stefnu­yf­ir­lýs­ingu rík­is­stjórn­ar­innar segi að móta eigi heild­stæða stefnu um upp­bygg­ingu, umgjörð og gjald­töku fisk­eld­is. Við þá vinnu skuli leggja áherslu á tæki­færi til atvinnu­sköp­unar og mik­il­vægi þess að greinin bygg­ist upp á grund­velli sjálf­bærni, vís­inda­legrar þekk­ingar og verndar villtra laxa­stofna.

Ráð­herr­ann fer svo í minn­is­blað­inu yfir stöðu mála­flokks­ins í Nor­egi og Fær­eyjum en þar hafa verið kynntar til­lögur um breyt­ingar á gjald­töku í fisk­eldi.

Nýr auð­lind­arentu­skattur í Nor­egi

Á dög­unum kom rík­is­stjórn Nor­egs með til­lögur um nýjan auð­linda­skatt í sjó­kvía­eldi, vind­orku á landi og vatns­afli. Frum­varp til fjár­laga í Nor­egi var kynnt í síð­ustu viku en ástæða fyrir kynn­ing­unni á til­lög­unum um breyt­ingar á auð­lind­arentu­skatt­inum áður en frum­varpið var til­kynnt hefur verið óljós í norskum fjöl­miðl­um. Hefur því m.a. verið slegið fram að upp­lýs­ingar hafi lekið og því hafi verið nauð­syn­legt að koma út við­kvæmum upp­lýs­ingum sem gætu haft áhrif á hluta­bréfa­mark­að­inn. Til­kynn­ing stjórn­valda var með yfir­skrift­inni: „Sann­gjarn­ari skipt­ing hagn­aðar vegna nýt­ingar nátt­úru­auð­linda“.

Helstu breyt­ing­arnar eru eft­ir­far­andi:

Auð­lind­arentu­skattur upp á 40 pró­sent, sem er 62 pró­sent jað­ar­skattur ef tekið er tekið er til­lit til 22 pró­senta tekju­skatts. Þar sem tekju­skattur er reikn­aður fyrst er auð­lind­arentu­skatt­ur­inn í raun 51,3 pró­sent, er bent á í minn­is­blað­inu.

Þar segir enn­fremur að auð­linda­skatt­ur­inn sé í raun áætl­aður við­bót­ar­tekju­skattur þar sem skatta­and­lagið (auð­lind­arent­an) er áætluð stærð. Virð­is­auki í vinnslu er und­an­skil­inn. Not­ast er við heims­mark­aðs­verð á laxi þegar tekjur eru ætl­aðar og fjár­magns­kostn­að­ur­inn und­an­skil­inn. „Auð­linda­skatt­ur­inn er því ekki hreinn með­al­tals­skattur eins og útreikn­ingur veiði­gjalda er hér á landi, eða fram­leiðslu­gjaldið í sjó­kvía­eldi sem er magn­bund­inn veltu­skatt­ur,“ stendur í minn­is­blaði ráð­herra.

Litlu fyr­ir­tækin greiða minna

Gert er ráð fyrir að draga megi frá hagn­aði sem sam­svarar 4-5 þús­und tonna fram­leiðslu áður en kemur að skatt­lagn­ingu en það þýðir að þau fyr­ir­tæki sem eru með fram­leiðslu undir 5 þús­und tonnum eru að mestu und­an­þegin skatt­in­um. Í máli fjár­mála­ráð­herra Nor­egs kom fram að 70 pró­sent af öllum fyr­ir­tækj­unum í sjó­kvía­eldi yrðu þar með und­an­þegin skatt­in­um. 2/3 af áætl­uðum auð­linda­skatti muni lenda á fimm stærstu fyr­ir­tækj­unum og lagði fjár­mála­ráð­herr­ann mikla áherslu á að stóru fyr­ir­tækin þurfi að koma með meira fram­lag við að nýta sam­eig­in­leg haf­svæði norsku þjóð­ar­inn­ar.

Til­lagan gerir ráð fyrir að skila sem svarar um 50 millj­örðum ISK árlega í rík­is­sjóð, en þeirri fjár­hæð verður deilt jafnt á milli ríkis og sveit­ar­fé­laga/­fylkja.

Ofan­greind til­laga er ekki ný af nál­inni í Nor­egi. Árið 2019 kom út skýrsla nefndar fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins þar sem að meiri­hluti nefnd­ar­manna lagði til að settur yrði 40 pró­sent auð­lind­arentu­skatt­ur. Sú til­laga hlaut ekki braut­ar­gengi hjá þáver­andi rík­is­stjórn og var þess í stað­inn sett á fram­leiðslu­gjald upp á 0,40 norskar krónu á hvert tonn, um 5-6 íslenskar krónur á hvert kíló.

„Til sam­an­burðar má reikna með að fram­leiðslu­gjaldið á Íslandi verði um 45-55 kr. per. kg. þegar sól­ar­lags­á­kvæði rennur út 2026 að teknu til­liti til breyt­inga sem kynntar hafa verið í tekju­band­ormi fjár­laga,“ segir í minn­is­blaði Svan­dís­ar.

Breyt­ingar á fram­leiðslu­gjaldi í Fær­eyjum

Fram­leiðslu­gjaldið (veltu­skatt­ur) í sjó­kvía­eldi á Íslandi er byggt á aðferða­fræði við útreikn­ing sem nú er í gildi í Fær­eyj­um, þ.e. þrjú mis­mun­andi gjald­hlut­föll þar sem gjald­stofn­inn er heims­mark­aðs­verð á laxi.

Nýverið til­kynntu fær­eysk stjórn­völd í drögum að fjár­lögum um breyt­ingar á gjald­inu. Meg­in­breyt­ing­arnar eru þær að gjald­hlut­föll­unum fjölgar úr þremur í fimm, við­mið­un­ar­verð hækkar og tekið er til­lit til fram­leiðslu­kostn­að­ar. Fram­leiðslu­kostn­aður bygg­ist á með­al­tals­kostn­aði fyr­ir­tækja í sjó­kvía­eldi og verður breyti­legur milli ára. Reiknað er með að breyt­ingin skili um 1,4 millj­arði íslenskra króna og að fram­leiðslu­gjaldið skili í heild um 6,3 millj­örðum ÍSK á næsta ári.

Fyrir hverjar 5 danskar krónur (um 95 íslenskar) sem heims­mark­aðs­verð hækk­ar, hækkar hlut­fallið um 2,5 pró­sent. Ef heims­mark­aðs­verð er undir fram­leiðslu­kostn­aði er gjaldið um 0,4 kr. á kíló. Gjaldið fer svo stig­vax­andi eftir því sem meiri munur er á milli fram­leiðslu­kostn­aðar og heims­mark­aðs­verðs.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent