Sveitarstjórnin hafnar „öllum slíkum áformum um vindorkuver“

Einn þeirra vindorkukosta sem fékk grænt ljós í meðferð verkefnisstjórnar 4. áfanga rammaáætlunar og rataði í nýtingarflokk í tillögudrögum hennar var Vindheimavirkjun í Hörgárdal. Sveitarstjórnin vill hins vegar ekki sjá hana.

Sýnileiki vindmylla í Vindheimavirkjun frá Hörgárdalsvegi, milli bæjanna Lönguhlíðar og Hallfríðarstaða
Sýnileiki vindmylla í Vindheimavirkjun frá Hörgárdalsvegi, milli bæjanna Lönguhlíðar og Hallfríðarstaða
Auglýsing

„Sveit­ar­stjórn sam­þykkti að hafna öllum slíkum áformum um vind­orku­ver í Hörg­ár­sveit.”

Svo mörg eru orðin í fund­ar­gerð sveit­ar­stjórnar Hörg­ársveitar frá því í lok apríl um þau til­lögu­drög verk­efn­is­stjórnar fjórða áfanga ramma­á­ætl­unar að flokka áform­aða Vind­heima­virkjun í orku­nýt­ing­ar­flokk. Fimm vind­orku­kostir voru metnir af verk­efn­is­stjórn­inni og lagt til að þrír fari í nýt­ing­ar­flokk og tveir í bið­flokk. Hin fimm fyr­ir­hug­uðu vind­orku­verin eru auk Vind­heima­virkj­unar við Alviðru, Sól­heima, í Garps­dal og ofan Búr­fells.

Sveit­ar­fé­lagið Hörg­ár­sveit við Eyja­fjörð var stofnað 12. júní 2010 með sam­ein­ingu Hörg­ár­byggðar og Arn­ar­nes­hrepps og nær yfir Galma­strönd, Hörg­ár­dal, Öxna­dal og Kræk­linga­hlíð. Íbú­arnir voru í lok síð­asta árs 623 tals­ins.

Auglýsing

Fyr­ir­tækið Fall­orka ehf., sem er með hið allt að 40 MW vind­orku­ver í aust­an­verðum Hörg­ár­dal á prjón­un­um, er að fullu í eigu Norð­ur­orku, sem aftur rekur veitur á Akur­eyri og víðar á Eyja­fjarð­ar­svæð­inu. Hörg­ár­dalur er umkringdur bröttum og háum fjöll­um. Um dal­inn rennur Hörgá en í dal­botn­inum er aðal­lega rækt­un­ar­land og tún en einnig vot­lendi. Nokkur skóg­rækt­ar­svæði eru aust­an­megin í dalnum „og geta þau haft tals­verð áhrif á hrýfi og orku­fram­leiðslu á svæð­in­u,“ segir í skýrslu um virkj­ana­kost­inn sem verk­fræði­stofan Efla vann fyrir Fall­orku. Í dalnum eru nokkrir bónda­bæir sem og sum­ar­húsa­byggð. Þjóð­vegur 1 liggur um Hörg­ár­dal sem og byggða­lín­an. Svæðið sem er fyr­ir­hugað fyrir Vind­heima­virkjun er í um 200-300 m hæð í aflíð­andi hlíð. Myll­urnar yrðu 8-10 tals­ins og 150-200 metrar á hæð í hæstu stöðu.

Í nið­ur­stöðu verk­efn­is­stjórnar fjórða áfanga ramma­á­ætl­un­ar, sem sendi frá sér skýrslu­drög í lok mars er hún lauk starfs­tíma sín­um, segir að hið fyr­ir­hug­aða virkj­un­ar­svæði í Hörg­ár­dal hafi fengið fremur lága verð­mæta­ein­kunn. Hins vegar yrðu áhrif virkj­un­ar­innar á ferða­þjón­ustu og úti­vist nei­kvæð. Sýni­leiki vind­orku­vers­ins yrði umtals­verður og mynd það blasa við öllum veg­far­endum sem fara um Hörg­ár­dal og Öxna­dal og ferða­mönnum á enn stærra svæði. Vind­heima­virkjun er fyr­ir­huguð á svæði sem er mjög nærri byggð og nokkur fjöldi íbúa mun búa við við­var­andi sjón­ræn áhrif. Það má, að því er fram kemur í nið­ur­stöðum verk­efn­is­stjórn­ar­inn­ar, búast við að skiptar skoð­anir verði um áform­in. „Lítil kynn­ing“ hafi farið fram á þessum áformum og að nokkur hætta geti verið á að deilur skap­ist um fram­kvæmd­ina.

Sveit­ar­stjórn hafi stærsta hlut­verkið

„Þegar um er að ræða vind­orku­kosti sem hafa fyrst og fremst áhrif í einu sveit­ar­fé­lagi og snerta hags­muni íbúa og land­eig­enda beint þá telur verk­efn­is­stjórn mik­il­vægt að sveit­ar­stjórn í lýð­ræð­is­legu sam­ráði við íbúa hafi stærsta hlut­verkið í ákvörðun um hvort heim­ila beri fram­kvæmd­ir,“ segir í almennum rök­stuðn­ingi verk­efn­is­stjórn­ar­innar um að setja Vind­heima­virkjun í orku­nýt­ing­ar­flokk. „Loka­á­kvörðun um leyfi til fram­kvæmda verður í öllum til­fellum í höndum sveit­ar­stjórna á grund­velli nið­ur­stöðu mats á umhverf­is­á­hrifum og að teknu til­liti til upp­lýs­inga sem aflað er við vinnslu skipu­lags­á­ætl­ana.“

Í vinnu verk­efn­is­stjórn­ar­innar var gerð rann­sókn á mögu­legum sam­fé­lags­legum áhrifum nokk­urra virkj­ana­kosta, þeirra á meðal Vind­heima­virkj­un­ar. Í henni voru að hluta til lögð til grund­vallar við­töl við sveit­ar­stjórn­ar­menn og hags­muna­að­ila.

Framkvæmdasvæði Vindheimavirkjun innan appelsínuguls ramma fyrir miðri mynd. Mynd: Úr skýrslu verkefnisstjórnar rammaáætlunar

Sam­kvæmt henni eygja tals­menn Hörg­ársveitar ekki umtals­verð efna­hags­leg tæki­færi af Vind­heima­virkjun og telja að fast­eigna­skattar af henni yrðu ekki mikl­ir. Vænt­ingar um stað­bundin efna­hags­leg áhrif virð­ast helst tengj­ast jörðum þar sem virkj­unin yrði reist með end­ur­gjaldi fyrir land. Litlu máli virð­ist skipta að sveit­ar­fé­lögin á svæð­inu, þar á meðal Hörg­ársveit, eiga Fall­orku sem er virkj­un­ar­að­il­inn. Skiptar skoð­anir voru um hvort Vind­heima­virkjun hefði áhrif á raf­orku­fram­boð en tak­mörkuð flutn­ings­geta raf­orku er til Eyja­fjarðar vegna gam­allar byggða­línu og bentu tals­menn sveit­ar­fé­lags­ins á að litlar vatns­virkj­anir gætu verið hluti af lausn þess vanda­máls. Lítil sem engin kynn­ing hefur farið fram á verk­efn­inu í sveit­ar­fé­lag­inu og gagn­rýndu full­trúar sveit­ar­fé­lags­ins það.

Í ljósi reynsl­unnar af nei­kvæðri umræðu um end­ur­nýjun byggða­lín­unnar í Hörg­ársveit, sem sveit­ar­stjórn­ar­mönnum þótti einnig illa kynnt, er talin hætta á að nei­kvæð umræða og jafn­vel deilur skap­ist um Vind­heima­virkj­un. Efa­semdir eru um að Vind­heima­virkjun falli að því sam­fé­lagi sem Hörg­ár­sveit vill leggja áherslu á, þ.e. svæði þar sem unnt er að búa nálægt þjón­ustu og störfum á Akur­eyri, en geta notið þess á sama tíma að vera í rólegra umhverfi.

Í nið­ur­stöðum þess fag­hóps ramma­á­ætl­unar sem skoð­aði áhrif á ferða­þjón­ustu og úti­vist kemur fram að við­horf til Vind­heima­virkj­unar séu að mestu leyti nei­kvæð, sér­stak­lega meðal ferða­þjón­ustu­að­ila.

Helsti kostur að hafa minni sýni­leika en aðrir vind­orku­kostir

Helsti kostur til­lög­unnar var tal­inn sá að fjöldi vind­mylla og sýni­leiki þeirra væri minni en ann­arra vind­orku­vera sem metin voru og að virkj­unin gæti stuðlað að auknu raf­orku­ör­yggi á Norð­ur­landi. Hins vegar töldu fleiri við­mæl­endur Vind­heima­virkjun hafa nei­kvæð áhrif en jákvæð. Virkj­unin myndi sjást vel frá Eyja­firði og Sval­barðs­strönd/Greni­vík sem og frá hluta af Trölla­skaga. Fag­hóp­ur­inn mat einnig sem svo að þegar ferða­menn sem ferð­uð­ust umhverfis Trölla­skaga yrðu fyrir áhrifum af sýni­leika vind­orku­vers­ins í Hörg­ár­dal „myndu þau áhrif fylgja þeim eftir á ferða­lag­in­u“.

Mjög margir ferða­menn eru alla jafna á svæð­inu, þar eru miklir afþrey­ing­ar­mögu­leikar og fjöl­breyttar ferða­leiðir sem standa ferða­mönnum til boða sumar sem vet­ur.

Auglýsing

„Það er engu lík­ara en runnið hafi æði á fyr­ir­tæki og raf­magns­ridd­ara sem vilja reisa vind­orku­ver víða um land,“ skrifar Sveinn Run­ólfs­son, fyrr­ver­andi Land­græðslu­stjóri í nýjasta tölu­blað Bænda­blaðs­ins. Hann bendir á að á fjórða tug vind­orku­hug­mynda hafi ratað inn á borð síð­ustu verk­efn­is­stjórnar ramma­á­ætl­un­ar. „Svo virð­ist sem fjár­festar og aðrir vilji festa sér hag­stætt stæði í land­inu þrátt fyrir að und­ir­bún­ingur margra þeirra virð­ist vera afar skammt kom­inn,“ skrifar Sveinn. Hann segir það „vekja furðu“ hversu langt und­ir­bún­ingur er kom­inn í upp­bygg­ingu nokk­urra vind­orku­vera án þess að nokkur kynn­ing hafi átt sér stað til sveit­ar­stjórna og íbúa hlut­að­eig­andi byggða.

Raf­magns­vík­ing­arnir

„Meiri­hluti fyr­ir­hug­aðra vind­orku­vera virð­ist vera í eigu erlendra fyr­ir­tækja með hér­lenda sam­verka­menn – raf­magns­vík­inga. Stór­fellt erlent eign­ar­hald á raf­orku­fram­leiðslu hér á landi hlýtur að vera stjórn­völdum og þjóð­inni allri umhugs­un­ar­efni. Lætur nærri að ef öll þessi vind­orku­ver verða að veru­leika væri upp­sett afl mun meira en öll raf­orku­fram­leiðslan lands­ins um þessar mund­ir. Hvað á að gera við alla þessa orku og hverjir ætla að kaupa hana?“

Hann bendir á að stað­setn­ing vind­mylla og vind­orku­vera í byggð hafi „mikil og víð­tæk“ búsetu­á­hrif. Víti til varn­aðar sé upp­setn­ing tveggja vind­mylla fyrir nokkrum árum við byggð­ina í Þykkvabæ sem þó séu lægri en vind­myll­urnar sem rætt er nú um að reisa víða um land. „Þrátt fyrir að vind­myll­urnar í Þykkva­bænum hafi verið óstarf­hæfar síð­ustu miss­erin hafa þær ekki verið fjar­lægðar og eru öllum til ama [...] Íbúar Þykkva­bæjar gleðj­ast þó yfir að gnýr­inn frá þeim angrar þá ekki leng­ur.“

Sýnileiki vindorkuveranna fimm sem voru tekin til mats í 4. áfanga rammaáætlunar. Mynd: Úr skýrslu verkefnisstjórnar rammaáætlunar

Að mati Sveins skortir ekki aðeins heild­ar­sýn fyrir landið allt í þessum mála­flokki heldur einnig yfir hvar vind­orku­ver eigi alls ekki að vera með til­liti til áhrifa á lands­lag. Enn fremur vantar sár­lega leið­sögn og „tæki“ fyrir sveit­ar­stjórnir til að taka vand­aðar og sam­ræmdar ákvarð­anir um nýt­ingu vind­orku. „Á meðan fram­an­greint liggur ekki fyrir eiga sveit­ar­stjórnir aðeins þann kost að hafna öllum hug­myndum um vind­orku­ver eða fresta ákvörð­un­um.“

Til þess að varð­veita sér­stöðu íslensks lands­lags er ljóst að mati Sveins að það fyr­ir­finnst „eng­inn staður hér á landi þar sem vind­orku­ver geta verið í sátt við nátt­úr­una og okkur sjálf. Alþingi ætti að taka þá ákvörðun að vind­orku­ver verði ekki reist hér á landi. Slík ákvörðun kemur í veg fyrir óaft­ur­kræf umhverf­isslys.“

Á tíma­mótum

„Ís­lend­ingar standa á tíma­mótum varð­andi nýt­ingu orku­auð­linda því virkjun vind­orku er að hefj­ast af fullum kraft­i,“ skrif­aði Guð­rún Pét­urs­dótt­ir, for­maður verk­efn­is­stjórnar 4. áfanga ramma­á­ætl­unar í skýrsl­unni um til­lögu­drög­in. „Þótt vind­ur­inn sé óþrjót­andi er land undir vind­orku­ver það ekki. Landið er hin tak­mark­aða auð­lind í þessu til­felli. Vind­myllur eru nú um 150 m háar og fara hækk­andi. Þær eru því afar áber­andi í lands­lagi og sjást víða að. Vind­orku­ver munu valda miklum breyt­ingum á ásýnd lands­ins ef ekki verður var­lega far­ið.“

Verk­efn­is­stjórnin telur brýnt að sett verði heild­ar­stefna um virkjun vind­orku hér á landi og tekin ígrunduð ákvörðun um hvort afmarka eigi fá vel skil­greind svæði fyrir vind­myllur eða setja því litlar skorður hvar vind­orku­ver fá að rísa. „Nú er ein­stakt tæki­færi að setja slíka stefnu áður en fram­kvæmdir hefj­ast víða um land.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent