Þúsundir hríðskotariffla á dönskum heimilum

ZZZZZMP5-038626-9.jpg
Auglýsing

Nú er komið í ljós að hríð­skotariffl­inum sem Omar El-Hussein not­aði í til­ræð­inu á Aust­ur­brú í Kaup­manna­höfn um síð­ustu helgi hafði verið stolið á heim­ili liðs­manns heima­varn­ar­liðs­ins fyrir nokkru. Félagar í heima­varn­ar­lið­inu geyma riffl­ana á heim­ilum sínum en þeir eru eign hers­ins. Seina­gangur og klúður í rétt­ar­kerf­inu varð til þess að Omar El-Hussein var lát­inn laus úr fang­elsi áður en afplánun hans hefði átt að vera lok­ið.

Eftir ódæðin í Kaup­manna­höfn um síð­ustu helgi spurðu margir hvernig Omar El-Hussein hefði getað orðið sér úti um öfl­ugan hríð­skotariffil, sem almenn­ingur á ekki að geta komið höndum yfir. Grun­ur­inn beind­ist strax að hernum enda hafði 44 slíkum rifflum verið stolið úr geymslum hans fyrir nokkrum árum. Rann­sókn á morð­vopn­inu hefur leitt í ljós að því var stolið úr heima­húsi fyrir nokkru. Rifflar þessir (M-95) eru geysiöflugir, um það bil metri á lengd, vega með áföstum kíki rúm þrjú kíló og geta skotið allt að 900 skotum á mín­útu.

Geymdir í skápum á gang­inum



Í danska heima­varn­ar­lið­inu eru sam­tals um 50 þús­und manns, í flestum til­vikum fólk sem fengið hefur her­þjálf­un. Heima­varn­ar­liðið var stofnað eftir lok síð­ari heims­styrj­aldar og hlut­verk þess í dag er einkum að ann­ast gæslu og stjórna umferð við ýmsar opin­berar athafnir og á hátíð­is­dög­um. Starfið er ólaunað en ýmis kostn­að­ur, vinnu­tap og fleira er greidd­ur.

All­ir 4328 félag­arnir í heima­varn­ar­lið­inu hafa yfir að ráða hríð­skotariffl­um, M-95, sem þeir geyma heima hjá sér. Með riffl­inum hefur hver og einn fengið sér­stakan læstan skáp sem skal vera festur í gólf eða vegg.

Auglýsing

Þessir skápar eru þó ekki ramm­gerð­ari en svo að „van­ur“ maður opnar hann á örfáum sek­únd­um. Enda er það svo að fjöl­mörgum rifflum hefur verið stolið frá heima­varn­ar­fólki og þess eru líka dæmi að ræn­ingjar hafi neytt umráða­mann riff­ils­ins til að opna skáp­inn. Þetta fyr­ir­komu­lag hefur iðu­lega verið gagn­rýnt en hefur ekki verið breytt. Meðal þess sem hefur verið rætt um til að tryggja að vopnin lendi ekki í höndum ann­arra en heima­varn­ar­manna er að beita sömu aðferðum og grann­arnir í Nor­egi og Sví­þjóð.

Danski ódæðismaðurinn Omar Abdel Hamid El-Hussein komst yfir hríðskotariffil í eigu meðlims í heimavarnarliðinu. Danski ódæð­is­mað­ur­inn Omar Abdel Hamid El-Hussein komst yfir hríð­skotariffil í eigu með­lims í heima­varn­ar­lið­in­u.

Svíar og Norð­menn hafa lása í byss­unum



Svíar hafa í um tutt­ugu ár haft sér­staka lása á sínum her­rifflum og Norð­menn settu lása í sín vopn fyrir rúmum ára­tug. Slíkir lásar eru inni í byss­unni og til að hægt sé að nota vopnið þarf að opna lás­inn með lykli, sem ætíð er í vörslu ein­hvers ann­ars, til dæmis flokks­for­ingja í Heima­varn­ar­lið­inu. Hér í Dan­mörku hefur verið um það rætt að setja slíka lása í riffl­ana en ekki orðið af því. Lásar í alla riffla heima­varn­ar­liðs­ins kosta um það bil 8.5 millj­ónir (rúmar 170 millj­ónir íslenskar) sem eru miklir pen­ingar á sparn­að­ar­tím­um.

Þing­menn sem danskir fjöl­miðlar hafa rætt við eru allir á einu máli um að koma verði í veg fyrir að „Pétur og Páll geti kom­ist yfir og notað þessi hættu­legu vopn,“ eins og einn þeirra orð­aði það. Hvaða leið verður valin til að tryggja það er ókomið í ljós.

Var Omar El-Hussein lát­inn laus of snemma?



Þessa fyr­ir­sögn mátti lesa á danskri vef­síðu í vik­unni en þar var greint frá því að Omar El-Hussein hefði verið lát­inn laus í lok jan­úar eftir að hafa afplánað eitt ár af tveggja ára dómi sem hann hlaut í und­ir­rétti vegna hnífstungu­máls í nóv­em­ber 2013. Hann var hand­tek­inn í jan­úar í fyrra og settur í gæslu­varð­hald meðan dóms var beð­ið. Dóm­ur­inn féll 19. des­em­ber, tveggja ára fang­elsi, Omar El-Hussein áfrýj­aði strax til Eystri –lands­rétt­ar. Rétt­ur­inn ætl­aði að taka málið fyrir í mars á þessu ári en lög­maður Omars El-Hussein sagð­ist ekki geta mætt í rétt­inn á þeim tíma og reyndar ekki fyrr en í ágúst næst­kom­andi. Þetta sam­þykkti Eystri-lands­rétt­ur. Ef nið­ur­staðan þar hefði orðið sú sama og í und­ir­rétti yrði komið fram yfir þann tíma sem refs­ingin næði til vegna þess að að hér er það venja að þeir dæmdu sitji tvo þriðju refs­ing­ar­inna af sér. Af þessum ástæðum ákvað dóm­ari að Omari El-Hussein skyldi sleppt úr gæslu­varð­hald­inu, það var gert 30. jan­úar sl. (ekki á Þor­láks­messu í fyrra, eins og fyrst var greint frá). Ef málið hefði verið sett á dag­skrá rétt­ar­ins í mars (í næsta mán­uði) er lík­legt að Omari El-Hussein hefði verið gert að sitja inni þangað til dómur félli.

Þing­menn æfir



Þegar þetta spurð­ist út reidd­ust margir þing­menn heift­ar­lega. Tals­maður Ven­stre, stærsta flokks­ins á þing­inu, sagði að það næði ekki nokk­urri átt að ein­hverjir lög­fræð­ingar úti í bæ segð­ust ekki geta mætt þegar Eystri-lands­réttur ákveður að rétt­ar­höld fari fram. Það gangi ekki að lög­fræð­ingar geti þannig stjórnað dag­skrá dóm­stóla eftir eigin geð­þótta. Hann bætti svo við að auð­vitað hefði eng­inn getað séð fyrir að slíkt klúður hefði þessar ömur­legu afleið­ing­ar. Margir þing­menn hafa tekið í sama streng og vilja að það verði tryggt að dóm­stól­arnir ráði dag­skránni í sínum hús­um, ekki menn úti í bæ.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent
None