Topp 10: Íslenskar tónlistarhátíðir

15546692930_98d2941bcc_z.jpg
Auglýsing

Tón­list­ar­há­tíðir eru góð skemmt­un. Á Íslandi hefur á síð­ustu árum fjölgað ört í flóru tón­list­ar­há­tíða, og nú ættu flestir að geta að minnsta kosti fundið sér eina hátíð hér á landi sér að skapi. Nú þegar þorri land­ans þeys­ist um þjóð­vegi landsin í leit að sól­inni, þegar Bræðslan stendur sem hæst á Borg­ar­firði eystri og stytt­ist í Þjóð­há­tíð í Vest­manna­eyj­um, er ekki úr vegi að fara yfir tíu bestu tón­list­ar­há­tíðir lands­ins.

10. Mús­íktil­raunir



Árið 1982 voru Mús­íktil­raunir haldnar í fyrsta skiptið í félags­mið­stöð­inni Tóna­bæ. Vin­sæld­irnar juk­ust jafnt og þétt og síðan 2001 hefur hátíðin verið haldin í stærra hús­næði víðs vegar um Reykja­vík. Mús­íktil­raunir eru vett­vangur fyrir ungt tón­list­ar­fólk (13-25 ára) til að koma sér á fram­færi. Þetta er auð­vitað keppni og verð­launin hafa alltaf verið tímar í hljóð­veri og ýmis tón­list­ar­út­bún­að­ur.

Úrslit eru ráðin bæði af áhorf­endum og dóm­nefnd sem skipuð er fjöl­miðla­fólki. Ekki hafa allar sig­ur­hljóm­sveitir keppn­innar meikað það en margar af stærstu hljóm­sveitum lands­ins stigu sín fyrstu skref í Mús­íktil­raun­um. Má þar nefna Maus, Botn­leðju, Mínus, XXX Rottweiler Hunda, Agent Fresco og risa­sveit­ina Of Mon­sters and Men.

 9. Atla­vík ´84



Atla­vík­ur­há­tíðir voru haldnar um versl­un­ar­manna­helgi um ára­tuga­skeið á sein­ustu öld. Þessar hátíðir voru ekki mikið frá­brugðnar öðrum úti­há­tíðum á þessum tíma nema að því leyti að hljóm­sveitin Stuð­menn hélt hljóm­sveita­keppni þar um skeið á níunda ára­tugn­um.

Eitt árið, 1984, mun þó alltaf standa upp úr og hefur fengið nokkuð goð­sagna­kenndan blæ. Ekki fyrir þær sakir að hljóm­sveitin Fásinna vann hljóm­sveita­keppn­ina heldur vegna þess að bít­ill­inn Ringo Starr veitti þeim verð­laun­in, 50 þús­und kall. Ringo steig svo á svið fyrir framan 6000 manns ásamt Stuð­mönnum og Gunn­ari Þórð­ar­syni og tóku þeir lagið Jonny B. Goode eftir Chuck Berry og hlýtur það að vera einn und­ar­leg­asti gjörn­ingur tón­list­ar­sög­unn­ar.

Auglýsing

8. ­Secret Sol­stice



Tón­list­ar­há­tíðin Secret Sol­stice er að miklu leyti stíluð inn á erlenda ferða­menn. Á hátíð­inni er hægt að kaupa allskynns ferð­ir, eins og til dæmis rútu­ferð um Gullna Hring­inn, nátt­úru­skoð­un­ar­ferð í þyrlu og partí á jarð­hita­svæði nálægt Flúð­um. Mikið er gert úr mið­næt­ur­sól­inni og íslenska sumr­inu og öll sviðin á hátíð­ar­svæð­inu hafa vísun í heiðni.

Tón­listin hefur aftur á móti ekki mjög þjóð­legan blæ heldur ræður raf­tón­list og hip-hop ríkj­um. Stór hluti tón­list­ar­fólks­ins kemur að utan, bæði heims­þekktir lista­menn á borð við Massive Attack, Kelis, Busta Rhymes og Wu-Tang Clan og svo fjöld­inn allur af lítt þekkt­ari plötu­snúðum og röpp­ur­um. Hin ört vax­andi íslenska rapp­sena hefur notið góðs af hátíð­inni og fengið veg­legan sess þar.

7. Rokkjötnar



Rokkjötnar eru eins dags tón­leika­há­tíð þar sem þung­arokk er í for­grunni. Rokkið hefur verið í mik­illi sókn hér á Íslandi (sem og í heim­inum öll­um) und­an­farin ár og haustið 2012 var hátíðin haldin í fyrsta skipt­ið, þá í Kaplakrika í Hafn­ar­firði. Stærstu þung­arokks­hljóm­sveitir lands­ins eins og Skálmöld, HAM og Sól­stafir tróðu upp við góðan orð­s­týr.

Ári seinna þurfti þó að hætta við hátíð­ina vegna slakrar miða­sölu. Mörgum þótti aðal­númer kvöld­ins, Bubbi Morthens, ekki eiga heima þarna. Aðstand­endur hátíð­ar­innar gáfust þó ekki upp og haustið 2014 stigu rokkjötnar aftur á svið, þá í Voda­fone höll­inni. Hátíðin hefur heldur betur fengið byr í seglin og nú í haust mun ein af stærri þung­arokks­hljóm­sveitum heims, Mastodon frá Banda­ríkj­un­um, troða upp á hátíð­inni. Rokkið lif­ir.

6. Aldrei fór ég suður



Þessi krútt­lega hátíð hefur verið haldin á Ísa­firði um páska síðan árið 2004. Hug­mynd­ina fengu Ísfirð­ing­arnir Mug­i­son og faðir hans Muggi en ótal manns koma að skipu­lagn­ingu hátíð­ar­inn­ar. Kostn­aði er alltaf haldið í lág­marki og tón­list­ar­menn­irnir spila frítt. Það er lögð mikil áhersla á að fjöl­skyldan geti öll mætt og að allir finni eitt­hvað við sitt hæfi.

Lands­frægir tón­list­ar­menn úr öllum geirum spila þarna ásamt lítt þekkt­ara vest­firsku tón­list­ar­fólki. Þarna er hægt að sjá dauðarokk, harm­on­ikku­leik, teknó, trú­badora, rapp, sveita­ball­a­popp og svo er auð­vitað barna­ball. Mikið er gert úr þætti Ísa­fjarðar og Vest­fjarð­anna allra á hátíð­inni og mætti segja að hún sé orðin nokk­urs konar bæj­ar­há­tíð eða að minnsta kosti mjög góð kynn­ing á staðn­um.

5. Uxi ´95



Uxi var metn­að­ar­full og alþjóð­leg tón­list­ar­há­tíð þar sem fók­us­inn var á raf­tón­list. Hátíðin var haldin á Kirkju­bæj­ar­klaustri um versl­un­ar­manna­helg­ina og fjöldi heims­frægra lista­manna boð­uðu komu sína. Aðstand­endur gerðu þó í því að aðgreina sig frá öðrum úti­há­tíðum og reyndu að höfða sér­stak­lega til erlendra ferða­manna.

Hátíðin átti að verða mikil land­kynn­ing og erlendir fjöl­miðl­arisar á borð við MTV og Volume sýndu henna áhuga. Tón­leik­arnir tók­ust margir hverjir ágæt­lega upp en mikið var um vanda­mál. Tölvu­kerfið bil­aði hjá Björk, The Prodigy sátu lengi fastir í toll­in­um, Atari Teenage Riot þurftu að gista í tjaldi og fleira. Hátíðin var illa sótt og mikið um landa­drykkju. Hún fékk líka stimpil á sig fyrir að vera eit­ur­lyfja­há­tíð. Hún var því ekki haldin aftur árið eftir eins og til stóð.

4. Þjóð­há­tíð í Vest­manna­eyjum



Þjóð­há­tíð var fyrst haldin í Eyjum á 1000 ára afmæli Íslands­byggðar árið 1874 en hefur verið haldin árlega síðan 1901 um versl­un­ar­manna­helg­ina. Upp­haf­lega var þetta fyrst og fremst íþrótta­há­tíð og enn sér íþrótta­fé­lag bæj­ar­ins, ÍBV um hana. En smátt og smátt þró­að­ist hún í eina mestu tón­list­ar­há­tíð lands­ins.

Hefðir skipta miklu máli á hátíð­inni og gefa henna mik­inn sjarma. Sér­stakt þjóð­há­tíð­ar­lag sem samið er á hverju ári, brekku­söng­ur­inn, hvítu tjöld­in, flug­elda­sýn­ing­in, brennan og fleira. Hátíðin hefur aldrei fallið nið­ur, ekki einu sinni eftir Heima­eyj­ar­gosið 1973 en þá var hún ein­fald­lega færð á annan stað á eyj­unni. Um 16.000 manns sækja hátíð­ina á hverju ári og er hún yfir­leitt stærsta úti­há­tíð sum­ars­ins. Flest stærstu nöfn íslenskrar tón­list­ar­sögu hafa spilað á hátíð­inni.

3. Eistna­flug



Eistna­flug er þung­arokks­há­tíð sem hefur verið haldin á Nes­kaups­stað í júlí síðan árið 2005. Upp­haf­lega var þetta eins dags hátíð en er nú haldin yfir þrjá daga og vin­sæld­irnar eru orðnar tölu­verð­ar. Íbúa­fjöldi bæj­ar­ins er um 1500 sálir en um tvö­föld sú tala er í bænum á meðan hátíðin stendur yfir.

Meiri­hlut­inn af hljóm­sveit­unum eru inn­lendar en þó hafa þó nokkur erlend bönd stigið á svið. Má þar helst nefna Napalm Death, Behemoth, At the Gates og Carcass. Þó að mörgum kunni að finn­ast síð­hærð­ir, svart­klæddir og flúraðir gestir hátíð­ar­innar víga­legir þá eru þetta hin vænstu skinn og fram­kvæmd hátíð­ar­innar er öðrum til fyr­ir­mynd­ar. Slag­orð hátíð­ar­innar er fyrir löngu orðið frægt: Ekki vera fáviti! …..og fólk hlýðir því.

2. Bræðslan



Í júlí er Bræðslan haldin í gam­alli síld­ar­vinnslu í einum af minnstu og afvikn­ustu bæjum lands­ins, Borg­ar­firði Eystri. Þar búa um 100 manns en þegar hátíðin stendur yfir tífald­ast mann­fjöld­inn í bæn­um. Bræðslan var fyrst haldin árið 2005 og steig þá Magni Ásgeirs­son, Borg­firð­ingur og Bræðslu­stjóri, á svið ásamt Emilíönu Torr­ini.

Hátíðin hefur verið haldin á hverju ári síðan og eft­ir­sótt að spila þar. Ekki bara af íslenskum tón­list­ar­mönnum heldur hafa stór erlend nöfn á borð við Damien Rice, Glen Hans­ard og Belle & Sebast­ian spilað þar. Það hefur loðað við hátíð­ina að vera svo­lítið arty og öðru­vísi og tón­list­ar­menn­irnir bera svo­lít­inn keim af því. Nálægðin við þennan litla bæ og íbú­ana og fjar­lægðin frá umheim­inum gerir Bræðsl­una að mjög sér­stakri reynslu fyrir hátíð­ar­gesti.

1. Iceland Airwa­ves



Há­tíðin var fyrst haldin í flug­skýli á Reykja­vík­ur­flug­velli árið 1999. Síðan hefur hún vaxið mjög og er nú haldin á hinum ýmsu skemmti­stöðum í Reykja­vík á hverju ári í októ­ber eða nóv­em­ber­mán­uði. Á hátíð­inni spila bæði inn­lendir og erlendir lista­menn og áhugi erlendra fjöl­miðla og tón­list­ar­út­gef­enda á hátíð­inni er mik­ill.

Um 2000 erlendir ferða­menn koma árlega á hátíð­ina og um helm­ingur þeirra eru úr tón­list­ar­iðn­að­in­um. Hún er því notuð sem gluggi til að aug­lýsa íslenska tón­list og menn­ingu. Meðal heims­þekktra lista­manna sem spilað hafa á hátíð­inni eru Björk, Sigur Rós, Sinead O´Connor, Fat­boy Slim, Flaming Lips, Suede og Kraftwerk. Margir aðrir nýta sér vin­sældir Airwa­ves og eru fjöl­margir tón­leikar víða um borg­ina á sama tíma, þ.e. svo­kall­aðir off-venue tón­leik­ar.

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None