Umfjöllun Kjarnans um Skæruliðadeild Samherja tilnefnd til blaðamannaverðlauna BÍ

Blaðamannaverðlaunanefnd Blaðamannafélags Íslands hefur birt tilnefningar sínar vegna síðasta árs. Blaðamenn Kjarnans eru á meðal tilnefndra fyrir umfjöllun sem þeir sæta nú lögreglurannsókn vegna.

arnarþsj.jpg
Auglýsing

Frétta­skýr­inga­röð Kjarn­ans um óeðli­lega hags­muna­gæslu svo­kall­aðrar Skæru­liða­deildar Sam­herja hefur verið til­nefnd til Blaða­manna­verð­launa Íslands (BÍ) í flokki rann­sókn­ar­blaða­mennsku. Umfjöll­unin var unnin af Arn­ari Þór Ing­ólfs­syni og Þórði Snæ Júl­í­us­syni. Í rök­stuðn­ingi dóm­nefndar fyrir til­nefn­ing­unni segir að frétta­skýr­ingar Kjarn­ans hafi sýnt „hvernig full­trúar þessa stór­fyr­ir­tækis reyndu til að mynda að hafa áhrif á for­manns­kjör í stétt­ar­fé­lagi blaða­manna og kjör á lista Sjálf­stæð­is­flokks­ins í heima­kjör­dæmi fyr­ir­tæk­is­ins. Frétta­skýr­ing­arnar gáfu greina­góða mynd af óvönd­uðum með­ölum fjár­sterks fyr­ir­tækis í hags­muna­bar­áttu þess.“

Verð­launin verða veitt næst­kom­andi föstu­dag, 1. apr­íl. Þau eru veitt í fjórum flokk­um en þeir eru:  Besta umfjöllun árs­ins 2021,  Við­tal árs­ins 2021,  Rann­sókn­ar­blaða­mennska árs­ins 2021 og   Blaða­manna­verð­laun árs­ins 2021.

Kjarn­inn, sem var stofn­aður 2013, hefur hlotið til­nefn­ingu til Blaða­manna­verð­launa á hverju ári sem hann hefur starf­að. Alls hafa blaða­menn hans hlotið verð­launin þrí­vegis á því tíma­bili, síð­ast í fyrra fyrir umfangs­mikla umfjöllun um brun­ann á Bræðra­borg­ar­stíg

Aðal­steinn Kjart­ans­son, blaða­maður á Stund­inni sem fjall­aði einnig um sömu mál, er til­nefndur til Blaða­manna­verð­launa BÍ. Í rök­stuðn­ingi fyrir þeirri til­nefn­ingu segir að hún sé vegna vand­aðra og afhjúp­andi umfjöll­unar „um fjölda mála, svo sem grein­ingu á eignum og eigna­tengslum íslenskra sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja sem dráttur var á hjá ráðu­neyti mála­flokks­ins, rann­sókn lög­reglu­yf­ir­valda á Sam­herja, og um svo­kall­aða skæru­liða­deild Sam­herja, auk aflandsleka í svo­nefndum Pand­óru­skjöl­um. Skrif Aðal­steins hafa haft áhrif á sam­fé­lagið og almenna sam­fé­lags­um­ræð­u.“

Auglýsing
Lögreglan á Norð­ur­landi eystra hefur gefið öllum ofan­greindum blaða­mönnum stöðu sak­born­ings í rann­sókn á nýt­ingu gagna sem mynd­uðu grunn­inn að umfjöllun um Skæru­liða­deild Sam­herja og vill yfir­heyra þá vegna rann­sókn­ar­inn­ar. Aðal­steinn hefur látið reyna á lög­mæti þeirra aðgerða og bíður nú þess að Hæsti­réttur taki ákvörðun um hvort hann muni taka málið fyr­ir. 

Til­nefn­ingar dóm­nefndar til blaða­manna­verð­launa, og rök­stuðn­ingur fyrir til­nefn­ing­um, eru eft­ir­far­and­i: 

Við­tal árs­ins

Ásdís Ásgeirs­dótt­ir, Morg­un­blað­in­u.  Fyrir við­tal við Óla Björn Pét­urs­son. Hann greinir þar frá grófu kyn­ferð­is­of­beldi sem hann varð fyrir á ung­lings­aldri. Frá­sögnin er slá­andi en afar upp­lýsandi og sækir á les­and­ann sem fær raunsanna lýs­ingu á því hvernig ung­lingur er ginntur af barn­a­níð­ingi. Honum var haldið með hót­unum og ofbeldi en tekst svo að losa sig og end­ur­heimta líf sitt.

Björk Eiðs­dótt­ir, Frétta­blað­in­u.  Fyrir við­tal við Sig­ríði Gísla­dóttur sem lýsir barn­æsku sinni hjá móður með geð­sjúk­dóm. Björk fangar í áhrifa­ríku, per­sónu­legu og vel upp­byggðu við­tali hvernig dóttirin telur kerfið hafa brugð­ist henni. Þá lýsir hún því hvernig reynsla hennar leiddi til þess að hún lætur til sín taka í bar­áttu fyrir börn sem búa með for­eldrum með geð­rænan vanda.

Ingi Freyr Vil­hjálms­son, Stund­inn­i.  Fyrir við­tal við Ásgeir Jóns­son Seðla­banka­stjóra. Ingi Freyr veitir í við­tal­inu ein­staka og upp­lýsandi inn­sýn í hug­ar­heim eins áhrifa­mesta emb­ætt­is­manns lands­ins. Við­mæl­and­inn tjáir sig opin­skátt um skoð­anir sínar á sam­fé­lag­inu, dóms­mál á hendur bank­anum og hvernig hann beiti sér í starfi til þess að fjár­mála­kerfið þró­ist í þær áttir sem hann telur þurfa.

Rann­sókn­ar­blaða­mennska árs­ins

Birgir Olgeirs­son, Nadine Guð­rún Yaghi og Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir, Stöð 2, Bylgj­unni og Vísi. Fyrir frétta­skýr­inga­þætt­ina Kompás um und­ir­heima Íslands þar sem lýst er bar­áttu við skatt- og bóta­svik. Eins þætti þar sem fjallað var um hvernig morð í Rauða­gerði bar merki skipu­lagðrar glæp­a­starf­semi. Myndefni frá lög­reglu og opin­skátt við­tal við ekkju þess myrta gáfu inn­sýn í heim sem oft­ast er lok­aður almenn­ingi.

Aðal­heiður Ámunda­dótt­ir. Frétta­blað­in­u.  Fyrir frétta­skýr­ingar um dóma­fram­kvæmd Lands­réttar í nauðg­un­ar­mál­um. Töl­fræði­legar upp­lýs­ingar sem fram koma í skýr­ing­unum stað­festa bága stöðu kyn­ferð­is­brota innan rétt­ar­kerf­is­ins. Þær sýna að af þeim fáu kyn­ferð­is­brota­málum sem koma til kasta dóm­stóla er þriðj­ungi sak­fell­inga snúið við áfrýjun og meira en helm­ingur mild­að­ur. Sam­an­tektin leiddi til aðgerða rík­is­sak­sókn­ara, umræðna á Alþingi og gagn­rýni í sam­fé­lag­inu.

Arnar Þór Ing­ólfs­son og Þórður Snær Júl­í­us­son, Kjarn­an­um.  Fyrir frétta­skýr­ingar þar sem ljóstrað var upp um óeðli­lega hags­muna­gæslu svo­kall­aðrar Skæru­liða­deildar Sam­herja. Þær sýndu hvernig full­trúar þessa stór­fyr­ir­tækis reyndu til að mynda að hafa áhrif á for­manns­kjör í stétt­ar­fé­lagi blaða­manna og kjör á lista Sjálf­stæð­is­flokks­ins í heima­kjör­dæmi fyr­ir­tæk­is­ins. Frétta­skýr­ing­arnar gáfu greina­góða mynd af óvönd­uðum með­ölum fjár­sterks fyr­ir­tækis í hags­muna­bar­áttu þess.

Umfjöllun árs­ins

Freyr Rögn­valds­son og Mar­grét Mart­eins­dótt­ir, Stund­inn­i.  Fyrir umfjöllun um harð­ræði gagn­vart börnum á vist­heim­ilum í Eyja­firði um tíu ára skeið til 2007. Sex konur lýstu í við­tölum and­legu og lík­am­legu ofbeldi, einkum af hálfu for­stöðu­manns heim­il­anna og voru frá­sagnir þeirra studdar gögnum og vitn­is­burð­um. Umfjöll­unin leiddi til þess að rík­is­stjórnin fól eft­ir­lits­stofnun félags­þjón­ust­unnar að rann­saka aðstæður barn­anna sem þar voru vist­uð.

Sunna Karen Sig­ur­þórs­dótt­ir, Stöð 2.  Fyrir umfjöllun um til­efn­is­lausar lífsloka­með­ferðir af hálfu læknis á Heil­brigð­is­stofnun Suð­ur­nesja. Sunna Karen hóf umfjöllun um mál­ið, fylgdi því eftir og varp­aði ljósi á umfang þess. Málið er til rann­sóknar hjá lög­reglu, sem og hjá land­lækni og í heil­brigð­is­ráðu­neyt­inu. Í kjöl­far umfjöll­un­ar­innar var ákveðið að lækn­ir­inn skyldi ekki lengur starfa í beinum tengslum við sjúk­linga.

Þór­dís Arn­ljóts­dótt­ir, RÚV.  Fyrir fræð­andi og skemmti­lega umfjöllun um jarð­hrær­ingar og eld­gos í Fagra­dals­fjalli. Þór­dís  nýtti myndefni frá gos­s­töðv­unum vel til að skýra mál sér­fræð­inga í tengslum við eldsum­brot­in. Frétt­irnar gáfu áhorf­endum lif­andi mynd af því sem á gekk við Fagra­dals­fjall en voru um leið fræð­andi og settu eld­gosið í skýrt sam­hengi við önnur eldsum­brot og jarð­sögu Íslands.

Blaða­manna­verð­laun árs­ins

Aðal­steinn Kjart­ans­son, Stund­inni. Fyrir vand­aða og afhjúp­andi umfjöllun um fjölda mála, svo sem grein­ingu á eignum og eigna­tengslum íslenskra sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja sem dráttur var á hjá ráðu­neyti mála­flokks­ins, rann­sókn lög­reglu­yf­ir­valda á Sam­herja, og um svo­kall­aða skæru­liða­deild Sam­herja, auk aflandsleka í svo­nefndum Pand­óru­skjöl­um. Skrif Aðal­steins hafa haft áhrif á sam­fé­lagið og almenna sam­fé­lags­um­ræðu.

Arn­hildur Hálf­dán­ar­dótt­ir, RÚV. Fyrir gagn­rýna og fræð­andi umfjöllun um lofts­lags­mál. Í Lofts­lags­dæm­inu, átta útvarps­þátt­um, fylgdi Arn­hildur eftir fjórum fjöl­skyldum sem áttu að minnka kolefn­is­spor sitt. Birtar voru frétta­skýr­ingar og við­töl við sér­fræð­inga. Þá vann Arn­hildur fyrir þing­kosn­ing­arnar í haust afhjúp­andi greina­röð um árangur rík­is­stjórn­ar­innar í lofts­lags­málum sem leiddi í ljós að hann var um margt óljós og enn mikið verk óunn­ið. 

Berg­hildur Erla Bern­harðs­dótt­ir, frétta­stofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgj­unn­ar.  Fyrir umfjöllun um barna­heim­ilið á Hjalt­eyri þar sem upp­lýst var um grimmi­legt ofbeldi hjón­anna sem ráku heim­ilið í garð barna á átt­unda ára­tug síð­ustu ald­ar. Stjórn­völd voru jafn­framt krafin svara enda leiddi aðgerða- og sinnu­leysi þeirra til þess að hjónin gátu opnað dag­vistun og síðar leik­skóla í Garða­bæ. Umfjöll­unin leiddi til rann­sóknar dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent