Uppgjör á Airwaves 2014: Langar raðir, mikið stuð og frábær tónlist

15570479787-236f466848-z.jpg
Auglýsing

Þá er enn ein Airwa­ves­há­tíðin liðin undir lok og mið­bær Reykja­víkur tæm­ist hægt og rólega af erlendum lista­mönnum og tón­list­ar­að­dá­end­um.

Hátíðin í ár ein­kennd­ist af því sem virt­ist nær enda­lausum tón­list­ar­at­riðum (“off-venue” dag­skrá hátíð­ar­innar var sú stærsta hingað til), ágætis veðri, löngum röðum og almennt góðri stemnn­ingu.

Kjarn­inn lét sig ekki vanta og sá fjöl­margar sveit­ir, en hér er það sem upp úr stóð hjá blaða­manni.

Auglýsing

Börn, frændur og önnur snilld



Ein þeirra íslensku sveita sem hefur getið sér gott orð að und­an­förnu er nýleg rokk­sveit að nafni Börn. Hljóm­sveitin átti góða tón­leika á Gauknum með ferskum tón­um, flottri sviðs­fram­komu og beittum textum á hinu ást­kæra ylhýra, sem er kær­komin til­breyt­ing þegar meira en helm­ingur íslenskra sveita syngur á ensku.

Frændur okkar frá Nor­egi, Tremolo Tar­antura, spila ein­hverja sam­suðu rokks og metals og komu skemmti­lega á óvart á Gaukn­um. Tón­listin er nýstár­leg og ekki oft sem maður heyrir skemmti­lega blöndu ‘power­metal’ gít­ar-riffa og dauðarokks.

Sam­aris stóðu sig feiki­vel í Lista­safni Reykja­vík­ur­/Hafn­ar­hús­inu þar sem þau spil­uðu fyrir liggur við hús­fylli sem hlýtur að telj­ast vel af sér vikið fyrir svo unga sveit. Ljóst er að mik­ill fókus er á þau sem næstu snilld sem Ísland sendir frá sér og var mikið af blaða­mönnum og bransa­fólki á staðn­um.

Í Gamla bíó/­Ís­lensku óper­unni (sem sumir hafa tekið upp á því að kalla “hið nýja Nasa” eftir Airwa­ves) mátti sjá Ástr­a­l­ana í King Gizz­ard & The Liz­ard Wiz­ard í miklu stuði með hressandi progg-bræð­ing sem virt­ist fara vel í við­stadda.

Finni á troð­fullum Kaffi­bar og umdeildir tón­leikar



Ibibio Soundsy­stem hristu heldur betur upp í Hafn­ar­hús­inu og fengu áhorf­endur með sér í dans­brjál­æði með hressandi heims­tón­list sinni.

Stuð­sveitin Boogie Trou­ble lék á alls oddi í Iðnó fyrir pökk­uðum sal og upp­skar sjald­gæft Airwa­ves-­upp­klapp fyr­ir.

Hinn finnski Jaakko Eino Kalevi spil­aði heil­lengi á troð­fullum Kaffi­bar að degi til og náði röðin langt upp á Lauga­veg. Hann var frá­bær, virt­ist vera í góðu stuði og með fínu hljóði og skemmti­legri tón­list sinni smit­aði hann áhorf­endur í rokna­st­uð.

þó á und­ir­rituð erfitt með að halda því fram að um tón­leika hafi verið að ræða og mætti þá frekar lýsa því sem fram fór í Silf­ur­bergi sem ein­hvers­konar dans-rútínu með fyr­ir­fram upp­teknum undirleik.

Lokatón­leikar The Knife á laug­ar­dags­kvöld­inu voru afar umdeild­ir. Vissu­lega var gaman að sjá síð­ustu tón­leika þess­arar fram­sæknu og merki­legu sveit­ar, en þó á und­ir­rituð erfitt með að halda því fram að um tón­leika hafi verið að ræða og mætti þá frekar lýsa því sem fram fór í Silf­ur­bergi sem ein­hvers­konar dans-rútínu með fyr­ir­fram upp­teknum und­ir­leik.

Viðburður The Knife var meira í ætt við dansrútínu með fyrirtfram uppteknum undirleik en tónleika. Við­burður The Knife var meira í ætt við dans­rútínu með fyr­irt­fram upp­teknum und­ir­leik en tón­leika.

 

Á sama tíma og lengsta röð sem und­ir­rituð hefur á ævinni séð mynd­að­ist í Hörpu vegna tón­leika The Knife tróð hin banda­ríska Kel­ela upp á Húrra þar sem fleiri hefðu kom­ist að en voru inni og er það mið­ur. Hún var flott, helst til í lág­stemmd­ari kant­inum þó og hefði verið gaman að sjá hana með fullri hljóm­sveit.

Cari­bou sig­ur­veg­arar laug­ar­dags­kvölds­ins



Cari­bou voru ótví­ræðir sig­ur­veg­arar laug­ar­dags­kvölds­ins. Sveitin er frá­bær á sviði og platan „Our Love” sem kom út í októ­ber er virki­lega flott verk – því var ekki slæmur kok­teill að sjá hljóm­sveit­ina spila lög af henni fyrir fullu Hafn­ar­húsi. Stemn­ingin var heit og sveitt og ást, gleði og dans ein­kenndi tón­leik­ana.

Caribou voru ótvíræðir sigurvegarar laugardagskvöldsins að mati blaðamanns Kjarnans. Cari­bou voru ótví­ræðir sig­ur­veg­arar laug­ar­dags­kvölds­ins að mati blaða­manns Kjarn­ans.

 

Sann­kölluð sunnu­dags­stemn­ing var í vel sóttri Voda­fo­nehöll­inni á tón­leikum The War On Drugs og sást það meðal ann­ars með arfa­slöku lófataki bug­aðra hátíða­gesta í lok tón­leika þeirra. Sveitin skil­aði þó sínu vel, liðs­menn hennar voru afar þéttir og létu minni­háttar hljóð­trufl­anir lítið á sig fá.

Wa­yne Coy­ne, söngv­ari sveit­ar­innar er frá­bær front­maður og mik­ill sjar­mör sem náði að rífa upp syfj­aða stemn­ingu Voda­fo­nehall­ar­innar svo um munaði.

Lokatón­leikar hátíð­ar­innar voru jafn­framt hápunktur hennar og þarf það ekki að koma þeim á óvart sem hafa séð Flaming Lips á sviði áður. Tón­leikar sveit­ar­innar eru iðu­lega meira en bara tón­leik­ar, þeir eru upp­lif­un. Wayne Coy­ne, söngv­ari sveit­ar­innar er frá­bær front­maður og mik­ill sjar­mör sem náði að rífa upp syfj­aða stemn­ingu Voda­fo­nehall­ar­innar svo um mun­aði. Eins og heyrir til tón­leika Flaming Lips fyllt­ist svæðið af grímu­klæddum dönsur­um, upp­blásnum blöðrum og bún­ingum – og öllu heims­ins kon­fet­tíi. Áhorf­endur hrifust með og brostu sínu breið­asta og virt­ist litlu skipta að sveitin hefur spilað á Airwa­ves áður (enda fimmtán ár síð­an). Full­kom­inn endir á hátíð­inni og er ekki annað að sjá en að virki vel að enda Airwa­ves á stór­tón­leikum á sunnu­degi eins og hefur verið gert und­an­farin ár.

Langar raðir settu svip sinn á hátíðina í ár. Langar raðir settu svip sinn á hátíð­ina í ár.

Allt í allt var hátíðin í ár afar vel heppnuð og eiga aðstand­endur hrós skil­ið. Þrátt fyrir að hljóm­sveitir hafi hætt við fram­komu á síð­ustu stundu og langar raðir (vanda­mál sem virð­ist vera von­laust að leysa þrátt fyrir ýmiss konar skipu­lag) voru gestir í miklu stuði og gleði við völd.

Takk fyrir tón­list­ina – áfram Airwa­ves!

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None