Vigdís Hauksdóttir segir Svandísi leiða hulduher gegn Framsókn

Segir ekki rasisma innan Framsóknarflokksins og að meirihluti ellilífeyrisþega hafi það gott.

vigdís hauksdóttir
Auglýsing

Vig­dís Hauks­dótt­ir, ­þing­maður Fram­sókn­ar­flokk­ins og for­maður fjár­laga­nefnd­ar, segir Svandísi Svav­ars­dótt­ir, þing­mann Vinstri grænna, vera leið­toga huldu­hers sem stund­i ­skipu­lagðar árásir á Fram­sókn­ar­flokk­inn. Um sé að ræða póli­tísk öfl sem hafi það á stefnu­skrá sinni að ryðja Fram­sókn­ar­flokknum úr vegi, meðal ann­ars með­ árásum á Sig­mund Davíð Gunn­laugs­son, for­sæt­is­ráð­herra og for­mann flokks­ins. Þetta kemur fram í föstu­dags­við­tali við Vig­dísi sem birt­ist í Frétta­blað­inu í dag.

Grímu­lausar árásir á Fram­sókn­ar­flokk­inn

Þar er Vig­dís einnig ­spurð um við­mót Fram­sókn­ar­flokks­ins gagn­vart útlend­ing­um, meðal ann­ar­s flótta­mönn­um. Hún hafnar því að Fram­sókn­ar­menn séu hálf­gerðir ein­angr­un­ar­sinn­ar ­sem vilji ekki útlend­inga inn í land­ið. Hún segir það and­stæð­inga flokks­ins sem ­geri hann tor­tryggi­legan í þessum mála­flokki. Það sé „að sjálf­sögðu ekki“ neinn ras­ismi í Fram­sókn­ar­flokkn­um. „Ef þið mynduð fara yfir­ öll þau mann­rétt­indi sem Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hefur barist fyrir í gegn­um ­tíð­ina þá kæmi það ykkur mjög á óvart. Við höfum verið í far­ar­broddi með­ á­lykt­anir á okkar flokks­þingum sem snúa að mann­úð­ar­málum og rétt­inda­bar­áttu all­ri í víð­tækum skiln­ingi. Þetta er eitt­hvað sem and­stæð­ingum okkar hentar að halda á lofti og ég blæs á þessi rök og það er gott að geta svarað fyrir þetta í eitt ­skipti fyrir öll.“

Vig­dís segir að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hafi orðið óþægi­lega stór eftir síð­ustu kosn­ingar fyrir ákveðna and­stæð­inga sína. ­Gagn­rýni á flokk­inn sé oft þannig að reynt sé að gera eitt­hvað úr flokknum sem hann sé ekki. „Þá er öllum brögðum beitt. Auð­vitað hafa þessar árásir ekk­ert farið fram hjá mér. Og þá spyr ég, hvað gengur þessi fólki til að haga sér með­ þessum hætti? Sem hafa gengið svona hart fram? Þegar stefna flokks­ins míns er ­skoðuð þá er hún mjög líber­al. Þannig að þetta eru fyrst og fremst póli­tísk öfl­ ­sem hafa það á stefnu­skrá sinni að ryðja Fram­sókn­ar­flokknum úr vegi. Þar á meðal eru árásir á for­sæt­is­ráð­herra og for­mann flokks­ins. Ég get alveg sag­t ykkur það að þessar grímu­lausu árásir þing­manna stjórn­ar­and­stöð­unnar á for­sæt­is­ráð­herra í þing­inu, mér blöskrar það alveg. Og þetta er alveg grímu­laust – það fer ekk­ert á milli mála hver það er sem stendur fyrir þessu. Það er einn leið­togi sem tekur alla hina með sér.“

Auglýsing

Að mati Vig­dísar er Svan­dís Svav­ars­dótt­ir, ­þing­maður Vinstri grænna, sá leið­togi. „Svan­dís Svav­ars­dóttir er mjög aggressí­v í þessa veru, svo fylgja hinir á eft­ir. Svo er þetta treinað upp á blogg­síð­u­m og í kommenta­kerf­um. Þetta er svona huldu­her, skulum við segja[...]Þetta er ­byggt fyrst og fremst á kosn­ingatapi og þeir – Sam­fylk­ing og Vinstri grænir – sættu sig aldrei við kosn­ingatapið á sínum tíma. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn upp­skar ­ríku­lega meðal ann­ars vegna Ices­a­ve-­máls­ins, en þar erum við líka komin inn á fjöl­skyldu­tengsl því við vitum hver var í samn­inga­nefnd Ices­a­ve. Kannski eru ein­hverjar ó­upp­gerðar sakir þar“. Þegar Vig­dís er spurð um hverja hún sé að tala svar­ar hún því til að þeir heiti „Svavar Gests­son og Ind­riði Þor­láks­son. Ég vil ekk­ert ­segja meira“. Svavar Gests­son er faðir Svan­dísar Svav­ars­dótt­ur.

Víg­dís seg­ist þó ekki verða sár vegna um­ræð­unnar heldur þykkni frekar í henni. „Ég hugsa að þetta sé rosa­lega ósann­gjarnt og órétt­látt miðað við árangur kjör­tíma­bils­ins. Að þessi nei­kvæðn­i og böl­móður sé á borðum lands­manna í stað þess að líta á stöð­una eins og hún­ er. Stór­kost­legar fram­farir fyrir land og þjóð en það er sífellt verið að finna hið nei­kvæða og þetta litla sem miður hefur far­ið. Ég er stundum rosa­lega hissa“.

Meiri­hluti elli­líf­eyr­is­þegar hefur það gott

Aðspurð hvort ó­á­nægju­radd­irnar stafi ekki af því að á Íslandi sé margt að segir Vig­dís að ­rík­is­stjórnin sé að fara í öll þau mál. Elli­líf­eyr­ir­ hefur hækkað um 9,4 pró­sent. Ég tel til dæmis að meiri­hluti elli­líf­eyr­is­þega hafi það býsna gott en auð­vitað þarf að greina þá sem eru kannski á leigu­mark­aði og hafa strípaðar bæt­ur. Það þarf að finna út hvað þessi hópur er ­stór. Leigu­vandi er ekk­ert nýr af nál­inni en það verður að gefa okkur svig­rúm til þess að vinna að þessum málum því þetta ger­ist ekki á einni nóttu. Við erum ­búin að fara í gegnum skulda­nið­ur­fell­ing­una og öll þessi góðu mál og þá er bara næsta verk­efni á dag­skrá[...]­Nei­kvæðu radd­irnar eru alltaf hávær­ari og það er haldið fram hálf­sann­leik. Það eru öfl í þessu sam­fé­lagi sem eru alltaf að reyna að koma inn nei­kvæðum straum­um. Ég held bara að þetta sé svo óhollt fyrir okk­ur ­sem þjóð.“

Í við­ta­linur ræðir Vig­dís einnig um eft­ir­lits­hlut­verk sitt sem for­manns fjár­laga­nefnd­ar, og þær stofn­an­ir ­sem henni hugn­ast að sam­eina til að ná fram hag­ræð­ingu í kerf­inu. Þar nefn­ir hún stofn­anir sem henni finnst það sam­bæri­legar að það steiniliggi að sam­eina þær. „Það er Trygg­inga­stofn­un, Vinnu­mála­stofn­un, Þjóð­skrá jafn­vel og ­Rík­is­skatt­stjóri þar sem er verið að vinna með útgreiðslur og bætur til­ ein­stak­linga. Það er full­komið hag­ræði að renna saman Vinnu­mála­stofnun og Trygg­inga­mála­stofn­un því þetta eru útgreiðslu­stofn­anir auk þess að vera að koma fólki í vinnu. Það eru líka uppi áform um það að koma fólki í vinnu sem er búið að vera leng­i at­vinnu­laust og jafn­vel komið á bæt­ur. Þetta er danskt mód­el. Þjóð­skrá held­ur utan um lög­heim­ili og kenni­töl­ur, Vinnu­mála­stofnun er með þá sem eru á at­vinnu­leys­is­skrá, Trygg­inga­stofnun með þá sem eru á bót­um, Rík­is­skatt­stjóri ­með end­ur­greiðslu skatta.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None