Voru „korteri frá brottflutningi“ en fá nú efnismeðferð

Tveimur konum frá Sómalíu sem sóttu um alþjóðlega vernd hér á landi á síðasta ári verður ekki vísað frá Íslandi til Grikklands eins og til stóð og mun Útlendingastofnun taka mál þeirra efnislega fyrir á næstunni.

Önnur kvennanna á tvö börn sem nú eru í Jemen. Heitasta ósk hennar er að fá börnin hingað til lands.
Önnur kvennanna á tvö börn sem nú eru í Jemen. Heitasta ósk hennar er að fá börnin hingað til lands.
Auglýsing

Tvær sómalskar kon­ur, sem stóðu frammi fyrir því að verða sendar til Grikk­lands af íslenskum stjórn­völdum og biðu brott­far­ar­dags, hafa nú fengið annað tæki­færi og mun Útlend­inga­stofnun taka mál þeirra efn­is­lega fyrir með haustinu.

Ástæðan er sú að kæru­nefnd útlend­inga­mála úrskurð­aði í vik­unni að vegna þess að 12 mán­uðir eru liðnir frá því að þær sóttu um alþjóð­lega vernd hér á landi þá verði Útlend­inga­stofnun að taka mál þeirra fyrir að nýju. Nefndin hafði áður synjað þeim um efn­is­­lega með­­­ferð umsóknar sinnar um vernd á grund­velli þess að þær höfðu fengið vernd í Grikk­landi.

Þær eru báðar þolendur grimmi­legs ofbeld­is, meðal ann­ars í Grikk­landi, og þarfn­ast sár­lega aðstoðar fag­fólks til að vinna í sínum mál­um. Kjarn­inn hitti kon­urnar tvær í lok nóv­em­ber síð­ast­lið­ins til að ræða aðstæður þeirra og reynslu þeirra af yfir­völdum í Grikk­landi. Not­ast var við dul­nefni í umfjöll­un­inni.

Auglýsing

Lög­reglan var búin að hafa sam­band við þær

Kon­urnar tvær stóðu frammi fyrir brot­flutn­ingi frá Íslandi til Grikk­lands. Þær voru aðeins „korteri frá brott­flutn­ing­i“, að sögn lög­fræð­ings þeirra, Alberts Björns Lúð­vígs­son­ar, en lög­reglan hafði verið búin að hafa sam­band við þær vegna yfir­vof­andi flutn­ings.

„Lög­reglan tal­aði við þær þegar það voru ennþá COVID-­tak­mark­anir í Grikk­landi og svo þegar yfir­völd þar í landi felldi niður þær tak­mark­anir þá mynd­að­ist bið­röð hér heima og það var að ein­hverju leyti til­viljun sem réði því hverjir fóru fyrst,“ segir Albert.

Hann útskýrir að eftir að þær fengu seinni nið­ur­stöðu sína, þar sem kæru­nefnd útlend­inga­mála stað­festi ákvörðun Útlend­inga­stofn­unar um að neita þeim efn­is­lega með­ferð, þá hafi málum þeirra verið stefnt fyrir dóm. „Það er hægt að óska eftir end­ur­upp­töku máls í ein­hvern tíma frá því að loka­á­kvörðun kem­ur. Þá þarf oft­ast að vísa til ein­hverra nýrra atvika eða nýrra máls­á­stæðna og í þessu til­felli þá höfðu þær verið hér á landi í 12 mán­uði og reglan sem sagt er sú að ef þú ert í 12 mán­uði frá því að þú sækir um og þangað til þú ert flutt­ur, og tafir eru ekki þér að kenna, þá áttu rétt á efn­is­með­ferð. Kæru­nefnd féllst á að það hafi ekki verið ekki þeim að kenna að málið hafi tekið svona langan tíma. Þær hafa ekk­ert gert til þess að orsaka það.“

Albert segir að þessi úrskurður kæru­nefndar stað­festi það að þær hafi alltaf komið rétt og heið­ar­lega fram hér á Íslandi og eiga enga sök á þessum drætti.

Hafa góða mögu­leika

Mál kvenn­anna fara því núna í nýja efn­is­lega með­ferð hjá Útlend­inga­stofn­un. Þar verður staða þeirra í heima­landi metin og ákvarðað hvort þær séu flótta­konur eða ekki. „Þær hafa þar góða mögu­leika,“ segir Albert. Þær munu lík­leg­ast fara í við­tal hjá stofn­un­inni í haust og svo mun nið­ur­staða hugs­an­lega ber­ast rétt fyrir jól.

„Ég var svo hepp­inn á að fá að hringja í þær báðar og segja þeim þessa nið­ur­stöðu og þær voru báðar gríð­ar­lega meyrar og ham­ingju­sam­an.“

Hann segir að þær hafi ekki getað hugsað sér að snúa aftur til Grikk­lands enda biði þeirra ekk­ert nema hræði­legar aðstæður þar.

Þol­andi kyn­­færalim­­lest­inga og kyn­­ferð­is­of­beld­is

Þær lýstu því báðar í sam­tali við Kjarn­ann í lok nóv­em­ber síð­ast­liðnum að eftir að þær fengu stöðu sína sem flótta­konur við­ur­kennda í Grikk­landi á sínum tíma hefði dvölin þar verið gríð­ar­lega erf­ið.

Idil sagði meðal ann­ars að hún hefði engin tæki­færi fengið þar, hún hefði hvorki haft hús­næði né fram­færslu. „Ég gat ekki fengið vinnu og mér var neitað um það að fá börnin mín til mín. Mér var sagt að það væri ekki mög­u­­leiki. Það var mjög erfitt. Ég þekkti engan á þessum slóðum sem gæti hjálpað mér,“ sagði hún.

Idil er þol­andi kyn­­færalim­­lest­inga og kyn­­ferð­is­of­beld­­is. Sam­­kvæmt sál­fræð­ingi hjá Göng­u­­deild sótt­­varna er nauð­­syn­­legt að hún fái frek­­ari stuðn­­ing og með­­­ferð en ljóst þykir að það muni reyn­­ast henni úti­­lokað að fá slíka hjálp í Grikk­landi. Idil taldi það ljóst að henni væri það ómög­u­­legt að afla sér nauð­­syn­­legra skrán­inga í Grikk­landi til að fá aðgengi að við­eig­andi þjón­­ustu og að henni stæði ekki til boða raun­hæf úrræði til verndar í Grikk­landi vegna for­­dóma og ofbeldis í land­inu. Einnig taldi hún ljóst að hún myndi ekki geta fengið börnin sín til sín í Grikk­landi enda hefði henni verið synjað um slíkt áður þar í landi.

Þegar hún var spurð hvað hún von­að­ist til að ger­ð­ist í fram­­tíð­inni þá sagði hún að hana lang­aði að mennta sig og fá börnin til sín. „Mig langar að þetta land, Ísland, verði síð­­asta landið þar sem ég sæki um vernd.“

Boð­in greiðsla eða aðstoð í skiptum fyrir „kyn­líf“

Svipað var upp á ten­ingnum hjá Söhru en þegar hún fékk alþjóð­­lega vernd í Grikk­landi var henni hent út úr sér­stökum búðum þar sem hún dvaldi. Hún missti jafn­framt fram­­færslu sína og eftir það haf­ð­ist hún við á göt­unni við afar erf­iðar aðstæð­­ur. Henni var boð­inn pen­ingur eða aðstoð í skiptum fyrir „kyn­líf“. Hún óskaði ítrekað eftir aðstoð grískra stjórn­­­valda en var ávallt synj­að. Hún reyndi að finna atvinnu og verða sér úti um nauð­­syn­­legar skrán­ingar í Grikk­landi en án árang­­urs. Hún þurfti að greiða fyrir skatt­­númer og kenn­i­­tölu auk þess sem hún fékk engar upp­­lýs­ingar eða leið­bein­ingar frá grískum stjórn­­völd­­um.

Sahra fékk heldur ekki nauð­­syn­­lega heil­brigð­is­­þjón­­ustu í Grikk­landi en hún þurfti til að mynda sjálf að draga úr sér tönn. Þá upp­lifði hún mikla for­­dóma í Grikk­landi frá almenn­ingi og lög­­reglan veitti ekki henni aðstoð.

Vonin skiptir svo miklu máli

Albert segir að vonin krist­all­ist vel í þessu máli. „Þú getur verið með mjög nið­ur­brotið fólk – fólk sem hefur misst mjög mikið í líf­inu og lent í mjög alvar­legum áföllum – en á meðan það heldur í ein­hverja von þá fún­kerar það en um leið og vonin er tekin af þeim þá er allt far­ið. Þessar tvær konur upp­lifðu það á tíma­bili – algjört von­leysi.“

Hann telur að 12 mán­aða reglan hafi sannað sig. Ekki sé eðli­legt að fólk sé hér á landi í 12 mán­uði án þess að það fái nið­ur­stöðu í sínum mál­um. „Skil­virkni er eft­ir­sókn­ar­verð upp að ákveðnu marki en það verður samt að segj­ast að röng ákvörðun og vond ákvörð­un, jafn­vel þótt hún sé skil­virk, er ekki góð. Þessi regla veitir mörgum skjól þannig að það er jákvætt út af fyrir sig en tíma­bilið mætti vera styttra.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent