Auglýsing

Árla morg­uns í Garða­bæn­um. Sólin skríður yfir þök ein­býl­is­hús­anna og læð­ist inn um glugg­ana. Einn sól­stafur ferð­ast inn um einn glugga í vest­ur­hluta ein­býl­is­húss í fínum botn­langa í góðu hverfi. Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son stendur úti á miðju gólfi. Hann er með þunga bauga undir aug­un­um; enn ein svefn­laus nótt. Hann nuddar á sér órak­aða hök­una ein­beittur á svip. 

Fyrir framan hann er stór, hvítur veggur þak­inn hund­ruðum ljós­mynda. Á milli mynd­anna hafa verið strengdir rauðir þræð­ir. Við hverja teng­ingu eru svo hand­skrif­aðir post-it mið­ar. Úr fjar­lægð er þetta eins og mann­gerður köngu­ló­ar­vefur vit­firr­ings. Á mynd­unum eru and­lit og stað­ir; arab­ískur fursti að taka í hönd­ina á jakka­fata­klæddum manni, höf­uð­stöðvar Kaup­þings í Lúx­em­borg, sér­stakur sak­sókn­ari, sænska rík­is­sjón­varp­ið, Jóhannes Kr. að borða tún­fisks­sam­loku.

Sig­mundur virðir vef­inn fyrir sér eins og hann hefur gert svo oft áður. Skyndi­lega er eins og renni upp fyrir honum ljós: „Auð­vit­að...“

Auglýsing

Hann tekur upp síð­asta rauða þráð­inn og festir hann með teikni­bólu. Loks­ins sést heild­ar­mynd­in; allir rauðu þræð­irnir tengj­ast í eina mynd. Myndin er af Sig­mundi Dav­íð.

„Þetta var svo aug­ljóst.“

Það er barið á dyrn­ar. Rödd Önnu Sig­ur­laugar berst undir hurð­ina.

„Sig­mund­ur, þessu verður að ljúka.“ 

Hann hunsar hana, tekur upp sím­ann og slær inn sama númer og hann hefur hringt í svo oft áður síð­ustu vik­urn­ar. Nú hlýtur hann að svara.

Ann­ars staðar í Garða­bænum hringir sími. Nafn þess sem hringir birt­ist ekki á skjánum heldur ein­ungis skila­boð­in: „Ekki svara“

Bjarni Bene­dikts­son hendir sím­anum í rúmið og virðir sjálfan sig fyrir sér í svefn­her­berg­is­spegl­inum – hann lítur betur út en hann hefur gert lengi; brúnn, stælt­ur, gráu hárin fara honum vel. Hann fær sjálfan sig samt ekki til að brosa. Hann lítur á úrið sitt; tíu mín­útur þangað til þessi hel­vítis ljós­mynd­ari á að mæta.

Bjarni hatar nefni­lega þennan hluta leiks­ins – kosn­inga­bar­átt­una; þennan inn­an­tóma dans sem hann þarf nú að dansa næstu mán­uði. Þegar Morg­un­blaðið hafði sam­band og bauð honum drottn­ing­ar­við­tal gat hann auð­vitað ekki neit­að. Fylgið aldrei lægra, stjórn­ar­sam­starfið í molum og hann sjálfur rúinn trausti. Hann þurfti þetta.

Hann tekur bláköflótta bómull­ar­skyrtu upp úr poka merktum Vinnu­fata­búð­inni og klippir verð­mið­ann af. Hún er þröng yfir stóran brjóst­kass­ann. Tvær tölur frá­hnepptar eða ein? Hversu langt á maður að bretta upp ermarn­ar?

Þetta hafði allt verið hug­mynd ljós­mynd­ar­ans;  „Hvað með að gera eitt­hvað skemmti­legt? Ná þér við ein­hvers konar heim­il­is­störf? Kannski í garð­in­um?“ hafði hann sagt.

 „Garð­in­um?“

„Já þú veist: „Bjarni Ben ræktar garð­inn sinn“ – fólk á eftir að elska þetta.“

Bjarni lokar aug­unum og finnur tóm­leika­til­finn­ing­una hell­ast yfir sig eins og baðkar fullt af tjöru.

 „Ok.“

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála­ráð­herra, situr í bæna­stöðu fyrir framan mold­ar­beð og heldur á lít­illi skóflu. Þessi skófla er eins og skeið í risa­stórum höndum hans; höndum sem sjálfar líkj­ast helst tveimur skófl­um. Ljós­mynd­ar­inn er nokkrum skrefum frá hon­um: „Jæja Bjarni, brosa og moka.“

Bjarni lokar aug­unum í eitt and­ar­tak. Hvernig hafði hann kom­ist þang­að? Þetta átti að vera auð­veld­ara. For­mað­ur, for­sæt­is­ráð­herra, krón­prins. En þetta hafði ekki farið þannig. Síðan hann varð for­maður hafði hann verið fastur í skugg­anum og nú þegar aðrar kosn­ingar nálg­ast líður honum ekki eins og þær séu nýtt upp­haf, þvert á móti er eins og hann sé fastur í kvik­syndi. Pírat­ar, Við­reisn. Af hverju hafði hann ekki stofnað Við­reisn? Hann hafði horft á eftir hóf­sam­ari vinum sínum hverfa yfir í þetta nýja stjórn­mála­afl. Í hjarta sínu lang­aði hann að elta þá en hann var hlekkj­aður fastur við eigin hásæti í yfir­gefnum veislu­sal. Fyrir aftan hann svífur líf­laus vofan af Ill­uga Gunn­ars­syni og Hildur Sverr­is­dóttir hvíslar „val­frelsi, nýsköp­un, einka­væð­ing“ aftur og aft­ur. Sig­ríður Á. And­er­sen er líka þarna en hann heyrir ekki í henni ... eitt­hvað um banka­leynd.

Ljós­mynd­ar­inn réttir honum stóran kál­haus.

„Haltu á þessum eins og þú sért að fara að planta honum í beð­ið.“

Kannski gæti hann bara látið sig hverfa; keypt sér pall­bíl og skika af landi. Plantað kart­öflum og kál­haus­um. Fundið bragðið af sölt­um, rétt­látum svita eftir erf­iðan vinnu­dag. Eina póli­tíkin væri ómið frá útvarps­frétt­unum á meðan hann drykki mið­deg­is­kaffið sitt. Bjarni finnur sig svífa úr eigin lík­ama, upp úr garð­inum sín­um; hann sér sjálfan sig, ljós­myndar­ann og kál­haus­inn verða að svörtum díl­um. Hann svífur meðal skýj­anna, sér lands­lagið breyt­ast fyrir neðan sig; borg verður að hrauni og mosa­grónum fell­um. Fjöllin verða að flötu und­ir­lendi, grasið bær­ist í vind­in­um.

Þarna. Þarna mundi hann byggja sér lít­inn kofa.

Sími hringir og Bjarni fellur sam­stundis aftur til jarð­ar. Aftur í garð­in­um. Hann lítur á skjá­inn:

„Ekki svara“

Anna Sig­ur­laug opnar loks hurð­ina. Sig­mundur situr á gólf­inu með sím­ann í fang­inu og starir á flóð­lýsta vegg­inn fyrir framan sig. „Þau sviku okk­ur,“ muldrar hann, jafn­mikið við sjálfan sig og við hana. „Þau sviku okkur öll.“ Anna Sig­ur­laug krýpur fyrir framan mann­inn sinn sem lík­ist þó mest litl­um, týndum dreng á þessu and­ar­taki. „Horfðu á mig Sig­mund­ur.“ Hann lítur upp. 

„Stefán Einar var að hringja. Hann ætlar að taka við mig stórt við­tal. Hann segir að ef það komi vel út þá verði því dreift inn á öll heim­ili. Öll, Sig­mund­ur.“ Hún brosir til hans.

„Ég ætla að segja þeim allt; frá öllum lyg­unum og svik­un­um. Landið mun skjálfa þegar ég er búin að segja það sem ég þarf að segja.“ Hún stendur upp og lítur niður á Sig­mund sem sjálfur lítur upp með aðdá­un­ar­aug­um.

„Stattu upp Sig­mund­ur. Þú ert enn for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, þú skalt áfram verða for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins. Sama hvað það kost­ar.“

Í fyrsta skipti í margar vikur fær­ist ein­lægt bros yfir and­lit Sig­mundar Dav­íðs.

Nokkrum götum frá Bjarna er Kol­beinn Árna­son, stjórn­ar­maður gamla Lands­bank­ans, LBI, að leggja loka­hönd á bind­is­hnút. Sím­inn gefur frá sér kunn­ug­legt hljóð; nýr tölvu­póst­ur. Kol­beinn tekur upp sím­ann:

„Hæ Kol­beinn, Við gengum ekki frá bónus fyrir síð­asta ár. Ég legg til 1 millj evr­ur. Hvað segir þú. Kv.“

Kol­beinn brosir og slær inn svar.

„Takk Meira en nog :-).“

Í ein­býl­is­húsi í gamla vest­ur­bænum hellir brúna­þungur maður kaffi í bolla. Á bak við hann óma kvöld­fréttir sjón­varps. Enn einn dag­ur­inn af ham­förum í Sýr­landi; heilu húsarað­irnar jafn­aðar við jörðu í sprengju­árás­um. Steypa, málm­ur, gler, lík­ams­hlutar og grát­andi fólk. Mað­ur­inn hristir höf­uðið og slekkur á sjón­varp­inu. Stafir kvöldsól­ar­innar læð­ast inn um eld­hús­glugg­ann og grípa steypuryk á lofti. Mað­ur­inn starir út í bak­garð­inn á ham­far­irnar sem enda­lausar fram­kvæmdir nágrann­ans höfðu vald­ið. Þar sem eitt sinn hafði verið fal­leg inn­keyrsla var bara hola full af skítugu regn­vatni. Garð­ur­inn fullur af grjóti og möl. Plast­rör og spýt­ur, margar hverjar með nöglum í, liggja á stangli. 

„Þetta er eins og Aleppo,“ segir mað­ur­inn upp­hátt við sjálfan sig og hristir haus­inn.

Hann tekur sopa af kaff­inu; það er allt of heitt – brennir bæði tungu og var­ir. Mað­ur­inn frussar svörtum vökv­anum niður á hvíta skyrt­una sína. „Ónýt,“ hugsar hann og lokar aug­un­um.

„Okkar eigin djöf­uls­ins Aleppo...“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None