Auglýsing

Ég vil meina að ég sé full­orðin mann­eskja. Nýorðin 23 ára gömul sem er þónokkuð alvöru aldur og ágætis við­mið um að vita svona um það bil hvernig mann­eskja maður sé, hvort maður fíli ólíf­ur, hvort maður sé meira hægri­s­inn­aður eða vinstra megin í líf­inu, og þess hátt­ar. Það er samt ekki þar með sagt að þó að manni líði eins og maður geti tekið sínar eigin ákvarð­anir að maður sé full­orð­inn yfir höf­uð. Til að mynda var ég mun örugg­ari með stöðu mína sem full­orðin mann­eskja þegar ég var 16 ára og ótrú­lega vit­laus en núna, 23 ára og aðeins minna vit­laus.

Þó eru ákveðnir atburðir sem ég get punktað niður sem höfðu áhrif á það að mér finnst ég í raun vera orðin full­orð­in. Það fyrsta átti sér stað þegar ég flutti að heiman í alvör­unni, en það tók tvær til­raunir til. Ég ent­ist í litla her­berg­inu sem ég leigði á him­in­háu verði rétt hjá Háskól­anum í tæpan mánuð áður en ég upp­götv­aði að eitt her­bergi með aðgangi að eld­húsi og sal­erni var nákvæm­lega sami díll og ég hafði heima. Nema hvað að þar þurfti ég ekki að borga baun. Og eins pirr­andi og mér fannst for­eldrar mínir vera þá var ég ekki reiðu­búin að borga meiri­hlut­ann af laun­unum mínum til að fá að sleppa því að hlusta á nöldrið í þeim.

Þegar ég útskrif­að­ist með BS í sál­fræði ýtt­ist ég enn lengra frá vam­p­íru­skáld­sögum og playmo-köllum að skatt­skýrslum og inn­kaupa­list­um. Yfir helgi fannst mér ég hafa áorkað ein­hverju mik­il­vægu sem ég gæti nýtt mér til fram­drátt­ar, sem er það sem skóli á að gera. Námið sjálft var þrjú ár en aldrei hafði mér liðið eins og það hefði gert eitt­hvert gagn fyrr en ég fékk stað­fest­ingu á því að það væri búið.

Þegar þig fer að hlakka til að fara í Rúm­fatalager­inn er barn­æska þín form­lega dauð.
Síðasta merki um þroska minn kom svo eins og þruma úr heið­skíru lofti þegar ég fór að hafa áhuga á bús­á­höldum og inn­rétt­ing­um. Ég sem hafði aldrei svo mikið sem flett í gegnum Hús og híbýli gat ekki lagt blaðið frá mér. Ég froðu­felldi yfir útsölum í Hús­gagna­höll­inni og las mér til um dönsk bómull­ar­rúm­föt eins og ég væri að und­ir­búa mig fyrir jóla­próf. Inn­kaup urðu líka miklu meira spenn­andi. Þegar þig fer að hlakka til að fara í Rúm­fatalager­inn er barn­æska þín form­lega dauð.

Ég kom því heim einn dag­inn hlaðin nýjum vörum sem áttu að kór­óna þroska minn og smekk. Þegar ég var búin að skipta á rúm­inu og stilla upp fyrsta par­inu af ofn­hönskum sem ég hafði nokkurn tím­ann keypt (hingað til hafði ég tekið frosnu pizz­urnar út úr ofn­inum með hand­klæði) lædd­ist raun­veru­leik­inn aftur inn í líf mitt. Það er rosa­lega gaman að leika sér í mömmó, en reikn­ing­arnir eru ekki þykj­ustu. Ungt fólk sem er að taka sín fyrstu skref inn á fast­eigna­mark­að­inn er nefni­lega ekki í svo góðri stöðu þegar kemur að þeim hluta full­orð­ins­ár­anna.

Auglýsing

Ég er svo heppin að búa ennþá á stúd­enta­görð­un­um. En hvað svo? Ein­hvern tím­ann verð ég víst að fara út á vinnu­mark­að­inn, leigja eða kaupa fast­eign ellegar ger­ast eilífð­ar­stúd­ent og safna háskóla­gráðum eins og frí­merkj­um. Hey, pabbi er með fimm þannig og ég sé ekk­ert athuga­vert við að bæta aðeins við mig.

Ég er byrjuð að spara en bit­urðin yfir öllum þeim sum­ar­launum ung­lings­ár­anna sem ég sóaði í föt og utan­lands­ferðir er erfitt að kyngja. Mér finnst líka eins og mín kyn­slóð sé ekki nógu vel upp­lýst hvað varðar hús­næð­is­mál því allar fréttir sem við lesum stang­ast hver á við aðra. Ísland er á sama tíma dýrasta land í ver­öld­inni og frá­bærasta land til að búa á. Kaup­máttur hefur auk­ist milli ára og staðan á klak­anum á ekki að hafa verið betri síðan 2007. Og svo les maður aðra frétt sem ber saman kostnað við hús­næð­is­lán á Íslandi við aðrar norð­ur­landa­þjóðir og maður missir kjálk­ann niður í gólf.

Iðu­lega er fast­eigna­mat millj­ónum króna lægra en verðið sem eignir eru seldar á og það er svo mikil eft­ir­spurn að hrotta­leg­ustu kjall­ara­holur selj­ast á fúlgur fjár. Þetta er ömur­legt ástand sem við eigum ekki skil­ið. Það er ekki sann­gjarnt að ætl­ast þess að fólk komið á þrí­tugs­ald­ur­inn með háskóla­próf þurfi að sætta sig við örsmáar íbúðir sem það hefur ekki efni á nema með aðstoð her­berg­is­fé­laga fundnum á bland­inu. Vissu­lega er hægt að safna fyrir útborgun á íbúð, en það er óþarf­lega erfitt um þessar mund­ir. Við Íslend­ingar erum alltaf svo stolt af okkur þegar lífið er erfitt. Eins og við eigum að vera þakk­lát fyrir hvað það stendur margt í vegi okkar því ef okkur tekst að kom­ast yfir hindr­an­irnar yrðum við svo miklu ánægð­ari.

Jújú við verðum nú að leggja okkur fram og vinna okkur inn fyrir hlut­unum en mér finnst hlut­föllin hafa orðið soldið skekkt, en ekki get ég talist hlut­laus dóm­ari. Kannski er það þessi þrá­hyggja í allt fína og flotta dótið að gera út af við mann líka. Þarf ég í alvör­unni þessar gólf­mottur og þetta rúm­teppi? Er ekki bara allt í lagi að stofan mín sé sett saman úr gömlum sófum sem fjöl­skyldu­með­limir gáfu mér þegar ég flutti að heiman og ofboðs­lega ljótu stofu­borði úr Góða hirð­inum sem í ljót­leika sínum er bara svaka­lega sjar­mer­andi? Af hverju langar mig að kaupa dót yfir höf­uð? Langvar­andi ham­ingja finnst ekki á H&M-út­söl­um.

 Ég skil ekki þegar þessi umræða ber á góma af hverju eldri kyn­slóðin stekkur strax í Þega­régvará­þínumaldri ræð­una.
Nýtnin hrekkur samt skammt. Ég vil meina að heim­ili fyrir okkur unga fólkið séu of dýr og of lítið af þeim í boði. Ég skil ekki þegar þessi umræða ber á góma af hverju eldri kyn­slóðin stekkur strax í Þega­régvará­þínumaldri ræð­una. Já, var lífið rosa­lega erfitt fyrir þig þegar þú varst á mínum aldri? Og vegna þess að lífið var rosa­lega erfitt fyrir þig á það þá að vera rosa­lega erfitt fyrir alla aðra um aldur og ævi? Árið 1874 var örugg­lega mjög erfitt á Íslandi, mig langar samt ekk­ert að barna­börnin mín þurfi að ganga í gegnum sult og að tæpur helm­ingur afkvæma þeirra deyi úr kvefi. Það að hlutir verði smátt og smátt betri með tím­anum er gott. Kom­andi kyn­slóðir eiga að búa við betri kjör en við feng­um, þannig virka fram­farir og þró­un.

Ég verð alveg örugg­lega rosa­lega stolt af mér ef mér tekst að safna fyrir 20-25 milljón króna íbúð á næstu árum. En ég yrði miklu stolt­ari af þessu sam­fé­lagi ef það sæi nógu vel um þegna sína að það að kaupa sína fyrstu íbúð væri ekki þessi þrekraun. En þangað til það ger­ist held ég bara áfram að leika mér í mömmó, að spara þykjustu­pen­ing­inn minn sem ég á ekki.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði