Auglýsing

Það er fimmtu­dagur í febr­ú­ar. Klukkan er hálf fimm. Ég hef rangl­ast um í Bón­us, því árása­gula must­eri Satans síð­asta hálf­tím­ann á síð­ustu dropum dags­ins. Skutl á æfingar bíð­ur, annað í Skip­holt, hitt í Öskju­hlíð­ina. Hvaða sa­dista­sjón­ar­mið ráða stað­setn­ingu á tóm­stunda­iðkun barna í miðju umferð­ar­öng­þveiti á háanna­tíma? Röðin er næstum komin að mér, ég finn gam­al­kunna ang­ist byggj­ast upp. Hún byrjar neðst í kvið­ar­hol­inu og fær­ist svo hægt en örugg­lega upp melt­ing­ar­veg­inn og endar sem ein­hvers konar brjóst­sviða­kökkur neðst í hálsi. Bráðum byrjar píp­ið. Af hverju þarf að vera píp?

Þjáður kassakrakki umlar Góðan dag­inn og hefst sam­visku­samur handa við pynt­ing­arn­ar. Ég reyni rétt­hugs­andi að ná augn­sam­bandi við hann og brosa því ég er hrædd um að hann mistúlki panikk­aða ­stör­una niður á við sem borg­ara­lega fyr­ir­litn­ingu gagn­vart afgreiðslu­fólki, hann virð­ist þó fremur smeykur en þakk­látur áreynslu­fullri geifl­unni sem ekki tókst að verða að móð­ur­legu brosi. Ég tíni eins hratt upp á færi­bandið og ég get, reyni að raða mjólk og frosn­a ­sjitt­in­u fremst því það á að fara neðst í pok­ana sem bíða mín ögrandi hinum meg­in, vissir í sinni ósvífnu sök um að mér muni venju sam­kvæmt takast að kremja brauðið og sprengja jógúrt­ina því pípið í skann­anum tekur mig á taug­um. Ég næ aldrei að halda í við það og enda með allt of troðið hólf mín megin meðan óþol­in­móðir kúnnar bíða eftir sínu hólfi, anda í hnakk­ann á mér og velta vafa­lítið fyrir sér hvernig hægt sé að vera svona fárán­lega léleg í jafn­ rútín­aðri ­at­höfn sem hver sjálf­bjarga ein­stak­lingur ætti að vera búinn að master­a um tví­tugt. Fokk, þung­lyndi ung­ling­ur­inn er sér­lega fær í sínu starfi. Pípið er að ná sögu­legum hraða. Ég svíf eitt augna­blik út úr lík­am­anum og brot­lendi í miðju ­píptest­i í íþrótta­sal Réttó seint á síð­ustu öld, streitu­horm­ónin í blóð­inu á sama reiki og í sjö­unda stigi þess barn­a­níðs sem skóla­kerfið sam­þykkir enn í dag sem ásætt­an­lega náms­mat­s­tækni í íþrótt­um. Loks stöðvast pípið og sálin svamlar aftur inn í lík­amann. Ég borga einn sjötta mán­að­ar­laun­anna fyrir fjóra afleit­lega fyllta poka og rog­ast með þá út í bíl, skrensa í slabb­inu á striga­skónum og blotna í fæt­urna. Vetr­ar­skór fást í Kringl­unni, segja þeir, en áfallastreituröskun jólainn­kaupanna er enn of alvar­leg til að ég geti nálg­ast þann stað ódrukk­in. Ég treð pok­unum í bíl­inn og eng­ist af sam­líðan með brauð­inu sem kremst á botn­in­um. Öll erum við aðþrengd, í ein­hvers kon­ar kremju. #jesu­is brauð­ið.

Myrkur og mengun og fimm­tíu þús­und bílar bíða mín sem allir nálg­ast á ógn­andi hraða því ég er líka með mik­inn umferð­ar­kvíða og keyri hægar en ömmur allra. Reyni að hunsa síma­gerpið sem pípir í sífellu í far­þega­sæt­inu, sendi hat­urs­strauma til­ Land­krúsertýpunn­ar ­sem flautar á mig og þrus­ast fram hjá. Ég vona að konan þín fari frá þér fyrir hjól­reiða­mann.

Auglýsing

Kemst að lokum heim til mín og sver að fara aldrei aftur af bæ. Til­kynni fjöl­skyld­unni að þessar mat­vörur skuli duga fram að vor­leys­ingum og þá munum við taka upp sjálfs­þurft­ar­bú­skap, flytja á Djúpa­vog og veiða í soðið þegar veður leyf­ir. Höldum kannski nokkrar ham­ingju­samar hænur og eina rólynd­is­lega heim­il­is­kú. Að sjálf­sögðu verða þó sís­vangir geml­ing­arnir búnir með allt eftir tvo daga, ég þyrfti að slátra heilli kú til að halda þeim söddum yfir helg­ina.

Mér er ekki fylli­lega ljóst hvort dag­legt amstur veldur öðru fólki þarna úti í líf­inu jafn mik­illi og ein­lægri örvænt­ingu og mér, er sann­ar­lega opin fyrir þeim mögu­leika að ég þjá­ist af ein­hvers konar kvíða­rösk­un. Mér þykja alls­konar ein­faldar aðstæður óbæri­leg­ar. Þó hef ég heim­ildir fyrir því að sú sam­fé­lags­skipan sem við höfum komið okkur upp valdi fleirum en mér van­líð­an, eða svo segir töl­fræði íslenskra apó­teka sem afgreiða heims­met af geð­lag­andi lyfjum ár hvert. Samt álp­umst við hlýðin í gegnum þessa dag­legu rútínu dag eftir dag, skráum okkur orð­laus og of úrvinda til að efast í kapp­hlaupið í hamstra­hjól­in­u ­sem snýst fyrir ein­hverja allt aðra en hinn almenna hamst­ur. Umgjörð­in, hag­kerf­ið, allt draslið sem við bjuggum til hefur öðl­ast eigið líf, stökk­breyst og vaxið í engum takti við sál­ar­tetur hins hæg­fara þró­aða mannapa sem var þús­undir ára að finna út úr þessu með eld­inn. Fyrir kortéri síðan vorum við bara að kemba ull og orna okkur eitt­hvað - svo komu bylt­ingar sem kenndu sig við iðnað og tækni og áttu að ein­falda okkur lífið og létta á vinnu­á­lagi. Í stað­inn átu þær börnin sín, bundu okkur föst við hin ýmsu tól og tæki, stimp­il­klukkur og skrif­stofustóla og gerðu okkur að auð­sveipum kvíða­stilltum kerf­is­þræl­um. Hags­muna­öfl hafa svo talið okkur trú um að svona sé bara líf­ið. Vel­komin í nútíma sam­fé­lag, ef þú ­fún­ker­ar ekki erum við með ýmsa ráð­gjafa og hin og þessi núvit­und­ar­nám­skeið sem gætu létt þér lífið og sann­fært þig um að lausnin sé í raun og sanni innra með þér. Finndu bara út úr því hvernig þú getur lifað af í auga storms­ins, hver er sinnar geð­heilsu og gæfu smið­ur. Ef það tekst ekki má vera að hægt sé að greina þig með ein­hverja vel valda röskun og með­höndla þig í sam­ræmi við það.

Æ fleiri grunn­skóla­börn líða lyfjuð um skóla­ganga, soguð inn í sím­ana sína og sam­fé­lags­miðla sem pípa á þau í sífellu og sann­færa þau um alls­konar annað og eft­ir­sókn­ar­verð­ara, þarna úti ein­hvers stað­ar. Ef þeim bara tekst að master­a ­mei­köpp­ið og eign­ast all­ar Champ­ion ­peys­urn­ar. Blessuð litlu hamstra­börn­in hoppa snemma um borð. Snapchat er líka harður hús­bóndi. Dóttir mín á fimmt­ánda ári reyndi um dag­inn að fara í bað síma­laus. Hennar biðu sjö­tíu og sjö ósvöruð snöpp að hálf­tíma baði loknu. Hún starði buguð á sím­ann sinn og og sagði brost­inni röddu: ,,Ég vildi að snapp væri ekki til." Hófst samt sigruð handa við svör­un, því það er félags­legt sjálfs­morð að svara ekki snöpp­um.

Þetta er ekki bara ég og Bónus og okkar ofbeld­is­sam­band. Við erum öll að fríka út, mis­mikið en hægt og örugg­lega. Þeim vegnar best sem ekki nema píp­ið, næm­ari eyru ærast í áreit­inu. Öll erum við auð­lind sam­skipta­miðla sem borga þó engin auð­linda­gjöld heldur afskræma bæði menn­ingu og sál­ar­líf með útsmog­inni stýr­ingu og á­netj­an­fræði. Allt hverf­ist um hámarks­gróða og hag­ræð­ingu, við erum öll ómeð­vitað í fullri vinnu við að skapa gagna­grunna sem byggja má áfram­hald­andi neyslu­menn­ingu á, föst í okkar eig­in Truman S­how.

Und­ir­rituð er engin und­an­tekn­ing. Börnin mín fengu sam­tals sjö Champ­ion ­peysur í jóla­gjöf og áður en Sól­rún­ Di­ego kom inn í líf mitt vissi ég í alvöru ekki að hægt væri að þrífa brauðrist­ina. Það er allskyns snilld og enda­laust í boði en fórn­ar­kostn­að­ur­inn er umtals­verður og enn kunnum við ekk­ert að umgang­ast tækn­ina. Börnin okkar eru til­rauna­kyn­slóð­in, afkvæmi þeirra munu hneyksl­ast á eft­ir­lits­lausri net­notkun og síma­fíkn afa og ömmu á sama hátt og við dæmum eldri kyn­slóðir fyrir að hafa reykt við eld­hús­borðið og ekki sett okkur í bíl­belti. Allt tekur sinn tíma.

Stundum gleym­ist samt að það erum við sem ráðum hvernig þetta er, hérna hjá okk­ur. Okkar er kollek­tífa valið og vald­ið. Við getum lagað og leið­rétt, stýrt skip­inu áfram skárri leið svo færri detti útbyrð­is. Við getum end­ur­skoðað skipt­ingu auðs, hag­rætt í þágu mann­legra þarfa, nátt­úru og umhverf­is. Þannig gætum við unnið miklu minna, andað meira og haft auk­inn tíma og orku fyrir afkvæm­in. Svo gætum við gert alls­konar fleira snið­ugt, dreift mat­vöru­versl­unum í göngu­færi, slakað á umferð og slakað á í umferð. Sett umgengn­is­reglur á snjall­síma, fjar­lægt þá til að mynda úr grunn­skólum og gefið börn­unum okkar þannig smá breik. Kvíði og athygl­is­brestur myndu snar­skána. Svo væri næs ef ein­hver gæti lækkað í þessu pípi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði