Auglýsing

Í síð­ustu viku náði ég þeim merka áfanga að klára grunn­nám­skeið í Mjölni. Kick­box 101, tvær æfingar í viku í sex vik­ur. Og ég mætti á þær all­ar. Í kjöl­farið splæsti ég í hina auð­þekkj­an­legu hettu­peysu Mjölnis í verð­laun. Nú ert þú, kæri les­andi, mögu­lega að hugsa með þér: „So fokk­ing what? Það er ekk­ert það merki­leg­t.“ Sem það er alveg pott­þétt ekki fyrir sum­um. En fyrir mér var þetta bara hellað Big Deal™. Sjáðu til, ég hef byrjað í Mjölni svona fjórum sinnum og þetta er í fyrsta skiptið sem ég hef klárað fjand­ans nám­skeið­ið.

Það var ekk­ert massíft sem stopp­aði mig í fyrri skipt­in, ég fót­brotn­aði ekki eða komst ekki á æfingar því ég var í tveimur vinn­um. Ég var ein­fald­lega búin að sann­færa sjálfa mig um að þetta væri ekki fyrir mig, ég væri hrein­lega ekki týpan til að æfa í Mjölni, ætti ekki skilið að vera þarna. Því allir í Mjölni eru kúl, og ég er það ekki. Alla­vega ekki nógu kúl til að mega vera í svona peysu.

Ég sé rök bæði með og á móti þess­ari trú minni. Hver sem er getur keypt sér hettu­peysu í Mjölni. Þú getur labbað inn í Óðins­búð í dag og gengið frá því. Eins og ég gerði þegar nám­skeiðið var hálfnað því ég sá fram á að þær yrðu búnar áður en ég myndi klára það. Þetta er sjúk­lega flott hettu­peysa, og æðis­lega þægi­leg vegna þess að hún er búin til úr bóm­ull og þraut­segju. En ég fór ekki í hana. Ekki fyrr en í fyrra­dag eftir síð­ustu æfing­una. Mér finnst nefni­lega allt í lagi, og meira að segja bara frekar töff, að setja kröfur á hvað ég má og má ekki gera og hvort ég til­heyri ákveðnum hóp eða ekki. Það verður eitt­hvað að liggja baki þeirra merki­miða sem við notum til að lýsa okkur sjálf­um. Ef ég væri ekki að æfa í Mjölni myndi mér finn­ast rosa­lega púka­legt að vera í þess­ari peysu. Þannig trikkið er að halda áfram að æfa til að við­halda þessum rétti mínum til peysu­klæða. Þú mátt ekki fá verð­launin án þess að leggja á þig vinn­una, og þess vegna sökka þát­töku-­medal­íur svona svaka­lega.

Auglýsing

En að sjálf­sögðu er hægt að fara yfir strikið með þetta eins og allt ann­að. Víðs­vegar er hægt að finna sjálf-­stimpl­aða áhuga­máls­mark­verði sem verja tíma sínum í að rakka annað fólk niður fyrir að vera „ekki nógu“ eitt­hvað til að vera með í klúbbn­um. Á tíma­bili var t.d. mikil umfjöllun um hug­takið „fake gamer girls“. Stelpur sem sögð­ust fíla tölvu­leiki en voru örugg­lega bara að gera það til að fá athygli frá gaur­um. Eða fólk sem var að taka sín fyrstu skref í upp­götvun nýrra tón­list­ar­stefna en fékk yfir sig skít­kast fyrir að geta ekki talið upp öll útgefin albúm hljóm­sveit­ar­innar ásamt afmæl­is­degi systur frænda tengda­móður gælu­dýrs bassa­leik­ar­ans. Það er alls ekki málið held­ur.

Ég var einu sinni Team Öll dýrin í skóg­inum eiga að vera vin­ir. En ég get ekki sagst vera það leng­ur. Alla­vega ekki 100%. Öll börnin í bekknum eiga að fá boðskort í afmæl­ið, en við erum ekki börn leng­ur. Við erum full­orðin og full­fær um að skilja að til að vera með í ein­hverju þurfum við að leggja eitt­hvað á okk­ur. Mis­miklar kröfur eru sett á mis­mun­andi áhuga­mál, og sum eru erf­ið­ari en önn­ur. Það eru meiri lík­am­legar kröfur settar á með­limi kepp­enda í Módel Fit­ness en prjóna­klúbbs Hafn­ar­fjarð­ar, t.d. En sá sem prjónar á hverjum degi sinnir sínu áhuga­máli betur en sá sem tekur þátt í Módel Fit­ness ein­ungis í gegnum Pinter­est síð­una sína, æfir varla og borðar djúp­steikta kjúklinga­vængi vafða inn í nutella-hjúpað beikon á hverjum degi. Myndi þannig mann­eskja geta með hreinni sam­visku sam­samað sig með Módel Fit­ness iðk­end­um? Og myndu þeir sam­þykkja hana?

Ég held að lyk­ill­inn að þessu sé að hætta að hugsa að allir séu memm, heldur miklu frekar að allir geti orðið memm. Þú mátt örugg­lega vera með í prjóna­klúbbn­um, ef þú ert reiðu­bú­inn að læra að prjóna og mæta á svæðið reglu­lega með garnið og góða skap­ið. Þá held ég líka að það skipti engu máli hversu góður þú ert í prjóni, bara að þú takir þátt end­ur­tek­ið. Hvor er meiri hlaupari? Sá sem fer út tvisvar yfir sum­arið og tekur hálft mara­þon bæði skipt­in, eða sá sem hleypur einn og hálfan á hverjum degi óháð veðri? Kannski báð­ir? Skiptir það yfir höfuð máli?  

Ég held við höfum alveg gott af svona mark­vörðum af og til, bara skrúfa aðeins niður í tauga­spenn­unni. Allir þeir sem ég lít upp til í Mjölni voru byrj­endur einu sinni líka. Ástæðan fyrir því af hverju mér finnst þau vera svo miklar erkitýpur fyrir þetta íþrótta­fé­lag er að þau hafa æft statt og stöðugt svo árum skipt­ir, lagt blóð, svita og tár í söl­urnar og geta því af hrein­skilni og ein­lægni sagst vera iðk­endur í Mjölni. Og hver sem er getur gert það. Eini mun­ur­inn á þér og fyr­ir­myndum þínum er tím­inn sem þær verja í áhuga­málin sín. Brú­aðu bil­ið. Vertu memm, mættu og gerðu þitt besta. Kauptu svo hettu­peys­una þegar þér finnst þú eiga hana skil­ið. Það er kúl.  

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði