Hamingjusama neysluhóran

Auglýsing

Sem ég gekk þung­um, hold­votum skrefum niður regn­drekkt strætin með Phil­ips-heima­bíó­kerfi undir öðrum hand­leggnum og poka með tveggja kíló­gramma pakkn­ingu af andox­andi epsom-heilsu­bað­salti í hinni hugs­aði ég með mér að ég væri ein­hvers­konar Vel­meg­un­ar-Herkúles; Seifur einka­neysl­unn­ar. Ein­huga og ein­beitt­ur; ég ætl­aði ekki að láta neina lægð stöðva mig.

Ég missti nefni­lega af síð­asta góð­æri. Átti ekki neitt og náði rétt að steypa mér í smá yfir­drátt­ar­neyslu­skuld­ir. Ég rétt stálp­að­ist sem full­orð­inn neyt­andi þegar partíið var búið og ég gekk inn í full­komið kaup­mátt­leysi og þurfti að dúsa í kjall­ara í Norð­ur­mýr­inni eins og fangi í neð­an­jarð­ar­byrgi á meðan þessi stormur reið yfir.

Auglýsing


En nú er hag­vöxt­ur. „Kröft­ugur hag­vöxt­ur“ sagði grein­ing­ar­deild Arion­banka mér í frétt­um. Ég finn það; við erum öll miklu hressari.



En nú er hag­vöxt­ur. „Kröft­ugur hag­vöxt­ur“ sagði grein­ing­ar­deild Arion­banka mér í frétt­um. Ég finn það; við erum öll miklu hress­ari. Það er búið að þröngva nýjum kjara­samn­ingum upp á flesta – alla­vega alla þá sem við nennum enn að tala um. Úr nýja Tivoli-út­varp­inu okkar ber­ast þær fregnir að einka­neysla hafi aldrei verið meiri. Ekki einu sinni 2007.



Fyrsti kaup­mátt­ar­vor­boð­inn var lík­lega heim­koma fæðu­bót­ar­efna­mó­gúls­ins og Kim Jong-il eft­ir­hermunnar Jóns Ótt­ars Ragn­ars­son­ar, sem snéri úr útlegð sinni í Banda­ríkj­unum með vasa fulla af Her­bali­fe-pýramídapen­ingum sem hann er búinn að kepp­ast við að troða í nær­buxna­streng­inn á Birni Inga Hrafns­syni, sem heldur áfram að sanna þá gömlu mön­tru að engin tak­mörk eru fyrir því hversu leið­in­legur maður getur verið ef maður á nóg af pen­ingum til að fjár­magna það.



Guð­jón í Oz er í sinni fjórðu upp­risu, Björgólfur Thor er aftur kom­inn inn á For­bes-list­ann yfir millj­arða­mær­inga sem taka yfir 150 í bekk – meira að segja stór­kap­ít­alist­inn Kári Stef­áns­son er orð­inn bæði alþýðu­hetja og húman­isti sem skipt­ist á að gefa litla mann­inum góð ráð og 800 milljón króna ofurundra­tæki.



Björt Fram­tíð virð­ist ekki vera finna sig í allri þess­ari gleði, en nærri ómæl­an­legt fylgi flokks­ins virð­ist helst koma frá eigin þing­mönnum og nokkrum vinum þeirra. Þegar bent er á að flokk­ur­inn sé mögu­lega í for­ystu­krísu klæðir eilífð­ar­ung­ling­ur­inn Guð­mundur Stein­gríms­son sig í Michelle Pfeif­fer-í-D­an­ger­ous Minds leð­ur­jakk­ann sinn, sest öfugur á stól­inn og seg­ir: „Hey, þurfum við einu sinni ein­hverja „for­menn“ eins og allt full­orðna fólkið sem skilur okkur ekki? Þurfum við að vera eins og allir hin­ir?“ Á sama tíma ræður hann sér bæði nýjan aðstoð­ar­mann og upp­lýs­inga­full­trúa svo að hann geti örugg­lega verið eins og allir hin­ir.



Ástandið er heldur ekki nógu gott hjá aum­ingja Rann­veigu Rist. Litla fjöl­skyldu­fyr­ir­tækið henn­ar, Rio Tinto Alcan, getur varla borgað laun. Ástandið er svo slæmt að for­stýran sá sig knúna til að senda bréf til allra starfs­manna þar sem hún til­kynnti þeim að ef það kæmi til alls­herj­ar­verk­falls þyrfti ein­fald­lega að skella í lás. Þau eru þung písla­skrefin sem þarf að arka í nafni atvinnu­skap­andi góð­gerð­ar­stór­iðju.



Hann virð­ist aðhyll­ast hval­veiða­hag­fræði Krist­jáns Lofts­son­ar: Ef þú ert að tapa pen­ingum á ein­hverju þýðir það lík­lega að þú sért bara ekki að gera nóg af því.



Þrátt fyrir þessar ham­farir og hrap­andi álverð til­kynnir for­sæt­is­ráð­herra þjóð­inni að eina leiðin til að borga fyrir allar þessar gráð­ugu launa­hækk­anir okkar sé að byggja fleiri álver. Hann virð­ist aðhyll­ast hval­veiða­hag­fræði Krist­jáns Lofts­son­ar: Ef þú ert að tapa pen­ingum á ein­hverju þýðir það lík­lega að þú sért bara ekki að gera nóg af því.



Fyrir meðal Milli­stétt­ar-Ís­lend­ing­inn er samt allt upp á við. Ég er fluttur úr kjall­ar­anum í íbúð með glugg­um, gaselda­vél og nudd­baðk­ari. Ég stækk­aði sjón­varpið upp í 55 tommur og kaupi bara líf­rænt hnetu­smjör. Í þetta skiptið ætla ég nefni­lega að vera með. Mjólka þetta góð­æri til síð­asta dropa. Taka lán og kaupa íbúð bara undir Air­bn­b-t­úrista, aðra til að féfletta fátæka náms­menn á leigu­mark­aðn­um. Taka önnur lán með veði í íbúð­unum til að kaupa hluta­bréf í Gamma sem svo kaupir af mér íbúð­irnar á yfir­verði og sparkar náms­mönn­unum út.



Svo eftir nokkur ár, þegar Kári Stef­áns­son verður að byrja sitt annað kjör­tíma­bil sem for­seti, hrynur þetta auð­vitað allt aft­ur. Elliði Vign­is­son, for­sæt­is­ráð­herra, verður löngu búinn að flytja allar rík­is­stofn­anir til Vest­manna­eyja og byggja úr þeim virki þar sem hann situr einn í hásæti úr áli og lunda­beinum og sturl­ast. Eini alvöru tekju­stofn­inn verða skattekjur frá skæl­bros­andi ham­ingju­sömum vænd­is­konum sem hafa komið sér upp aðstöðu niðri við Sunda­höfn þar sem skemmti­ferða­skipin lenda og þær geta þjón­u­stað raðir af alþjóð­leg­um, kyn­ferð­is­lega gjald­þrota eft­ir­launa­þeg­um. Mann­rétt­indi. Eftir stendur næsta kyn­slóð ungs fólks sem náði ekki að eign­ast neitt og þarf að skríða aftur ofan í yfir­prís­aða leigu­kjall­ar­ann þangað til óveðrið gengur yfir.



En ég vor­kenni þeim ekki neitt. Þau verða bara með næst. Við þurfum öll að bíða eftir okkar tíma í sól­inni. Brauð­mola­kenn­ing nýja góð­ær­is­ins er nefni­lega þannig að ef þú stendur nógu lengi í röð úti í rign­ing­unni færðu á end­anum kleinu­hring. En svo syk­ur­sýki. Og svo taka þeir af þér fót­inn. Eða eitt­hvað.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None