Auglýsing

Justin Tru­deau, verð­andi for­sæt­is­ráð­herra Kana­da, er frá­bær­asti maður sem ég hef séð. Ég er búinn að eyða öllum deg­inum í að skoða myndir af hon­um; Justin að keppa í góð­gerð­ar­hnefa­leika­móti til styrktar krabba­meins­rann­sókn­um, Justin að láta tattú­era á sér upp­hand­legg­inn, Justin að stunda jóga í almenn­ings­garði, Justin að taka þátt í gleði­göng­unni. Það er ekki til slæm mynd af mann­in­um. Þessi 43 ára for­maður Frjáls­lynda flokks­ins (engin tengsl) er ekki aðeins eins og end­ur­reisn­ar-marm­ara­stytta úr holdi og blóði með svo frá­bær­lega dökkt og þykkt hár að ég ímynda mér að það væri eins og höggva sig með sveðju í gegnum villtasta hluta Amazon-frum­skóg­ar­ins fengi ég að strjúka fingrum mínum í gegn um það, heldur er hann líka bjartasta von­ar­stjarna ungra frjáls­lyndra krata um heim all­an.

Fyrrum stærð­fræð­i-, frönsku- og leik­list­ar­kenn­ar­inn Tru­deau, sem er sonur eins fræg­asta sjórn­mála­manns Kana­da, kom eins og storm­sveipur inn í kanadísk stjórn­mál með Quebec-hippa­svægi og lof­orði um að bjarga Kanada úr níu ára ein­angr­un­ar­sinn­aðri aft­ur­halds­ánuð Steph­ens Harper. Kanada er nefni­lega dálítið eins og Ísland – land sem hefur alþjóð­lega ímynd frjáls­ræð­is, góð­mennsku, nátt­úru­feg­urðar og víð­sýni en leynir myrk­ari sögu aft­ur­halds og útlend­inga­hræðslu sem teymd hefur verið áfram í áraraðir af sjarma­lausum íhalds­pung sem á tíu pör af sömu jakka­föt­unum og er með hár­greiðslu sem lítur út eins og hún hafi verið klippt með sjón­varps­mark­aðs­ryksugu­hár­klipp­unum eða keypt í Hókus Pók­us.

Vá, ég man ekki einu sinni um hvort landið ég er að tala leng­ur.

Auglýsing

En með Tru­deau tekst Kanada loks­ins að sam­ræma ímynd­ina og raun­veru­leik­ann. Hann er yfir­lýstur femínisti sem hefur lofað að hætta loft­árásum í Írak og Sýr­landi, taka inn marg­falt fleiri flótta­menn en áður var áætl­að, berj­ast fyrir afglæpa­væð­ingu fíkni­efna­neyslu og varð­veislu rétt­inda kvenna yfir eigin lík­ama. Hann er einnig nátt­úru­vernd­ar­sinni sem hefur miklar áhyggjur af hlýnun jarð­ar, vill skatt­leggja hinu rík­ustu og jafna kjör í land­inu.

Menn sem líta svona út og hafa svona skoð­anir hljóta að vera með ein­hverjar hræði­leg­ar, hand­járn­aðar og múl­bundnar beina­grindur í skápnum – en þangað til þær fljóta upp á yfir­borðið sit ég glas­eygður við skrif­borðið mitt í vinn­unni, stari út í tómið og dagdreymi um að ein­hver krata­prins eða -prinsessa komi og bjargi okkur úr þessum fúlu popúlista-­þjóð­ern­is­remb­ings-aft­ur­halds­álögum sem við erum föst í næstu 18 mán­uð­ina í það minnsta.

Svo ranka ég við mér. Ég er ekki á hest­baki á kanadískri hásléttu að láta Kletta­fjalla­loftið gæla við skegg mitt og tign­ar­legar minjar þess höf­uð­hárs sem eitt sinn var, heldur er ég á Íslandi þar sem for­sæt­is­ráð­herr­ann vill helst ein­beita sér að því að særa fram gömul emb­ætti eins og Húsa­smíða­meist­ara rík­is­ins og frið­lýsa 80 ára gamlan hafn­ar­garð sem stóð í rúmt korter því að hann þótti svo mikið drasl. Hann er svo fastur í eigin Indi­ana Jones-L­ARPi að hann fæst ekki til að mæta á þing­fund um afnám sömu verð­trygg­ingar og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn lof­aði að „taka á“ í aðdrag­anda síð­ustu þing­kosn­inga.

Hvernig gengur ann­ars að opna tár­vota sam­kennd­ar­arma íslensku land­helg­innar fyrir öllu því flótta­fólki sem við ætlum að hleypa inn í hlýjan vel­ferð­ar­faðm okk­ar? Í kjöl­farið á enn einni frétt­inni um að hæl­is­leit­endum hafi þvert á móti verið vísað rak­leitt aftur úr landi hafði Unnur Brá Konn­ráðs­dótt­ir, for­maður alls­herj­ar­nefnd­ar, þessi traust­vekj­andi orð að segja:

„Það mun taka tíma að slípa reglu­verkið til, EN það góða við þetta er að stjórn­völd hafa sett af stað þverpóli­tíska þing­manna­nefnd sem er að skila drögum að nýju frum­varpi til ráð­herra um ný útlend­inga­lög þar sem fjallað er um hæl­is­mál­in, meðal ann­ars, og von­andi náum við að afgreiða það stóra mál í gegn um þingið í vet­ur.“

Þverpóli­tísk þing­manna­nefnd! Drög að frum­varpi! Kannski í vet­ur! Þarna erum við að tala um snarpa, skil­virka stjórn­sýslu í skugga alþjóð­legra ham­fara. En það verður allt allt í lagi svo lengi sem við höldum áfram að minn­ast á hvað ástandið er slæmt og að við munum von­andi ein­hvern tím­ann gera okkar besta.

Þannig að það er kannski best að loka bara aftur aug­unum og halda áfram að láta sig dreyma um okkar eigin krata­prins eða -prinsessu sem mun opna landa­mær­in, afnema verð­trygg­ing­una, skatt­leggja millj­óna­mær­ing­ana og brauð­fæða öreig­ana. Opna fang­elsin og hleypa fíkni­sjúk­ling­unum út, loka álver­unum og kljúfa Atlands­hafið eins og Móses sjálfur svo að unga fólkið geti gengið heim frá Nor­egi. Leiða landið úr raun­veru­leik­anum yfir í útópísku ímynd­ina sem allir skítugu júró­hipp­arnir sem koma hingað hafa af okk­ur.

En í stað­inn fyrir prins á hvítum Príus fáum við bara Björg­vin G. – óum­beð­inn og skömmustu­legan – læð­andi sér með­fram veggjum aftur inn á þing með haus­poka sem hann greiddi lík­lega ekki einu sinni fyr­ir.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None