Stöndum frammi fyrir breyttri heimsmynd

Ólöf Nordal
Auglýsing

Árið 2015 líður senn undir lok og eftir stendur minn­ing um sér­stakt ár. Margs konar verk­efni hafa ratað á borð inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins og þau hef ég fengið að takast á við með sam­hentu sam­starfs­fólki. Nú er ár liðið frá því ég tók við emb­ætti inn­an­rík­is­ráð­herra og hefur það bæði ver­ið krefj­andi og ánægju­legt verk­efni.

Það sem stendur upp úr á þessu ári er að það eru meiri háttar breyt­ingar í Evr­ópu og heim­inum öll­um. Við stönd­um frammi fyrir breyttri heims­mynd. Verk­efni mín sem inn­an­rík­is­ráð­herra litast mjög af þessum breyt­ingum og standa mál­efni útlend­inga, í breiðum skiln­ingi þess orðs, því óneit­an­lega upp úr á árinu sem er að líða.

Við sjáum hvernig heim­ur­inn iðar og hvernig álfan okkar hefur tek­ist á við og reynt að leggja sitt af mörkum til að hjálpa þeim sem hafa þurft að yfir­gefa heim­ili sín vegna óskap­legra hörm­unga heima fyr­ir. Við verðum vitni að því sem við vonum auð­vitað að muni ekki verða ör­lög okkar þjóðar en á að færa okkur heim sann­inn um það hversu heim­ur­inn er hverf­ull og hversu fljótt fornar menn­ing­ar­þjóðir fá að kynn­ast hroða­leg­um ­at­burðum sem neyða fjöl­skyld­ur, full­orðna og börn á ver­gang.

Auglýsing

Flótta­manna­straum­ur­inn sem við nú ­sjáum í Evr­ópu er nán­ast for­dæma­laus. Þeir sem hafa langt minni, muna hvern­ig á­standið var í lok síð­ari heim­styrj­ald­ar­inn­ar. Við horfum nú til atburða sem m­inna á það. Eflaust verður langt fram­hald á því og við Íslend­ingar eigum eft­ir að verða í vax­andi mæli varir við þessa atburði – enda erum við hluti af stærri heild, þ.e. álf­unni og heim­inum öll­um.

Mál­efni útlend­inga eru við­mik­il, við­kvæm og oft snú­in. Við höfum mikið reglu­verk og flókið um mál­efni útlend­inga og hefur það allt verið í end­ur­skoð­un. Nú hillir undir að laga­frum­varp verði lag­t ­fyrir Alþingi. Með því er stefnt að marg­vís­legum umbótum í þessum mála­flokki. Það er alltaf við­kvæmt að fjalla um líf ein­stak­linga hvort sem þeir leita hingað eftir atvinnu, betri lífs­kjörum eða blátt áfram til þess að bjarga líf­i sínu og flýja átök og hættur heima fyr­ir.

Í því til­liti öllu þarf að ger­a ­grein­ar­mun á flótta­mönnum og inn­flytj­end­um. Flótta­menn eru þeir sem hafa ver­ið ­neyddir til að flýja heim­ili sín og líf sitt og eiga engra ann­arra kosta völ. Inn­flytj­endur eru þeir sem kjósa að flytj­ast til ann­ars lands, hvort sem það er í leit að betra lífi, til að mennta sig, öðl­ast reynslu á nýjum stað eða hvað­eina ann­að. Mik­il­vægt er að gera grein­ar­mun á þessum hópum enda eru þarf­ir þeirra mjög ólíkar og verk­efni stjórn­valda gagn­vart þeim sömu­leið­is. Það mun ­taka okkur Íslend­inga tíma að ná utan um þessa þræði sem við nú erum með á hendi.

Það sem skiptir máli að missa ekki ­sjónar af er að í þessu fel­ast bæði áskor­anir og tæki­færi. Við þurfum að ver­a raun­sæ, takast á við verk­efnin af festu en við þurfum líka að líta yfir svið­ið og sjá tæki­fær­in, mannauð­inn og það sem er svo sterkt í okkur öllum – vilj­ann til að öðl­ast gott líf – fyrir sig og sína.

Að öðru leyti hafa verk­efn­in ein­kennst af því að efna­hags­lífið er smá saman að rísa úr öldu­dal. Við höf­um ekki enn nægi­lega fjár­muni til að hrinda öllum verk­efnum í fram­kvæmd hvort sem er á sviði þjón­ustu, nýj­unga eða fjár­fest­inga. Við þurfum að for­gangs­raða í þágu þess sem brýn­ast er og skilar okkur mestum fram­för­um. Það höfum við gert og við horfum bjart­sýn fram á veg­inn.

Árið 2015 var margt sér­stakt fyr­ir­ mig per­sónu­lega. Mesta breyt­ingin var sú að taka við emb­ætt­i inn­an­rík­is­ráð­herra. Það var mikil áskorun að takast emb­ættið á hendur og ég ­gerði mér grein fyrir því að það yrði ekki auð­velt. Ég var þá nýlega staðin upp úr erf­iðum veik­ind­um. Eng­inn veit þó hvað fram­tíð­in beri í skauti sér og ég er ævin­lega þakk­lát fyrir það hæfa starfs­fólk sem sinnir heil­brigð­is­kerfi okkar og okkur sem á því þurfum að halda. Við vit­u­m aldrei með vissu hvaða verk­efni lífið færir okk­ur.

Í lok árs höfum við til­hneig­ing­u til að líta til baka og hug­leiða hvernig við höfum tekið á þeim málum sem okk­ur eru fal­in, hvernig við komum fram hvort við annað – heima hjá okk­ur, á milli­ hjóna, hvernig við tölum við og ölum upp börnin okkar og hvað það er sem við viljum inn­ræta hjá þeim.  Og um leið – hvað við viljum rækta með sjálfum okk­ur.

Ég er sátt þegar ég lít til bak­a. Sátt við að hafa fengið að njóta marg­vís­legra per­sónu­legra gæða og sátt við nýja reynslu sem emb­ættið hefur fært mér á mörgum svið­um. Ég hef kynnst nýju ­fólki og nýjum verk­efnum og tek­ist á við póli­tísk verk­efni frá annarri hlið en ég hef áður reynt. Á síð­ari hluta árs­ins ákvað ég svo að gefa kost á mér í emb­ætti vara­for­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Með þessu hef ég snúið af full­u­m ­krafti í stjórn­málin á ný. Eftir að ég tók við emb­ætti inn­an­rík­is­ráð­herra varð ég smá saman sann­færð um að ég gæti haft eitt­hvað til mál­anna að leggja á vett­vangi stjórn­mál­anna, ekki aðeins í emb­ætti ráð­herra heldur einnig sem ­virkur þátt­tak­andi í mínum flokki. Stjórn­málin eru lif­andi og ófyr­ir­sjá­an­leg eins og lífið sjálft. Við vitum ekki hvað kemur næst þótt við þykj­umst reyna að sjá það fyr­ir.

Við göngum nú til móts við jóla­hald og ára­mót. Ég hlakka til nýs árs og nýrra verk­efna, þau munu bera að án þess að við fáum rönd við reist og án þess að við vitum hvað er framund­an. Við tök­um­st á við þau með þeirri reynslu og þekk­ingu sem við búum yfir.

Megi tíma­mótin færa okkur frið og kjark til að takast á við verk­efnin sem okkur eru fal­in.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁrið 2015
None