Hvaða erindi á fjölgyðistrú frá bronsöld við Íslendinga?

Zúistar stálu senunni í trúmálum undir lok árs, þegarþúsundir manns skráðu sig í þetta áður óþekkta trúfélag. Tilgangur þess er að endurgreiða sóknargjöld og fullur aðskilnaður ríkis og allra trúfélaga.

Við hjá Zúistum höfum ítrekað verið spurð hvað það er sem við raun­veru­lega vilj­um. Svarið er ein­falt: Við vilj­u­m ­trú­ar­legt jafn­rétti og raun­veru­legt trú­frelsi. Við viljum lög­gjöf án ­for­rétt­inda handa trú­fé­lögum umfram önnur félög. Við viljum að hið opin­ber­a hafi engin bein afskipti af trú­ar­lífi fólks og að trú­lausir gjaldi ekki ­sér­stak­lega fyrir það að vera trú­laus­ir.

Trú­fé­lög á skrá hins opin­bera eru ein­stök ­meðal félaga að því leyti að ríkið greiðir þeim árlega styrk með hverj­u­m ­fé­lags­manni 16 ára og eldri. Á næsta ári verður þessi styrkur um 10.800 kr. á mann. Trú­fé­lög þurfa því ekki að inn­heimta eigin félags­gjöld.

Í síð­ari hluta nóv­em­ber fórum við Zúistar af ­stað með kynn­ing­ar­her­ferð á Face­book til að vekja athygli á því að fólk get­ur breytt trú­fé­laga­skrán­ingu sinni og að það skiptir máli hvar það er skráð. ­Mark­miðið er að gera fólk með­vit­að­ara um trú­fé­laga­kerfið sem hér er við lýð­i, ó­háð því hvort fólk kýs að ganga í félag Zúista. Í kjöl­farið fékk félagið mikla um­fjöllun í fjöl­miðlum og þús­undir ein­stak­linga gengu í það. Árangur okk­ar staf­aði meðal ann­ars af því að við buðum upp á kost fyrir þá sem engan kost höfðu. Við lof­uðum að bæta líf fólks í þessu lífi, sem er nokkuð sér­stakt með­al­ ­trú­fé­laga, með því að ráð­stafa sókn­ar­gjöld­unum aftur til fólks­ins. Fjöld­i þeirra sem skráðu sig gefur til kynna að mál­stað­ur­inn eigi sér góðan hljóm­grunn ­meðal Íslend­inga. Áhug­inn á fram­tak­inu fór fram úr okkar björt­ustu von­um. Fjallað hefur verið um Zúista og íslenska trú­fé­laga­kerfið í tugum fjöl­miðla um allan heim. Einnig höfum við fengið fjöl­margar fyr­ir­spurnir frá ein­stak­lingum á al­þjóða­vísu um hvernig þeir geti stutt við mál­stað­inn. Leitum við nú leiða til­ að verða við þeim ósk­um.

Núver­andi lög­gjöf um trú- og líf­skoð­un­ar­fé­lög er órétt­lát. Hún mis­munar trú­lausum og hún mis­munar trú­fé­lögum öðrum en ­rík­is­trú­fé­lag­inu. Hún felur í sér þá afstöðu rík­is­ins að göf­ugra sé að ver­a ­trúuð mann­eskja en trú­laus. Ef þú ert í trú­fé­lagi þá borgar ríkið með þér­, ­jafn­vel þótt þú borgir ekk­ert til rík­is­ins. Kjósir þú hins vegar að standa utan­ ­trú­fé­laga þá greiðir þú hlut­falls­lega meira fyrir grunn­þjón­ustu, því eng­inn kemst hjá þátt­töku í þessu kerfi. Þar að auki taka þeir tug­þús­undir Íslend­inga ­sem játa aðra trú, eða enga trú, þátt í að borga fram­lög rík­is­ins til­ ­þjóð­kirkj­unn­ar. Órétt­læti af þessu tagi er afleið­ing þess að eitt trú­fé­lag er ­jafn­ara en önn­ur. Hvað ef allir Íslend­ingar væru skyld­aðir til að borga kodda­gjald til Tann­álfs­ins vegna þess að trú­ar­leg stofnun um hann væri ­stjórn­ar­skrár­var­in? Íslend­ingar utan þjóð­kirkj­unnar eru settir í þær aðstæð­ur.

Núverandi löggjöf um trú- og lífskoðunarfélög er óréttlát. Hún mismunar trúlausum og hún mismunar trúfélögum öðrum en ríkistrúfélaginu. Hún felur í sér þá afstöðu ríkisins að göfugra sé að vera trúuð manneskja en trúlaus.

Á vef­síðu Zúista, zuist­ar.is, er að finna ít­ar­lega umfjöllum um áherslu­at­riði okkar en við látum þó fylgja með nokkur af okkar helstu bar­áttu­mál­um:

  • Það er órétt­látt að trú- og lífs­skoð­un­ar­fé­lög fái styrki frá rík­inu sem félögum af öðru tagi stendur ekki til boða. Af hverju getur fólk ekki ánafnað rík­is­styrk sínum til íþrótta- og æsku­lýðs­fé­laga með sama hætti? Eða björg­un­ar­sveita? Þá er óboð­legt að þeir skatt­greið­endur sem kjósa að standa utan trú­fé­laga borgi þar af leið­andi hlut­falls­lega meira fyrir grunn­þjón­ustu.
  • Það er óeðli­legt og jafn­vel hættu­legt að rík­ið krefji fólk um að gefa upp trú­ar­skoð­anir sín­ar. Að mati Zúista er þetta álíka galið og ef ríkið ræki gagna­grunn um kyn­hneigð fólks eða stjórn­mála­skoð­an­ir. Trú er mjög per­sónu­leg í eðli sínu og hver og einn ætti að fá að iðka sína trú án afskipta yfir­valda.
  • Á Íslandi býr fjöl­breyttur hópur fólks af ólík­um trú­ar­leg­um- og menn­ing­ar­legum upp­runa. Hér eru fleiri en 40 skráð trú- og lífs­skoð­un­ar­fé­lög, til að virða jafn­ræð­is­regl­una og trú­frelsi getur rík­ið ekki hyglt einu trú­fé­lagi og þar með lagt þyngri byrði á trú­lausa. Ef jafn­rétti trú­fé­laga á að nást er óum­flýj­an­legt að breyta öllum lögum og stjórn­ar­skrár­á­kvæðum sem veita sumum félögum afslátt á For­rétt­inda­barn­um.

En hvernig haga Zúistar þá trú­ar­iðkun sinn­i? ­Sem dæmi má nefna sól­stöðu­há­tíð Zúista, en hún fer fram með svip­uðum hætti og ­sam­bæri­legar hátíðir ann­arra Íslend­inga. Við hefjum hátíð­ina í sept­em­ber með­ því að blóta IKEA í sand og ösku fyrir að leyfa okkur ekki að syrgja sum­ar­ið al­menni­lega áður en skrúfað er frá jóla­aug­lýs­inga­kran­an­um. Í nóv­em­ber er svo ­fár­ast yfir jóla­lögum og alltof snemm­búnum skreyt­ingum á Lauga­veg­in­um. Þeg­ar nær dregur jólum mild­umst við þó aðeins og í des­em­ber hellist hátíð­ar­and­inn ­yfir okkur þegar við til­biðjum skurð­goð á borð við neyslu­sam­fé­lag­ið, jóla­sveina (þessa rauðu sem drekka bara kóka­kóla), og konfekt. Á aðfanga­dag opnum við gjafir sem eru faldar undir sýn­is­horni úr barr­skóga­belt­inu, rétt eins og Jesús ­gerði forð­um. Við hlustum einnig mikið á ítölsk júró­visjón­lög sem eru sungin á ís­lensku af BÓ. Fyrst og fremst njótum við þó kyrrð­ar­innar á milli kaupæðanna og reynum að vera með fjöl­skyld­unni, eins og flestir gerðu áður en þeir skráðu ­sig í Zuism.

Að lokum má geta þess að eng­inn kostn­aður fellur á félags­menn fyrir utan umsýslu­kostnað við end­ur­greiðslu. Til að tryggja að stjórnin hafi engan aðgang að fjár­mun­um ­fé­lags­ins mun lög­giltur end­ur­skoð­andi einn fara með pró­kúru félags­ins. End­ur­skoð­and­inn greiðir rík­is­styrki beint til félags­manna og góð­gerð­ar­fé­laga án milli­göng­u ­stjórnar félags­ins. Í lögum Zúista er ákvæði um að félagið skuli lagt nið­ur­ þegar mark­miðum þess hefur verið náð. Þangað til munum við halda ótrauð áfram og von­andi vekja frek­ari athygli á þeirri tíma­skekkju sem núver­and­i ­trú­fé­laga­kerfi er.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira úr sama flokkiÁrið 2015