Trúverðug áætlun skilar árangri

Sigurður Hannesson fjallar um áætlun stjórnvalda um losun fjármagnshafta.

Þeg­ar  áætlun um losun fjár­magns­hafta var kynnt hinn 8. júní 2015 vorum við sem að henni stóðum sann­færð um að áætl­unin myndi ganga eftir og höft yrðu los­uð. Orð og efndir færu sam­an. Var því ánægju­legt að finna góðan stuðn­ing við áætl­un­ina strax að kynn­ingu lok­inni. Næstu daga átti fram­kvæmda­hópur um losun fjár­magns­hafta, sem grein­ar­höf­undur átti sæti í, fjöl­marga fundi til að útskýra betur hina marg­vís­legu þætti og fjöl­mörg smá­at­riði sem afnáms­á­ætl­unin snerti, enda málið umfangs­mik­ið. Margir við­mæl­enda voru þá þegar búnir að lesa kynn­ing­una, frétta­til­kynn­ingar sem mál­inu tengd­ust og ein­hverjir búnir að reikna út áhrif til­lagna kröfu­hafa. Allt var þetta byggt á gögnum [til­vís­un] sem höfðu verið gerð opin­ber eins fljótt og auðið var enda rík áhersla lögð á gagn­sæi í þess­ari vinnu eftir því sem aðstæður leyfðu. Þá voru upp­lýs­ingar um efna­hag slita­bú­anna opin­berar m.a. á vef­síðum þeirra og í ýmsum ritum Seðla­banka Íslands.

Eftir sjö mögur ár hefur rofað til. Trú­verðug áætlun um losun fjár­magns­hafta hefur áhrif á vænt­ing­ar, sem á einum degi breytt­ust og fólk varð bjart­sýnna á fram­tíð hag­kerf­is­ins. 

Þró­unin síðan áætl­unin var kynnt í júní hefur farið fram úr björt­ustu von­um.

  • Öll alþjóð­legu mats­fyr­ir­tækin hækk­uðu láns­hæf­is­mat Íslands um einn flokk og allt útlit fyrir frek­ari hækk­anir á næsta ári,
  • erlend fjár­fest­ing hefur auk­ist veru­lega,
  • Seðla­bank­inn hefur keypt um 180 millj­arða af gjald­eyri frá því áætl­unin var kynnt sem er álíka mikið og hann keypti sam­tals árin 2010-2014. Gjald­eyr­is­forð­inn hefur því eflst til mik­illa muna og mun gera það enn frekar m.a. um 41 millj­arða vegna áætl­un­ar­inn­ar,
  • krónan hefur styrkst um 6% (þegar þetta er rit­að) þrátt fyrir umfangs­mikil gjald­eyr­is­kaup Seðla­bank­ans,
  • skuldir rík­is­sjóðs munu lækka umtals­vert á næstu árum,
  • líf­eyr­is­sjóðir hafa fengið að kaupa gjald­eyri fyrir 10 millj­arða til að fjár­festa erlend­is,
  • vænt­inga­vísi­talan hefur ekki verið hærri í 8 ár.

Vert er að hafa í huga að áætl­unin er eitt en fram­kvæmd hennar ann­að. Þrátt fyrir góða nið­ur­stöðu sem við getum öll fagnað er rétt að fram komi að hún var langt í frá sjálf­sögð frá upp­hafi – eins og rakið verður hér á eft­ir.

Þótt áætl­un­inni hafi verið vel tek­ið, bæði af almenn­ingi og mark­aðn­um, hefur borið á gagn­rýni til­tek­inna hópa á útfærslu henn­ar; þ.e. hvernig stöð­ug­leika­skil­yrði eru upp­fyllt. Grein­ar­höf­undur hefur þó ekki orðið var við gagn­rýni sem felur í sér ábend­ingar um það hvernig standa hefði átt öðru­vísi að mál­um, þrátt fyrir að allar upp­lýs­ingar hafi verið gerðar öllum opin­berar um leið og þær lágu end­an­lega fyr­ir. Hinn 28. októ­ber 2015 var útfærslan varð­andi gömlu bank­ana kynnt og ítar­lega farið yfir áhrif henn­ar.

Rétt er að halda því til haga að áætl­unin í heild sinni var kynnt 8. júní 2015. Þar var ítar­lega fjallað um hinn þrí­skipta vanda, sem stafar af slita­bú­um, aflandskrónum og mögu­legu útflæði fjár­muna almenn­ings, ekki síst líf­eyr­is­sjóða. Þar var hin þrí­skipta lausn einnig kynnt til sög­unn­ar.

  1. Stöð­ug­leika­skil­yrði og 39% stöð­ug­leika­skattur sem beindust að gömlu bönk­un­um.
  2. Útboð og breytt umgjörð um læsta reikn­inga sem bein­ist að aflandskrónum og lausn með val­kvæðu upp­boði.
  3. Losun hafta á almenn­ing sem er háð því hvernig til tekst með fyrri aðgerð­irnar tvær.

Það hvernig til hefur tek­ist með slita­búin vekur bjart­sýni um losun hafta á almenn­ing. For­senda fyrir henni er að umgjörð læstra reikn­inga verði breytt og að aflandskrón­u­út­boð heppn­ist vel. Með því gæti losun hafta gengið mjög greið­lega fyrir sig og jafn­vel farið fram í einu skrefi.

Aðferða­fræði og mark­mið

Mark­mið vinnu fram­kvæmda­hóps­ins var að losa fjár­magns­höft án þess að raska efna­hags­legum stöð­ug­leika og að útkoman væri í sam­ræmi við alþjóð­legar skuld­bind­ingar lands­ins. Kröfu­höfum voru boðnir val­kostir og réttir hvatar skap­aðir svo að þeir ákveddu sjálfir hvað þeir vildu gera. Nálg­un­inni hefur gjarnan verið líkt við gul­rót og kylfu. Gul­rótin felst í val­kost­unum sem standa til boða en kylfan tekur við verði gul­rótin ekki fyrir val­inu. Valið er eftir sem áður ann­arra.

Slita­bú­in, stöð­ug­leika­skil­yrði og stöð­ug­leika­skattur

Meg­in­vanda­málið við þrotabú föllnu bank­anna var að þau áttu umtals­verðar eignir hér á landi, bæði í erlendri mynt og íslenskum krónum en meg­in­þorri kröfu­hafa er erlend­ur. Upp­gjör búanna hefði því að öllu óbreyttu veikt gengi krónu með til­heyr­andi nei­kvæðum áhrifum á lífs­kjör almenn­ings. Lausnin fólst í því að inn­lendu eign­irnar yrðu eftir á Ísland­i. 

Um margra ára skeið höfðu full­trúar þrota­búa föllnu bank­anna kallað eftir stefnu stjórn­valda um það hvernig hægt væri að ljúka skulda­skilum bank­anna þannig að kröfu­hafar gætu flutt sitt fé úr landi. Upp­lýs­inga­fundir hófust í des­em­ber 2014 eins og greint var frá á sínum tíma. Á vor­mán­uðum þessa árs var kröfu­höfum kynnt sýn stjórn­valda um stöð­ug­leika­skil­yrði og fyr­ir­ætl­anir um 39% stöð­ug­leika­skatt. Í júní voru almenn­ingi kynntar opin­ber­lega fram­an­greindar áætl­an­ir. Kröfu­haf­ar, sem sátu í rút­unni gátu þannig valið hvort þeir færu út á fyrstu stoppi­stöð eða síð­ust­u. 

Losun hafta á almenning og fyrirtæki gæti gerst hratt. Málið fær þinglega meðferð þar sem það snertir lög um gjaldeyrismál. Verður því fróðlegt að sjá hvort frumvarp nær inn á vorþing eða hvort það bíði haustsins.

Fram­lag slita­bú­anna til stöð­ug­leika sner­ist ekki ein­ungis um til­færslu eigna til stjórn­valda. Fram­lagið temprar útflæði inn­lends gjald­eyris og eyðir þannig nei­kvæðum áhrifum á gjald­eyr­is­markað og fjár­mála­stöð­ug­leika sem af útgreiðslum til kröfu­hafa hefði ann­ars hlot­ist. Mark­mið áætl­un­ar­innar var að losa fjár­magns­höft en ekki að afla rík­is­sjóði tekna. Fram­lag slita­bú­anna felst ekki síður í því að fjár­magna fjár­mála­kerfið til langs tíma í erlendri mynt auk þess sem stjórn­völd fá til baka fjár­muni í erlendum gjald­eyri sem þau lögðu nýju bönk­unum til.

Það vill gjarnan gleym­ast að ítar­lega var fjallað um stöð­ug­leika­skil­yrðin í kynn­ing­unni 8. júní sl. Orðið „stöð­ug­leika­skatt­ur“ kemur þar fram á 25 glærum en „stöð­ug­leika­skil­yrði“ kemur fyrir á 22 glær­um. Í kynn­ing­unni er útskýrt í hverju þessi skil­yrði fel­ast. Slíkt var einnig gert í frétta­til­kynn­ingu Seðla­bank­ans sem birt­ist sama dag.

Lyk­il­at­riði við að klára málið gagn­vart slita­bú­unum var að móta stöð­ug­leika­skil­yrði og leiða stöð­ug­leika­skatt í lög. Ann­ars hefði ekk­ert breyst og málið væri enn í járn­um. Greiðslu­jafn­að­ar­grein­ingar voru ágætt verk­færi en voru víðs­fjarri því að hafa úrslita­á­hrif.

Aflandskrónur - breytt umgjörð um læsta reikn­inga og útboð

Aflandskrón­ur, eða „snjó­hengju“, kann­ast margir við í almennri umræðu. Frá 2008 hefur þetta verið sér­stakur eigna­flokkur á læstum reikn­ingum (e. blocked accounts) sem ekki lýtur sömu lög­málum og venju­legar krónur og eru fyrir vikið tals­vert ódýr­ari en aðrar krón­ur.

Lausnin vegna aflandskróna felst ann­ars vegar í breyttri umgjörð um læstra reikn­inga  og hins vegar í útboði þar sem þrír val­kostir standa aflandskrónu­eig­endum til boða. Læstir reikn­ingar hafa verið grunn­stoð fjár­magns­haft­anna á Íslandi allt frá árinu 2008 og eru vel þekkt fyr­ir­bæri í löndum sem glímt hafa við greiðslu­jafn­að­ar­vanda á síð­ustu ára­tug­um. Hafa verður í huga að hug­takið nær til verð­bréfa­reikn­inga jafnt sem banka­reikn­inga. Fjár­magn á læstum reikn­ingum má aðeins nota til að kaupa til­tekin verð­bréf eða geyma á banka­reikn­ing­i. 

Þeir aflandskrónu­eig­endur sem ekki taka þátt í útboð­inu eða eru með óhag­stæð til­boð geta haldið sínum fjár­fest­ingum í rík­is­skulda­bréfum en þegar þau koma á gjald­daga greið­ist höf­uð­stóls­greiðslan inn á sömu læstu banka­reikn­ing­ana en nú með engum vöxtum og hugs­an­lega nei­kvæð­um. Lyk­il­at­riðið er að boðið er upp á val­kosti og eng­inn er þving­aður til þess að selja eignir og því síður eru eignir teknar af kröfu­höf­um. Þá er öllum ljóst að efndir á skulda­bréfum íslenska rík­is­ins geta átt sér stað með greiðslu inn á læsta reikn­inga.

Hér er gul­rótin útboðið en kylfan er breytt umgjörð um læsta reikn­inga og kemur Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn að þeirri vinnu með Seðla­bank­an­um. Dr. Paul Klemper­er, pró­fessor í hag­fræði við Oxfor­d-há­skóla, hefur ráð­lagt stjórn­völdum við hönnun og útfærslu útboðs­ins í sam­starfi við hag­rann­sókna­fyr­ir­tækið Dot.Econ eftir þeirri for­skrift sem þróuð var. Fram­kvæmda­hóp­ur­inn fékk Dr. Klemperer að verk­efn­inu í febr­úar 2015 en Dot.Econ kom fyrst að því í apríl 2015. Í byrjun apríl 2015 óskaði Seðla­bank­inn eftir því að taka yfir þetta verk­efni og hefur unnið að því síð­an, enda eru þar á bæ sér­fræð­ingar í útboð­um. Í við­tali við DV 16. des­em­ber sl. sagði seðla­banka­stjóri að útboðið færi að öllum lík­indum fram á fyrsta árs­fjórð­ungi 2016 en í kynn­ing­unni 8. júní sl. hafði verið talað um októ­ber eða haustið 2015.

Almenn­ingur og fyr­ir­tæki - líf­eyr­is­sjóðir fjár­festa erlendis

Varð­andi fólkið í land­inu þá hafa líf­eyr­is­sjóðir nú þegar fengið að kaupa gjald­eyri fyrir 10 millj­arða á þessu ári til þess að fjár­festa erlend­is. Búast má við frek­ari aðgerðum fyrir almenn­ing að aflandskrón­u­út­boði loknu.

Losun hafta á almenn­ing og fyr­ir­tæki gæti gerst hratt. Málið fær þing­lega með­ferð þar sem það snertir lög um gjald­eyr­is­mál. Verður því fróð­legt að sjá hvort frum­varp nær inn á vor­þing eða hvort það bíði hausts­ins.

Í þessum fasa verk­efn­is­ins munu greiðslu­jafn­að­ar­grein­ingar koma að góðum notum umfram aðra hluta verk­efn­is­ins.

Í Hannesarholti við Grundarstíg þar sem áætlunin var kynnt.
Mynd: Birgir Þór

Vendi­punktar í mál­inu frá 2009

Þrátt fyrir góðar við­tökur fer því fjarri að nið­ur­staðan hafi verið sjálf­gef­in. Að baki þessum árangri liggur gríð­ar­mikið starf sem rekja má aftur til árs­ins 2009. Með tím­anum varð til skiln­ingur á stöð­unni.

Yfir­lit yfir helstu vendi­punkta í mál­inu.

  • Grein­ing­ar­vinna innan Seðla­bank­ans á árunum 2011-2012 sem leiddi til þess að gömlu bank­arnir voru færðir undir höft 12. mars 2012. Í fyrri áætl­unum um losun fjár­magns­hafta frá 2009 og 2011 var ekk­ert minnst á þrotabú hinna föllnu banka. Er það góð áminn­ing um það hve langan tíma tók að greina stöð­una og hversu mik­il­væg grein­ing­ar­vinna Seðla­bank­ans var sem leiddi til þess að búin voru færð undir höft.
  • Minn­is­blað (gjarnan kennt við Júpíter en skráðir höf­undar voru Hjalti Bald­urs­son, Styrmir Guð­munds­son auk grein­ar­höf­und­ar) sem skrifað var haustið 2012 og fjall­aði um erlenda stöðu og greiðslu­jafn­að­ar­á­hrif gömlu bank­anna. Því var fylgt eftir með fundum með hátt í 100 manns auk þess sem fjallað var um málið opin­ber­lega. Þetta setti fyr­ir­hug­aða nauða­samn­inga Glitnis og Kaup­þings sem Seðla­bank­inn hafði til umfjöll­unar á þeim tíma í upp­nám. Grein­ing­ar­vinna hófst árið 2009 og komu fjöl­margir ein­stak­lingar að henni.
  • Undir lok síð­asta kjör­tíma­bils náð­ist póli­tísk sam­staða í mál­inu sem m.a. má sjá í bréfum nefndar með full­trúum þing­flokka um afnám gjald­eyr­is­hafta dags. 20. des­em­ber 2012 og 9. apríl 2013.
  • Ummæli for­sæt­is­ráð­herra og fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra þess efnis að stjórn­völd hyggð­ust nýta sér full­veldi lands­ins til að verja lífs­kjör almenn­ings og sam­staða rík­is­stjórn­ar­flokk­anna í mál­inu voru grund­völlur að góðri nið­ur­stöðu.
  • Haustið 2013 var Bene­dikt Gísla­son ráð­inn til að vinna við hafta­af­nám á vegum fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins. Bene­dikt starf­aði auk nafna síns Árna­sonar með hópi inn­lendra ráð­gjafa skip­uðum af stjórn­völdum við hug­mynda­vinnu. Hóp­ur­inn skil­aði af sér vorið 2014.
  • Byggt á vinnu ráð­gjafa­hóps­ins var settur á fót sér­stakur fram­kvæmda­hópur um losun fjár­magns­hafta. Sum­arið 2014 var Glenn V. Kim skip­aður for­maður fram­kvæmda­hóps­ins og Bene­dikt Gísla­son var auk þess í hópn­um. Lög­menn­irnir Lee C. Buchheit og Mihalis Gous­gounis frá Cle­ary Gott­lieb Steen & Hamilton LLP og hag­fræð­ing­ur­inn Anne O. Kru­eger voru auk þeirra ráð­gjafar hóps­ins og stjórn­valda.
  • Í upp­hafi árs 2015 fékk fram­kvæmda­hóp­ur­inn end­ur­nýjað umboð og við bætt­ust full­trúar Seðla­bank­ans, þau Ingi­björg Guð­bjarts­dóttir og Jón Þ. Sig­ur­geirs­son auk þess sem  Ásgeir Helgi Reyk­fjörð Gylfa­son kom inn í hóp­inn. Grein­ar­höf­undur kom á sama tíma inn í hóp­inn og varð annar vara­for­maður hans. Lilja D. Alfreðs­dóttir verk­efna­stjóri í for­sæt­is­ráðu­neyt­inu starf­aði einnig náið með hópn­um. Innan hóps­ins ríkti traust og enn­fremur var afar góð sam­vinna á milli fram­kvæmda­hóps­ins og Seðla­bank­ans, fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins og for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins. Skipan fram­kvæmda­hóps­ins og vinna hans var lyk­il­for­senda þess að áætlun um losun hafta leit dags­ins ljós á árinu 2015.
  • Vinnufundur í febr­úar 2015 þar sem fram­kvæmda­hóp­ur­inn kynnti grein­ingu sína á stöð­unni, nið­ur­stöður hug­mynda­vinnu og til­lögur að aðferða­fræði. Meg­in­línur lágu með því fyr­ir. Frá og með þeim fundi voru allir hlut­að­eig­andi sam­mála um nálg­un.
  • Mánu­dag­ur­inn 8. júní 2015 þar sem áætl­unin var kynnt og kröfu­hafar Kaup­þings, LBI og Glitnis stað­festu vilja sinn til að ganga að stöð­ug­leika­skil­yrðum stjórn­valda frekar en að greiða stöð­ug­leika­skatt. Sér­stök athygli er vakin á því að bréf kröfu­hafa Glitnis barst eftir kynn­ing­ar­fund­inn.
  • End­an­legar til­lögur kröfu­hafa lágu fyrir 28. októ­ber 2015 og voru kynntar opin­ber­lega sama dag.
  • Glitnir lauk nauða­samn­ingi 15. des­em­ber 2015 og greiddi fyrstu greiðslu til kröfu­hafa 17. des­em­ber 2015. Gera má ráð fyrir að dóm­stólar stað­festi nauða­samn­inga ann­arra slita­búa á næstu vik­um.

Lausnin er klæð­skera­saumuð að vand­anum – fram­lög til stjórn­valda afar umfangs­mikil

Gert er ráð fyrir að ráð­staf­anir slita­bú­anna til þess að upp­fylla stöð­ug­leika­skil­yrðin nemi um 850 millj­örð­um. Þar af nema greiðslur til stjórn­valda 5-600 millj­örð­um. Þá verða aðrir að leggja mat á virði þess að íslenska banka­kerfið eign­ist loks greiðan aðgang að mark­aðs­fjár­mögnun á erlendri grundu á mark­aðs­kjör­um.

Fram­lagið er ekki ein tala þar sem það er að stórum hluta til í formi eigna. Tím­inn og úrvinnsla þess­ara eigna verður að leiða í ljós hvert end­an­legt virði þeirra verð­ur. Aðal­at­riði máls­ins er þó það að vand­inn er leyst­ur. Reyn­ist eign­irnar verð­meiri en talið var, var vand­inn umfangs­meiri en talið var. Reyn­ist eign­irnar verð­minni þá var vand­inn minni.

Hjálp­ar­dekkin tekin af fjár­mála­kerf­inu

Stjórn­völd lögðu nýju bönk­unum til fjár­muni árið 2009, bæði í formi hluta­fjár og skulda­bréfa. Stöð­ug­leika­skil­yrðin leiða til þess að stjórn­völd fá greidda til baka fjár­muni í erlendri mynt frá Arion banka og Íslands­banka. Þar með eykst gjald­eyr­is­forði þjóð­ar­innar um 74 millj­arða.

Slita­búin fjár­magna bank­ana til langs tíma. Slíkt hefur engin áhrif á gengi krónu enda eru eign­irnar varð­ar. Loks­ins hafa bank­arnir því öðl­ast aðgang að erlendri lang­tíma­fjár­mögnun sem gefur þeim betra rými, sam­hliða betra láns­hæfi til þess að byggja upp mark­aðs­að­gang. Slíkt hefur verið talin for­senda fyrir losun hafta í öllum áætl­unum sem settar hafa verið fram.

Fram­an­greint leiðir m.a. til þess að inn­lend fyr­ir­tæki geta fjár­magnað sig í erlendri mynt og þar með dregur úr geng­is­á­hættu í atvinnu­líf­inu. Sam­hliða upp­gangi ferða­þjón­ust­unnar eru fjöl­mörg fyr­ir­tæki með tekjur í erlendum gjald­eyri en á sama  tíma skuldir og kostnað í krón­um. Styrk­ist krónan veikir það eðli máls­ins sam­kvæmt stöðu fyr­ir­tækj­anna nema þau hafi aðgang að erlendri fjár­mögnun eða a.m.k. áhættu­vörn­um.

Myndin skýrist

Nú lítur allt út fyrir að gömlu bank­arnir klári sín mál öðru hvoru megin við ára­mót. Dóm­stólar leggja nú mat á nauð­samn­ings­frum­vörp sem kröfu­hafar hafa sam­þykkt og til stóð að Glitnir greiddi fyrstu greiðslu til kröfu­hafa 17. des­em­ber 2015. Myndin er tekin að skýr­ast og áætlun stjórn­valda um losun hafta raun­ger­ist. Orð og efndir fara sam­an. Ljóst er þó að óstöð­ug­leiki getur skap­ast vegna aflandskróna og þess vegna verður að taka á þeim vanda áður en lengra er hald­ið.

Það er ekki ein­ungis afrek hversu langt hefur verið náð á einu ári heldur er það for­senda fyrir frek­ari skrefum sem verður að taka svo losun hafta verði að veru­leika. Von­andi verður það árið 2016.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira úr sama flokkiÁrið 2015