Stóru málin leysa sig ekki sjálf

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, skrifar um þær áskoranir og tækifæri sem framundan eru í íslensku efnahagslífi.

Auglýsing

Það hefur verið lyg­inni lík­ast að fylgj­ast með end­ur­reisn og upp­gangi íslensk efna­hags­lífs á und­an­förnum árum. Okkur hefur í sam­ein­ingu tek­ist að vinna okkur hratt upp úr djúpri lægð árin eftir hrun, eitt­hvað sem fáir sáu fyrir að myndi takast á jafn­skömmum tíma. Að sama skapi hefur við­var­andi efna­hags­upp­gangur síð­ustu ára gert það að verkum að efna­hagur lands­manna hefur aldrei verið traust­ari. Kaup­máttur launa hefur aldrei verið meiri, hrein eign erlendis er í fyrsta sinn jákvæð, atvinnu­leysi hverf­andi og þrátt fyrir sterka krónu og mik­inn kaup­mátt er enn afgangur af við­skiptum okkar við útlönd. Þessu ber að halda til haga í árs­lok.

Rík­is­sjóður hefur ekki farið var­hluta af þessum upp­gangi. Frá árinu 2009 hafa tekjur rík­is­sjóðs á hvern Íslend­ing vaxið um 43% að raun­virði. Er það útgjalda­vöxtur upp á meira en 2,5 millj­ónir króna á hverja fjög­urra manna fjöl­skyldu. Þessi tekju­auki rík­is­sjóðs hefur þó að mjög tak­mörk­uðu leyti gengið upp í þær skuldir sem rík­is­sjóður safn­aði árin á und­an. Þess í stað hafa útgjöld rík­is­sjóðs vaxið svo hratt að hverf­andi afgangur hefur verið af rekstri rík­is­sjóðs. Á næsta ári er gert ráð fyrir mestu frum­tekjum sög­unnar en ein­ungis 25 ma.kr. afgangi. Skuldir rík­is­sjóðs verða áfram meiri en þær voru á haust­mán­uðum 2008. 

Þrátt fyrir góða stöðu íslenska hag­kerf­is­ins er því full ástæða til að hafa áhyggjur af stöðu rík­is­sjóðs. Það liggur í hlut­ar­ins eðli að útgjöld eru treg­breyt­an­legri en tekj­ur. Lítið má út því út af bregða á tekju­hlið­inni til þess að skulda­söfnun hefj­ist á ný. Ekki er val­mögu­leiki að hækka skatta frekar en skatta­hækk­anir eft­ir­hrunsár­anna standa flestar óhreyfðar og er skatt­heimta hins opin­bera á Íslandi ein sú mesta með­al OECD ríkja. Það eru því von­brigði að sjá að í fjár­laga­frum­varpi fyrir 2018 er gert ráð fyrir áfram­hald­andi útgjalda­aukn­ingu og frek­ari skatta­hækk­un­um. Hag­sveiflu­leið­réttur afgangur dregst saman og munu rík­is­fjár­málin auka þenslu fjórða árið í röð. 

Auglýsing

Sveita­stjórn­ar­kosn­ingar

Kosn­ingar til sveita­stjórna eru fyrir dyrum á kom­andi ári. Líkt og með rík­is­fjár­málin þá er mik­il­vægt efna­hags­legum stöð­ug­leika að sleg­inn verði ábyrgur tónn í aðdrag­anda kosn­inga. Sveita­stjórn­ar­stigið hefur um langa hríð átt í miklum fjár­hags­legum erf­ið­leik­um. Eru von­brigði að sjá að mörg sveit­ar­fé­lög hafa ekki náð að rétt almenni­lega úr kútnum í þess­ari lengstu upp­sveiflu Íslands­sög­unn­ar. Það er sér­stakt áhyggju­efni að stærsta sveit­ar­fé­lag­ið, Reykja­vík, hugi á stór­tækar lán­tökur á kom­andi ári. Við erum nú lík­lega að toppa núver­andi upp­sveiflu og er því ekki boð­legt að stærsta sveit­ar­fé­lagið geti ekki fjár­magnað sig án þess að auka skuldir nú þegar tekju­stofnar eru þand­ir. Auk þess að velta kostn­aði á kyn­slóðir fram­tíðar þá er skuld­sett útgjalda­aukn­ing hins opin­bera síst til þess fallin að halda aftur af þenslu og tryggja hér stöð­ug­leika.

Áskor­anir á vinnu­mark­aði

Kjara­samn­ingar næstu miss­era munu hafa afger­andi áhrif á efna­hags­lega umgjörð atvinnu­lífs og heim­ila. Nið­ur­stöður þeirra munu ákvarða hvort hér á landi verður stöð­ug­leiki eða ekki. Það er á­byrgð­ar­hlut­i ­sem atvinnu­rek­end­ur, hið opin­bera og við­semj­endur þeirra standa frammi fyr­ir. 

Launa­hækk­anir umfram getu efna­hags­lífs­ins valda verð­bólgu. Frek­ari skerð­ing en þegar er orðin á sam­keppn­is­stöðu atvinnu­lífs­ins, vegna mik­illar hækk­unar launa­kostn­aðar und­an­farin ár og styrk­ingar krón­unn­ar, er ekki sjálf­bær, stuðlar að við­skipta­halla og erlendri skulda­söfn­un. Það gerð­ist síð­ast á upp­gangs­ár­unum 2004-2007 og hefur ítrekað gerst á árum áður. Ójafn­vægið leið­rétt­ist ávallt með geng­is­falli krón­unn­ar, verð­bólgu og rýrnun lífs­kjara. Þessi leið er full­reynd og finna má mýmörg dæmi um hana í hag­sögu Íslands.

Und­ir­staða lífs­kjara fólks er góð sam­keppn­is­staða útflutn­ings­greina og upp­bygg­ing kaup­máttar launa þar sem saman fer jafn­vægi inn­an­lands og í við­skiptum við útlönd. Þannig má forð­ast efna­hags­skelli for­tíð­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit