Auglýsing

Það eru 606 ein­stak­lingar í fram­boði í Reykja­vík. 304 konur og 302 karl­ar. Það eru tvö­falt fleiri en fyrir fjórum árum þegar síð­ast var kost­ið. 3432 með­mæl­endur þarf með þessum sextán fram­boðs­list­um. Við­líka fjöldi hefur ekki sést í heila öld - frá árinu 1918 þegar 18 ein­stak­lingar buðu sig fram í per­sónu­kjöri í borg­inni. Fram­boðin voru fleiri en ein­stak­ling­arnir miklum mun færri.

Í Kópa­vogi bjóða fram níu flokk­ar, átta í Hafn­ar­firði og jafn margir í Reykja­nesbæ og Mos­fells­bæ. Sjö flokkar bjóða fram á Akur­eyri. Þar búa tæp­lega 19 þús­und. Í Árborg bjóða sex flokkar fram.

Lýð­ræðið í fram­kvæmd

Á sama tíma og það virkar ein­hvern veg­inn und­ar­legt og upp­blásið að á okkar litla skeri sé meiri fjöldi í fram­boði í höf­uð­borg­inni en býr í meira en helm­ingi sveit­ar­fé­laga lands­ins þá er það líka svo­lítið fal­legt.

Auglýsing

Þessi staða sýnir að hér er virkt lýð­ræði. Þrösk­uldar til að bjóða sig fram eru lág­ir. Fjöl­miðlar gera sitt besta til að veita öllum sem mest og best aðgengi til að kynna sín mál. Auk þess er mun auð­veld­ara að koma stefnu­málum á fram­færi eftir til­komu sam­fé­lags­miðla, þar sem hægt er að birta allt milli him­ins og jarð­ar, safna saman sam­huga fólki á stuttum tíma og aug­lýsa eða ná til mik­ils fjölda fólks án mik­ils til­kostn­að­ar. Kosn­inga­þát­taka á Íslandi hefur síðan verið góð í gegnum tíð­ina þó hún fari almennt minnk­andi.

En auð­vitað er þetta líka skrít­ið. Einu sinni voru hér í boði fjórir rót­grónir flokk­ar. Stórir flokkar ásamt einu og einu klofn­ings­fram­boði sem varð til, lifði í nokkur ár og dó svo drottni sín­um. Það hefur ekki verið meg­in­reglan að upp­lifa það sem svo að annar hver maður sé í fram­boði. Eða frændi þeirra.

Allir eiga erindi

Eitt­hvað hefur gerst sem veldur því að svo margir telja sínar eigin hug­sjónir svo stór­kost­lega frá­brugðnar ann­arra að þær þurfi sér­stakan flokk, svo margir telja sig eiga svo brýnt erindi að eng­inn þeirra flokka eða ein­stak­linga sem fyrir eru á fleti sjái hlut­ina með sama hætti og að svo margir telji að betra sé að veðja á eigið fram­boð en að vinna hug­sjónum sínum fram­gang innan stærri flokk­anna.

Þetta hlýtur að þýða að hinum rót­grónu flokkum hefur mis­tek­ist allsvaka­lega að halda í flokks­menn sína. Áður voru þeir ótrú­legar fjölda­hreyf­ingar sem lögðu áherslu á að höfða til breiðs mál­efna lit­rófs. Þeir tóku til­lit til minni­hluta­sjón­ar­miða og við­ur­kenndu að ástæða til­veru þeirra voru stóru lín­urn­ar, gildin og lífs­við­horf­in, ekki dæg­ur­þras­ið. Nú eru þetta í raun bara stærri flokkar en hinir og mega ekki við miklu.

Þetta þýðir að þeir sem áður fundu sér skjól hjá þessum fjölda­hreyf­ingum trúa ekki lengur að þar inn­an­dyra geti þeir haft áhrif. Að með rök­ræðu og bar­áttu geti þeir átt von á því að þeirra sjón­ar­mið eigi mögu­leika á að verða á end­anum ofan á. Flokk­arnir eru orðnir ein­streng­ings­legri en áður.

Og það hefur orðið til þess að upp eru að spretta áður óséður fjöldi flokka og hreyf­inga fólks sem telur sig hvergi eiga heima. Oft og tíðum fólk sem þrífst ekki innan flokka sem rúma skoð­anir þeirra heldur bara þar sem skoð­anir þeirra eru allar í for­grunni. Einn mað­ur, ein skoð­un, einn flokk­ur.

Sumir nýju flokk­anna virð­ast hafa breiðan og vel hugs­aðan mál­efna­grunn. Slíp­aða hug­mynda­fræði sem þeir geta auð­veld­lega lagað að öllum mál­um. Aðrir flokkar eru eins máls flokk­ar. Hafa enga skoðun á stóru mynd­inni í sveit­ar­stjórn­ar­málum heldur ætla að eyða öllu sínu púðri í eitt mál. Femín­is­ma, þjóð­ern­is­hyggju eða óskil­greind popúl­ísk mál­efni.

Komið til að vera?

Það er erfitt að segja til um hvort þessi lýð­ræð­is­spreng­ing sé komin til að vera. Ljóst er að ný fram­boð setja þrýst­ing á ríkj­andi stjórn­völd að standa sig. Ekki er lengur hægt að hundsa minni­hluta­sjón­ar­miðið af því full­trúar henda sér bara í fram­boð ef það er gert. Flokkur fólks­ins, sem stendur fyrir bætt kjör öryrkja, aldr­aðra og þeirra sem verst standa í sam­fé­lag­inu, er gott dæmi þessa.

Það sem hins vegar getur líka gerst er að hættu­leg popúl­ísk öfl kom­ist að án mik­ils fyr­ir­vara eða mót­spyrnu. Þrösk­uldur fyrir þannig fram­boð er jafn lágur og fyrir hin. Harð­stjórar for­tíð­ar­innar voru lýð­ræð­is­lega kjörn­ir.

Ljóst er að lýð­ræðið á Íslandi er sprellif­andi og kvikt. En það er líka við­kvæmt. Það er í okkar höndum að verja það og hlúa að því. Það þarf að halda því við, berj­ast fyrir því og verja það gegn ýmsum ógn­um. Það á að styðja flokka­kerfið og var­ast eins­flokks­ríki. Allar lýð­ræð­is­legar leik­reglur á að verja með kjafti og klóm. Það á að styðja við lýð­ræðið með því að nýta sér sinn rétt í hví­vetna. Mæta á kjör­stað og greiða atkvæði. Og það á að bjóða sig fram.

Svo virð­ist sem við höfum hið minnsta ákveðið að til­einka okkur það.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari