Auglýsing

Harður ágrein­ingur hefur skap­ast meðal íbúa Árnes­hrepps nú í aðdrag­anda sveit­ar­stjórn­ars­kosn­inga, og nær ágrein­ingur þessi út fyrir landa­mörk sveit­ar­fé­lags­ins. Rótin er bygg­ing Hval­ár­virkj­un­ar.

Á vef Hag­stof­unnar kemur fram að þann 1. jan­úar á þessu ári hafi í sveit­ar­fé­lag­inu Árnes­hreppi búið 43 ein­stak­ling­ar. Síð­ustu fimm árin hefur íbúa­fjöld­inn verið á bil­inu 43 til 53. Um er að ræða fámenn­asta sveit­ar­fé­lag lands­ins. Ekki má miklu muna. Í Skorra­dals­hreppi bjuggu um ára­mótin 56 og í bæði Helga­fells­sveit og Tjör­nes­hreppi alls 58 manns.

Þetta minnsta sveit­ar­fé­lag lands­ins er þannig klofið í herðar niður vegna deilna umhverf­is­vernd­ar­sinna, sem hafa mikið til síns máls þegar kemur að verð­mætum sem fólgin eru í ósnort­inni nátt­úru fyrir vestan í nágrenni við Horn­strandir og þeirra sem vilja virkja, hafa örugg­lega á sama hátt mikið til síns máls, og tryggja þannig það sem talað er um sem raf­magns­ör­yggi á Vest­fjörð­um. Hrepps­nefndin er klofin í mál­inu, þrír eru fylgj­andi, odd­vit­inn þar á meðal og tveir and­víg­ir. Auk þess hafa þessir fáu íbúar sveit­ar­fé­lags­ins skipað sér í tvær fylk­ingar í mál­inu.

Auglýsing

Málið hefur kom­ist í hámæli vegna lög­heim­il­is­flutn­inga sem áttu sér stað í kjör­dæm­ið, af hálfu ein­stak­linga sem eru mót­fallnir virkj­un­inni. Átján fluttu í hrepp­inn, þar af felldi Þjóð­skrá niður nokkra flutn­inga. Alls nam fjölgun íbú­anna eftir lög­heim­il­is­flutn­ing­ana hátt í 40 pró­sent. Deilur hafa einnig verið uppi um end­an­lega kjör­skrá, aðkomu verk­tak­ans sem vill sjá um að byggja virkj­un­ina að mál­inu og meintar óeðli­legar greiðslur sveit­ar­stjórnar til lög­manns­stofu sem séð hefur um að útvega lög­mannsá­lit um hitt og þetta. Þetta er sem sagt orð­inn ekta íslenskur Dallas þátt­ur.

Fæst erum við sér­fræð­ingar í mál­inu. Hvorki þegar kemur að stað­háttum né áhrifum eða áhrifa­leysi fyr­ir­hug­aðra virkj­ana­fram­kvæmda á svæð­inu.

Flest erum við hins vegar orðin sér­fræð­ingar í áhorfi á nákvæm­lega þessa atburða­rás. Atburða­rás þar sem frek inn­grip í nátt­úr­una eru sögð munu bjarga ein­hverju úti á landi sem vill svo til að er nátt­úruperla. Inn­grip sem sjaldn­ast skila því sem er lofað en eyði­leggja oft­ast meira en hægt var að spá fyrir um.

Við höfum líka lært betur og betur það sem við höfum ekki endi­lega alltaf öll vit­að, eða kannski vitað en ekki borið nægi­lega virð­ingu fyr­ir. Það eru verð­mætin sem fólgin eru í óspilltri nátt­úr­unni umfram það sem að hvers kyns virkj­ana­fram­kvæmdir eða önnur inn­grip geta veitt okkur til lengri tíma. Umræða og með­vit­und um nátt­úru­vernd­ar­mál er svo langt kom­in, hefur bless­un­ar­lega þroskast ótrú­lega á stuttum tíma, nokkrum árum jafn­vel, og við vitum sem er að margar af ákvörð­unum for­tíð­ar­innar myndum við aldrei taka í nútíð­inni. Sumt verður ekki aftur tek­ið.

Það er lík­legt að í þessu máli eins og svo mörgum öðrum hafi eng­inn algjör­lega rétt fyrir sér og eng­inn algjör­lega rangt. Illan hug eða ásetn­ing er lík­ast til hvergi að finna hjá þeim sem hafa á því skoðun eða hafa ein­hverja aðkomu að því. Ein­hverjir vilja vernda nátt­úr­una, aðrir vilja vernda byggð­ina. Bæði er göf­ugt. Þeim sem vilja vernda nátt­úr­una er síðan lík­ast til alls ekki sama um byggð­ina. Og öfugt. Svona mál eru ekki svört eða hvít, þó að umræðan vilji oft og tíðum láta þau líta þannig út.

Það er hins vegar þannig að það er umhugs­un­ar­efni, þrátt fyrir skil­yrð­is­lausan, mik­il­vægan og stjórn­ar­skrár­bund­inn sjálfs­á­kvörð­un­ar­rétt sveit­ar­fé­lag­anna, að svona ofboðs­lega fáir ein­stak­lingar geti tekið ákvörðun eins og þessa, sem óneit­an­lega mun hafa áhrif á miklum mun fleiri og til miklu lengri tíma.

Þetta mikla fámenni sveit­ar­fé­lags­ins Árnes­hrepps gerir málið ýkt­ara og sýnir í betra ljósi en oft áður hversu skrítið fyr­ir­komu­lag sveit­ar­stjórn­ar­mála er hér á landi. Hér búum við öll sam­an, 350 þús­und hræð­ur, í 72 sveit­ar­fé­lög­um. Þar af tæp­lega 220 þús­und á Stór-Reykja­vík­ur­svæð­inu og 130 þús­und ann­ars stað­ar.

Við hljótum að geta fundið ein­hverja leið til að skil­greina mál sem snerta okkur öll og eru stærri en svo að eitt sveit­ar­fé­lag eigi það og megi það. Hvort sem það er Reykja­vík, höf­uð­borg­ar­svæð­ið, Árnes­hreppur eða lands­byggð­in. Ef til vill við­ur­kenna að stundum getur verið bráð­nauð­syn­legt að fleiri komi að ákvarð­ana­tökum og það jafn­vel einmitt þeir sem hafa ekki mesta hags­muni af mál­inu sjálfu. Það getur þýtt að Árnes­hreppur verði að sætta sig við að átján nýir íbúar vilji hafa skoðun á virkj­ana­mál­um. Eða þá að virkj­an­ir, stór­iðju­fram­kvæmdir eða mikið nátt­úrura­sk, hvar sem er á land­inu sé mál allra. Það kann þá líka að þýða að við í Reykja­vík gætum þurft að sætta okkur við að stað­setn­ing flug­vall­ar­ins er stærra mál en bara skipu­lags­mál borg­ar­inn­ar.

Ísland í heild sinni er eins og meðal sveit­ar­fé­lag úti í heimi. Við hljótum að þurfa að átta okkur á, að þrátt fyrir að við höfum kosið að skipta okkar fámenna sam­fé­lagi í furðu­lega mörg enn fámenn­ari sam­fé­lög, að þegar kemur að meiri­háttar og óaft­ur­kræfum ákvörð­unum er lík­leg­ast best að sem flestir komi að þeim.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari