Hættum að berja hausnum við steininn í loftlagsmálum

Gró Einarsdóttir segir að loftlagsröskunin sé svo risastór og alvarleg vá að nauðsynlegt sé að grípa til sterkari aðgerða en þeirra sem í besta falli geta ýtt undir það sem okkur er þegar innan handar að breyta í hegðunarmynstri okkar.

Auglýsing

Í umræðum fram­bjóð­enda fyrir sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arnar mátti oft heyra þá klisju að við þyrftum vit­und­ar­vakn­ingu til þess að takast á við loft­lags­rösk­un­ina. Stað­hæf­ingar af slíku tagi virð­ast byggja á því að bara ef við skiljum hversu stórt vanda­málið sé þá munum við hverfa frá villu okkar veg­ar.

Að kasta pen­ingum í sjó­inn

Nið­ur­stöður í rann­sóknum sýna að málið er ekki svona ein­falt. Upp­lýs­ing­ar­her­ferðir sem eiga að auka vit­und okkar um vanda­málin skila oft­ast litlum árangri. Þær breyta ekki hegðun okkar gagn­vart umhverf­inu svo nokkru nemi. Kynn­ing­ar­á­tök í lofts­lags­málum geta skilað árangri að því gefnu að auð­velt sé að breyta hegð­un­inni og breyt­ing­unni  fylgi margir kost­ir. Því miður er það svo að hegðun sem hefur nei­kvæð áhrif á umhverfið verður sjaldn­ast breytt án veru­legrar fyr­ir­hafn­ar. Þótt upp­lýs­inga­her­ferðir geti haft áhrif á þekk­ingu og við­horf þá ná þær yfir­leitt ekki til þeirra innri og ytri hvata sem stjórna hegðun okk­ar.

Loft­lags­rösk­unin er svo risa­stór og alvar­leg vá að nauð­syn­legt er að grípa til sterk­ari aðgerða en þeirra sem í besta falli geta ýtt undir það sem okkur er þegar innan handar að breyta í hegð­un­ar­mynstri okk­ar. Ekki er enda­laust hægt að halda áfram að berja hausnum við stein­inn og klifa á því að með auk­inni þekk­ingu og vit­und­ar­vakn­ingu þá sé hægt að leysa vand­ann.

Auglýsing

Hvað er þá hægt að gera?

Góðu frétt­irnar eru þess­ar: Þversumman af nið­ur­stöðum 40 ára rann­sókna í umhverf­is­sál­fræði er sú að það er hægt að breyta umhverf­is­hegðun fólks. Rann­sókn­irnar sýna einnig að það skiptir máli hvernig farið er að. Það er mik­il­vægt að taka mið að sam­heng­inu og skilja þær hindr­anir sem standa í vegi fyrir ábyrgri hegðun í lofts­lags­mál­um. Eru þrösk­uld­arnir sem þarf að yfir­stíga fjár­hags­legir eða félags­leg­ir? Er um að ræða raun­veru­legar hindr­andi aðstæður eða hug­lægar upp­lif­an­ir. Til þess að fjar­læga hindr­anir verðum við að hafa skiln­ing á því hverjar þær eru.  Það er einnig nauð­syn­legt að greina hvaða kostir og gallar fylgja hegðun sem veldur álagi á lofts­lag og umhverfi.

Fylgjum græna straumnum

Upp­lýs­ingar um hegðun ann­ara getur haft mun meiri áhrif en upp­lýs­ingar um áhrif koltví­sýr­ings á lofts­lagið þegar kemur að því að breyta hegð­un. Í þeim til­fellum þar sem grænni hegðun fylgja fáir kostir fyrir ein­stak­ling­inn, en hún er engu að síður til­tölu­leg auð­veld í fram­kvæmd, er hægt að gera það sýni­legra hversu margir aðrir samt sem áður fylgja henni eft­ir. Dæmi úr rann­sóknum sýna að þegar ein­stak­lingar fengu að vita að nágrannar þeirra not­uðu minna raf­magn en þeir sjálfir þá héldu þeir aftur að notkun sinni í auknum mæli. Þegar gestir á hót­el­her­bergi fengu að vita að aðrir gestir end­ur­not­uðu hand­klæðin sín þá voru þeir lík­legri til að gera sjálfir hið sama. Þó að við viljum ekki alltaf við­ur­kenna það þá hneigj­umst við flest til þess að hegða okkur eins og hin­ir.

Skuld­bindum okkur við grænt

Stundum er vilj­inn fyrir hendi en við erum föst í gömlum vana. Þetta þekkja allir sem hafa ein­hvern tíma reynt að bæta matar­æði sitt eða auka hreyf­ingu. Í þessum til­vikum er mik­il­vægt að setja sér skýr og skuld­bind­andi mark­mið til þess að ná árangri. Því áþreif­an­legri og nákvæm­ari sem þau eru þeim mun betra. Líka er gott ef mark­miðin eru gerð opin­ber um leið og maður nýtur góðs af vinum og vanda­mönnum til að hjálpa sér að fylgja þeim eft­ir. Gott og ein­falt dæmi um svona skuld­bind­ingar eru „krana­merkt­ar“ stofn­anir og fyr­ir­tæki, sem hafa skuld­bundið sig til að nota ekki plast­glös eða plast­flöskur hvort sem það er í dag­legri vinnu, á fundum eða ráð­stefn­um.

Ýtum undir með aðgerðum

Í þeim til­fellum sem hegð­un­ar­breyt­ing er erfið viður­eignar er höf­uð­skil­yrðið að greiða götu fólks með því breyta aðstæð­unum sem hegð­unin á sér stað í. Svo tekin séu ein­föld dæmi úr rann­sókn­um: Þegar mat­ar­diskar í skóla­mötu­neytum voru minnk­aðir þá dró úr mat­ar­só­un. Þegar disk­ur­inn er minni er nefni­lega auð­veld­ara að setja ekki of mikið á hann. Ef maður er enn svangur má alltaf fá sér meira! Þegar skóla­börnum var gef­inn matur fyrir frí­mín­útur í stað­inn fyrir eft­ir, þá dró einnig úr mat­ar­sóun því að börnin komu svöng inn eftir ærsl­in.

Það á að borga sig að velja grænt

Í vissum til­fellum fylgja hegð­un­inni fáir kostir og margar hindr­anir eru í vegi æski­legrar þró­unar á henni. Þá er mik­il­vægt að breyta því með beinum hætti hvernig hvatar eru byggðir inn í ferli ákvarð­ana. Þegar umhverf­is­vænir val­kostir eru dýr­ir, flókn­ir, leið­in­leg­ir, óþægi­legir og ógn­væn­legir skilur það hver maður að þeir verða ekki fyrir val­inu. Í þessum til­fellum er nauð­syn­legt að gera umhverf­is­væna hegðun eft­ir­sókn­ar­verða með því að skapa hvata. Þessi aðferð hefur meðal ann­ars skilað árangri í Nor­egi þar sem skatta­af­sláttur við kaup á raf­magns­bílum stuðl­aði að því að um þriðj­ungur nýrra bíla­kaupa eru kaup á raf­magns­bíl. Stjórn­völd geta líka latt til meng­andi hegð­unar með umhverf­is­skött­um. Því meiri sem breyt­ingin á hvöt­unum er þeim mun lík­legri eru þeir til að skila árangri. Hér þarf til hug­rekki, atorku­semi, eft­ir­fylgni og fjár­magn frá stjórn­völd­um.

Póli­tík og atvinnu­líf greiði götu græns

Það að kalla sí og æ eftir vit­und­ar­vakn­ingu og við­horfs­breyt­ingu er ekki bara ólík­legt til að skila árangri heldur leggur slík  orð­ræða ábyrgð­ina á ein­stak­ling­inn. Hann á að breyta bæði hugs­unum og gjörð­um. En að halda að vand­inn liggi fyrst og fremst í við­horfum fólks tekur ekki mið að því í hvaða sam­hengi slæm umhverf­is­hegðun á sér stað og hvaða val­kostir eru raun­veru­lega í boði. Ég tel að rann­sóknir sýni að snúa þurfi dæm­inu við og kalla eftir því að stjórn­völd og fram­leið­endur vöru og þjón­ustu taki ábyrgð­ina á sig. Póli­tíkin og atvinnu­lífið þurfa að skuld­binda sig við grænt, greiða götu græns og gera það raun­veru­lega hag­kvæmt að velja grænt.

Höf­undur er dokt­or­snemi í félags- og umhverf­is­sál­fræði.

Heim­ild: Schultz, P.W. (2014). Stra­teg­ies for promot­ing proen­viron­mental behavior: Lots of tools but few instruct­ions. European Psycholog­ist, 19, 107–117. DOI: 10.1027/1016-9040/a000163

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit