Auglýsing

Sumir segja að síg­andi lukka sé best. Þannig fólk er örugg­lega alltaf að lenda í ein­hverju vand­ræða­legu ves­eni og þarf að láta sér líða betur ein­hvern veg­inn.

Þessu alls óvið­kom­andi þá fór ég í bíó í um dag­inn og skreið heim eftir að heim­il­is­fólk var sofnað (gott ef ég hafi ekki amk. einu sinni dottað í pínu­litla stund á mynd­inni, enda hratt að nálg­ast miðjan aldur og fer almennt að sofa fyrir mið­nætti til þess að vera ekki leið­in­leg dag­inn eft­ir). Um það leyti sem ég loks­ins kem bílnum í stæði upp­götva ég mér til mik­illar skelf­ingar að ég er lykla­laus. Full­kom­lega og algjör­lega hús­lykla­laus og mér flestar bjargir bann­að­ar.

Þegar hér er komið við sögu er mik­il­vægt að það komi fram að ég þjá­ist af alveg stór­kost­legri með­virkni. Ég er nátt­úru­lega alin upp trú­andi því að kurt­eisi sé hin mesta dyggð sem skyggir á allar aðrar (gerð­ist meira að segja svo fræg að borða á hinu fróma Claridges-hót­eli í London þegar ég var barn og var svo svaka­lega þæg þar að ég fór hvorki meira né minna níu sinnum frá borði til þess að skoða „kon­una sem vinnur á kló­sett­inu” og gefa henni eitt pund í hvert skipt­i). Þessi æsku­for­ritun (les: upp­eldi) þró­að­ist þó óvart út í eitt­hvað annað svo miklu skrýtn­ara og það án allrar aðkomu for­eldra minna, eins og sagan hér á eftir sýn­ir.

Auglýsing

Hvar vorum við aft­ur? Já alveg rétt. Ég var læst úti um nótt á virku kvöldi í virðu­legu íbúð­ar­hverfi hér í borg og var að hugsa næstu skref. Eins og vinir mínir hafa ítrekað bent á síðan hefði allt eðli­legt fólk bara farið að úti­dyr­unum og legið á bjöll­unni þangað til ein­hver kæmi til dyra. En ekki ég.

Í með­virkni minni sendi ég hús­band­inu bara kump­án­legt sms – „vak­and­i?” – sem ég fylgdi svo eftir með plani þess­arar rosa­lega þægi­legu konu sem vildi alls ekki raska ró eins né neins út af eigin klaufa­skap.

„OK lík­lega ekki. Lykl­arnir mínir eru því miður í kápu­vasa inni í skáp. Þannig að ég verð bara úti í bíl... Kannski hringir þegar þú vaknar í fyrra­mál­ið.”

Já dömur mínar og herr­ar, ég ætl­aði mér að sofa úti í bíl. Við íbúð­ar­götu. Fórn­fýsi mín á sér engin tak­mörk.

Ég drap á bílnum og klöngr­að­ist í aft­ur­sæt­ið. Læsti mig inni og breiddi örþunna kápu yfir mig. Reyndi að koma mér fyrir þannig að sæt­is­belta... dótið þarna, hvað sem það heit­ir, myndi sker­ast bara lítið í bakið á mér. Breiddi húfu fyrir aug­un. Og var bara fúlasta alvara með að fara að sofa.

Klukku­tíma seinna glömr­uðu í mér ann­ars ágætar tenn­ur, enda grenj­andi rign­ing í íslensku vor­loft­inu og hiti nær núll­inu en tveggja stafa töl­un­um. Kápu­garm­ur­inn gerði frekar lítið til þess að fanga lík­ams­hit­ann, enn stakkst dótið í bakið á mér og ég bara gat ekki rétt úr fót­unum (skrýt­ið...). Þá tók við and­leg bar­átta á pari við fræg­ustu orr­ustur for­tíð­ar­inn­ar. Hvort skyldi sigra, með­virknin eða sjálfs­bjarg­ar­hvöt­in?

Sem betur fer fyrir alla hlut­að­eig­andi ját­aði ég mig sigr­aða á þessum tíma­punkti. Kyngdi stolt­inu og hunds­aði allar eðl­is­hvatir sem sögðu mér að það sem ég væri um það bil að fara að gera væri svo óþægi­legt fyrir alla aðra að ég myndi ekki á nokkurn hátt geta end­ur­heimt stolt­ið.

Ég tók upp sím­ann og kvald­ist í nokkrar sek­úndur áður en ég hringdi í hús­band­ið.

Ekk­ert svar.

Smá bugun þarna en ég lét svona tíu mín­útur líða og hringdi svo aft­ur.

Í þetta skiptið var svar­að. En hljóðin á hinni lín­unni báru þess skýrt merki um að við­mæl­andi minn væri steinsof­andi og hélt örugg­lega að hann væri að slökkva á vekjara­klukk­unni.

Bug­unin jókst örlítið þarna, ég get ekki neitað því, en ég stóð að minnsta kosti upp úr bílnum og gekk heim. Ég skalf ég eins og hrísla fyrir utan húsið þegar ég lyfti krók­lopp­inni hönd­inni til þess að þrýsta á dyra­bjöll­una. Mögu­lega skalf ég af kvíða, hver veit.

Og ekk­ert gerð­ist.

Reyndi aftur að hringja.

Ekk­ert svar.

Íhug­aði í smá stund að hringja í dóttur mína en fannst kannski smá rangt að vekja níu ára barn um miðja nótt svo hún gæti hleypt klauf­skri og gleyminni mið­aldra móður sinni inn.

Þannig að ég hringdi dyra­bjöll­unni enn einu sinni og loks­ins heyrð­ist þrusk innan úr íbúð­inni.

Bjarg­vættur minn, í formi svefn­drukk­ins mans með úfið hár og kodda­far á kinn, opn­aði dyrnar og hleypti mér loks inn í hlýj­una, hvar skömm mín var opin­beruð. Vita­skuld skildi hús­bandið rosa­lega lítið í þess­ari fórn­fýsi minni og fannst ég rétti­lega mjög biluð að hafa yfir höfuð dottið það í hug að ætla bara að haf­ast við í lít­illi Mözdu um skít­kalda íslenska gervi­sum­arnótt.

Eftir hálf­tíma skjálfta undir sæng sofn­aði þessi með­virki hrak­falla­bálkur loks­ins.

Og vakn­aði ansi hreint skömmustu­leg, úfin og bjána­leg dag­inn eft­ir.

Boð­skapur þess­arar sögu: Hafa lyklana og bíllyklana á sömu kipp­unni. Allir glað­ir.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði