Hættulegt tal iðnaðarráðherra

Auður Jónsdóttir rithöfundur skrifar um umhverfisverndarmál og veltir fyrir sér hlutverki ráðamanna og orðræðu og stöðu mannsins í náttúrunni.

Auglýsing

Nátt­úru­fræði­stofnun Íslands, rík­is­stofnun sem heyrir til umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neyt­is­ins, sendi ráð­herr­an­um, Guð­mundi Inga Guð­brands­syni, til­lögu um að svæði við Dranga­jökul verði frið­lýst og færi svo gæti það strokað út áform um fyr­ir­hug­aða Hval­ár­virkj­un. Slík til­lögu­gerð er hluti af lög­bundnu hlut­verki rík­is­stofn­un­ar­inn­ar.

Á Nátt­úru­fræði­stofnun starfa sér­mennt­aðir vís­inda­menn sem vinna og stunda rann­sóknir sínar eftir við­miðum fræða sinna og nýj­ustu upp­lýs­ing­um. Þrátt fyrir þá stað­reynd mátti lesa þessa klausu í við­tali á vef RÚV: Þór­dís Kol­brún iðn­að­ar­ráð­herra segir að vernd­un­ar­sinnar verði að virða leik­regl­urn­ar. „Ég skil vel sjón­ar­mið þess­ara hópa og þetta er þeirra skoð­un, en við erum með fyr­ir­komu­lag sem við höfum sam­mælst um að nota og þar er þessi virkj­un­ar­kostur í nýt­ing­ar­flokki og eftir því hafa menn unnið und­an­farin ár og í raun­inni finnst mér það vera stað­an.“

Orða­lag ráð­herr­ans, að tala um sér­fræð­inga sem vernd­un­ar­sinna sem þurfi að virða leik­regl­ur, bendir til þess að hún álíti sér­fræð­inga rík­is­stofn­un­ar­innar vera ein­hvers konar aktí­vista með ásetn­ing frekar en vís­inda­menn sem beita fag­legum vinnu­brögð­um. Nokkuð sem gæti haft þau fæl­ing­ar­á­hrif að sér­fræð­ingar veigri sér við að stíga fram af ótta við að vegið sé að æru þeirra.

Auglýsing

Van­hugsað tal ógnar kom­andi kyn­slóðum

Nú er mér málið skylt. Ég er áhuga­söm um umræddar virkj­ana­fram­kvæmdir og auk þess er pabbi minn, Jón Gunnar Ott­ós­son, for­stjóri téðrar Nátt­úru­fræði­stofn­unar svo það er best að taka fram að þessi orð eru ekki skrifuð að und­ir­lagi hans.

Það sem tendrar mig til þess­ara skrifa eru við­horf ráða­manna og sam­fé­lags­ins til fræð­anna sem að nátt­úr­unni lúta. Í mörg ár hafa vís­inda­menn varað við skelfi­legum loft­lags­breyt­ingum og við lifum jafn­framt á tímum þegar sér­fræð­ingar víðs vegar að um heim­inn mæla ein­dregið – og ekki að ástæðu­lausu – með friðun mik­il­vægra land­svæða, vist­kerfa og víð­erna, eins og þess sem um var rætt í við­tal­inu við Þór­dísi Kol­brúnu.

Staðan í mál­efnum nátt­úr­unnar er raunar orðin svo alvar­leg að ef við, íbúar þessa heims, sýnum orðum vís­inda­manna ekki meiri skiln­ing og auð­mýkt er hætt við að mann­sæm­andi lífskil­yrðum barna okkar sé stefnt í hættu – og í ýmsum löndum eru þau tví­sýn nú þeg­ar.

Mál mál­anna í dag er að ráða­menn hlusti á þessa sér­fræð­inga og fari eftir ráðum þeirra frekar en að gera lítið úr þeim. Að stjórn­mála­menn tali ekki um vís­inda­menn eins og þeir séu ein­ungis aktí­vistar með ásetn­ing sem þurfi ekki að virða vís­inda­legar aðferðir og nið­ur­stöð­ur.

Slíkt tal er ógn við fram­tíð og hags­muni sonar míns og allra ann­arra barna – og barn­anna þeirra. Til að þau megi eiga von um góða fram­tíð þurfum við, full­orðna fólk­ið, að breyta við­horfum okkar til nátt­úru­vernd­ar­mála og gæta að því hvernig við orðum hlut­ina því orðin móta jú veru­leik­ann.

Vís­inda­maður býr til sósu

Þegar sonur minn, nú sjö ára, var hvít­voð­ungur las ég grein um að brátt færi að verða of seint fyrir mann­fólkið að breyta lifn­að­ar­háttum sín­um, ef koma ætti í veg fyrir að ólíft yrði á jörð­inni eftir hund­rað ár. Ég, eins til­finn­inga­söm og for­eldrum hvít­voð­unga hættir til að vera, þaut í sím­ann með barnið í fang­inu og hringdi æst í pabba minn sem var sveittur að und­ir­búa mat­ar­boð fyrir stór­fjöl­skyld­una. Þá var hann búinn að vera árum saman í for­svari fyrir alþjóð­lega nefnd í umhverf­is­mál­um, Stjórn fasta­nefndar Bern­ar­samn­ing­ins, og sitja fleiri alþjóð­legar ráð­stefnur helg­aðar slíkum málum en hann hefur tölu á. Til­gang­ur­inn með sím­tal­inu var að fá hann til að róa mig og segja umfjöll­un­ina vera í æsifrétta­tóni. En nei!

Pabbi sagði: Svona er þetta bara. Þú átt nú að vita það! En ég má ekki vera að þessu núna, ég er að búa til sósu fyrir kvöld­ið.

Og hvað! fuss­aði ég, eins og þetta væri allt honum að kenna. Á bara að búa til sósu ofan í barna­börnin meðan dótt­ur­sonur þinn á mögu­lega ekki eftir að geta átt barna­börn af því að ... heim­ur­inn verður ónýt­ur!

Svona er þetta bara, muldr­aði hinn sósu­þenkj­andi vís­inda­maður og spurði síðan hvort ég fengi örugg­lega nægan svefn.

Við erum dýr

Nátt­úru­fræð­ing­urin (og kokk­ur­inn!) pabbi minn er mikið nátt­úru­barn. Alinn að hluta til upp í Mývatns­sveit og með botn­lausan áhuga á skor­dýrum, öllu því smæsta í vist­kerfum als­herjar vist­kerf­is­ins. Í æsku þvæld­ist ég með honum um landið og inn í skóga í Englandi þar sem hann vals­aði um með litlar krukkur og púka­lega prjóna­húfu á hausn­um. Hann stal her­berg­inu mínu til að fylla það af engi­sprettum í hita­kössum og flutti sam­tímis inn lófa­stóra fugla­könguló sem tipl­aði um á næt­urnar og hélt vöku fyrir barni með ímynd­un­ar­afl. Fyrsta sum­ar­vinnan mín var að tína fiðr­ildalirfur fyrir hann í vítamínkrukkur og hann kenndi mér að rífa aldrei upp mosa.

Ég er þakk­lát því að eiga nátt­úru­fræð­ing fyrir föð­ur. En á sama tíma finnst mér eins og mér sé að mis­takast að miðla öllu því, sem hann miðl­aði til mín, áfram til sonar míns. Þessu öllu – til­finn­ing­unni fyrir nátt­úr­unni. Að við menn­irnir séum dýr og hluti af henni.

Eins og pabbi sagði við mig tár­stokkna eftir að afi minn hafði skammað mig fyrir að segja: Komdu að éta! Afinn sagði: Dýr éta, menn borða! Pabbi sagði: Skil­aðu til afa þíns að menn séu dýr.

Og við erum það: þurfta­frek dýr, ólík öðrum teg­undum að því leyti að við eyðum því sem heldur okkur á lífi. En við, þessi mann­dýr, getum sagt hitt og þetta sem á að hljóma gáfu­lega, stundum reynum við það svo ákaft að við skiljum ekki eigin orð.

Íslenskri nátt­úru ógnað

Við að lesa þessi orð ráð­herr­ans, sem áttu lík­ast til að hljóma gáfu­lega þó að þau meik­uðu engan sens, varð ég pínu vondauf um að ráða­menn eigi eftir að ranka nógu vel við sér, þrátt fyrir að rík­is­stjórnin og umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra megi eiga það að hafa nýverið sett á lagg­irnar loft­lags­ráð, ýtar­lega aðgerða­á­ætlun til að draga úr loft­lags­mengun hér á landi.

Íslend­ingar hafa skuld­bundið sig til að upp­fylla Par­ís­ar­sam­komu­lagið fyrir árið 2030 og draga úr losun gróð­ur­húsa­lof­t­eg­unda og ann­arra skað­legra efna. En eins og staðan er í dag virð­ist það ekki ger­legt nema grípa til rót­tækra aðgerða.

Við aug­lýsum landið grimmt sem ósnortna nátt­úru meðan raunin er sú að svo mörgu hér er ábóta­vant. Það eru ekki ein­ungis virkj­ana­á­form sem ógna nátt­úr­unni, víða þarf til dæmis að gæta að end­ur­heimt vot­lend­is, jarð­foki og losun frá jarð­vegi – svo eitt­hvað sé upp­talið. Á sama tíma ógna mann­virkja­gerð og van­hugsuð vega­gerð mörgum ein­stökum svæð­um.

Aug­lýst eftir kjarki ráða­manna

Stundum verður þó vakn­ing; land­inn er að byrj­aður að átta sig á að plast­poka­væð­ing er einn helsti meng­unarógn­vald­ur­inn, hér sem ann­ars stað­ar. En vakn­ing almenn­ings er ekki alltaf nóg. Ráða­menn verða að þora að hlusta á stað­reyndir og nið­ur­stöður vís­inda­manna frekar en að taka of oft hags­muni og skamm­tíma­sjón­ar­mið fram yfir ráð­legg­ingar þeirra.

Ef hags­muna­gæsla fær að ráða ferð­inni í þessum málum endum við á að skjóta okkur í fót­inn. Íslend­ingar hafa að miklu leyti við­ur­væri sitt af nátt­úr­unni og ef við göngum illa um hana eyði­leggjum við lífs­grund­völl okkar í stað þess að vera sjálf­bær.

Ýmsir álíta að nátt­úran eigi ein­ungis að þjóna mann­inum frekar en að okkur beri að umgang­ast hana af virð­ingu. Við erum háð henni af því að við erum hluti af henni. Þessi dýr, við. En hún hefur rétt í sjálfri sér. Ákvarð­anir eiga því að taka til­lit til þess að við völdum ekki óaft­ur­kræfum skaða á marg­brotnum svæðum og göngum ekki á nátt­úr­una – og okkur sjálf í leið­inni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit