Auglýsing

Uppi varð hefð­bundið sum­arfár í vik­unni þegar Stöð 2 fór í loftið með frétt byggða á háskóla­rit­gerð um skatt­kerf­ið, sem reynd­ist byggð á kol­röngum for­send­um. Það er ekki hægt að segja að sam­fé­lagið hafi farið á hlið­ina. Það varð hins vegar lík­lega tölu­vert rask á högum allra sem komu að mál­inu. Þeim sem skrif­aði rit­gerð­ina, leið­bein­anda við­kom­andi og skól­an­um, auk frétta­manns­ins sem full­yrti að virð­is­auka­skatt­ur­inn skil­aði engu og lík­lega ein­hverjum yfir­mönnum hans.

Fréttin var upp­færð um leið og ljóst varð hvers eðlis var og síðar leið­rétt með nýrri frétt. Leið­bein­and­inn var tek­inn tali, við­ur­kenndi að mis­tök hefðu orðið en að hann sæi ekki ástæðu til að stíga til hliðar til að „axla ábyrgð“, líkt og ein­hverjir köll­uðu strax eft­ir. Þeir vildu að frétta­mað­ur­inn myndi skila inn upp­sagn­ar­bréfi, leið­bein­and­inn átti að stíga til hliðar og rit­gerðin að fá aft­ur­virka fall­ein­kunn.

Við erum fljót að dæma hvort annað þegar gerð eru mis­tök. Við munum það of sjaldan að mis­tökin eru til að læra af þeim, mis­tök eru það sem gerir okkur að mann­eskj­um. Og við gleymum því líka að það getur skipt öllu máli hver gerir mis­tökin og í hvaða aðstæð­um.

Auglýsing

Við höfum sem sam­fé­lag og þjóð verið léleg í því í lengri tíma að eiga sam­ræðu um ábyrgð. Við lifum eftir skýrum reglum um hvað má og hvað er bannað með lög­um, en fæst af þeim atvikum sem setja sam­fé­lagið okkar reglu­lega á hlið­ina fela í sér lög­brot. Mann­leg sam­skipti geta verið flók­in, skráðar reglur um þau oft ekki til, árekstrar eiga sér stað, sumt má og annað ekki og þó að allir reyni sitt besta tekst stundum ekki alveg að vera fag­leg­ur, alltaf og alls stað­ar.

Mis­tök munu alltaf eiga sér stað. Alls staðar og hjá öll­um. Ekki síst í umhverfi á borð við það sem íslenskir fjöl­miðlar búa við, þar sem und­ir­mönn­un, lág laun og fram­leiðslu­pressa er meg­in­regl­an. Lík­leg­ast á hið sama við um háskólaum­hverf­ið. Það er hægt að gefa sér að við­kom­andi aðilar munu aldrei hleypa aftur í gegn hjá sér frétt eða rit­gerð af því kali­beri sem rataði í frétt­irnar nú í vik­unni. Þau munu læra af mis­tök­un­um, passa sig betur héðan í frá.

Að öllum lík­indum þarf líka að skoða starfs­um­hverfi beggja. Eðli­leg­ustu við­brögðin við svona upp­á­komu er að skoða verk­ferl­ana sem eru til staðar til að verja alla hlut­að­eig­andi og koma í veg fyrir að mis­tök geti gerst. Það er óþol­andi ávani að kalla sífellt eftir afsögnum eða því að starfs­fólk „á gólf­inu“ sé rekið geri það mis­tök. Fólki sem alla jafna gerir sitt besta, á allt sitt undir vinn­unni sinni og þarf, rétt eins og við hin á öllum sviðum lífs okkar og skeið­um, að fá tæki­færi til að læra af mis­tökum sín­um. Við skulum láta af þessum hvim­leiða ávana.

Það þýðir þó ekki að við eigum að hætta að kalla eftir því að ábyrgð sé öxluð þegar það á við. Ger­ist starfs­menn ítrekað upp­vísir af mis­tökum er ljóst að ekki er lengur um mis­tök að ræða heldur ávana eða lífstíl. Slíkir eru hættir að reyna að læra af mis­tökum sínum eða að vilja koma í veg fyrir þau. Þá er ekk­ert annað að gera en að vísa þeim á dyr og krefj­ast að svo sé gert ef þess þarf.

Jafn­framt væri mun eðli­legra að líta til þeirra sem raun­veru­lega bera ábyrgð á því að starfs­fólkið á gólf­inu er víða und­ir­mann­að, illa launað og ekki almenni­lega í stakk búnið til að vinna vinn­una sína. Að starfs­um­hverfið sé þannig að það bjóði mis­tökum heim. For­stjórar og yfir­menn, sem fá umb­unað í sam­ræmi við þá ábyrgð sem þeir eiga að bera, eru þeir sem raun­veru­lega ættu að þurfa að skýra sín mál miklum mun oftar en þeir gera. Fólk sem rétt­lætir hvín­andi há laun sín með allri þeirri ábyrgð sem það þarf að standa undir - en gerir það síðan bara alls ekk­ert þegar á hólm­inn er kom­ið. Meðal for­stjór­inn í Kaup­höll­inni er með tæp­lega sautján­föld lág­marks­laun. Fyrir hvað er verið að greiða ef ekki einmitt árangur og ábyrgð? Hún sést hins vegar und­ar­lega sjaldan ábyrgðin þegar mis­tök hafa átt sér stað í rekstri eða umhverfi fyr­ir­tæk­is­ins eða ein­fald­lega illa geng­ur. Alltof margir þykjast bera ábyrgð á ýmsu sem þeir síðan vilja alls ekk­ert kann­ast við þegar hún bankar upp á.

Og þessu öllu má síðan alls ekki rugla saman við ábyrgð kjör­inna full­trúa og emb­ætt­is­manna. Dæmin eru skammar­lega fá um stjórn­mála­menn sem axlað hafa póli­tíska ábyrgð á mis­tökum sín­um. Við gerum meiri kröfur til þeirra sem hér hafa völd til að setja okkur reglur og stjórna mik­il­væg­ustu stofn­unum lands­ins. Mis­tök af þeirra hálfu eru oft­ast mun afdrifa­rík­ari en önn­ur. Þeir bera líka ábyrgð á því hvernig álagið er á starfs­fólki heil­birgðiskef­is­ins og mennta­kerf­is­ins svo eitt­hvað sé nefnt. Ábyrgð þess­ara aðila er miklum mun meiri og lýð­ræð­inu nauð­syn­legt að allir sinni aðhalds­hlut­verki sínu gagn­vart stjórn­völdum sem mest og best.

Rit­gerð­ar­málið er dæmi um storm í vatns­glasi sem lík­leg­ast er nú þegar lið­inn hjá. En það er ágætt mál til að minna okkur á að við þurfum að halda áfram með nauð­syn­lega umræðu um ábyrgð hvers og eins. Á morgun gæti það verið við sem mis­stígum okk­ur. Við skulum því ekki gleyma að það eru ekki mis­tökin sem skil­greina okk­ur, heldur það hvernig við bregð­umst við þeim. Lyk­il­at­riðið er að gera það rétt og vel og í sam­ræmi við þá ábyrgð sem við eigum að standa und­ir.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari