Bosníu-böðullinn fékk þyngdan dóm

Enn er verið að vinna úr þeim grimmdarverkum sem tengjast borgarastríðinu í Júgóslavíu á árunum 1991-1995 og hér rifjar Gunnar Hólmsteinn Ársælsson upp söguna af fjöldamorðunum í smábænum Srebrenica, sumarið 1995.

Auglýsing

Þeir eru kall­aðir „böðl­arnir frá Bosn­íu“ og saman báru þeir ábyrgð á mestu þjóð­ern­is­hreins­unum í Evr­ópu frá lokum seinni heims­styrj­ald­ar. Þær fóru fram í smá­bænum Srebr­en­ica í Bosníu á heitum sum­ar­dögum árið 1995. Þar voru allt að 8000 karl­menn, allt múslímar, á aldr­inum 14-70 ára aðskildir frá konum sínum og mæðrum og leiddir til aftöku í skóg­unum í kringum bæinn. Af her­sveitum Bosn­íu-Serba.

„Böðl­arn­ir“ eru þeir Ratko Mla­d­ic, yfir­hers­höfð­ingi hers Bosn­íu-Serba (Repu­blika Srbska) og Radovan Kara­dzic, hinn póli­tíski leið­togi Bosn­íu-Serba. Saman bera þeir ábyrgð á þjóð­ern­is­hreins­un­um, þjóð­ar­morði og því sem kall­ast „glæpur gegn mann­kyn­i.“

Þessi fjöldamorð voru hluti af borg­ara­stríði sem geysað hafi í fyrrum lýð­veldum Júgósalvíu á árunum 1991-1995, þegar lýð­veldi þessa fyrrum sam­bands­ríkis komm­ún­ista­leið­tog­ans Jósep Tító, lýstu yfir sjálf­stæði hvert á fætur öðru. Fyrst Sló­ven­ía, þá Króa­tía og síðan Bosn­í­a-Her­segóvína.

Auglýsing

Þjóð­ern­isöfgar – þjóð­ern­is­hyggja

Við þetta voru leystir úr læð­ingi þjóð­ern­is­kraftar og öfga­hyggja, sem átti eftir að kosta um 150.000 manns líf­ið. Að stærstum hluta voru þessir kraftar drifnir áfram að serbneskum þjóð­ern­issinnum og leið­togum á borð við Slobodan Milos­evic (for­seta Serbíu, lést 2006), sem vildi halda sam­bands­rík­inu saman og stuðla að myndun Stór-Serbíu. Sá hét draumur þjóð­ern­is­sinn­aðra Serba, en í honum fólst að lands­svæði Serbíu næði einnig yfir Bosn­íu.

Þegar Sló­venía og Króa­tía lýstu yfir sjálf­stæði árið 1991, réð­ist Alþýðu­her Júgóslavíu inn í bæði lýð­veldin en var hrak­inn á brott. Vorið 1992 lýsti Bosnía yfir sjálf­stæði og þá braust út stríð þar. Bosnía var fjöl­menn­ing­ar­svæði, þar bjuggu múslímar, Króatar og Serbar hlið við hlið. Múslímar voru tæp 45%, þar á eftir Serbar, um 30%.

Lengsta umsátur á 20.öld

Saga þessa stríðs er gríð­ar­lega flókin og á tíma­bili má segja að allir hafi barist við alla, en þetta var land­vinn­inga­stríð. Það dróst á lang­inn og á tíma­bili sátu Serbar um höf­uð­borg­ina, Sara­jevo. Er þetta lengsta umsátur í sögu nútíma hern­að­ar, lengra en bæði umsátrið um Stalín­grad og Lenín­grad í seinni heims­styrj­öld, eða um 1430 dag­ar. Bosn­íu-Serbar létu sprengjum rigna yfir Sara­jevó og leyniskyttur í fjöll­unum í kringum borg­ina voru afar virk­ar. Um 14.000 manns lét­ust í umsátr­inu.

Sum­arið 1995 voru her­sveitir Bosn­íu-Serba í sókn í kringum bæinn Srebr­en­ica, sem liggur að landa­mærum Serbíu í A-hluta Bosn­íu. Um 15.000 manns bjuggu í bæn­um, eða álíka fjöldi og í Reykja­nes­bæ. Í bænum voru um 300 hol­lenskir frið­ar­gæslu­liðar á vegum Sam­ein­uðu þjóð­anna, sem lýst höfðu yfir að bær­inn væri „grið­ar­svæð­i.“ Því voru margir flótta­menn þar. Í her­sveitum Bosn­íu-Serbar, sem sóttu að bænum voru um 30-40.000 her­menn. Þetta var leikur katt­ar­ins að músinni.

Kemur Mla­dic

Þann 11. júlí 1995 komu Ratko Mla­dic og her­menn hans inn í bæinn. Í mynd­bandi gengur Mla­dic sigri hrós­andi inn í bæinn og lýsir því yfir að nú sé hann „serbneskur“ og tími sé kom­inn til þess að ná fram hefndum gegn „Tyrkj­un­um“ (múslímun­um) og þeim sem hann kallar á mynd­band­inu „da­his“ - en það merkir glæpa­maður á arab­ísku.

Hol­lenskir frið­ar­gæslu­liðar horfðu á allt þetta ger­ast og höfðu engar heim­ildir til að bregð­ast við og senni­legt má þykja að þeir hefði allir fall­ið, ef þeir hefði lent í bar­dögum við stríðsvana her­menn Bosn­íu-Serba. Einnig er er margt sem bendir til þess að í raun hafi verið búið að ákveða að fórna Srebr­en­ica og að ráða­menn á Vest­ur­löndum hafi verið með­vit­aðir um að svona myndi fara. Á þessu mynd­bandi eru t.d. frá­sagnir sem styðja við þá skoð­un. Þar réðu pólitiskir hags­munir ferð­inni, m.a. kom­andi for­seta­kosn­ingar í Banda­ríkj­un­um. Þeir bera því ef til vil nokkra sið­ferði­lega ábyrgð.

Eng­inn reikn­aði þó með því að á næstu dögum yrðu um 8000 manns hrein­lega teknir af lífi og slátrað eins og gripum í kringum Srebr­en­ica. En þannig fór það og í heim­ild­ar­mynd­inni A Cry from the Grave er sagt frá þessum hrylli­legu atburð­um.

Rétt­læti

En smám saman náði rétt­lætið fram að ganga og bæði Mla­dic og Kar­dzic voru hand­teknir og leiddir fyrir alþjóð­legan stríðs­glæpa­dóm­stól í Haag í Hollandi. Þar hefur einnig verið réttað yfir fleirum en þeim og af öðrum þjóð­ar­brot­um, bæði Serbum, Króötum og múslímum. Flestir þeirra sem hafa hins­vegar verið dæmdir eru ann­að­hvort Serbar eða Bosn­íu-Serbar.

Radovan Kara­dzic fór í felur eftir Bosn­íu-­stríð­ið, en árið 2008 náð­ist hann. Var hann næstum óþekkj­an­legur sökum hvíts alskeggs sem hann hafði látið sér vaxa. Hann var fram­seldur til Haag, þar sem réttað var yfir hon­um. Árið 20016 var hann dæmdur í lífs­tíð­ar­fang­elsi og sak­felldur í 10 af 11 ákæru­lið­um.

Vorið 2011 var Mla­dic svo hand­tek­inn, hann einnig í fel­um. Hann var umsvifa­laust færður til Haag, þar sem réttað var yfir honum fram til nóv­em­ber 2017. Af 11 ákæru­liðum var hann dæmdur sekur í 10 og dæmdur í lífs­tíð­ar­fang­elsi. Báðir voru dæmdir fyrir glæpi gegn mann­kyni.

Þyng­ing dóms

Kara­dzic áfrýj­aði dómnum og því þurfti að halda rétt­ar­höldum áfram. En áfrýjun hans gerði illt verra og komst dóm­ur­inn að því að fyrri refs­ing hefði verið of mild og þyngdi því dóm­inn. Hann fékk 40 ára fang­els­is­dóm, en Kara­dzic er 73 ára gam­all.

Rétt­ar­höld sem þessi eru nauð­syn­leg, þó þau kosti mikla pen­inga og taki langan tíma. Því það er algert lyk­il­at­riði að menn sleppi ekki frá ábyrgð, eftir hafa framið það sem er hin versta teg­und af glæp; glæpi gegn mann­kyni og þjóð­ar­morð - og stundað þjóð­ern­is­hreins­anir án þess að blikna.

Alþjóða­sam­fé­lagið verður að vera á varð­bergi, því hættan er stöðug og ný dæmi hafa komið til sög­unn­ar, t.d. í Búr­ma, þar sem skipu­lega er reynt að útrýma Róhingj­um.

Þá eru uppi ótví­ræðar vís­bend­ingar að þjóð­ern­isöfgar og stæk þjóð­ern­is­hyggja grass­eri enn víða í kringum okkur og sé afl sem vert er að gjalda var­hug við, því nei­kvæð öfga­kennd þjóð­ern­is­stefna er eitt hættu­leg­asta „vopn­ið“ í vopna­búri stjórn­mál­anna. Hennar gætir nú því miður veru­lega beggja vegna Atl­ants­hafs­ins.

Hér er mjög áhuga­vert mynd­band, þar sem Ratcko Mla­dic seg­ist vilja myrða frétta­konu CNN, Christ­i­ane Aman­po­ur, sem flutti fréttir af Bosn­íu-­stríð­inu. Mla­dic var og er grimmur og vægð­ar­laus.

Höf­undur er stjórn­mála­fræð­ingur og skrif­aði BA-­rit­gerð sína í Háskóla Íslands, sem bar tit­il­inn Hrun Júgóslavíu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent