Leiðin fram á við er andkapítalismi

Sanna Magdalena Mörtudóttir oddviti Sósíalistaflokksins í borgarstjórn gerir upp árið 2020.

Auglýsing

Kór­ónu­veira og kjara­bar­átta er það sem stendur upp úr þegar ég lít yfir árið sem er að líða. Krísu­á­stand og efna­hags­legar afleið­ingar í kjöl­far heims­far­ald­urs, bitna harð­ast á þeim sem fyrir eru í verstu stöð­unni. Hækk­andi mat­vöru­verð og meiri við­vera inni á heim­il­inu vegna sam­komu­tak­mark­ana leiða til auk­inna fjár­út­láta. Þegar tekj­urnar duga ekki fyrir grunn­þörfum til að byrja með, þá duga þær ekki til að mæta auknum kostn­aði í efna­hag­skreppu. Margir eiga ekki fyrir nauð­synjum og búa við skort. Það á ekki að vera eðli­leg­ur, við­ur­kenndur hluti af sam­fé­lag­inu að fólk þurfi að leita til hjálp­ar­sam­taka til að fá mat.

Við­bragðs­á­ætl­anir borg­ar­innar eiga að ná utan um alla og tryggja að fólk fái grunn­þörfum sínum mætt. Sós­í­alistar lögðu til á þessu ári að borgin ynni með aðilum líkt og rík­inu að við­bragðs­á­ætlun til að tryggja að eng­inn yrði án matar vegna tíma­bund­inna lok­unar hjálp­ar­sam­taka. Borg­ar­yf­ir­völd töldu það ekki vera sitt hlut­verk, þau leit­ast ekki einu sinni við að ná til þeirra sem eru í slíkum sporum og slíkt er mjög alvar­legt. Að sama skapi var til­lögu okkar um mat­ar­banka, svo eng­inn í borg­inni þyrfti að búa við svengd og bjarg­ar­leysi, hafn­að.

Ójafn­að­ar­kreppa varð að umtals­efni innan veggja borg­ar­stjórn­ar, þar sem ljóst var að efna­hags­legar afleið­ingar af völdum kór­ónu­veirunnar kæmu ólíkt niður á fólki. Mark­miðið „eng­inn skil­inn eft­ir“ var sett fram í lang­tíma­stefnu sem við­bragð við stöð­unni. Af fullri hrein­skilni þá á ég erfitt með að trúa því að staðið verði við mark­miðið um að skilja eng­ann eft­ir.

Auglýsing

933 ein­stak­lingar eru nú á bið eftir hús­næði hjá borg­inni þegar þetta er skrif­að. Þýðir stefnan „eng­inn skil­inn eft­ir“, að borg­ar­stjórn muni gera allt sem í hennar valdi stendur til að útvega þeim sem eru í þörf, við­eig­andi heim­ili innan ásætt­an­legs tíma? Þýðir „eng­inn skil­inn eft­ir“ að börn þurfi ekki að mæta svöng í skól­ann? Mun slík áætlun tryggja að börn eigi ekki í hættu á að missa leik­skóla­pláss vegna skulda­vanda for­eldra?

Borgin hefur í fjöl­mörg ár skilið fólk eftir varð­andi hús­næð­is­ör­yggi, fram­færslu og aðkomu að ákvarð­ana­töku í málum er varða hag þeirra. Þú mátt kjósa um afmark­aða þætti í hverf­inu þínu en ekki í hvaða hverfi þú býrð í, ef þú ert upp á náð almenna leigu­mark­aðs­ins komin og þér býðst félags­leg leigu­í­búð. Í þeim aðstæðum grípur þú það, þó íbúðin sé ekki í hverfi sem hentar þér. Það er ein ástæða langra biðlista eftir milli­flutn­ingi og ljóst er að borgin mætir ekki þörfum fólks. 

Skemmti­leg, lif­andi og græn borg, með ríka áherslu á jafn­rétti, hafa gjarnan verið áherslur Reykja­vík­ur­borgar út á við. Þar sem ekk­ert rými sé fyrir úti­lokun af neinu tagi. Samt sem áður þurfti meira en mán­að­ar­langar verk­falls­að­gerðir hjá félags­mönnum Efl­ingar til að fá kjara­leið­rétt­ingu fyrir lág­launa­fólk og kvenna­stétt­ir. Þegar ruslið safn­að­ist upp og starfs­fólkið mætti ekki til að sinna mik­il­vægum störfum við umönn­un, þvotta, þrif og í mötu­neytum var greini­legt að borg­inni er haldið uppi af lág­launa­fólki. Oftar en ekki er  um að ræða konur í lág­launa­störf­um. 

Efna­hags­lega órétt­lætið sem borgin hefur átt sinn þátt í að við­halda með lág­launa­stefnu rímar ekki við mark­mið um lif­andi og skemmti­lega borg. Þó að fjöl­breytni í líf­inu auk­ist við að vera í tveimur eða fleiri störf­um, þá er ekk­ert skemmti­legt við að sinna þeim báðum í sama mán­uði til að fyr­ir­byggja fjár­hags­á­hyggj­ur. Þó að skokk sé af mörgum talin ánægju­leg íþrótt, þá er ekk­ert skemmti­legt við að hlaupa á eftir strætó á hrað­leið í auka­vinn­una, því aðal­vinnan greiðir ekki mann­sæm­andi laun. Hvað þá þegar almenn­ings­sam­göngur eru ekki áreið­an­leg­ar.

Við þurfum betri strætó handa þeim sem nú treysta á hann. Hug­myndir um að almenn­ings­sam­göngur verði betri í fram­tíð­inni duga ekki til. Borg­ar- og bæj­ar­yf­ir­völd eiga ekki að gera fólki erfitt fyr­ir. Mark­mið borg­ar­innar er að auka hlut­fall þeirra sem nota almenn­ings­sam­göng­ur, til þess þurfum við tíð­ari ferð­ir, strætó sem byrjar að ganga fyrr á sunnu­dög­um, betri stoppi­stöðvar og eig­enda­stefnu sem gerir ekki ráð fyrir því að far­gjalda­tekjur standi undir 40% af almennum rekstr­ar­kostn­aði. Ef fleiri eiga að nota strætó, þá þarf hann að vera not­enda­vænn. Það á ekki að vera þannig að ef þú rétt svo missir af vagn­inum séu 29 mín­útur í þann næsta.

Grunn­kerfin okkar hafa verið hlutuð niður og færð í hendur einka­að­ila. Öfl­ugt félags­legt kerfi þarf til að sporna gegn því. Betri borg byggir upp grunn­stoð­irnar sínar í stað þess að útvista þeim. Um helm­ingur af akstri Strætó bs. er í höndum verk­taka og ekk­ert þak er á því hversu mikið af þjón­ust­unni megi útvista. Það er slá­andi að engin stefna sé hjá opin­beru fyr­ir­tæki um hversu mikið af grunn­þjón­ustu einka­að­ilar megi sjá um. Þegar starfs­fólk er ráðið inn frá ólíkum fyr­ir­tækj­um, eru kjörin ekki endi­lega þau sömu. Því tölum við sós­í­alistar gegn útvist­un. Eðli­leg­ast væri að allt starfs­fólk hjá opin­beru fyr­ir­tæki sé hluti af sömu heild.

Afmark­aðsvæð­ing hús­næð­is­kerf­is­ins þarf að eiga sér stað. Þegar ég lít yfir árið þá hafa þau félags­legu skref ekki verið tek­in. Ef stuðst er við sömu for­múlu, kemur alltaf sama nið­ur­staða. Áfram­hald­andi stefna um að 25% af hús­næði borg­ar­innar eigi að vera óhagn­að­ar­drifið er ekki nóg. Það eru enn um 1.000 manns að bíða eftir hús­næði. Eng­inn ætti að vera á biðlista. Borgin þarf að taka stærri félags­leg skref. 

Ójöfn­uð­ur­inn í sam­fé­lag­inu er gríð­ar­legur og það er ekk­ert nýtt af nál­inni. Kostn­aður vegna launa­hækk­ana borg­ar- og vara­borg­ar­full­trúa á þessu ári nam 25 millj­ónum króna. Laun okkar upp­fær­ast tvisvar sinnum á ári í takt við þróun launa­vísi­tölu. Í apríl á þessu ári lögðum við sós­í­alistar til að það kæmi ekki til launa­hækk­un­ar. Samt sem áður gekk hún eftir og enn á eftir að afgreiða til­lög­una gegn launa­hækk­un. Á meðan að COVID-19 far­ald­ur­inn gengur yfir og sam­fé­lagið tekst á við efna­hags­legar afleið­ingar þess er mik­il­vægt að hinir betur laun­uðu sýni ábyrgð í verki. 

Ásætt­an­legt launa­bil er eitt­hvað sem við þurfum að ræða um í okkar sam­fé­lagi. Hvert viljum við stefna í þeim efn­um? Þurfum við ekki að skipta kök­unni jafnar á meðan að rík­ustu 10% eiga 44% eigna á Íslandi? Tor­tím­ing kap­ít­al­ism­ans er eina leiðin gegn stétt­skipt­ingu og ham­fara­hlýnun sem er nú helsta ógnin við okkar sam­fé­lag.

Höf­undur er odd­viti Sós­í­alista­flokks Íslands í borg­ar­stjórn Reykja­víkur 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit