Að fara aðra leið

Friðrik Jónsson segir að raunverulegur undirbúningur kjaraviðræðna þurfi að hefjast strax á nýju ári og vonast hann til þess að það takist að auka skilvirkni í þeim til muna.

Auglýsing

Fyrsti dagur árs­ins 2021 rann upp bjartur og fag­ur. Ekki að ég muni það sér­stak­lega en ég tók mynd á sím­ann minn þennan dag og af henni að dæma var veðrið úrvals­gott, björt frost­stilla. Ég fór í nýárs­göngu með hund­unum Bjarti og Skugga á upp­á­halds stað þeirra bræðra, Bæj­ar­ins beztu pyls­ur. Það er líka til mynd af því enda aug­ljós­lega frá­bær leið til að byrja nýtt ár. Það fannst hund­unum hið minnsta.

Augu nýlið­ans

Í upp­hafi árs óraði mig ekki fyrir því að frekara frama­pot á vett­vangi verka­lýðs­bar­átt­unnar biði mín, allra síst að verða for­maður BHM, heild­ar­sam­taka háskóla­mennt­aðra. Kjara- og rétt­inda­mál hafa að að vísu lengi verið mér hug­leikin en ég hafði boðið mig fram og hlotið braut­ar­gengi í for­mann Félags háskóla­mennt­aðra starfs­manna stjórn­ar­ráðs­ins um haustið 2020. Í febr­úar síð­ast­lið­inn ákvað hins vegar þáver­andi for­maður BHM að hætta við sitt fram­boð til áfram­hald­andi for­manns­setu og í kjöl­farið var óvænt skorað á mig af nokkrum fjölda for­manna aðild­ar­fé­laga BHM að bjóða mig fram. Eftir nokkra umhugsun ákvað ég að slá til.

Nú hef ég gengt emb­ætti for­manns BHM í sjö mán­uði. Ég var ekki búinn að vera nema nokkrar vikur í starf­inu þegar við hófum vinnu við und­ir­bún­ing næstu kjara­lotu innan banda­lags­ins. Full­snemmt, gætu ein­hverjir sagt í ljósi þess að kjara­samn­ingar aðild­ar­fé­laga BHM byrja að losna í lok 2022 og byrjun 2023. En stað­reyndin er að við svo­kall­aðir „að­ilar vinnu­mark­að­ar­ins“ þurfum almennt að gera betur í því hvernig við vinnum fyrir okkar umbjóð­end­ur. Það er gömul saga og ný.

Auglýsing

Mán­uðir og ár án samn­inga

Töl­fræðin sýnir svart á hvítu að margt þarf að bæta á íslenskum vinnu­mark­aði. Sam­kvæmt gögnum Kjara­töl­fræði­nefndar voru gerðir rúm­lega 300 kjara­samn­ingar í síð­ustu samn­inga­lotu en til sam­an­burðar eru þeir um 400 í Nor­egi, á 15 sinnum fjöl­menn­ari vinnu­mark­aði. 24 samn­ingar voru við færri en 10 ein­stak­linga hér á landi og eitt dæmi er um að samn­ingur hafi verið gerður við einn launa­mann. Á Íslandi er kjara­deilum vísað til rík­is­sátta­semj­ara í rúm­lega helm­ingi til­vika. Þá hafa samn­inga­við­ræður oft staðið mán­uðum eða árum saman án árang­urs. Til sam­an­burðar má nefna að í síð­ustu samn­inga­lotu í Sví­þjóð var 35 málum vísað til rík­is­sátta­semj­ara. Þar er vinnu­mark­að­ur­inn 30 sinnum stærri.

Hvað kostar flækju­stig­ið?

Ómark­viss vinnu­brögð sem ein­kenn­ast meðal ann­ars af töfum og hót­unum koma niður á lífs­gæðum okkar allra og hafa tölu­verðan fórn­ar­kostnað í för með sér fyrir íslenskt launa­fólk. Á árinu 2020 voru 10.500 krónur fram­leiddar á hverja vinnu­stund á Íslandi. Hugsa má sem svo að það sé fórn­ar­kostn­aður hverrar klukku­stundar sem varið er í óþarfa flækju­stig og tafir við kjara­samn­inga­gerð.

Það eru og hafa alltaf verið hags­munir launa­fólks að nýir samn­ingar taki gildi um leið og eldri samn­ingar renna sitt skeið. Almennt er það reglan á Norð­ur­lönd­un­um. Á Íslandi er það aftur á móti algjör und­an­tekn­ing og raunar aðeins til örfá dæmi þess. Flestar stéttir eru samn­ings­lausar mán­uðum saman þar til sam­komu­lag næst um nýjan samn­ing. Þetta býr til óvissu bæði fyrir launa­fólk og atvinnu­rek­end­ur. Sú óvissa er líka afar kostn­að­ar­söm enda dýrt að fólk sitji vik­um, mán­uðum og jafn­vel árum saman við samn­inga­borð án þess að ná árangri. Ég styð heils­hugar mark­mið og ádrepur rík­is­sátta­semj­ara um að vinnu­reglan eigi að vera sú að samn­ingar taki við af samn­ing­um. Ég styð það einnig að allra leiða verði leitað til að auka skil­virkni í samn­inga­gerð.

Nýtt ár og ný nálgun

Á fundi þjóð­hags­ráðs í des­em­ber gat ég ekki skilið hlut­að­eig­andi öðru­vísi en svo að þau væru öll sam­mála um að vilja byrja kjara­samn­inga­gerð­ina fyrr, gera bet­ur, bæta grein­ingar og gögn og stefna sam­eig­in­lega í þá átt að verja kaup­mátt almenn­ings í land­inu. Það er allt­ént góð byrj­un. Þó að hags­munir atvinnu­lífs, stjórn­valda og heild­ar­sam­taka launa­fólks séu oft ólíkir getum við verið sam­mála um að bæta vinnu­brögð­in. Mark­miðið er jú ætíð að verja og sækja meiri kaup­mátt og tryggja sann­gjarna skipt­ingu auðs þjóð­ar­inn­ar.

Ég vona að það muni stand­ast. Að þegar á hólm­inn verði komið verði ekki of seint af stað farið eina ferð­ina enn. Raun­veru­legur und­ir­bún­ingur kjara­við­ræðna þarf að hefj­ast strax á nýju ári og við hjá BHM erum til­búin í þá veg­ferð. Ég von­ast jafn­framt til þess að okkur tak­ist að auka skil­virkni til muna. Það ætti að vera sam­eig­in­legt mark­mið verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar, atvinnu­lífs­ins, ríkis og sveit­ar­fé­laga. Að fara örlítið aðra leið, byrja fyrr og vanda vel til verka er allra hag­ur.

Gleði­legt nýtt ár 2022!

Höf­undur er for­maður BHM.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit