Árið 2014: Dramatískt ár í orkubúskapnum

arid2014-virkjun.jpg
Auglýsing

Ket­ill Sig­ur­jóns­son, orku­blogg­ari og MBA frá CBS, fylgist grannt með gangi mála í orku­geir­anum á heims­vísu og hér á landi. Hann fer yfir helstu atburði árs­ins, sem voru dramat­ískir í meira lagi, í þessum grunni hag­kerfa heims­ins.

Nobody knows nut­hin! Þessi kald­hæðn­is­lega speki, sem Jack Bog­le, stofn­andi Vangu­ard, vísar stundum til, minnir okkur á að þegar horft er til fram­tíðar er ekki gott að segja hvað muni ger­ast. Vert er að minn­ast þess­ara orða núna þegar helstu tíð­indin á sviði orku­mála frá árinu 2014 eru rifjuð upp. Á árinu sem nú er að líða í ald­anna skaut hafa nefni­lega gerst atburðir í orku­geir­anum sem fæstir höfðu spáð. Eft­ir­far­andi er lauf­létt upp­rifjun á nokkrum þess­ara atburða.

ketill (1) Ket­ill Sig­ur­jóns­son

Auglýsing

Orku­at­burður árs­ins:  Mikið verð­fall á olíu



Stærsti orku­at­burður árs­ins er tví­mæla­laust hið mikla verð­fall á hrá­ol­íu, sem varð á síð­ari hluta árs­ins. Á ein­ungis um sex mán­uðum hefur olíu­verð hrapað um næstum 45%. Farið úr um 100-110 USD/tunnu og niður í um 60-65 USD.

Margar orku­spár frá því fyrir ári síðan virð­ast fremur kjána­legar í dag. Taka má spá upp­lýs­inga­skrif­stofu banda­ríska orku­mál­ráðu­neyt­is­ins um þróun olíu­verðs sem dæmi. Fyrir um ári síðan spáði starfs­fólk stofn­un­ar­innar því að nú um kom­andi ára­mót yrði olíu­verð senni­lega um 100 USD/t­unn­an. Reyndin er sú að verðið er nú um 40% lægra.  Svona er nú fram­tíðin ófyr­ir­sjá­an­leg.

Þetta mikla og hraða verð­fall kom mörgum á óvart. Í þrjú ár höfðu olíu­mark­aðir ein­kennst af nokkuð stöð­ugu verði. En svo gerð­ist það um mitt þetta ár að olíu­verð tók að síga niður á við og nú síð­ustu vik­urnar hefur verðið fallið hratt.

Nú stöndum við frammi fyrir því álita­máli hvort verð­fallið hafi stöðvast? Og hvenær olíu­verð fer að stíga upp á við? En þá má minn­ast þess að nýlega lækk­aði Alþjóða gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn hag­vaxta­spá sína og virð­ist álíta að veg­ur­inn framundan sé mun holótt­ari en menn héldu. Gangi spáin eftir er varla að búast við umtals­verðri upp­sveiflu á orku­mörk­uðum heims­ins í bráð. En þarna er auð­vitað tölu­verð óvissa!

Orku­menn árs­ins: Andrew Hall hjá Phi­bro og Ali al-Naimi í Arabíu



Það er reyndar ekki svo að þetta verð­fall á olíu hafi komið öllum í opna skjöldu. Hér má t.d. nefna að síð­sum­ars sagði hinn alræmdi Andy Hall, for­stjóri Phi­bro, olíu­verð­lækkun vera yfir­vof­andi. Hann er líka sagður hafa skort­selt olíu þá og hefur því senni­lega hagn­ast vel eina ferð­ina enn.

Ekki er aug­ljóst af hverju Hall var þarna gleggri en flestir aðrir (hann er reyndar þekkt­ari fyrir að veðja almennt á hækk­andi olíu­verð). Kannski var það vegna þess að hann rýndi í töl­fræð­ina, en lét ekki stjórn­ast af til­finn­ing­um. Töl­urnar sýna nefni­lega að allt frá miðju ári 2013 hefur fram­leiðsla á olíu verið meiri en nemur olíu­notkun í heim­in­um. Þetta kall­ast offram­boð!

Þarna skiptir líka önnur töl­fræði máli. Það er nefni­lega svo að Sádarnir hafa und­an­far­inn ára­tug eða svo smám saman verið að tapa mark­aðs­hlut­deild á olíu­mörk­uð­um. Svona eftir á að hyggja, þá hlaut mik­il­væg­asti olíu­út­flytj­andi heims, þ.e. Saudi Arab­ía, fyrr eða síðar að bregð­ast við og sýna tenn­urn­ar. Og nota einn stærsta gjald­eyr­is­sjóð heims og ódýr­ustu olíu­fram­leiðslu heims til að reyna að end­ur­heimta mark­aðs­hlut­deild sína og kaf­færa keppi­naut­ana.

Þess vegna er skilj­an­leg sú ákvörðun Ali al-Naimi, olíu­mála­ráð­herra Sádanna, í nóv­em­ber sem leið að draga ekki úr olíu­fram­leiðslu Sádanna. Og segja hinum OPEC-­ríkj­unum að halda fram­leiðslu­kvótum sínum óbreytt­um. En það gat samt eng­inn vitað fyr­ir­fram hvað Sádarnir myndu eða myndu ekki gera. Og þar af leið­andi var hver sá sem skort­seldi olíu í stórum stíl í sumar að taka mikla áhættu. Og miðað við örvænt­ing­una í olíu­iðn­að­inum víða um heim nú síð­ustu vik­urnar hefur Ali al-Naimi ber­sýni­lega komið flestum á óvart.

Jákvæð­asta orku­á­kvörðun árs­ins:  Samn­ingur Lands­virkj­unar og Alcan



Hér verða íslensk og erlend orku­mál­efni hrist saman líkt og bland í poka eða kæru­leys­is­legur ára­móta­kokk­teill. Lands­virkjun og Rio Tinto Alcan verða hér útnefnd hand­hafar jákvæð­ustu orku­á­kvörð­unar árs­ins.

Nú á árinu sömdu fyr­ir­tækin um lausn vegna raf­orku­samn­ings sem þau gerðu fyrir nokkrum árum (2010). Eða öllu heldur um lausn á ves­eni sem breyttar áætl­anir Rio Tinto Alcan í Straums­vík ollu.

Í umræddum orku­samn­ingi frá 2010 var m.a. kveðið á um raf­orku­kaup Straums­víkur vegna fyr­ir­hug­aðrar fram­leiðslu­aukn­ingar álversin þar. En sökum þess að sú stækkun varð mun minni en ráð­gert hafði ver­ið, sat álverið nú uppi með að borga fyrir veru­legt magn af raf­orku sem það gat ekki not­að. Og Lands­virkjun sat uppi með umtals­vert afl sem fyr­ir­tækið gat ekki ráð­stafað til ann­arra (til að efna sinn hluta samn­ings­ins hafði Lands­virkjun reist Búð­ar­háls­virkj­un).

Nið­ur­staðan í þessu vand­ræða­máli var sú að Rio Tinto Alcan sleppti taki á umræddu afli og fékk um leið að losna undan ámóta hluta af kaup­skyldu sinni. Að auki greiddi álfyr­ir­tækið 17 millj­ónir USD til Lands­virkj­unar vegna bóta fyrir að hafa gert raf­orku­samn­ing við Lands­virkjun sem kall­aði á ann­ars ónauð­syn­legar virkj­un­ar­fram­væmd­ir.

Þó svo þessu sam­omu­lagi hafi verið lýst sem ásætt­an­legri lausn fyrir bæði fyr­ir­tækin má kannski segja að sam­komu­lagið hafi verið sér­stak­lega jákvætt fyrir Lands­virkj­un. Álverið í Straums­vík hefði mögu­lega getað við­haldið samn­ingn­um, en í stað­inn dregið úr raf­orku­kaupum sínum með því að beita skerð­inga­heim­ildum heild­ar­raforku­samn­ings­ins. Á móti kemur að ein­hverjum kann að þykja álfyr­ir­tækið hafa sloppið vel að losna við umræddan hluta kaup­skyldu sinnar gegn ein­ungis 17 millj­óna doll­ara greiðslu. En hvað svo sem slíkum vanga­veltum líður þá er jákvætt að fyr­ir­tækin skuli hafa fundið þarna lausn sem þau eru bæði sátt við.

Ósk­hyggja árs­ins:  Vöxtur í áliðn­aði



Eins og áður kom fram gaf töl­fræðin sterkar vís­bend­ingar um offram­boð af olíu. Töl­fræðin segir okkur líka ýmis­legt um ástandið og þró­un­ina á álmörk­uðum og gefur okkur til­efni til að ætla að einnig þar sé offram­boð yfir­vof­andi. Það er reyndar óum­deilt að und­an­farin ár hafa ein­kennst af offram­boði af áli og lágu álverði. Á allra síð­ustu árum hefur þó dregið aðeins úr þessi offram­boði og áliðn­að­ur­inn víða spjarað sig nokkuð vel. En það eru blikur á lofti.

Í Banda­ríkj­unum er ennþá verið að rann­saka meinta mark­aðs­mis­notkun með ál, sem gæti þýtt að offram­boð hafi verið falið með ólög­mætum hætti. Álút­flutn­ingur frá Kína virð­ist heldur vera að aukast. Og fram­kvæmdir standa yfir við bygg­ingu nýrra og afar hag­kvæmra álvera við Persaflóa og sömu­leiðis er aukin upp­bygg­ing fyr­ir­huguð á Ind­landi.

Hér á landi starfa Sam­tök álf­ram­leið­enda, sem á árinu kynntu athygl­is­verða sýn á stöðu álmark­aða. Þar var lögð rík áhersla á að „grein­endur á álmark­aði“ geri ráð fyrir 6% aukn­ingu í eft­ir­spurn eftir áli á næstu árum - og þarna gefið í skyn að þetta skapi íslensku álver­unum tæki­færi.

Vand­inn er bara sá að í reynd skiptir þessi góða vaxt­ar­spá því miður litlu máli fyrir íslensku álfyr­ir­tæk­in. Nær öll þessi aukn­ing, sem rétti­lega er spáð, mun nefni­lega sam­kvæmt spánni verða innan Kína. Og henni verður þá nær örugg­lega svo til alfarið mætt með fram­leiðslu kín­verskra álvera, en Kína hefur í nokkur ár full­nægt eigin mark­aðs­þörf á áli og gott bet­ur.

Sam­kvæmt sömu grein­endum er talið lík­legt að næstu árin auk­ist áleft­ir­spurn utan Kína vart meira en 1,5% árlega. Ef þetta verður raunin þarf vissu­lega að auka álf­ram­leiðslu utan Kína. Það gæti t.d. orðið á Vest­ur­löndum og kannski á Íslandi. En gleymum því ekki að innan bæði Ind­lands og Persaflóa­ríkj­anna stendur til að stór­auka álf­ram­leiðslu og álút­flutn­ing. Persaflóa­ríkin standa þarna mjög sterkt því þau geta boðið lægsta raf­orku­verðið (frá gasorku­verum). Lít­ill vöxtur í eft­ir­spurn eftir áli (utan Kína) og fram­leiðslu­aukn­ing í Persaflóa­ríkj­unum og á Ind­landi er lík­leg til að halda aftur af hækk­unum á álverði. Og varla unnt að búast við umtals­verðum vexti í álf­ram­leiðslu á Íslandi.

Græn­asta orku­tæki­færi árs­ins:  Sæstrengur milli Íslands og Bret­lands



Á árinu 2013 kom form­lega fram áhugi breskra stjórn­valda á raf­orku­streng milli Íslands og Bret­lands. Og í des­em­ber það ár sam­þykkti breska þingið lög­gjöf sem ætlað er að tryggja nýjum orku­verk­efnum lág­marks­verð sem er marg­falt hærra en það verð sem við t.d. seljum raf­ork­una til álver­anna hér.

Sam­kvæmt þess­ari lög­gjöf og hinni nýju orku­stefnu Bret­lands má gera ráð fyrir að íslensk raf­orka yrði seld til Bret­lands á allt að átt­földu því verði sem t.d. álverin hér almennt greiða fyrir raf­ork­una. Á árunum 2013 og 2014 gafst gott tæki­færi til að hefja form­legar við­ræður milli breskra og íslenskra stjórn­valda um þann mögu­leika að leggja sæstreng milli land­anna. Ávinn­ing­ur­inn sem Bretar sjá í slíkum streng er að hann gæfi kost að að nálg­ast áreið­an­lega end­ur­nýj­an­lega raf­orku á verði sem er t.d. sam­keppn­is­fært við raf­orku frá vind­orku­verum við bresku strand­lengj­una. Slíkar við­ræður eru ennþá ekki byrj­að­ar.

Þarna er um að ræða eitt­hvert áhuga­verð­asta við­skipta­tæki­færi Íslands - og þarna skap­að­ist líka það sem kalla má eitt allra græn­asta orku­tæki­færi árs­ins í heim­inum öll­um. Í þessu sam­bandi má nefna að nú á árinu gaf KPMG Global út skýrslu þar sem fram kom að sæstrengur milli Íslands og Bret­lands sé eitt af hund­rað eft­ir­tekt­ar­verðust­u verk­efnum í heim­inum á sviði upp­bygg­ingar inn­viða.

Á árinu 2014 tóku íslensk stjórn­völd loks skerf í þá att að fara að huga að þessu tæki­færi. Þar mætti þó ganga mun ákveðn­ara til verks og hefja beinar við­ræður við Breta, enda  hafa bresk stjórn­völd þegar sýnt slíkum við­ræðum áhuga.

Mesta ógn árs­ins: Bárð­ar­bunga!



Þó svo olían hafi stolið sen­unni á orku­ár­inu 2014 er líka drama­tík á öðrum hrá­vöru­mörk­uð­um. Verð á járn­grýti hefur snar­fallið á árinu rétt eins og hrá­ol­ía. Og hrá­vöru­kon­ung­ur­inn kopar hefur líka verið á leið niður á við, sem er oft talin afar skýr vís­bend­ing um versn­andi efna­hags­á­stand. Það virð­ist því sem skyn­sam­leg­ast sé að búast við nokkuð dauf­legum hag­vexti næstu miss­er­in.

Kannski verður örlaga­rík­asti atburður árs­ins 2015 sá sem hinn danski Saxo Bank spáir í sinni árlegu Outragous Pred­ict­ions. Spá þeirra Sax­lend­inga er sú að risa­eld­gos í Bárð­ar­bungu paa den for­blæste vulkanö Island muni eyði­leggja stóran hluta af korn­upp­skeru heims­ins með til­heyr­andi verð­spreng­ingu á mat­væl­um. Fari svo að þessi drunga­lega spá Saxo ræt­ist, þá er bara að minn­ast orða Win­ston’s Churchill: If you're going through hell, keep going!

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None