Bakherbergið: Sérfræðingur í aflandsfélögum veitir sérfræðiálit

319-Tortola-Road-Town-Blick-von-Kammstrasse.jpg
Auglýsing

Fyr­ir­huguð kaup stjórn­valda á gögnum um fjár­muna­eign Íslend­inga í skatta­skjólum af huldu­manni sem vill fá 150 millj­ónir fyrir hafa vart farið fram­hjá mörg­um. Flestir stjórn­mála­menn, þvert á flokka, virð­ast nú skynja almanna­á­litið þannig að best þyki að standa með þessum kaup­um. Þeir sem eru því mót­fallnir eru að minnsta kosti ekki mikið að láta í sér heyra.

Einu almenni­legu mót­bár­urnar komu frá Heimdalli, félagi ungra sjálf­stæð­is­manna í Reykja­vík, sem sendi frá sér yfir­lýs­ingu þar sem félagið lýsir sig alfarið á móti því að ríkið kaupi þýfi og Brynj­ari Níels­syni þing­manni sem segir sak­næmt að kaupa skatta­gögnin. Enda eðli­legt að ræða svona mál frá öllum hliðum þar sem það er for­dæma­laust og alls ekk­ert sjálf­sagt að ein nið­ur­staða verði frekar en önn­ur.

Fjöl­miðlar hafa fjallað mikið um mál­ið. Mbl.is birti til að mynda umfjöllun um málið í gær undir fyr­ir­sögn­inni „Tvö­falt sið­gæði skatt­yf­ir­valda“.

Auglýsing

Þar er sagt frá því að dóm­stóll á lægra stigi í Hollandi hafi talið end­ur­heimt skatt­greiðslna sem byggði á upp­lýs­ingum keyptum af huldu­manni verið ólög­mæta þar sem skatt­yf­ir­völd hafi neitað að gefa upp heim­ild­ar­mann sinn.

Síðan er rætt við Krist­ján Gunnar Valdi­mars­son, lektor í inn­lendum og alþjóð­legum skatta­rétti við Háskóla Íslands og lög­mann, sem bendir á að ekki væri ólík­legt að íslenskir dóm­stólar kæmust að sömu nið­ur­stöðu. Hann bætir því við að hann telji það ófor­svar­an­legt að íslensk skatt­yf­ir­völd hygg­ist greiða við­kom­andi með reiðufé án þess að vita hvort mað­ur­inn ætli að gefa greiðsl­una upp til skatts.

­At­huga­semdir Krist­jáns Gunn­ars eru athygl­is­verðar og ljóst að hann býr yfir mik­illi þekk­ingu á sviði alþjóð­legs skatta­rétt­ar. Hann starf­aði enda sem for­stöðu­maður skatta­ráð­gjafar Bún­að­ar­bank­ans á árunum 2000 til 2003. Þar stofn­aði Krist­ján meðal ann­ars félögin Otris og Ferra­d­is, sem eru skráð á Tortóla-eyju.

Athuga­semdir Krist­jáns Gunn­ars eru athygl­is­verðar og ljóst að hann býr yfir mik­illi þekk­ingu á sviði alþjóð­legs skatta­rétt­ar. Hann starf­aði enda sem for­stöðu­maður skatta­ráð­gjafar Bún­að­ar­bank­ans á árunum 2000 til 2003. Þar stofn­aði Krist­ján meðal ann­ars félögin Otris og Ferra­d­is, sem eru skráð á Tortóla-eyju. Þau áttu upp­runa­lega að leika lyk­il­hlut­verk í kaup­rétt­ar­kerfi Bún­að­ar­bank­ans, en end­uðu síðar sem nokk­urs konar „off balance sheet“ ruslakistur þar sem stjórn­endur Kaup­þings geymdu ónýtar eign­ir. Þá var Krist­ján Gunnar reyndar far­inn úr bank­an­um.

Hann fylgdi mörgum öðrum stjórn­endum Bún­að­ar­bank­ans yfir til Lands­bank­ans á árinu 2003 og vann þar fram yfir hrun sem for­stöðu­maður skatta­sviðs Lands­bank­ans utan þess sem hann var ­for­stöðu­maður einka­banka­þjón­ustu hans í eitt ár. Þar setti hann upp aflands­fé­lög sem voru ýmist skráð til heim­ilis í Pana­ma, Tortóla eða Guernsey sem höfðu það hlut­verk að halda á kaup­rétti starfs­manna bank­ans. Öll félög­in, sem voru átta tals­ins, lutu stjórn helstu stjórn­enda Lands­bank­ans. Í skýrslu­tökum yfir Krist­jáni Gunn­ari hjá rann­sókn­ar­nefnd Alþingis kemur þetta glögg­lega fram. Þar lýsir hann því „að fyrir aðal­fund Lands­bank­ans 9. febr­úar 2007 hefði Sig­ur­jón Þ. Árna­son banka­stjóri farið þess leit við sig að safna saman umboðum frá stjórnum erlendu fjár­hags­fé­lag­anna sem héldu sam­an­lagt 13,2% eign­ar­hluta í bank­anum og fara með atkvæða­rétt félag­anna fund­inum og þá einkum til að leggja starfs­kjara­stefnu bank­ans lið.

Sam­kvæmt Krist­jáni Gunn­ari var þetta gert og sagð­ist hann í sam­ræmi við það hafa farið með atkvæða­rétt félag­anna fund­inum skv. umboði og greitt atkvæði fund­in­um." Því kom Krist­ján fram sem næst stærsti hlut­hafi bank­ans aðal­fundi hans og greiddi atkvæði í krafti þess eign­ar­hluta takt við vilja stjórn­enda bank­ans.

Þegar upp­lýst var um það að Krist­ján Gunnar hafi farið með umsjón aflands­fé­laga sem skrá­sett væru á Tor­tola sagði Ind­riði Þor­láks­son, fyrrum rík­is­skatt­stjóri, að sér fynd­ist „þetta bera merki þess að þarna sé verið að snið­ganga skatt­inn“.

Til að styðj­ast ekki við eina skoðun tal­aði mbl.is einnig við Bern­hard Boga­son, annan sér­fræð­ing í skatta­rétti. Hann komst að sömu nið­ur­stöðu og Krist­ján Gunn­ar. Bern­hard var fram­kvæmda­stjóri lög­fræðis­viðs FL Group á árunum 2006 til 2009.

Í bak­hergberg­inu er því velt fyrir sér hvort les­endur hafi ekki átt rétt á að fá að vita um þessa reynslu álits­gjaf­anna tveggja.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None