Bráðveikt heilbrigðiskerfi

Gunnar Baldvin Björgvinsson
15850516779_84045ca1e5_z.jpg
Auglýsing

Ég heiti Gunnar Bald­vin og er kandídat á Land­spít­al­an­um.  Það mætti kannski kalla mig „verk­fallskandídat“ miðað við hvað Morg­un­blaðið hefur birt oft myndir af mér (saman með nokkrum öðrum) s.l. hálft ár.

Umræddar myndir voru teknar á Bráða­mót­tök­unni í lækna­verk­fall­inu, að mér og öðrum for­spurð­um, og hefur síðan verið a.m.k. tvisvar á for­síðu Mogg­ans, nokkrum sinnum innan í Mogg­anum og oft á mbl.­is.  Ég bað ekki um að vera ein­hver verk­falls­strák­ur, for­síðu­frétt eða and­lit heil­brigð­is­stétta í verk­fall­i.  Svo þegar Mogg­inn setti mig núna aftur á for­síðu sína nýlega, í núver­andi verk­föll­um, ákvað ég að skrifa nokkur orð um verk­föll­in.

 

Auglýsing

Ég styð verk­falls­að­gerðir heil­brigð­is­stétta, því þessar stéttir eru und­ir­staða þess að hægt sé að starf­rækja öfl­ugt nútíma heil­brigð­is­kerfi til fram­búðar á Ísland­i.  Án þessa vel mennt­aða, vel þjálf­aða og hæfa starfs­fólks er ekk­ert heil­brigð­is­kerf­i.  Ég trúi ekki öðru en að mik­il­vægi þeirra, í lífi okkar allra, sé næg ástæða til þess að hækka laun þeirra og leysa þann alvar­lega vanda sem við stöndum frammi fyr­ir.

Sýn mín á vand­ann



Ég vann á Skurðsviði Land­spít­ala þegar lækna­verk­fallið hófst.  Þaðan flutt­ist ég á Bráða­mót­tök­unni í nóv­em­ber.  Álagið var mjög mikið fram yfir ára­mót, þegar ég flutt­ist yfir á Lyf­lækn­inga­svið Land­spít­ala.  Þar hafði verk­fallið líka sín áhrif, en sem betur fer leyst­ist það í jan­úar þegar inflú­ensu­tím­inn (mesti álags­tími árs­ins) var haf­inn.

Ég, aðrir starfs­menn og auð­vitað skjól­stæð­ing­arn­ir, fundum vel fyrir lækna­verk­fall­inu á Bráða­mót­tök­unni, enda ekki annað fyrir marga að leita læknis á meðan á lækna­verk­fall­inu stóð.  Ein­hvern veg­inn hafð­ist þetta þó, en auð­vitað minnk­aði og tafð­ist þjón­usta, biðin var löng fyrir sjúk­linga, og öll rúm, á stofum jafnt sem göng­um, upp­tek­in.  Við gerðum allt til að tryggja öryggi, en það gefur auga leið að í slíku ástandi getur það verið erfitt.

Kerf­is­lægur vandi



Sem betur fer leyst­ist lækna­verk­fall­ið, en (kerf­is)vand­inn var (og er) ekki enn leyst­ur, þrátt fyrir fögur fyr­ir­heit.  Og nú er komið annað verk­fall, eða kannski rétt­ara sagt, verk­föll.  Nú hefur verk­fall geisla­fræð­inga, líf­einda­fræð­inga, ljós­mæðra og nátt­úru­fræð­inga staðið yfir í nokkrar vikur og ekki útlit fyrir að það leys­ist í bráð.  Þetta eru þær stétt­ir, sem gera læknum kleift að sinna sjúk­lingum sín­um, þannig það hefur verið ansi erfitt und­an­farið að stunda nútíma lækn­is­fræði á Land­spít­al­an­um.

Það var erfitt að vera á Bráða­mót­tök­unni í lækna­verk­fall­inu, en nú er það mögu­lega erf­ið­ara, því rann­sóknir tefj­ast og fást jafn­vel ekki nema í ýtr­ustu neyð.  Þetta er líka erfitt á Lyf­lækn­inga­sviði, þar sem nán­ast allt byggir á rann­sóknum til frek­ari grein­ing­ar, eft­ir­lits og með­höndl­un­ar.  Rann­sóknir fást ekki fyrr en á morgun eða hinn, nema auð­vitað það allra nauð­syn­leg­asta.  Þetta tefur upp­vinnslu, með­ferð, eft­ir­lit og útskrift­ir; og ekki stytt­ast biðlist­arn­ir.

Svo ég vitni í kollega, þá er ekki hægt að starf­rækja nútíma bráða­sjúkra­hús án blóð­rann­sókna.  Það er líka erfitt að reka bráða­mót­töku án mynd­grein­ing­ar, hvað þá sjúkra­hús án meina­fræði, geisla­með­ferðar og fæð­ing­ar­þjón­ustu.

Lækna­verk­fallið var slæmt.  Það er mögu­leiki að þetta verk­fall verði verra (og jafn­vel lengra).  Það er dag­legt, ótíma­bund­ið, og hefur þau áhrif að ekki er hægt að stunda nútíma lækn­is­fræði eins og við þekkjum hana.  Þessi lækn­is­fræði byggir að miklu leiti á sam­vinnu fag­stétta, einkum þeirra sem sjá um alla rann­sókn­ar­vinn­una þ.e. líf­einda­fræð­inga, geisla­fræð­inga og nátt­úru­fræð­inga; að ógleymdum ljós­mæðrum sem sinna fóst­ur­skimun­um, mæðra­eft­ir­liti, taka á móti börnum og sinna nýbur­um.  Ég get vart til þess hugsað hvernig fer fyrir heil­brigð­is­kerf­inu fari fleiri stéttir þess í verk­fall, sem gæti gerst í lok maí ef samn­ingar nást ekki við hjúkr­un­ar­fræð­inga, en þær hafa þegar sam­þykkt verk­falls­að­gerð­ir.

 

Bráð­veikt kerfi



Kerfið hefur glímt við lang­vinn veik­indi í mörg ár og nú er kerfið bráð­veikt og óstöðugt.

Stöðugt kerfi og stöðugt sam­fé­lag þarf að vera heil­brigt.  Heil­brigt sam­fé­lag bygg­ist á góðri og stöðugri heil­brigð­is­þjón­ust­u.  Slíkt heil­brigð­is­kerfi er sam­an­sett úr fjöl­mörgum stétt­um, sem verða að vinna sam­an, og þær vilja vinna sam­an!  Þess vegna verður að leysa úr núver­andi vanda eins fljótt og hægt er, áður en sam­fé­lagið veik­ist þannig að ekki verður aftur snú­ið.  Það er einmitt það sem er að ger­ast núna, sér­stak­lega á Land­spít­al­an­um.  Þar ríkir ekki stöð­ug­leiki, líkt og krabba­meins­læknar og for­stjóri hafa þegar bent á.  Þar ríkir hættu­á­stand!

Stöð­ug­leiki?



Stjórn­völdum virð­ist umhugað um stöð­ug­leika og því hlýtur það að vera kapps­mál stjórn­valda að lækna óstöðugt og veikt heil­brigð­is­kerfi, til þess að við­halda heil­brigðu og stöð­ugu sam­fé­lag­i.  Hins vegar virð­ist stöð­ug­leiki stjórn­valda ein­göngu vera af efna­hags­legum toga; því mið­ur.  Og því miður fara sjúk­ling­ar, sjúk­dóm­ar, slys og veik­indi ekki í verk­fall, heldur versna og geta valdið ómældum skaða ef ekki er gripið inn í.  Í núver­andi ástandi ótt­ast ég að skað­inn geti orðið mik­ill ef ekk­ert verður að gert sem allra fyrst.

Það þarf að leysa núver­andi vanda fljótt og örugg­lega, því ef hann dregst á lang­inn, gæti komið til upp­sagna og starfs­fólk farið að huga að því að flytja utan.  Enn­fremur gæti komið til verk­falla fleiri heil­brigð­is­stétta.  Því þarf einnig að horfa til þeirra stétta, sem ekki eru í verk­falli, en gæti komið til verk­falla hjá, þ.e. hjúkr­un­ar­fræð­ing­um, sjúkra­lið­um, ræsti­tækn­um, vakt­mönn­um, starfs­fólki í eld­húsum og þvotta­hús­um, og fleiri stéttum í heil­brigð­is­kerf­in­u.  Þessar stéttir halda heil­brigð­is­kerf­inu gang­andi og ef þær fara í verk­fall, þá getum við lokað spít­ölum lands­ins og vonað heitt og inni­lega að eng­inn veik­ist alvar­lega.

Höf­undur er lækna­kandídat á Lands­spít­al­an­um.

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None