Farsælt starf er gefandi

Vigfús Ingvar Ingvarsson fer yfir starfsemi samtakanna Landsbyggðin lifi.

Auglýsing

Sam­tökin Lands­byggðin lifi (LBL) voru stofnuð árið 2001 sem regn­hlíf­ar­sam­tök fram­fara­fé­laga.

Fyrstu árin var mikil áhersla lögð á að stofna fram­fara­fé­lög um land allt og tókst það víða mjög vel. Í byrjun voru félögin öflug og komu á fót mörgum verk­efnum sem orðið hafa til fram­fara í sínum sam­fé­lög­um. Hugs­unin á bak við félögin var að efla og styrkja mann­líf og auka áhuga almenn­ings á sam­fé­lagi sínu og virka þátt­töku í því. Í seinni tíð hafa félögin oft lagst í dvala eða verið lögð niður þar sem ekki hefur tek­ist að manna stjórn­ir. Lands­byggðin lifi brást við þessu með því að bjóða upp á ein­stak­lings­að­ild að sam­tök­unum og hefur það skilað góðum árangri. Til að fjár­magna sam­tökin hefur Lands­byggðin lifi tekið þátt í verk­efnum í sam­starfi um marg­vís­leg mál­efni víðs vegar um Evr­ópu. Það hefur víkkað sjón­deild­ar­hring stjórn­ar­manna og gert það að verkum að í stað þess að stofna fram­fara­fé­lög út um allt land leitar Lands­byggðin lifi eftir sam­starfi við starf­andi öflug félög á land­inu öllu.

LBL er ein­falt í sniðum og ekki með skrif­stofu né laun­aða starfs­menn en starfið er unnið í sjálf­boða­vinnu. Haldið er úti heima­síðu: land­lif.is og fés­bók­ar­síðu: Lands­byggðin lifi – Far­sæld til fram­tíð­ar.

Auglýsing

Sem dæmi um erlenda sam­starfs­að­ila eru nor­rænu sam­tök­in, Hela Nor­den ska leva (HNSL). Þetta var óform­legur hópur regn­hlíf­ar­sam­taka á Álandseyjum og Íslandi, í Dan­mörku, Finn­landi, Nor­egi og Sví­þjóð þar til árið 2008 þegar sam­tökin voru form­lega stofn­uð. Fær­eyjar komu svo inn í sam­tökin um fjórum árum síð­ar.

Einnig hefur LBL tekið þátt í víð­tækum evr­ópskum sam­tök­um, ERCA (European Rural Comm­unity Alli­ance) sem héldu fyrsta Evr­ópska dreif­býl­is­þingið (European Rural Parli­ament, ERP) í Brus­sel árið 2013. Næst þing var haldið í Aust­ur­ríki árið 2015 og síðan í Hollandi árið 2017, á Norð­ur­-­Spáni 2019 og loks nú 2022 í Pól­landi. LBL hefur átt full­trúa á öllum þessum þingum en ekki aðrir frá Íslandi. Á ERP-­þing­unum hitt­ist fólk frá fjöl­mörgum Evr­ópu­löndum bæði frá marg­vís­legum áhuga­manna­sam­tökum um byggða­mál og full­trúar stofn­ana sem vinna að byggða­mál­um. Áhuga­verða ályktun dreif­býl­is­þings­ins í Pól­landi má sjá á heima­síðu LBL.

Marg­vís­leg áhuga­verð kynni og sam­bönd hafa mynd­ast í þessu erlenda sam­starfi auk þess fróð­leiks sem aflað hefur ver­ið. Íslensku þátt­tak­end­urnir hafa líka komið sínum áherslu­at­riðum á fram­færi þegar unnið hefur verið að álykt­unum ERP-­þing­anna t.d. um mik­il­vægi strand- og haf­svæða.

Út frá erlendu tengsl­unum hafa sprottið all­mörg sam­starfs­verk­efni sem LBL hefur tekið þátt í með tveimur eða fleiri löndum í hverju verk­efni. Þessi verk­efni hafi almennt notið styrks úr evr­ópskum sjóðum (svo sem Erasmus+) sem greiða m.a. ferða­kostn­að.

Áhuga­verð verk­efni hafa verið unnin í félagi við sam­tök og stofn­an­ir, m.a. í Sví­þjóð, Bret­landi, Rúm­en­íu, Búlgar­íu, Dan­mörku, Hollandi, Ítal­íu, Spáni, Lett­landi, Slóvak­íu, Frakk­landi, Pól­landi og Írlandi.

Mörg tengj­ast verk­efnin áherslu á að auka sam­fé­lags­lega virkni og ábyrgð fólks og þar með að styrkja sam­fé­lögin og efla grunn­stoðir lýð­ræð­is­ins. Þetta brennur ekki síst á fólki í aust­an­verðri Evr­ópu þar sem lýð­ræði er fremur nýlega til­kom­ið.

Að sjálf­sögðu er reynt að van­rækja ekki inn­lend verk­efni þó að leitað sé til LBL með þátt­töku í erlendum verk­efnum og þau séu fjár­hags­lega mik­il­væg.

Full­trúar LBL taka þátt í ráð­stefnum og fundum þar sem byggða­mál eru á dag­skrá. Sam­tökin hafa einnig staðið fyrir mál­þingum um slík mál­efni og reynt að auka sam­starf á þessu sviði.

Inn­lendur sam­starfs­að­ili um þessar mundir er Nor­ræna félagið en með því er unnið að verk­efn­inu Af stað, aftur og aft­ur. Það verk­efni er hvatn­ing til að huga að heils­unni og mun verða kynnt um allt land.

Sam­starf hefur einnig verið við aðila inn­an­lands í gegnum verk­efni með upp­haf­legri þátt­töku LBL í erlendum verk­efn­um. Þar má m.a. nefna:

  • Fjöl­menn­ing­ar­kór­inn
  • Ham­ar­inn, ung­menna­hús Hafn­ar­fjarðar
  • Hæg­læt­is­þorpið á Djúpa­vogi
  • Nýheima á Höfn
  • Rauða kross­inn og
  • Reykja­vík­ur­borg

Nú er verið að skoða mögu­legt sam­starf við Félag Sam­ein­uðu þjóð­anna á Íslandi um að nýta ani­mation (kvik­un) við fræðslu tengda Heims­mark­miðum Sam­ein­uðu þjóð­anna.

Við vinnum að því að fá fleira ungt fólk til sam­starfs en við höfum m.a. gert kann­anir um hvað sam­fé­lag þarf að hafa að bjóða þeim (Oppos­ing Force og Rann­sókn­arst. Háskól­ans á Akur­eyr­i).

Okkur vantar fleira ungt fólk til sam­starfs en það sama brennur á mörgum erlendum sam­starfs­að­il­um.

Nú stendur t.d. yfir viða­mikið verk­efni sem kallast:

OUR CVIC HERITAGE (Sam­fé­lags­leg arf­leifð okk­ar) og er með áherslu á þátt­töku íbúa í sam­fé­lags­málum og sjálf­boða­vinnu tengdri þeim. Verið er að vinna skýrslu um stöðu sjálf­boða­vinnu í 7 lönd­um, síðan að gera svo kall­aða verk­færakistu með leiðum til að vekja áhuga fólks á virk­ari þátt­töku í sam­fé­lag­inu. Allt er þetta þýtt á tungu­mál sam­starfs­land­anna.

Einnig eru í gangi viða­minni verk­efni. Ann­ars vegar með fólki í Lett­landi, Pól­landi og Sló­veníu en hins vega frá Norð­ur­-­Spáni og Frakk­landi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit