Góð orð eru eitt – en aðgerðirnar telja

Formaður KÍ gerir upp árið sem nú er að líða en hann segir að allur árangur sem næst í skólakerfinu byggi á frammistöðu kennarans í stofunni með nemendum sínum. Starfskjörin verði að vera í samræmi við þá ábyrgð sem honum er falin.

Auglýsing

Árið 2022 hófst á rök­réttu fram­haldi þess árs sem kvaddi að því leyti að fyrstu vikur og mán­uðir árs­ins urðu einir þeir stærstu í COVID-­fár­inu öllu sem stýrt hefur flestu í okkar veru­leika síð­ustu ár. Það var nokkuð umdeilt hjá rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur að taka þá ákvörðun að halda skólum að fullu opnum og í raun þar með hleypa veirunni á fulla ferð með það að leið­ar­ljósi að ná því hjarð­ó­næmi sem horft var til að tæk­ist. Enn á ný mætti íslenska skóla­kerfið þeirri áskorun þó þar hafi farið lík­lega sú stærsta í öllum far­aldr­in­um. Enda ansi stór hópur nem­enda, kenn­ara og ann­ars starfs­fólks skól­anna sem veikt­ist af veirunni á þessu tíma­bili með öllu því raski sem að sjálf­sögðu fylgdi. Áfram var þó aldan stigin í ólgu­sjónum með því æðru­leysi og hug­rekki sem ein­kenndi störf íslenskra kenn­ara í gegnum far­ald­ur­inn. Ég veit að heims­byggðin tók eftir því fram­taki og í raun þeirri dirfsku sem fylgdi því að leiða skóla­starf í heims­far­aldri. Það er alger­lega á hreinu að það gerði eng­inn betur á heims­vísu en íslenskir kenn­arar og vert að hrósa þeim enn á ný fyrir það!

Það verður auð­vitað ekki litið fram­hjá því að svo langt tíma­bil, eða um þrjú skólaár hefði að ein­hverju leyti hafði áhrif á nám, annað væri ein­fald­lega óhugs­andi. Hætta á þekk­ing­argapi er mikil í slíkum aðstæðum þar sem enda­laust er verið að færa til í áætl­unum og stökkva til þegar breyt­ingar verða í umhverf­inu og laga kennslu­að­ferðir og námsum­hverfi eftir síbreyti­legum þörf­um. Nem­endur og kenn­arar voru sumir oft og lengi frá vegna veirunnar og það gefur auga leið að slíkt ástand hefur áhrif. Mik­il­vægt er að koma til móts við þá stað­reynd innan skóla­kerf­is­ins á þann hátt að nem­endur fái það nám sem þeim ber og vinni gapið upp.

Áhrif inn­rásar Rússa á skóla­sam­fé­lagið

Þegar veiru­hramm­ur­inn sleppti af okkur tak­inu breytt­ist heims­mynd okkar af völdum inn­rásar Rússa í Úkra­ínu. Skyndi­lega var skollið á alls­herj­ar­stríð milli tveggja þjóða í Evr­ópu miðri. Það var svo sann­ar­lega von mín að slík átök væru að baki og að mann­kynið hefði í raun lært af þeim hremm­ingum og við­bjóði sem stríð hafa fært en því miður er svo ekki. Grimmd inn­rás­ar­hers Pútíns jafn­ast á við þau grimmd­ar­verk sem við höfum hryllt okkur við þegar við heyrum frá­sagnir af þeim, lesum um þær eða sjáum myndefni, heim­ildir eða leiknar myndir sem birta dauða, pynd­ingar og áföll af ólíku tagi. Ekki bara þeirra sem klæð­ast her­manna­bún­ingum með byssu á öxl, heldur enn fremur á meðal almennra borg­ara sem verða fyrir illsku inn­rás­ar­hers­ins.

Auglýsing

Í starfi mínu fæ ég að kynn­ast verkum úkra­ínskra kenn­ara og þeim við­brögðum sem nágrannar lands­ins hafa gripið til svo að hægt sé að koma til móts við börn í þeim hörm­ung­um. Bæði þau sem mæta í skól­ana sína í Úkra­ínu, sem sumir eru illa farnir eftir árás­ir, vit­andi það að með engum fyr­ir­vara verði þau mögu­lega að flýja í kjall­ara skóla­húss­ins eða í nágrenni þess ef að rúss­neski björn­inn ákveður að velja skól­ann þeirra sem skot­mark. Svo líka þau sem hafa flúið landið sitt með mæðrum sín­um, eða jafn­vel ein, til að halda lífi. Við Íslend­ingar höfum fengið það hlut­verk að taka á móti mörgum þess­ara barna og það er ein­fald­lega skylda okkar sem þjóð sem þekkir sem betur fer lítið af þeim hörm­ungum sem stríð valda, að gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma til móts við þessi börn. Það eru svo sann­ar­lega nágrannar Úkra­ínu að gera þar sem tug­þús­undir barna hafa leitað í skjól sem þau vona að verði tíma­bundið á meðan ofrík­is­draumar vald­hafa í Moskvu ráða þar ríkj­um. Kenn­arar í nágranna­ríkjum hika enda ekki við að benda okkur sem vestar búum á það að rúss­neski björn­inn sé ekk­ert að gera óvart, hann leiti í úrelta stjórn­ar­hætti herra­rík­is­ins sem landið áður var og horfi til fleiri voða­verka hjá öðrum löndum ef ekki verði hann stopp­aður af. Von­andi sér fyrir enda hörm­ung­anna á nýju ári!

Sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingar og áhrif þeirra á yngstu skóla­stigin

Árið 2022 inni­hélt sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingar en á þeim vett­vangi eru teknar ákvarð­anir sem varða tvö yngstu skóla­stig­in, leik- og grunn­skóla­stig­ið. Mála­flokk­ur­inn er risa­vax­inn hluti útgjalda sveit­ar­fé­lag­anna og segja má að umræðan um hug­mynda­fræði og útfærslupæl­ingar varð­andi skóla­starf hafi verið nokk­ur, þó ég per­sónu­lega hefði viljað sjá umræð­una fara lengra og dýpra. Hún var ein­fald­lega svo­lítið fra­sa­kennd og í raun hver að apa upp eftir öðr­um. Áheit um að efla ákveðna þætti án útskýr­inga á því hvernig árangrinum yrði náð, fyr­ir­sagnaum­ræða um leik­skóla frá tólf mán­aða aldri fyrir öll börn, aukna sér­fræði­þjón­ustu við skóla­stigin og oft klifað á að efla metn­að­ar­fullt skóla­starf.

Kosn­ing­arnar gengu yfir og haustið kom ... en með svip­uðum verkum og við höfum áður séð. Auð­vitað breyt­ist lítið á þremur mán­uð­um. Vænt­ingar voru að ekki yrði bara farið í að segja hlut­ina heldur horf frek­ari til lang­tíma­lausna. Það er auð­vitað hið besta mál og auð­vitað það sem þarf en þá hefði að mínu mati einmitt verið gott að fá þá umræðu líka fyrir kosn­ing­ar. Skoða til dæmis það hvort að við sem sam­fé­lag erum í alvöru á því að börnum sé fyrir bestu að vera átta klukku­stundir utan heim­ilis alla virka daga frá tólf mán­aða aldri. Eða er það til þess fallið að skila börnum sem bestum lífs­gæð­um? Skoða, hvað grunn­skól­ana varð­ar, hvort brýn­asta verk­efnið sé ekki það að börn og kenn­arar upp­lifi skól­ana sína sem örugga vinnu­staði þar sem þeim eru fengnar þær bjargir sem óskað er eftir frekar en að upp sé slegið fyr­ir­sögnum sem ætlað er að rífa niður það starf sem skilar börn­unum okkar út í líf­ið.

Þessi börn koma svo upp í fram­halds­skóla sem hefur á síð­ustu árum gjör­breyst. Þar má horfa til tveggja stórra þátta; ann­ars vegar er það nú þannig að nær 100 pró­sent nem­enda mæta haustið eftir tíunda bekk inn í fram­halds­skól­ana. Langstærsti hlut­inn er til­bú­inn að mæta þeim kröfum sem til þeirra eru þar gerð­ar. Þó er það svo að margir þeirra sem fengu öfl­uga aðstoð við námið sitt í grunn­skól­anum verða af því á næsta skóla­stigi, þar sem því miður hefur ekki tek­ist að yfir­færa stuðn­ing­inn upp á næsta skóla­stig. Auð­vitað þarf að taka umræðu um sam­ræm­ingu skóla­stig­anna en það þýðir ekki að við eigum að loka aug­unum fyrir því að kveðja nem­endur að vori úr grunn­skóla sem við vitum að munu ekki ráða við fram­halds­skóla­nám á þeim nótum sem nú er unnið og löngu tíma­bært að styrkja stoð­kerfin þar!

Hin breytan er svo stytt­ing fram­halds­skól­ans, sem lagt var upp með fyrir nokkrum árum, að færa við­miðið úr fjórum árum í þrjú (þó að vissu­lega það hafi verið hægt áður og enn sé ekk­ert mál að vera fjögur ár að klára) og keyra námið hraðar áfram. Hug­myndin var að nem­endur yrðu þá fyrr komnir í frekara nám eða út á vinnu­mark­að­inn en hvar stöndum við í dag? Var þessi breyt­ing til góðs? Er ekki kom­inn tími til að skoða það hvort námið er eins upp­byggj­andi og það var og hvort líðan nem­enda sé betri, eða jafn­vel verri? Til­finn­ingin er að þriggja ára námið hafi kallað á meira námsá­lag á kostnað félags­legra þátta (þó auð­vitað COVID hafi líka haft þar áhrif). Það er að sjálf­sögðu mik­il­vægur hluti, hinn félags­legi þroski, sem síð­tán­ingar fá aðstoð við í fram­halds­skól­anum sín­um, hvort sem er sem virkir leið­togar eða þátt­tak­endur í félags­starfi. Námið skiptir máli, en það gera líka leikklúb­b­arn­ir, kór­a­starf­ið, félags­legu klúb­b­arnir og skemmt­an­irnar sem tengj­ast fram­halds­skól­an­um. Þar er líka á ferð mennt­un! Við skulum vera óhrædd við að rýna þessa aðgerð til gagns.

Á haust­dögum hófst víð­tækt sam­ráð leitt af mennta- og barna­mála­ráð­herra, Ásmundi Ein­ari Daða­syni, þar sem ætl­unin er búa til heild­stæða skóla­þjón­ustu sem leiða á mál­efni nem­enda frá inn­komu í leik­skóla til útskriftar í fram­halds­skóla. Verk­efnið er sann­ar­lega stórt og á sama tíma göf­ugt og löngu tíma­bært að taka það sam­tal á dýpt­ina hvernig við sem sam­fé­lag getum styrkt námsum­hverfi barna og tryggt þeim þá far­sæld sem fylgir gæða­mennt­un. Verk­efnið og vinnan heldur áfram á næsta ári og hug­ur­inn til góðra verka er mik­ill. Hann er alltaf mik­il­vægur en orðum þurfa svo að fylgja aðgerðir – það eru þær sem telja!

Kjör, kaup og kröfur til kenn­ara

Árs­lok hafa svo ein­kennst af kjara­samn­inga­gerð með öllu því sem henni fylg­ir. Árið hefur verið erfitt fyrir hag­sæld sam­fé­lags­ins okk­ar, verð­bólga á ferð og vaxta­stig stöðugt hækk­að. Heim­ilin hafa fundið fyrir því og það hittir að venju fyrir efna­minnsta fólkið okkar og enn á ný sér ungt fólk greiðslu­byrði vegna sjálf­sagðra hluta eins og hús­næð­is­kaupa fjúka upp. Ein­hvern veg­inn er okkur ekki að takast að höndla þá ótemju sem lítið hag­kerfi eins og okkar er og þær hag­sveiflur sem fylgja því. Kjara­samn­ingar verða þá oft til þess að draga úr kaup­mátt­ar­hruni, redda því sem reddað verð­ur, frekar en að fara á undan og leiða hið efna­hags­lega verk­efni. Þeir samn­ingar sem und­ir­rit­aðir voru eru einmitt slíkir samn­ingar og virð­ast koma að miklu leyti til móts við kaup­mátt­ar­brun­ann á árinu og því sem virð­ist framund­an. Um er að ræða samn­inga á hinum almenna mark­aði og nú er sá opin­beri framund­an. Þar verður ekki horft til slíkra kjara enda nú kom­inn tími á að efndur verði sá samn­ingur sem und­ir­rit­aður var árið 2016, samn­ingur sem þýddi jöfnun líf­eyr­is­rétt­inda milli mark­aða, og dró úr ákveðnum rétt­indum opin­berra starfs­manna þá þeg­ar, en stað­festi að launa­kjör yrðu jöfn­uð. Nú sex árum seinna hefur sam­komu­lagið ekki enn verið efnt og við það verður ekki unað leng­ur. Það er auð­vitað þannig að opin­berir starfs­menn þekkja ábyrgð sína á efna­hags­legri fram­vindu sam­fé­lags­ins en það mis­rétti sem ríkt hefur í launa­setn­ingu er ein­fald­lega óþol­andi og verður ekki unað við leng­ur.

Það er nefni­lega ekki nóg að hampa sem dæmi kenn­urum sem halda uppi besta skóla­starfi í sögu­legum heims­far­aldri, nú eða gera kröfur um gæða­starf með börnum þar sem þau finna far­sæld í námi sínu og þrosk­ist á fjöl­breyttan hátt. Allur árangur sem við náum í skóla­kerf­inu byggir á frammi­stöðu kenn­ar­ans í stof­unni með nem­endum sín­um. Starfs­um­hverfið bygg­ist á virð­ingu fyrir verk­efn­inu og starfs­kjörin verða að vera í sam­ræmi við þá ábyrgð sem honum er fal­in.

Á næsta ári er komið að því að við sem sam­fé­lag stígum það skref að lyfta skóla­starfi á þann stall sem því ber og tryggja kenn­urum það sem þarf til að árangur þess verði enn betri en nú. Stór þáttur í því er að staðið verði við lof­orðið frá 2016 um jöfnun launa milli mark­aða – þar er að finna allan þann metnað sem þarf til að byggja verk­efnið á.

Megi árið 2023 verða okkur öllum gjöf­ult – takk fyrir árið 2022!

Höf­undur er for­maður Kenn­ara­sam­bands Íslands.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit