Góður svefn - mikilvæg grunnstoð heilsu

Erla Björnsdóttir
sleepapnea.jpg
Auglýsing

Svefn er ein af grunn­stoðum and­legrar og lík­am­legrar heilsu ásamt reglu­bund­inni hreyf­ingu og hollu matar­æði. Þrátt fyrir það er til­hneig­ing til þess að líta svefn­inn horn­auga og jafn­vel stæra sig af því að sofa lít­ið. Einnig hefur stuttur svefn gjarnan verið tengdur dugn­aði og atorku. Hver kann­ast ekki við sögur af þekktum þjóð­ar­leið­tog­um, ofur­mennum og atorku­fólki sem seg­ist ein­ungis sofa örfáar klukku­stundir á sól­ar­hring? Hver hefur tíma til að sofa lengi í nútíma­sam­fé­lagi?

Stað­reyndin er þó sú að svefn­þörf full­orð­inna er um 7 -8 klukku­stundir og of stuttur svefn að stað­aldri hefur nei­kvæðar afleið­ingar á lík­am­lega og and­lega heilsu. Rann­sóknir hafa sýnt að með­al­svefn­tími hefur styst tölu­vert á síð­ustu ára­tugum og lík­lega eru ástæð­urnar marg­vís­leg­ar. Ljóst er að hrað­inn í nútíma­sam­fé­lagi er mik­ill og flest erum við umkringd áreitum frá því við vöknum á morgn­ana og þar til við sofnum á kvöld­in. Raf­væð­ingin skiptir lík­lega miklu máli í þessi sam­hengi þar sem ljós­mengun er gríð­ar­lega mik­il. Við getum sjálf stjórnað birt­unni í kringum okkur og stýrumst því ekki eins mikið af hinu nátt­úru­lega birtu­ferli. Vinnu­mynstur hefur einnig breyst tölu­vert á síð­ustu árum og skil milli vinnu og einka­lífs eru orðin óljós­ari. Algengt er að störf séu farin að færa sig út fyrir skrif­stof­una og yfir í 24 stunda vinnu­dag þar sem tölvu­póstur í sím­anum er gjarnan það síð­asta sem fólk skoðar áður en það leggst á kodd­ann á kvöld­in.

Það er hins vegar góð ástæða fyrir því hvers vegna við þurfum að sofa um 7-8 klukku­stundir á sól­ar­hring. Svefn­inn er lífs­nauð­syn­legur og þjónar mik­il­vægu hlut­verki fyrir almenna heilsu og líð­an. Með­al­mað­ur­inn ver um þriðj­ungi ævinnar sof­andi og mörg mik­il­væg ferli eiga sér stað í lík­ama okkar þegar við sof­um. Svefn­inn hefur því marg­vís­legan til­gang umfram það að veita okkur nauð­syn­lega hvíld og spara orku.

Auglýsing

Hér má sjá 10 svefn­ráð sem gott er að fara eft­ir:



  1. Hafðu reglu á svefn­tímum. Reyndu að fara alltaf á sama tíma í rúmið á kvöldin og á fætur á morgn­ana, jafn­vel þó þú hafir sofnað seint eða sofið lítið nótt­ina áður.


  2. Stund­aðu reglu­bundna hreyf­ingu. Reglu­bundin hreyf­ing eykur svefn­gæði. Forð­ast skal þó mikla hreyf­ingu skemur en tveimur tímum fyrir hátta­tíma.


  3. Borð­aðu holla og fjöl­breytta fæðu og hafðu reglu á mál­tíð­um. Hungur getur truflað svefn­inn og því getur létt snarl á kvöldin verið skyn­sam­leg­t.  Forð­ast skal þó þungar mál­tíðir rétt fyrir svefn­inn.


  4. Neyttu koff­eins í hófi. Ef þú átt erfitt með svefn er æski­legt að sleppa kaffi­drykkju eftir klukkan 14.00 á dag­inn og að forð­ast einnig aðra koff­einn­eyslu, t.d gos- og orku­drykki.


  5. Dragðu úr áfengs­neyslu. Áfeng­is­neysla á kvöldin veldur grynnri svefni og auknum líkum á að vakna end­ur­tekið yfir nótt­ina.


  6. Forðastu tölvu­notkun og sjón­varps­á­horf klukku­stund fyrir svefn­inn. Ekki er æski­legt að horfa á sjón­varp eða vera í tölv­unni alveg fram að hátta­tíma. Mik­il­vægt er að koma sér upp rólegri kvöldrútínu og gera lík­ama og sál til­búin fyrir svefn­inn.


  7. Ekki reyna að sofna. Ef þú átt erfitt með að sofna er ekki æski­legt að liggja í rúm­inu tímunum saman og reyna að sofna. Það gerir vanda­málið ein­ungis verra. Farðu frekar framúr og gerðu eitt­hvað rólegt frammi í skamma stund og farðu svo aftur í rúmið þegar þig syfjar á ný.


  8. Not­aðu rúmið ein­göngu fyrir svefn og kyn­líf. Þetta hjálpar lík­ama og sál að tengja rúmið og svefn­her­bergið við syfju, ró og svefn.


  9. Dragðu úr ljós­magni og hafðu svefn­um­hverfi svefn­vænt. Myrkur stuðlar að fram­leiðslu melatóníns sem hjálpar okkur að sofna. Því er mik­il­vægt að draga úr ljós­magni á kvöldin og passa uppá að í svefn­her­berg­inu sé vel dimmt og svalt loft.


  10. Forðastu að blunda yfir dag­inn. Þó það geti verið freist­andi að halla sér í smá stund á dag­inn eftir erf­iða nótt þá getur blundur haft nei­kvæð áhrif á næt­ur­svefn­inn. Sé þreytan hins­vegar að yfir­buga þig, þá er stuttur orkulúr (minna en hálf­tím­i), fyrri part dags ólík­legur til þess að hafa slæm áhrif á næt­ur­svefn.





Höf­undur er sál­fræð­ingur og doktor í líf- og lækna­vís­ind­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None