Haltur leiðir blindan: Svona eyðileggur maður skólakerfi

Ragnar Þór Pétursson
10054123454-c2aeab2ed4-o-1.jpg
Auglýsing

Opin­berir starfs­menn hafa í raun ekki haft neinn verk­falls­rétt í rúman ára­tug. Ef verk­föllin svíða er verk­falls­fólki heilsað að sjó­mannasið af rík­inu. Aðferðin er þessi: Verk­fall er látið standa í nokkrar vikur með til­heyr­andi sárs­auka (sem er yfir­leitt meiri fyrir þá sem eru í verk­fall­inu en þá sem því er beint gegn). Síðan eru sett lög. Ein­hverju apparati er falið að ákveða launin en það skil­yrt við að það ógni ekki „stöð­ug­leika“. Það eina sem hið opin­bera ótt­ast eru hóp­upp­sagnir – en það er samt nógu vit­laust til að tor­tíma frekar heilu kerf­unum með því að láta þeim blæða hægt og rólega út en að reyna af ein­hverju viti að laga þau.

Það er kannski vegna þess að yfir­leitt eru við völd aðilar sem bein­línis hafa það á stefnu­skránni að tor­tíma kerf­um. Kerfi hafa nefni­lega þann leiða kost að ef þeim er leyft að deyja skapar það mikla mögu­leika á að græða pen­inga í rúst­un­um.

Nú er búið að setja lög á hjúkr­un­ar­fræð­inga. Sams­konar lög voru sett á kenn­ara árið 2004. Það tók ára­tug fyrir kenn­ara að þora aftur í átök. Og jafn­vel þá vissu flestir að alvöru vesen hefði endað með laga­setn­ingu. Þess vegna var bar­áttan bæði hug­laus og á end­anum verri en eng­in.

Auglýsing

Tutt­ug­ustu aldar Neró með eld­spýtu­stokk



Eftir að hafa skoðað sögu íslenskra mennta­mála hef ég kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að íslenskir mennta­mála­ráð­herrar hafa óvenju oft verið ansi slapp­ir. Sá sem nú situr er þó lík­lega einn sá slappasti. Hann er fyr­ir­sjá­an­leg­ur, ein­faldur og afskap­lega mis­tæk­ur. Það hlýtur að vera pína að starfa í mennta­mála­ráðu­neyt­inu um þessar stundir og þurfa að fram­fylgja þeim fábjána­legu skip­unum sem nú end­ur­óma um allt skóla­kerf­ið.

Svo lúffar hann bara þegar ein­hver slær nógu kröft­ug­lega á móti. Eins og gungan sem hann aug­ljós­lega er.

Núver­andi mennta­mála­ráð­herra kom ekki inn í ráðu­neytið vegna ástar sinnar á mennt­un. Þvert á móti var drif­kraftur hans stækur ímu­gustur á öllu sem menntun stendur fyr­ir. Hann kom inn í mála­flokk­inn til að „hreinsa til“. Brjóta á bak aftur kerfi sem hann trúir að sé ónýtt. Bramla og eyði­leggja til að hægt sé að byggja upp fram­tíð­ar­rík­ið. Mennta­mála­ráð­herr­ann er í raun ekk­ert annað en tutt­ug­ustu aldar Neró með stóran eld­spýtu­stokk. Aðferðin er sára­ein­föld: Að ráð­ast á allt sem hreyf­ist og drepa síðan það sem grípur ekki til varna. Hann hefur ítrekað farið á svig við lög og reglur í ofsa­feng­inni „fram­sókn“ sinni. Svo lúffar hann bara þegar ein­hver slær nógu kröft­ug­lega á móti. Eins og gungan sem hann aug­ljós­lega er.

Í við­leitni sinni til að sann­færa fólk um að hann sé kross­fari með góðan mál­stað hefur hann komið þeirri rang­hug­mynd á flot að skóla­kerfið sé alls ekki að standa sig. Fjöldi fólks sé ólæs eftir skóla­göng­una. Við séum ömur­leg í Pisa.

Mýtan um ólæsu nem­end­urna



Við komum illa út úr Pisa síð­ast. Það er alveg rétt. Við vorum í 36. sæti í lestri (af 65). En þar á undan vorum við í 16. sæti og þar áður í því 24. Þar áður í 20. og því 13. á undan því (en þá voru þjóð­irnar mun færri). Ýmis­legt veldur því að við hoppum upp og niður skal­ann. Það hefur til dæmis haft slæm áhrif á læsi upp á síðkastið ef Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er við völd. Á þenslu­svæðum (á Höf­uð­borg­ar­svæð­inu og Reyð­ar­firði) lækk­uðu nem­endur t.d. mjög skarpt á bólu­tím­anum fyrir hrun. Á fátæk­ari svæðum bættu menn sig á sama tíma. Hrunið hafði góð áhrif á læs­ið. Svo féll það aftur þegar fólk fór að geta grillað og græða á nýjan leik. Pisa­gengið flöktir eins og þjóð­arsál­in.

Hvernig væri til dæmis að skoða alvar­lega þá hug­mynd að Ísland sé kannski bara á eðli­legu róli miðað við þær sveiflur sem hér hafa verið og það mennta­kerfi sem hér er byggt upp?

Ein slæm mæl­ing segir ekk­ert um að kerfi sé ónýtt. Og það þarf ein­stakan skort á þekk­ingu á mennta­málum til að álykta sem svo að mæl­ingar sem líta svona út gefi til­efni til örvænt­ing­ar.

Og jafn­vel þótt við sam­mæl­umst um að það megi efla læsi – þá myndi eng­inn hugs­andi mennta­fröm­uður vaða í það af sama kappi og ráð­herr­ann að reyna að feika'ða fyrir útlensku próf­in. Þeir sem hafa reynt slíkt (og þeir eru nokkrir) enda allir með bux­urnar á hæl­unum fyrr eða seinna.

Hvernig væri til dæmis að skoða alvar­lega þá hug­mynd að Ísland sé kannski bara á eðli­legu róli miðað við þær sveiflur sem hér hafa verið og það mennta­kerfi sem hér er byggt upp? Og hvernig væri að velta því fyrir sér hvaða þættir það eru sem hafa eflst á sama tíma og aðrir hafa dal­að?

Allir eru að horfa annað



Allir mennta­mála­ráð­herrar heims, nema einn, horfa þessi miss­erin til fram­tíð­ar. Evr­ópa hefur fyrir löngu tapað sér­stöðu sinni og sér fram á að 21. öldin verði afar erf­ið. Efna­hags­líf næstu ára­tuga lýtur öðrum lög­málum en efna­hags­líf þeirra síð­ustu. Næstu ára­tugir snú­ast um frum­legar lausnir, sam­vinnu og færni í hinum sammann­lega, staf­ræna heimi.

En það er kannski ekki von að menn séu ekki mikið að pæla í efna­hags­lög­mál­um.

Allir horfa nú fram á veg­inn. All­ir. Nema okkar mennta­mála­ráð­herra. Hann ham­ast við að klæða litlu, gulu hæn­una í staf­rænan búning.

Sumir eiga erfitt með að sjá út fyrir hið bækl­aða efna­hags­kerfi sem við líði er á Íslandi þar sem þjónar valds­ins hika ekki við að láta vild­ar­vini sína bjarga sér frá vondum fjár­fest­ingum og óráðsíu til að launa þeim greið­ann seinna með því að beita skörungnum í þeirra þágu í eld­stæðum almenn­ings. Og þar sem sömu mann­gerðir beita lög­gjaf­ar­vald­inu ítrekað til að tryggja að hvorki hið opin­bera né bestu vinir þeirra lendi í of miklu basli með launa­kröf­ur.

Allir horfa nú fram á veg­inn. All­ir. Nema okkar mennta­mála­ráð­herra. Hann ham­ast við að klæða litlu, gulu hæn­una í staf­rænan bún­ing. Þegar læsi rokkar upp aftur mun hann hreykja sér óskap­lega og klappa fyrir sjálfum sér. Eins og ég ímynda mér að hljóm­sveitin á Titanic hafi þurft að gera eftir loka­lagið þegar allir aðrir voru annað hvort farnir eða deyj­andi.

Stefnu­laus for­tíð­ar­þrá



Engin opin­ber stefna er á Íslandi um fram­tíð­ar­hæfni þjóð­ar­inn­ar. Engar skipu­lagðar mæl­ingar fara fram á skóla­þró­un. Öll áherslan er á hefð­bundn­um, gam­al­dags þáttum vegna þess að mennta­yf­ir­völd­unum er stjórnað af nær­sýnu fólki sem þolir ekki mennta­kerf­ið.

Ef ekki verður gripið til aðgerða strax verður aukið læsi til þess eins að auð­velda fólki að útfylla land­vist­ar­leyfi í öðrum löndum.

Ef ekki verður gripið til aðgerða strax verður aukið læsi til þess eins að auð­velda fólki að útfylla land­vist­ar­leyfi í öðrum lönd­um.  Nema auð­vitað yfir­völd nái í tæka tíð að segja sig frá öllu sam­starfi sem auð­veldar fólki að kom­ast burt. Það væri svosem eftir öðru.

Mér er mennta­kerfið sér­stak­lega hug­leik­ið. En við sjáum þetta líka í öðrum kerf­um. Hið ömur­lega er að síð­ustu tíu ár eða svo hafa nær allar stórar ákvarð­anir um mennta­kerfið verið vond­ar. Búið er að þefa uppi hverja ein­ustu gildru sem hægt er að falla í og stökkva í hana. Vand­inn er ekki bara núver­andi mennta­mála­ráð­herra. Hann er miklu dýpri.

Inn­an­tóm kenn­ara­for­ysta og bráður vandi



Á meðan sveit­ar­fé­lögin hót­uðu kenn­urum ítrekað leynt og ljóst stóð for­ystu­sveit kenn­ara skæl­bros­andi eins og lúbarin sjó­manns­kona sem veifar bros­andi bless af hafnarbakkanum.

For­ysta kenn­ara er annar vandi. Hún ætti í raun að reka aug­lýs­inga­stofu en ekki kenn­ara­sam­band. Á meðan sveit­ar­fé­lögin hót­uðu kenn­urum ítrekað leynt og ljóst stóð for­ystu­sveit kenn­ara skæl­bros­andi eins og lúbarin sjó­manns­kona sem veifar bros­andi bless af hafn­ar­bakk­an­um. Mantran var að þrátt fyrir allt væri við­semj­and­inn ógiss­lega næs gæi sem myndi snúa úr þessum túr rosa­lega til­lits­samur og hlýr.

Afleið­ingin var samn­ingur sem varla er kom­inn til fram­kvæmda en er þegar far­inn að valda svaða­legri þynnku.

Ég hef skrifað um það á hverju ári frá 2008 að minnsta kosti að skóla­kerfið sé í mik­illi hættu. Hættu, sem ristir dýpra en klaufa­legt fálm mis­vitra ráð­herra sem vaða um allt á skítugum skón­um. Hættu sem er alvar­legri en svo að þar skipti dug­laus kenn­ara­for­ysta öllu. Hættan kemur til af því að skóla­kerfið er löngu hætt að end­ur­nýja sig.

Ungt fólk fæst ekki lengur til að kenna. Þetta er að ger­ast á sama tíma og þörfin fyrir end­ur­sköpun hefur aldrei verið meiri. Það er ein­fald­lega glanna­leg ákvörðun fyrir unga mann­eskju að leggja það á sig sem þarf til að verða kenn­ari. Þú munt þurfa að borga með þér.

Laun á Íslandi eru ekki góð. Þau eru kannski ekki eins lág og maður heldur stundum en þau eru samt léleg. Og það er dýrt að búa hérna. Fólk sem væri að byrja að kenna núna hefði valið að fara í starf sem borg­aði á milli 80-90 pró­sent af með­al­launum í land­inu. Sann­ast sagna hefð­irðu fengið hærri laun í sjoppu ef þú hefðir sleppt Kennó. Kenn­arar í öllum löndum sem við berum okkur saman við eru tölu­vert yfir með­al­launum í sínum lönd­um.

Sveit­ar­fé­lögin hafa vitað þetta lengi. Kenn­ara­flot­inn er gam­all – og úrill­ur. Það er búið að standa tæpt nokkrum sinnum að fólk ein­fald­lega gangi út. Það eru ekk­ert mörg ár síðan illa gekk að manna skóla. Þá fóru menn að gefa frítt í sund. Alls­konar fyrir aum­ingja. Vel til fund­ið. Sund­laugar hafa löngum höfðað til eldri borg­ara.

Með­al­aldur kenn­ara í íslenskum skólum er í dag 46,2 ár, eða meðal lífslíkur Banda­ríkja­manns árið 1904. Þessi tala hefur hækkað um nærri fimm og hálft ár á þess­ari öld. Ungt fólk var venju­lega um 15 pró­sent af kenn­ara­stétt. Nú er sama tala rúm­lega 5 pró­sent.

Öldrun er dýr. Af ýmsum ástæðum var hið opin­bera búið að eyði­leggja mennta­kerfið með lág­launa­stefn­unni. Það var farið að kosta fé að geta ekki haldið hér úti skóla sem end­ur­nýj­ast. Nýju samn­ing­arnir sner­ust um það eitt að láta kerfið duga í örfá ár í við­bót með því að kreista enn meiri kennslu úr gamla fólk­inu áður en það hættir og deyr. Nú þarf ekki að gefa frítt í sund eða nota aðra vit­leysu til að brúa bilið þegar fólk hættir að sækja um. Það er hægt að láta fólkið sem fyrir er kenna sífellt meira og meira.

Kenn­ara­for­ystan tók þátt í blekk­ing­ar­leiknum



Ef kenn­arar hefðu sleppt því að semja við sveit­ar­fé­lögin hefði kerfið hrunið af sjálfu sér á örfáum árum. Sveit­ar­fé­lögin hefðu neyðst til að gera úrbæt­ur. Það er í raun ótrú­legt afrek að sveit­ar­fé­lög­unum hafi tek­ist að semja – og sann­færa stóran hóp kenn­ara um að samn­ing­ur­inn væri í raun mjög góð­ur.

Við erum sumsé með von­lausan mennta­mála­ráð­herra og inn­an­tóma kenn­ara­for­ystu. Kenn­ara­for­ystu sem er svo slöpp að ráð­herr­ann sér ekki einu sinni ástæðu til að hafa hana með í ráðum lengur.

Þeim hefði aldrei tek­ist það ef kenn­ara­for­ystan hefði ekki tekið þátt í blekk­ing­ar­leikn­um. Ítrekað reyndu for­ystu­menn kenn­ara að fela það sem raun­veru­lega var að ger­ast. Menn gripu jafn­vel til þess að halda á lofti hálf­sann­leik og lyg­um. Í sirka ára­tug hefur for­ysta kenn­ara verið hug­fang­inn af því að búa til glans­mynd­ir. Og við­brögðin í dag eru kunn­ug­leg: Að pæla í því í alvöru hvort ekki megi ein­hvern­veg­inn nota almanna­tengla og aug­lýs­inga sig fram hjá vand­an­um.

Við erum sumsé með von­lausan mennta­mála­ráð­herra og inn­an­tóma kenn­ara­for­ystu. Kenn­ara­for­ystu sem er svo slöpp að ráð­herr­ann sér ekki einu sinni ástæðu til að hafa hana með í ráðum leng­ur. Hún situr á kant­inum og þyk­ist vera memm á meðan ráð­herr­ann reynir að bylta mennta­kerf­inu. Jú, og svo er skrifuð ein og ein tuð­frétta­til­kynn­ing og ef menn eru í miklu stuði er ónær­gætnum blogg­urum svarað þegar þeir eru of leið­in­leg­ir.

Sem sagt



Drögum þetta sam­an. Öll skóla­sam­fé­lög eru að reyna að fóta sig á 21. öld­inni. Á Íslandi er það erfitt. Mennta­mála­ráð­herr­ann er naut.

Kenn­ara­for­ystan er hug­laus. Mennta­kerfið er knúið aftur í tím­ann vegna þess að áróður fær að vaða uppi án þess að honum sé svar­að. Á sama tíma er mennta­kerfið trén­að. Fólk vill ekki verða kenn­ar­ar. Enda er það fjár­hags­lega heimsku­legt. Sveit­ar­fé­lögin bregð­ast við með því að herða vist­ar­bandið á fólk­inu sem hvor­teðer hefur ekki efni á að hætta vegna eft­ir­laun­anna. Nið­ur­staðan er sú að þú situr uppi með mennta­kerfi sem er svo gott sem búið að eyði­leggja.

Nema...

Það er ein vídd í þessu sem skiptir veru­legu máli.

Í fjóra ára­tugi hefur verið rekin mann­úð­leg skóla­stefna á Íslandi. Það hefur gengið upp og ofan að fram­fylgja henni en raunin er samt sú að það er mik­ill sam­hljómur milli þess sem íslenskt skóla­fólk hefur verið að reyna að gera síð­ustu ár og þess sem aðrar þjóðir eru nú að reyna að gera til að búa til 21. aldar borg­ara.

Ef tækni­málin er tekin út fyrir sviga (þau horfa til betri veg­ar) er ótal­margt í íslenska mennta­kerf­inu sem hefur einmitt og nákvæm­lega verið af því tagi sem aðrar þjóðir eru nú að hugsa um að taka upp. Við erum að búa nem­endur býsna vel undir fram­tíð í óvissum heimi. Og við höfum gert það í dálít­inn tíma núna. Íslenskir kenn­arar eru býsna góð­ir.

En þeim líður alveg herfi­lega illa um þessar mund­ir. Og það mun draga úr krafti skóla­þró­unar meðan kerf­inu er skipað með handafli að upp­fylla óra ráð­herr­ans.



​Margir eru farnir að trúa því sjálfir að þeir séu ómögu­leg­ir. Það hefur áhrif á sjálfs­traustið að vera sagt ítrekað að maður sé van­hæf­ur. Eitt­hvað lekur alltaf inn.

Og þeim líður mörgum illa núna þegar þeir átta sig á því að nýir sátta­samn­ingar voru blekk­ing­ar­leikur allan tím­ann. Þeim líður eins og fíflum og fyr­ir­verða sig fyrir að hafa látið plata sig.

Ef ekki væri fyrir eft­ir­launa­ökkla­bandið væru margir kenn­arar að pakka niður núna. En þeir geta það ekki. Þeir eru þeir einu sem eftir eru. Það á að kreista úr þeim síð­ustu blóð­dropana. Allir aðrir eru farnir ann­að. Það tók ára­tug að eyði­leggja kerfið og koma því á þennan stað. Það hófst með laga­setn­ingu á verk­fall árið 2004 sem átti að tryggja að kerfið kæm­ist aftur í gang án þess að stöð­ug­leik­anum yrði ógn­að.

Ég efast um að heil­brigð­is­kerfið eigi tíu ár eft­ir.

Höf­undur er kenn­ari.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None