Plast-strendur í Paradís

Árni Snævarr
12107593465_8b7ed41b2e_z.jpg
Auglýsing

Sjaldan eða aldrei hafa ljós­myndir hreyft jafn mikið við mér og ljós­myndir franska ljós­mynd­ar­ans Julien Joly sem kunn­ingi minn birti á Face­book fyrir rúmu ári.

Joly hafði farið á Horn­strandir með hópi fólks til að kanna ástand refs­ins. Í stað þess að halda heim með myndir af heim­skaut­ar­efn­um, eins og til stóð, og ósnort­inni nátt­úru Íslands hélt Joly aftur heim til Frakk­lands með nægt ­myndefni til að setja upp sýn­ingu um rusl á Horn­ströndum í heima­borg sinni Rennes á Bretagneskaga.

„Ég hélt að staðir á borð við Horn­strandir hefðu fengið að vera í friði fyrir eyð­andi hönd manns­ins og plast­meng­un,“ sagði Joly mér þegar ég tók við­tal við hann fyrir frétta­bréf Upp­lýs­inga­skrif­stofu Sam­ein­uðu þjóð­anna þar sem ég starfa. „Það kom ekki síður illa við mig”, bætti hann við, „að sjá plast í maga fugla og sjáv­ar­dýra”.

Auglýsing

6 og hálft tonn af plast­rusli



Af þessum sökum gladdi það mig mjög þegar ég frétti að Vest­firð­ingar hefðu tekið höndum saman og gert hreins­unar­á­tak á þessum slóð­um. Í fréttum RÚV fyrir viku sagði að færri hefðu kom­ist að en vildu og hefðu orðið að afþakka vinnu­kraft 60 manna því ekki hafi verið pláss í bátnum sem ferjar hreins­un­ar­hóp­inn á svæð­ið. Afrakst­ur­inn var hálft sjö­unda tonni af plast­rusli.

Tómas Knúts­son for­sprakki sam­tak­anna Bláa hers­ins sem hreinsað hafa strendur lands­ins und­an­farin ár, sagði mér að ljós­myndir Julien Joly gæfu rétta mynd af ástand­inu og hvar­vetna væri að finna í fjörum plast, veið­ar­færi, hjól­barða og fleira. „Mat­ar­um­búðir sem finnast, eru frá mörgum þjóð­löndum ef maður dæmir það út frá prent­uðu máli á umbúð­un­um.”

Tómas segir hins vegar að veið­ar­færin séu að mestu frá íslenskum skip­um. „Sjó­menn henda miklu rusli í hafið þó svo að til séu útgerðir sem banna slíkt alfar­ið.“

Blái her­inn hefur notið stuðn­ings Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­egi (áður LÍÚ) en þau hafa um ára­bil barist fyrir því að upp­ræta mengun frá íslenskum fiski­skip­um, auk þess að hreinsa fjörur kerf­is­bundið og safna veið­ar­færum úr gervi­efn­um. „Okkur er ekki kunn­ugt um að nokkur önnur fisk­veiði­þjóð hafi tekið þessi mál eins föstum tökum og við Íslend­ing­ar,“ sagði Guð­laugur G. Johnsen, tækni­fræð­ingur hjá SFS mér.

Risa­stórar hring­iður úr plasti



Horn­strandir eru þekktar fyrir reka­við sem berst til Íslands, ekki síst frá Síber­íu. Á ljós­myndum Julien Joly sést plast­drasl með kín­verskum áletr­unum og guð má vita hvar Kín­verjarnir voru staddir sem misstu eða fleygðu plast­brúsum í sjó­inn.

Þetta er hins vegar til marks um að þegar hafið er ann­ars vegar mega landa­mæri og lög­sögur sín lít­ils.

Stærð vand­ans sést á því að nú er talað um að ný meg­in­lönd hafi mynd­ast úr ara­grúa örsmárra plast­agna sem safn­ast saman í risa­stórum hring­iðum á úthöf­un­um. Margir halda að þessar plast­hring­iður sjá­ist auð­veld­lega en svo er í raun ekki. Plastið er svo smátt að það sést oft og tíðum ekki með berum augum en er hins vegar skeinu­hætt sem best sést á fjölda dauðs fiskjar, fugla  og sjáv­ar­spen­dýra sem eru hluti af plast­-hring­iðun­um.

70 millj­ónir plast­poka



En hvað getur venju­legt fólk gert til þess að vernda höf­in ? Vand­inn er vissu­lega alþjóð­legur en breyt­ingar byrja heima. Þar er fyrst til að taka að talið er að Íslend­ingar nota 70 millj­ónir einnota plast­poka á ári. Að með­al­tali er hver plast­poki not­aður í 25 mín­útur en það getur tekið 100 til 500 ár fyrir plastið að brotna nið­ur. Stærstur hluti plast­s­ins endar í land­fyll­ingum en eins og allir þekkja fjúka plast­pokar auð­veld­lega út í busk­ann og heim­il­is­fang þessa fræga "buska" er oftar en ekki hafið í kringum land­ið.

12107905203_92d8bc7358_z

En plastið getur auð­veld­lega snúið aftur heim og lent á diskum lands­manna sem örsmáar agnir sem fiskar eða önnur sjáv­ar­dýr hafa gleypt. Og plast getur þannig borist inn í vefi lík­am­ans.

Til­laga til þings­á­lykt­unar um að draga úr notkun plast­poka, sem Mar­grét Gauja Magn­ús­dótt­ir, vara­þing­maður Sam­fylk­ingar bar fyrst fram, dag­aði upp í þing­inu í fyrra og sömu örlög virt­ust bíða hennar þegar þær fréttir bár­ust frá Strass­búrg í Frakk­landi að Evr­ópu­þingið hefði sam­þykkt aðgerðir til höf­uðs þunnum plast­pok­um.

Berg­þóra Njála Guð­munds­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi Umhverf­is­ráðu­neyt­is­ins tjáði mér að sam­þykktin myndi hafa áhrif á Íslandi, en mál­inu er þó ekki lokið því aðild­ar­ríkjum Evr­ópu­sam­bands­ins og EES ríkj­unum er i sjálfs­vald sett hvernig útfærslan verð­ur.

Ekki er sopið káli fyrr en í aus­una er komið en þetta eru þó sann­ar­lega góðar frétt­ir. Í dag, 5.júní er haldið upp á Alþjóð­lega umhverf­is­dag­inn og á mánu­dag 8.júní er haldið upp á Alþjóð­legan dag hafs­ins. Af því til­efni hafa Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar,­Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi, Evr­ópu­stofa og Félag Sam­ein­uðu þjóð­anna tekið höndum saman um að sýna kvik­mynd­ina Plast strendur (Plastic shor­es) í Bíó Para­dis 8.júní klukkan 8 og verða umræður á eftir sýn­ingu mynd­ar­innar en aðgangur er ókeyp­is.

Hinar vel heppn­uðu aðgerðir á Horn­ströndum benda að vit­und­ar­vakn­ing hafi orðið hér á landi í þessum efnum og von­andi sjá sem flestir sér fært að mæta í Bíó Para­dís til að sýna að hafið skiptir okkur Íslend­inga máli.

Sjá nánar um sýn­ingu heim­ild­ar­mynd­ar­innar Plast­-­strend­ur.

Þings­á­lykt­un­ar­til­laga um að draga úr plast­poka­notk­un.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None