Suðurnesjasveifla í fullum gangi

Ritstjóri Víkurfrétta gerir upp árið 2021. Eldgosið í Geldingadölum setti svip sinn á lífið á Suðurnesjum en Víkurfréttir birtu fyrstu myndina af gosinu í íslenskum fjölmiðli. Atvinnuleysi á svæðinu var í hæstu hæðum fyrr á árinu en minnkaði með vorinu.

Auglýsing

Það er óhætt að segja að árið 2021 hafi verið við­burða­ríkt og eitt það sér­stakasta fyrir okkur Suð­ur­nesja­menn í langan tíma. Vonir og vænt­ingar um að veiran væri að hverfa og venju­legt líf væri fram undan rætt­ist ekki en eld­gos í Grinda­vík stal sen­unni stóran part árs­ins og jafn­vel þannig að fólk gleymdi að það væri heims­far­aldur - um stund alla­vega.

Að fylgj­ast með því þegar bólu­efni kom til Suð­ur­nesja í lok árs­ins 2020 var eins og vítamín­sprauta. Nú væri verið að sprauta þessa veiru burt. „Þetta er eitt stærsta og flókn­asta verk­efni sem ég hef tekið þátt í á starfs­ferli mín­um,“ sagði deild­ar­stjóri hjúkr­unar á Heil­brigð­is­stofnun Suð­ur­nesja í for­síðu­frétt Vík­ur­frétta. Við fylgd­umst með því og mynd­uðum 99 ára gamla konu, fyrst allra almennra Suð­ur­nesja­manna, fá fyrstu sprautu í bólu­setn­ingu. Konan fagn­aði 100 ára afmæli á miðju þessu ári og er þokka­lega hress.

Eld­gos í Geld­inga­dölum

En „kó­við“ fékk óvænta sam­keppni í umfjöllun þegar þús­undir jarð­skjálfta skóku Suð­ur­nesin og enn lengra. Við hjá VF erum frétta­þyrstir og það vill svo til að við horfum frá gler­turn­inum í Reykja­nesbæ sem skrif­stofa okkar er í á 4. hæð - að Fagra­dals­fjalli. Við fengum skrýtna hug­mynd og gerð­umst svo djarfir að skella kvik­mynda­vél út í glugga sem sýndi frá fjall­inu í beinni útsend­ingu á net­inu. Við­brögðin létu ekki á sér standa. Þús­undir fylgd­ust með og áður en yfir lauk voru „inn­lit­in“ á VF gos-­síð­una milljón tals­ins. Net­verjar kommenter­uðu og sumir gerðu grín að þessu upp­á­tæki okk­ar. Ekki voru liðnir nema tutt­ugu dagar þegar við fengum meld­ingu um app­el­sínugulan bjarna yfir fjall­inu. Hilmar Bragi, okkar maður á vakt­inni, var einmitt á skrif­stof­unni. Hann smellti frétt á Vík­ur­frétta­vef­inn og Face­book síð­una okkar og sagði að eld­gos væri haf­ið. Hljóp síðan út á stórar sval­irnar á 5. hæð­inni og tók mynd af bjarm­anum sem sýndi gosið og skellti á net­ið. Það var fyrsta myndin sem birt­ist frá eld­gos­inu. Stóru miðl­arnir voru ekki alveg með á nót­unum en vökn­uðu eftir tíu mín­útur eða svo. Við settum í þriðja gír og vorum mættir með græjur til Grinda­víkur klukku­tíma síð­ar. Fengum sím­töl frá alþjóð­legum frétta­veitum sem vildu myndefni, stóru miðl­arnir á Íslandi líka. Það var auð­vitað allt lokað og lítið hægt að mynda nema björg­un­ar­sveit­ina Þor­björn og áhyggju­fullan bæj­ar­stjóra Grinda­vík­ur.

Auglýsing

En svo fór allt í gang morg­un­inn eftir þegar fyrstu myndir frá gos­inu fóru að ber­ast frá áhuga­sömum Suð­ur­nesja­mönnum sem margir mættu bara á stað­inn og mund­uðu sím­ana og birtu á sam­fé­lags­miðlum og öðrum miðlum í kjöl­far­ið. Þetta varð síðan vin­sæl­asti og heit­asti staður Íslands næstu mán­uði og gosið kom Suð­ur­nesjum og Íslandi á heimskortið á ný.

Lífið gekk samt sinn vana­gang á Suð­ur­nesjum á árinu og atvinnu­leysi náði hæstu hæðum þegar fjórði hver var atvinnu­laus í lamaðri ferða­þjón­ustu í heims­far­aldri. Það fór að lag­ast með vor­inu þegar ferða­menn fóru að flykkj­ast til lands­ins og hjól atvinnu­lífs­ins fóru að snú­ast á ný, ekki alveg jafn hratt og mikið og fyrir far­aldur en nógu mikið til að atvinnu­leysi minnk­aði mikið og fór niður fyrir tíu pró­sent.

Suð­ur­nesin vin­sæl

Vin­sældir Reykja­nes­bæjar og ann­arra bæj­ar­fé­laga á Suð­ur­nesjum halda áfram að aukast. Nýir íbúar mæta á svæðið og byggðar eru fjöldi íbúða og húsa í öllum sveit­ar­fé­lög­un­um. Og sér ekki fyrir end­ann á. Í lóða­út­hlutun að nýju hverfi skammt frá goss­lóðum í Grinda­vík var nú í des­em­ber dregið úr 400 umsóknum og við­brögðin við nýju hverfi í Suð­ur­nesjabæ voru svip­uð, lúx­us­vanda­mál á öllum stöð­um. Öll sveit­ar­fé­lögin nema Vogar á Vatns­leysu­strönd státa sig af góðum rekstri en Voga­menn hljóta líka skömm í hatt­inn fyrir að tefja fyrir lagn­ingu Suð­ur­nesja­línu 2. Taka ekki í mál að fá loft­línu sem allir aðrir hafa sam­þykkt. 

Fjöl­breytt Suð­ur­nesja­fjöl­miðlun

Við Vík­ur­frétta­menn höfum frá árinu 2013 verið með viku­legan sjón­varps­þátt, Suð­ur­nesjamagasín, sem við sýnum á Hring­braut og Vík­ur­frétta­vefn­um. Þætt­irnir eru orðnir á fjórða hund­rað og í hverri viku erum við að hitta fólk og ræða við það. Nýir þættir á þessu ári eru fjöru­tíu og fjöl­breytnin er mik­il. Leggjum áherslu á fjöl­breytni sam­fé­lags­ins á Suð­ur­nesj­um. Nú í lok árs ræddum við til dæmis við 82 ára gamla útgerð­ar­konu úr Garð­inum en fjöl­skyldu­fyr­ir­tæki henn­ar, Nes­fisk­ur, fagn­aði nýjum glæsi­legum hátækni­tog­ara. Gamla konan fór til Spánar til að taka á móti honum og sigldi með skip­inu heim til Íslands. Bara eitt lítið dæmi um efni í okkar miðlum en við gefum líka út hér­aðs­frétta­blað sem hefur komið út viku­lega í yfir fjöru­tíu ár. Þá erum við með tvo vef­miðla, vf.is og kylfing­ur.is þannig að Vík­ur­fréttir eru á þremur stöðum fjöl­miðl­un­ar; blað, vefir og sjón­varp.

Við hjá Vík­ur­fréttum þökkum sam­skiptin á árinu sem er að líða og óskum Suð­ur­nesja­mönnum og lands­mönnum öllum gleði­legra jóla og far­sældar á nýju ári.

Höf­undur er rit­stjóri Vík­ur­frétta, hér­aðs­frétta­mið­ils Suð­ur­nesja.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit