Þjóðfélagsþegnar og leiðtogar fyrir 21. öldina

Kristín Vala Ragnarsdóttir
800px-OB090126a-3017_Bessastadir.jpg
Auglýsing

Heims­sam­fé­lagið stendur frammi fyrir gríð­ar­legum áskor­un­um. Það lítur út fyrir að við ráðum ekki við að stöðva hlýnun jarðar innan 2oC. Jafn­vel þær 2oC sem aðild­ar­ríki Sam­ein­uðu þjóð­anna hafa sam­þykkt að vera inn­an, leiða nú ekki til 0,5 m sjáv­ar­borðs­hækk­unar eins og talað hefur verið um, heldur alla­vega 3 m.

Vist­spor jarð­ar­búa sýnir að við erum að nýta því sem svarar einni og hálfri jörð þegar horft er til hve fljótt jörðin getur end­ur­nýjað vist­kerfa­þjón­ustu - en við eigum bara eina jörð. Fjöldi jarð­ar­búa heldur áfram að aukast og er nú 7,3 millj­arð­ar. Nátt­úru­auð­lindir jarðar eru að þverra enda er jörðin tak­mörk­uð. Við erum nú á tímum hámarks­fram­leiðslu flestra auð­linda - sem þýðir að helm­ingur þeirra hafa þegar verið nýtt­ar. Það sem eftir er - er ekki af sömu gæð­um, er dýpra í jörðu og þarf meiri orku til að vinna en fyrsti helm­ing­ur­inn. Við erum að fiska upp öll úthöf og um 80% allra fiski­stofna eru ofnýtt­ir. Vist­kerfin eru að falla saman vegna skóg­ar­höggs, meng­andi iðn­að­ar, bygg­inga borga auk land­bún­að­ar. Við lifum á tímum útrým­ingar lífs á jörð­inni og líf­fræði­legur fjöl­breyti­leiki er að minnka. Hag­kerfi margra landa standa á brauð­fótum eins og fjár­mála­á­standið í Suð­ur­-­Evr­ópu sýnir - núna síð­ast í Grikk­landi - enda tengj­ast auð­lindir hag­kerf­um.

Það væri gaman að geta sagt frá því að öll þessi eyði­legg­ing nátt­úr­unnar hafi orðið til þess að á jörð­inni ríki jöfn­uð­ur­. En svo er ekki. Ó­jöf­uður eykst með hverju árinu innan landa og á milli landa. ­Sam­kvæmt Alþjóða­bank­anum er mun­ur­inn á milli með­al­tekna rík­ustu land­anna og þeirra fátæku um 360:1. Átta­tíu manns eiga eins mik­inn auð og fátæk­ari 50% hluti jarð­ar­búa, eða yfir 3.6 millj­arð­ar. Ógagn­sæi kemur í veg fyrir að almenn­ingur viti hvað ráða­menn eru að braska. Stór­fyr­ir­tæki og auð­hringar hafa oft meiri áhrif en rík­is­stjórn­ir. Hér má nefna frí­versl­un­ar­samn­inga. Stór hluti þjóð­fé­lags­þegna virð­ist vera ánægður með að vera stikk­frí frá stjórn­mál­um, nema á kosn­inga­dag - ef þeir nenna að kjósa.

Auglýsing

­Stór hluti þjóð­fé­lags­þegna virð­ist vera ánægður með að vera stikk­frí frá stjórn­mál­um, nema á kosn­inga­dag - ef þeir nenna að kjósa.

Allt þetta end­ur­spegl­ast á Ísland­i. Ís­lend­ingar hafa stærsta vist­spor allra landa. Ef allir myndu neyta líkt og við - þyrftum við meira en 6 jarð­ir. Hér ríkir bar­átta um nátt­úru íslands og auð­lind­ir. Ráða­menn kepp­ast við að salta nýja stjórn­ar­skrá sem myndi sjá til þess að auð­lindir lands­ins væru í almanna­eign. Þeir plan­leggja nýja stór­iðju, án þess að vitað sé hvaðan orkan eigi að koma og virð­ast vera skít­sama um nátt­úru lands­ins. ­Út­gerða­menn sem margir tengj­ast ráða­mönnum fá lækkun veiði­gjalda. Sú stór­iðja sem hér starfar borgar spott­prís fyrir raf­magnið og greiðir nær enga skatta vegna flók­inna skulda­yf­ir­færslna til móð­ur­fé­laga. Við eigum engan auð­linda­sjóð líkt og Norð­menn sem eru rík­asta þjóð í heimi.

Hvað er til ráða? Ég tel að við þurfum virka þjóð­fé­lags­þegna. Við þurfum lif­andi lýð­ræði þar sem þjóð­fé­lags­þegnar - ungir sem aldnir - minna leið­tog­ana reglu­lega á hverju þeir lof­uðu í kosn­ingum - og fara ekki í fjög­urra ára frí á milli kosn­inga.

Við þurfum leið­toga sem vinna fyrir almenn­ing og eru ekki ein­ungis að draga taum hags­muna­að­ila sem þeim eru tengd­ir. Við þurfum leið­toga sem sjá heild­ar­mynd­ina og hvernig allt teng­ist. Við þurfum leið­toga sem fylgja eftir nátt­úru­vernd­ar­lögum og vinna að nátt­úru­vernd, heima fyrir og á heims­vísu. Við þurfum að vinna að því að nátt­úran fái rétt­ar­stöðu fyrir lögum til að vernda vist­kerfi og víð­áttu Íslands til fram­tíð­ar. Við þurfum gagn­sæi í allri stjórn­sýslu þannig að við getum fylgst með hvernig okkar skatt­pen­ingar eru nýtt­ir. Við þurfum að sjá til þess að allir borgi skatt - líka þeir ríku og alþjóða­auð­hringar sem hér starfa. Við þurfum að selja raf­magn á stór­iðju á sama prís og Evr­ópa. Við þurfum að vinna að því að konur fái sömu laun og karlar og að hér ríki jafn­rétti. Við þurfum að setja lög á launa­hlut­föll innan fyr­ir­tækja og stof­ana. Ég tel að hlut­fallið 6:1 sé rétt­látt - í hæsta lagi 12:1.

Hér þarf að banna bón­us­greiðslur - líka í banka­kerf­inu. Við þurfum að stofna sam­fé­lags­banka sem fjár­festa í sam­fé­lag­inu og umhverf­is­vænni starfsemi.

Hér þarf að banna bón­us­greiðslur - líka í banka­kerf­inu. Við þurfum að stofna sam­fé­lags­banka sem fjár­festa í sam­fé­lag­inu og umhverf­is­vænni starf­semi. Við þurfum að byggja upp heil­brigð­is­kerfi sem nýt­ist öll­um, ekki bara þeim ríku. Við þurfum mennta­kerfi þar sem hlúið er að þörfum allra. Við þurfum stjórn­ar­skrá sem tryggir að auð­lindir séu í almanna­eign. Við þurfum að setja á stofn auð­linda­sjóð líkt og Nor'­menn, þangað sem arður er greiddur af auð­lindum okkar - fiski, raf­orku og ferða­mennsku. Þessi sjóður á að vera skyn­sam­lega fjár­festur og nýttur var­lega fyrir núver­andi og kom­andi kyn­slóðir - og ekki vera stýrt af stjórn­mála­mönnum - líkt og í Nor­egi.

Hvaða skref þurfum við að taka á Íslandi til að nýja stjórn­ar­skráin verði sam­þykkt, nátt­úran og konur nái fullu jafn­rétti, konur hafi 50% setu á Alþingi og sjálf­bær þróun verði að leið­ar­ljósi? Ég tel þetta mjög brýnt fyrir fram­tíð land­ins. Líkt og ég skrif­aði um í síð­ustu grein minni hér í Kjarn­anum þurfum við sem þjóð að vera til­búin með fram­boð – fyrir for­seta­kosn­ingar 2016 og Alþing­is­kosn­ing­arnar 2017. Landið þarf for­seta og stjórn­mála­menn sem vinna að mik­il­vægum málum fyrir sam­fé­lagið og nátt­úr­una heima og heim­an.

­For­set­inn þarf að vera for­seti allra lands­manna. Kona fólks­ins. Kona náttúrunnar.

For­set­inn þarf að vera for­seti allra lands­manna. Kona fólks­ins. Kona nátt­úr­unn­ar. Hún þarf að hafa heild­ræna sýn á þjóð­málin og alheims­mál­in, hvað sjálf­bæra þróun og hag­sæld varð­ar. For­seti Íslands getur sem þjóð­höfð­ingi náð eyrum margra þjóð­ar­leið­toga og unnið að því að lausnir finn­ist á þeim krísum sem nú eru í deigl­unni: lofts­lags­breyt­inga-, vist­kerfa-, auð­linda­þverrun­ar- og fjár­málakrísa. Næsti for­seti Íslands þarf að vera grænn og sam­fé­lags­sinn­aður í hugs­un. Næsti for­seti þarf að leggja áherslu á að vernda nátt­úru Íslands. Næsti for­seti þarf að vinna að því að ný þró­un­ar­mark­mið Sam­ein­uðu þjóð­anna (2015-2030) náist, með að því að finna lausnir með öðrum þjóð­ar­leið­tog­um. For­set­inn getur haft mik­il­væg áhrif á nátt­úru­vernd­ar­málin með því að styðja stór­verk­efni - líkt og þau sem kennd eru við verndun hjarta lands­ins, að upp­ræta vist­morð og að gera kröfu til him­ins­ins vegna þess að hann er í almanna­eign.

Stjórn­mála­flokkar þurfa að vinna að sjálf­bærri þró­unn. Til þessa verk­efnis væri gott að stofna til flokks sem vinnur eftir hug­mynda­fræði sjálf­bærrar þró­un­ar, hvort sem það verður flokkur kvenna eða beggja kynj­anna. Þessi flokkur gæti unnið með Pírötum í að gera stjórn­sýsl­una skil­virka og gagn­sæja, berj­ast gegn spill­ingu, vinna að jafn­rétti kynj­anna og nátt­úr­unn­ar, og koma á nýju stjórn­ar­skránni.

Þetta er áskorun til allra með græn og kven­læg gildi sem vilja vinna að þessum mik­il­vægu mál­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None