Þvinguð í samstarf við ofbeldismenn

Særún Magnea Samúelsdóttir
Screen-Shot-2015-09-01-at-09.31.01.png
Auglýsing

Áfallastreituröskun getur komið í kjöl­far alvar­legra áfalla sem fólk verður fyr­ir.  Fólk með áfallastreituröskun reynir að forð­ast allt sem minnir á áfallið til dæmis hugs­anir og til­finn­ingar tengdar áfall­inu, til­tekna staði eða athafn­ir. Það end­ur­upp­lifir atburð­inn með einum eða öðrum hætti, fær martraðir eða sér hann ljós­lif­andi fyrir sér. Áfallastreituröskun fylgja oft lík­am­leg spenna, svefn­trufl­an­ir, pirr­ingur eða reiði, ein­beit­ing­ar­erf­ið­leik­ar, fólk er eilíf­lega á varð­bergi og því bregður auð­veld­lega. Einnig verður fólk dauf­ara og áhuga­laus­ara en það á að sér og á almennt erfitt með að finna fyrir jákvæðum til­finn­ingum (sjá vef Kvíða­með­ferð­ar­mið­stöðv­ar­innar).

Áfallastreituröskun við­haldið vegna umgengi



Meðal þeirra áfalla sem geta komið áfallastreituröskun af stað er heim­il­is­of­beldi og oft fá brota­þolar heim­il­is­of­beldis áfallastreituröskun eftir langvar­andi and­legt ofbeldi það er því mik­il­vægt að stað­inn sé vörður um þessa ein­stak­linga og allt gert til þess að þeir nái heilsu á  ný og þeir nái tökum á rösk­un­inni.

Ein af þeim leiðum sem hægt er að beita er nálg­un­ar­bann en það er erfitt að fá slíkt fram og skil­yrðin eru afar ströng og eiga oft ekki við þegar kemur að langvar­andi and­legu ofbeldi sem iðu­lega er falið og erfitt að færa sönnur á. Einnig eru nálg­un­ar­bönn iðu­lega tíma­bundin jafn­vel bara nokkrar vikur eða mán­uðir í senn og því getur ofbeld­is­mað­ur­inn hæg­lega haldið áfram sínu striki eins og sjá má á máli Ásdísar Hrannar Við­ars­dóttur sem Kast­ljósið fjall­aði um síð­asta vetur og hefur aftur kom­ist í frétt­irnar núna síð­ustu vik­ur.

Eftir standa fjöl­margir ein­stak­lingar sem þurfa enn að þola ofbeldi og átroðn­ing af hendi fyrr­ver­andi maka því þó svo að sam­búð aðil­anna sé lokið heldur ofbeld­is­mað­ur­inn iðu­lega áfram að beita hinn aðil­ann ofbeldi og þekk­ist það oft að þeir noti börnin sem bit­bein. Á Íslandi er meg­in­reglan sú að við skilnað eða sam­búð­ar­slit helst sam­eig­in­leg for­sjá for­eldra og reglu­leg umgengi í boði og á það jafn­vel við þótt ofbeld­is­mað­ur­inn hafi hlotið dóm vegna ofbeld­is­ins.

Auglýsing

Að standa í samn­ingum við ofbeld­is­mann sinn



For­eldrar með áfallastreituröskun eftir heim­il­is­of­beldi eru þannig oft skikk­aðir til að vera í sam­skiptum við ofbeld­is­menn sína þar sem það er á þeirra ábyrgð að upp­fylla for­eldra­skyldur sínar þegar kemur að umgengi barna sinna. Þessi stöð­ugu sam­skipti geta verið trig­gerar fyrir áfallastreiturösk­un­ina og með því stuðlað að hæg­ari eða minni bata brota­þol­ans. Hægt er að fá umgengn­is­úr­skurð hjá sýslu­manni, þar sem öll umgengi er skráð skipu­lega fram í tím­ann. Meg­in­reglan þegar kemur að úrskurðum um umgengi er sú að aðeins er úrskurðað um umgengni eftir að sátta­með­ferð hefur verið full­reynd en í sátta­með­ferð er, í þessum til­vik­um, brota­þola ætlað að semja við ofbeld­is­mann sinn um umgengi og annað með milli­göngu starfs­manns sýslu­manns­emb­ætt­is. Oft­ast ger­ist þetta stuttu eftir að sam­búð lýkur og brota­þol­inn enn í með­ferð eða hefur jafn­vel ekki enn fengið grein­ingu. Jafn­vel getur farið svo að brotaþoli sam­þykki eitt­hvað vegna ótta og hræðslu við ofbeld­is­mann­inn og kemur þar van­þekk­ing á rétt­indum og skyldum oft við sögu, sér­stak­lega hjá erlendum for­eldr­um.

Hvað er til ráða?



Margir þeir sem kljást við áfallastreituröskun upp­lifa það að eitt­hvað sem minnir á áfallið verður þess vald­andi að þeir fara í upp­nám, fá ein­hvers­konar kast eða versn­andi ein­kenni tíma­bundið en slíkt er í dag­legu tali kallað að trig­ger­ast og það sem kemur upp­nám­inu af stað trig­ger­ar. Með réttri með­ferð og með­vit­und um rösk­un­ina er hægt að fækka þessum skiptum og jafn­vel er hægt að ná fullum bata. Slíkt getur verið erfitt þegar stöðugt er verið að ýfa sár­in. Í Félags­mála­sátt­mála Evr­ópu nr. 3 frá 1976, og Alþingi hefur stað­fest sem lög, segir í 11. máls­grein 1. kafla að allir menn eigi rétt á að njóta góðs af hvers kyns ráð­stöf­un­um, er miða að því að tryggja sem best heilsu þeirra. Þetta ákvæði ætti að tryggja for­eldrum með áfallastreituröskun ákveðna vernd en gerir það ekki.

Margir, bæði fræði­menn og sér­fræð­ingar á svið­inu, telja að heim­il­is­of­beld­is­mál sé við­kvæmur og sér­tækur mála­flokkur sem lúti ekki sömu lög­málum og ofbeldi milli óskyldra aðila. Mik­il­vægt er að opna umræð­una um vand­ann svo hægt sé að finna leiðir til þess að þess að brota­þol­arnir fái aukið svig­rúm til þess að geta staðið uppi sem sterk­ari ein­stak­lingar með aukna for­eldra­hæfni sem skilar af sér ham­ingju­sam­ari börnum út í sam­fé­lag­ið.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None