Velkomin í lágstétt

10054153325-eae06387b7-z.jpg
Auglýsing

Helgi Þór Harðarson Helgi Þór Harð­ar­son

,,Ís­land hefur ekki verið stétt­skipt á sama hátt og mörg önnur lönd og það er einn af mörgum góðum kostum þess að byggja þetta land..." sagði Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son árið 2013 í hjart­næmri þjóð­há­tíð­ar­ræðu á Aust­ur­velli. Í ljósi þessa hlýtur að kvikna spurn­ing­in:  Hver er þá í þess­ari ,,milli­stétt" sem verið er að bjarga með stóru skulda­nið­ur­fell­ing­unni?



Í orð­ræðu núver­andi for­sæt­is­ráð­herra birt­ast ósjaldan lítt skil­greind hug­tök eins og ,,heim­il­in" gerðu fyrir kosn­ingar og ,,milli­stétt" nú. Þetta eru hug­tök sem allir virð­ast geta tengt við sjálfa sig. Fáir líta á sjálfa sig sem lág­stétt­ar­fólk og 99 pró­sent Íslend­inga búa á heim­ili. Þannig virð­ast sumir hafa skilið kosn­inga­lof­orð Sig­mundar sem svo að Fram­sókn­ar­flokkur ætl­aði að berj­ast fyrir rétt­læti öllum Íslend­ingum til handa og af barns­legri auð­trú talið að það væri raun­in.

Auglýsing


"Eitt þarf alla­vega ekki að deila um; þeir sem festu kaup á dýr­ustu fast­eign­unum fá mestan pen­ing úr ,,skulda­leið­rétt­ing­um" Ríkisstjórnarinnar."



Í ljós kom að sjálf­sögðu annað og við því vör­uðu margir fyrir kosn­ing­ar. Bent var á að forrystu­menn stjórn­ar­flokk­ana væru báðir afar auð­ugir menn og e.t.v. ekki lík­legir til að sýna skiln­ing á greiðslu­vanda almúg­ans. En draumur fólks um að losna undan skulda­böggum sínum varð varn­að­ar­orðum yfir­sterk­ari og Sig­mundur og ,,heim­il­in" hans unnu glæstan kosn­inga­sigur og ,,milli­stétt­inni" átti eftir að vera ríku­lega launað fyrir traust­ið.

Dul­ar­full milli­stétt

En hverjir eru í þess­ari dul­ar­fullu ,,milli­stétt"? Það má finna sterkar vís­bend­ingar um hvernig skil­greina má stéttir íslensks sam­fé­lags með því að rýna í stefnu ríkj­andi stjórn­valda og hvernig skipan Nýja Íslands hefur verið mót­uð. Skulda­leið­rétt­ingin gefur okkur mjög afger­andi mynd af því hvernig verið er að búa til, aðgreina og auka aðstöðumun milli þegna þessa lands þar sem einum hóp eru gefnir gríð­ar­legir fjár­munir úr stór­skuldugum rík­is­sjóð. Semsé eig­endum fast­eigna.



Eitt þarf alla­vega ekki að deila um; þeir sem festu kaup á dýr­ustu fast­eign­unum fá mestan pen­ing úr ,,skulda­leið­rétt­ing­um" Rík­is­stjórn­ar­inn­ar. En féið kemur ekki frá bönkum eða vog­un­ar­sjóðum eins og rætt var um fyrir kosn­ing­ar, heldur úr sam­eig­in­legum sjóðum allra lands­manna. Þeir 80 millj­arðar sem fast­eigna­eig­endur eiga nú að fá gef­ins jafn­gilda um 230.000 krónum á hvert manns­barn á Íslandi! Það er átján­föld sú upp­hæð sem notuð er í almennar húsa­leigu­bætur í ár (til þess að fá húsa­leigu­bætur þurfa hjón að vera með minna en 158.000 krónur á mán­uði á mann!).



"­Með aðgerð­unum hafa 80 millj­arðar verið teknir úr sam­eig­in­legum sjóðum skatt­greið­enda og gefnir ákveðnum hópi (stétt) sam­fé­lags­ins, án þess að sýnt þyki að sá hópur sé neitt sér­stak­lega illa staddur."



Þrátt fyrir að höf­uð­stóll fast­eigna­lána hafi vissu­lega hækkað standa þó lík­lega verst þeir sem tóku lán til að fjár­festa í öðru en fast­eignum fyrir hrun. En ein­göngu á að vernda þá sem keyptu fast­eignir gegn for­sendu­brest­inum marg umtal­aða en ekki þá sem fjár­festu í menntun til dæmis eða bara ein­hverju allt öðru. Er for­sendu­brestur lán­töku þessa fólks ein­hverju minni en þeirra sem keyptu sér fast­eign­ir?



Í grunn­inn er þetta stétt­skipt mis­munun og lausn sem best kemur út fyrir þá sem eiga, en skulda jafn­framt mest. Sem­sagt tekju­hæstu hóp­arn­ir. ,,Milli­stétt" ekki síður en stéttin þar fyrir ofan sem fær mest fyrir sinn snúð.



Þetta þarf í sjálfu sér ekki að koma á óvart þegar tveir hægri flokkar leggj­ast í eins rót­tækt inn­grip og skulda­nið­ur­fell­ingar Rík­is­stjórn­ar­innar eru og enn síður þegar fram­kvæmd­inni er stjórnað af Tryggva Þór Her­berts­syni.  Eft­ir­far­andi er til dæmis haft eftir honum og enn kemur skýrar í ljós hverjir eru í þess­ari marg umræddu ,,milli­stétt":



„Það fólk sem situr á þingi er margt hvert vel menntað og hefur gegnt stöðum sem hafa borgað vel og lifistand­ar­dinn á því er í sam­ræmi við það – svona eins og efri milli­stétt og eitt­hvað þvíum­líkt. Ég veit að margir kollegar mínir og þar á meðal ég – að ég hef borgað með mér síðan ég hóf störf á alþing­i.“ Taka skal fram að byrj­un­ar­laun þing­manna voru 520 þús­und á mán­uði þegar ummælin falla. Flestir þó á nokkuð hærra kaupi en það.

Átta­tíu millj­arðar úr rík­is­sjóði til útvaldra

Með aðgerð­unum hafa 80 millj­arðar verið teknir úr sam­eig­in­legum sjóðum skatt­greið­enda og gefnir ákveðnum hópi (stétt) sam­fé­lags­ins, án þess að sýnt þyki að sá hópur sé neitt sér­stak­lega illa stadd­ur. En gleymum heldur ekki að þessi hópur er bæði per­sónu­legt og póli­tískt bak­land lang­flestra þing­mann­ana sem sam­þykkja þessar aðgerð­ir. Þessu lýsa ummæli Tryggva hér að ofan alveg full­kom­lega. Hvað ætli leigj­endur séu mik­ill hluti þing­manna til dæm­is?



Þegar öllu er á botnin hvolft eru ,,heim­il­in" (sem talað var um fyrir kosn­ingar að ætti að bjarga) í raun bara þeir sem eiga hús­næði og nú er komið í ljós að svokölluð ,,milli­stétt" er  í raun líka bara þeir sem eiga hús­næði og virð­ast ná endum þokka­lega sam­an.



"­Fólk sem ekki á hús­næði þarf raunar að átta sig á (og sætta sig við) að það er komið í ,,lág­stétt" og þar er ætl­unin að halda því."



Af þessu hlýt ég því að draga þá ályktun að ég og þar með um 30% lands­manna sé af ,,lág­stétt", heim­ili mitt sé í raun ekki ,,heim­ili" í skil­grein­ingu Sig­mundar Dav­íðs því vissu­lega á ég ekk­ert í stein­steyp­unni utan um það og því ekki eitt þeirra heim­ila sem fær sinn for­sendu­brest leið­rétt­an.



Fólk sem ekki á hús­næði þarf raunar að átta sig á (og sætta sig við) að það er komið í ,,lág­stétt" og þar er ætl­unin að halda því. Allt er gert til að halda fast­eigna­verði háu og er þessi aðgerð vit­an­lega hluti af því. Á meðan fast­eigna­verð er að hækka græða jú allir í ,,milli­stétt" og upp­úr!

Stétt sem skortir málsvara

Þess­ari nýupp­götv­uðu ,,stétt" minni skortir líka til­finn­an­lega sterka málsvara í íslenskri póli­tík. Um 30% þjóð­ar­innar eru í leigu­hús­næði og þannig hluti af þess­ari nýju og afskiptu ,,lág­stétt" og ég sakna þess að sjá póli­tískt afl gera þennan hóp að sínum skjól­stæð­ingum með afger­andi hætti, líkt og aðrir hafa gert við ,,milli­stétt­ina" og útgerð­ar­menn­ina.



Vinstri flokkum á Íslandi hefur því miður ekki tek­ist að gæta hags­muna þessa hóps eins og skyldi og ég held að síð­ustu kosn­ingar hafi end­ur­speglað það að vissu leyti. Ég hefði haldið að fjöldi leigj­enda ætti að vera nægur til að þar væri freist­andi að seil­ast eftir atkvæð­um. En ég man varla eftir að minnst hafi verið á leigu­mark­að­inn fyrir síð­ustu kosn­ingar en kann þó að skjátl­ast.



Að sama skapi voru það skipu­lags­mál sem alger­lega heltóku umræð­una fyrir nýliðnar borg­ar­stjórn­ar­kosn­ingar og hug­myndir að úrræðum til handa leigj­endum í borg­inni alger­lega týndar í þrasi um stór­fram­kvæmdir og ein­hvern flug­völl sem fæstir þurfa eða hafa efni á  að nota hvort eð er.



En á meðan rík­ari hluti þjóð­ar­innar fær umslag inn um lúg­una þess efnis að skuldir þeirra lækki um millj­ón­ir, má sá fátæk­ari láta sér nægja mán­að­ar­leg umslög frá lög­fræð­ingum inn­heimtu­fyr­ir­tækj­anna sem lifa góðu lífi á að krefja öreiga um allt að 600% af upp­haf­legum skuldum fjöl­skyldna í van­skil­um. Ég vona alla­vega að leigj­endur þessa lands geri sér grein fyrir hverslags kerfi er hér í mótun fyrir kom­andi kyn­slóðir og venji sig jafn­framt við til­hugs­un­ina um að vera í ,,lág­stétt" því í stétt­skiptu sam­fé­lagi er ekki auð­velt að skipta um stétt.



Höf­undur er leigj­andi og sölu­mað­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None