Hér að neðan eru valdar myndir, aðallega af erlendum vettvangi, frá árinu 2015.
Skógareldar skæðir
Mynd: EPA
Skógareldar um allan heim hafa sjaldan verið eins miklir og á árinu 2015. Langvarandi þurrkar, breytt veðurfar og vatnskortur á viðkvæmum svæðum eru helstu ástæður þess að gróðureldar eru orðnir svo skæðir. Þessir menn fylgdust með Rocky-eldunum í Kaliforníu í ágúst. Þar hafa eldarnir eyðilagt fjölda heimila og kostað mannslíf.
Björninn í austri
Mynd: EPA
Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur látið mikið til sín taka á árinu og þá helst í andstöðu við vilja og aðgerðir vestrænna ríkja. Hann hefur til að mynda staðið þétt við bakið á Sepp Blatter og lagt til að hann hlyti friðarverðlaun Nóbels og talað ofboðslega vel um Donald Trump. Á hinu alþjóðapólitíska sviði hefur Pútín gert alþjóðasamfélaginu lífið leitt með átökum í Úkraínu og loftárásum í Sýrlandi.
Nóg að gera
Mynd: EPA
Verkefni Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, voru stór á árinu sem er að líða. Hún hefur staðið í ströngu við friðarviðræður í Austur-Úkraínu ásamt Francois Hollande, Frakklandsforseta, verið í eldlínunni á vettvangi Evrópusambandsins þar sem Evran riðaði nánast til falls þegar ríki hótuðu að ganga úr samstarfinu og veita þurfti lán til Grikkja. Þá hefur straumur flóttafólks til Evrópu skapað öllu mannlegri vanda fyrir leiðtoga Evrópu. Merkel er talin hafa tekið afskaplega mannúðlega stefnu í þeim efnum.
Vopnahlé í Úkraínu
Mynd: EPA
Eftir hörð átök í Austur-Úkraínu, þar sem sprengjum var meðal annars látið rigna yfir þéttbýli óbreyttra borgara, var komist að samkomulagi um vopnahlé í febrúar. Samkomulagið milli Petró Porósjenkó, forseta Úkraínu, og Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, var gert í Minsk fyrir tilstuðlan Merkel, kanslara Þýskalnds, og Hollande, forseta Frakklands. Vopnahléið hefur að mestu verið virt en þrátt fyrir minniháttar átök hafa engir landvinningar átt sér stað hjá fylkingunum tveimur sem takst á.
Vígamenn létu til skarar skríða í París á árinu. Í janúar var ráðist á ristjórnarskrifstofur ritstjórnarskrifstofu Charlie Hebdo þar sem 13 féllu og í nóvember var framið hryðjuverk á sex mismunandi stöðum í París. Alls létust 130 í seinni árásinni og er það jafnframt mesta hryðjuverkaárás sem gerð hefur verið á franskri grundu. Í kjölfar beggja árása var efnt til friðarsamkoma þar sem fórnarlambanna var minnst og fólk sýndi samstöðu með Frökkum og friði.
Flóttamenn girtir af
Mynd: EPA
Gríðalegur fjöldi flóttafólks lagði leið sína til Evrópu á árinu í von um betra líf frá stríði og ófriði í heimalandinu. Flestir flóttamennirnir koma frá Sýrlandi, Írak og Afganistan. Flóttamannalöggjöf Evrópusambandsins reyndist gölluð þegar kom að svo miklum fjölda flóttamanna og landamæraríkin höfðu ekki undan við að skrá og veita öllu því fólki hæli sem óskaði eftir því. Það skapaðist því neyðarástand í suðaustanverðri Evrópu. Nokkur ríki brugðu á það ráð að reisa girðingar á landamærum sínum til að hamla för flóttafólks sem flestir fóru yfir hafið og til Grikklands eða um Balkanskaga og þaðan inn til Evrópusambandsins.
Kerry og Lavrov
Mynd: EPA
Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands, þeir John Kerry og Sergei Lavrov, ræddust við í lok alþjóðlegrar ráðstefnu um málefni Sýrlands í Austurríki í nóvember. Til ráðstefnunnar hafði verið boðað áður en hryðjuverkin voru framin í París og þar átti að ræða leiðir til að koma í veg fyrir frekari blóðsúthellingar í Sýrlandi. Fulltrúar 17 landa sátu ráðstefnuna. Rússar hófu loftárásir á Íslamska ríkið í október, þó ekki í samvinnu við loftárásir Bandaríkjanna og bandamanna þeirra. Það leiddi til þess að samskiptin milli Rússa og Bandaríkjamanna stirnuðu enn frekar. Utanríkisráðherrarnir gátu þó sameinast um að berjast gegn hryðjuverkaógninni.
Einkareknar geimferðir
Mynd: SpaceX
Geimferðir eru ekki lengur á hendi voldugra ríkja heldur hafa mestar framfarir í geimvísindum á árinu farið fram með einkaframtakinu. Ber þar kannski helst að nefna bandaríska fyrirtækið SpaceX sem hefur sinnt geimferðum fyrir bandarísku geimferðastofnunina (NASA) og þróað endurnýtanlega geimflaug. Sú geimflaug, sem gengur undir nafninu Grashopper, getur tekið af stað frá jörðu, skilað af sér varningi eða sinnt verkefnum á braut um jörðu og lent heilu og höldnu aftur á jörðinni. Það mun koma til með að spara gríðarlega fjármuni við geimferðalög.
Sólmyrkvi í Reykjavík
Mynd: Anton Brink
Sólmyrkva mátti sjá í Reykjavík í mars. Af því tilefni stóð Sævar Helgi Bragason og Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness fyrir sólmyrkvahátíð á flötinni fyrir framan Háskóla Íslands þar sem öllum var gefið tækifæri á að horf á sólmyrkvan í gegnum stóra sjónauka. Einnig var öllum grunnskólabörnum gefin sérstök sólmyrkvagleraugu. Sólmyrkvi verður þegar tunglið gengur í beina línu milli sólarinnar og jarðar.
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna
Mynd: EPA
21. loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP21) var haldin í París í desember. Þar var komist að samkomulagi um loftslagsmál og minnkun losunar gróðurhúsalofttegunda. Er þetta stærsta alþjóðlega samkomulag sem gert hefur verið. Ráðstefnan stóð í tvær vikur og þótti Frökkum hafa tekist vel til við skipulagningu og utanumhald ráðstefnunnar.
Við þurfum á þínu framlagi að halda
Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.
Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.
Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.
Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.
Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.
Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.
Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.
Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.