Háskóli Íslands

Drangajökull verður líklega horfinn árið 2050

Niðurstöður nýrrar rannsóknar draga upp dökka mynd af framtíð Drangajökuls. Höfundar hennar telja þó að stjórnvöld hafi enn tíma til að undirbúa viðbrögð sín.

Eini jök­ul­l Vest­fjarða, Dranga­jök­ull, er á hverf­anda hveli. Sam­kvæmt nið­ur­stöðum nýrr­ar ­rann­sókn­ar, sem byggði á marg­þættri og nýstár­legri grein­ingu hóps vís­inda­manna, ­gæti svo farið að jök­ull­inn yrði horf­inn, bók­staf­lega gufaður upp, um árið 2050.

Það er ekki í fjar­lægri fram­tíð þótt ártalið virð­ist fram­andi. Þangað til eru ein­ung­is ­þrjá­tíu ár.

Afar ólík­leg­t er að þess­ari þróun verði snúið við. Til þess er sá hraði sem hlýnun jarðar er að eiga sér stað á of mik­ill. En þó að rann­sóknin dragi upp skugga­lega mynd af fram­tíð Dranga­jök­uls benda nið­ur­stöð­urnar til þess að stjórn­völd hafi enn tíma til að und­ir­búa við­brögð sín. 

Þess­ar nýtil­komnu upp­lýs­ingar geta nýst til­ fram­tíð­ar­stefnu­mót­un­ar, ekki síst þeim sem koma að fyr­ir­hug­uð­u­m vatns­afls­virkj­unum á svæð­inu. Sé þeim ætlað að virkja jök­ul­vatn þarf að vega og ­meta kostn­að­inn við bygg­ingu þeirra og þess líf­tíma sem af þeim er að vænta með­ tilliti til bráðn­unar jök­uls­ins.

Þetta er ­meðal þess sem aðal­höf­undur rann­sókn­ar­inn­ar, forn­lofts­lags­fræð­ing­ur­inn Dav­id John Harn­ing, segir í við­tali við Kjarn­ann. Rann­sóknin er dokt­ors­verk­efn­i Da­vids og hluti af stærra verk­efni sem Áslaug Geirs­dótt­ir, pró­fessor við jarð­vís­inda­deild Háskóla Íslands, hefur leitt.

Rann­sókn­ar­nið­ur­stöð­urn­ar voru nýverið birtar í vís­inda­tíma­rit­inu Geoph­ysical Res­e­arch Lett­ers. Í stutt­u ­máli var í rann­sókn­inni meðal ann­ars not­ast við leifar af bakt­er­íum og þör­ung­um ­sem varð­veist hafa í seti vatna við Dranga­jökul til að meta breyt­ingar á hita­stigi á svæð­inu á síð­ustu tíu þús­und árum. Á því tíma­bili í jarð­sög­unn­i þegar hita­stig var sam­bæri­legt við það sem vænst er nú við lok 21. ald­ar­inn­ar.

David John Harning er fornloftslagsfræðingur. Hann hefur rannsakað Drangajökul í sex ár.
Aðsend

Höf­undar rann­sókn­ar­inn­ar not­uðu svo þetta mat á þróun hita­stigs, ásamt svæð­is­bundnum lofts­lags­hermum og ­fyr­ir­liggj­andi gögnum og lík­önum á þróun lofts­lags og jökla á Íslandi, til að ­spá fyrir um hop Dranga­jök­uls.

Nið­ur­stað­an var sem fyrr segir sú að með áfram­hald­andi hlýnun gæti jök­ull­inn horfið um árið 2050.

Var fjöl­far­inn á árum áður

 Dranga­jök­ul­l er nyrsti jök­ull Íslands. Sér­staða hans felst einnig í því að hann er ein­i ­jök­ull lands­ins sem er í undir þús­und metra hæð yfir sjáv­ar­máli. Hann dreg­ur ­nafn sitt af Dranga­skörð­um, sjö mögn­uðum og hrika­legum jarð­laga­stöflum sem ­ganga í sjó fram í mynni Dranga­víkur á Strönd­um.

Dranga­jök­ul­l var mjög fjöl­far­inn þegar Horn­strandir voru í byggð. Yfir hann héldu menn ­fót­gang­andi eða á hestum og var til dæmis fluttur reka­viður yfir jökul­inn af ­Ströndum niður í Djúp. 

Drangajökull er eini jökull Vestfjarða. Úr honum ganga þrír aðalskriðjöklar; í Kaldalón í Djúpi, Leirufjörð í Jökulfjörðum og Reykjarfjörð á Hornströndum. Staða þessara jökulsporða hefur verið mæld nær árlega síðan 1931.
Wikipedia

Ólíkt öðrum ­ís­lenskum jöklum hefur stærð Dranga­jök­uls hald­ist nokkuð stöðug síð­ustu ár ­þrátt fyrir að eldri rann­sóknir hafi bent til að hann myndi hverfa á innan við hálfri öld. Þetta er lík­lega vegna stað­setn­ingar jök­uls­ins á Vest­fjörð­um, þar ­sem hann verður fyrir áhrifum frá lægra hita­stigi sjávar sam­an­borið við jöklana við suð­ur­strönd­ina.

Hin nýja ­rann­sókn styrkir nið­ur­stöður fyrri rann­sókna og gefur við­bótar upp­lýs­ingar sem að sögn höf­unda hennar er hægt að nota til að spá fyrir um áhrif hlýn­un­ar ­lofts­lags á Dranga­jök­ul. Þar sem vatns­afls­virkj­anir í jök­ulám fram­leiða yfir­ 70% allrar raf­orku hér á landi er skiln­ingur á þróun jökla sér­lega mik­il­væg­ur ­fyrir orku­ör­yggi lands­ins.  

Áslaug Geirsdóttir, prófessor í jarðvísindum, ásamt hópi annarra vísindamanna við rannsóknir á Drangajökli.
Háskóli Íslands

Lofts­lags- og jök­ul­líkön eru nauð­syn­leg tæki til að spá fyrir um breyt­ingar á lofts­lag­i næstu ald­ar. Til að bæta nákvæmni lík­an­anna er hins vegar mik­il­vægt að prófa ­getu þeirra til að end­ur­gera lofts­lag for­tíðar eins nákvæm­lega og hægt er með­ til­tækum gögn­um.

Áhug­i ­forn­lofts­lags­fræð­ings­ins Dav­ids bein­ist einmitt að því að nota gögn um breyt­ingar á lofts­lagi for­tíðar til að spá fyrir um og setja í sam­hengi við það ­sem er að ger­ast í dag og kemur til með að eiga sér stað í fram­tíð­inni.

For­tíðin notuð til að spá fyrir um fram­tíð­ina

Hann bend­ir á að fyrir 9 til 7 þús­und árum hafi hita­stig verið sam­bæri­legt við það sem ­bú­ast má við á næstu öld. „Ef að við getum sagt til um hvernig lands­lagið var þá, svo sem stærð jökla, gróð­ur­far og gæði vatns í stöðu­vötn­um, þegar hita­stig var af nátt­úru­legum orsökum hærra en það er í dag, getum við dregið upp mynd af því hverjar horf­urnar eru í nán­ustu fram­tíð.“

Drangajökull er eini jökull Vestfjarða.
Wikipedia

David seg­ir að vís­inda­menn hafi dreg­ist að norð­ur­slóðum til þess­ara rann­sókna, „ekki aðeins af því að jökl­arnir eru tákn­mynd lofts­lags­breyt­inga, heldur einnig vegna þess að breyt­ing­arnar eru meira en tvö­falt hrað­ari á norð­ur­slóðum en á nokkru öðru ­svæði á plánet­unni. Af þeim sökum eru lofts­lags­breyt­ingar þar miklu sýni­legri en ann­ars stað­ar­.“  

David er í hópi vís­inda­manna sem hefur ein­beitt sér að því að rann­saka forn­lofts­lag Ís­lands. Síð­ustu sex árin hefur hann rann­sakað Dranga­jök­ul. Í fyrsta hluta ­rann­sókn­ar­inn­ar, sem fólst í því að skoða set­lög í vötnum umhverf­is ­jök­ul­hett­una, sýndi hann fram á að Dranga­jök­ull hvarf fyrir um 9000 árum og ­mynd­að­ist svo aftur fyrir um tvö þús­und árum.

Hita­stig helsti áhrifa­vald­ur­inn

Þar sem hita­stig er lyk­ilá­hrifa­valdur þegar kemur að íslensku jöklunum var dregin sú á­lyktun af gögn­unum að hita­stigið hefði lík­lega verið hærra fyrir 9000 árum en það er í dag. David og aðrir sem að rann­sókn­inni komu átt­uðu sig á því að með­ því að finna út hversu miklu hlýrra var þá en nú væri hægt að veita dýr­mæta inn­sýn í fram­tíð Dranga­jök­uls. „Svo spurn­ingin varð hversu mikið hlýrra var þá en nú?“

Jökulvatn af Drangajökli.
Visit Westfjords

Til að svara þeirri spurn­ingu skoð­aði David nánar set­lögin og í það skiptið með því að ­greina frumu­himnu­brot úr fornum bakt­er­íum og þör­ung­um. Þetta var gagn­legt því að frumu­upp­bygg­ing bakt­ería og þör­unga aðlag­ast og breyt­ist í takti við hita­stig. Með þessu móti er því hægt að afla gagna um hita­stig á þeim svæð­u­m þar sem þessar líf­verur hafa búið í fyrnd­inni. Með aðstoð lofts­lags­lík­ana var svo lagt mat á hversu hlýtt þurfi að vera til að bræða Dranga­jök­ul.

Rann­sókn Da­vids og félaga er ein­stök að ýmsu leyti og í henni voru sam­tvinn­aðar aðferð­ir margra sviða vís­ind­anna. Þannig var til dæmis stuðst við jökla­sög­u, ­set­laga­fræði og jarð­efna­fræði. „Þver­fag­leg vinna rann­sókn­ar­hóps­ins gerði hon­um kleift að fara óhefð­bundnar leiðir og taka á flóknum og mik­il­vægum spurn­ing­um um breyt­ingar á lofts­lagi fram­tíð­ar­inn­ar,“ segir Dav­id.

Í mörg­um ­rann­sóknum á forn­lofts­lagi hefur verið not­ast við annað hvort leifar bakt­er­í­a eða þör­unga til að svara spurn­ingum en það hefur ekki áður verið gert sam­tím­is­. „­Vís­inda­menn eru enn að læra hvernig hægt er að nota þessar aðferðir og því ­getur þessi sam­þætta vinna okkar fært okkur eitt skref áfram.“

Hel­sta ­nið­ur­staða rann­sókn­ar­innar var sú að fyrir um 9000 árum, er Dranga­jök­ull hvarf, var með­al­hiti á norð­vestur hluta Íslands um 2,2 gráðum hærri en hann er í dag. Miðað við spár um hlýnun á Íslandi næstu árin verður sama hita­stigi náð árið 2050 og þar með er hægt að áætla að um það leyti muni jök­ull­inn vera horf­inn eða um það bil að hverfa.

Við­bragðs­tím­inn um 10-100 ár

En hversu ­ná­kvæmar eru þessar nið­ur­stöður og hvaða þættir gætu helst haft áhrif á þró­un­ina?

„Einn hel­sti ó­vissu­þátt­ur­inn er hversu hratt Dranga­jök­ull getur bráðn­að,“ segir Dav­id. „Fyr­ir­ ­meira en níu þús­und árum, áður en for­veri Dranga­jök­uls hvarf, var hlýn­unin mun hæg­ari en hún er í dag og þá gat jök­ull­inn brugð­ist hægt og rólega við. Ef hita­stig myndi hækka um 2,2 gráður á morgun myndi það ekki þýða að Dranga­jök­ul­l hyrfi á morg­un. Fyrir lít­inn jökul sem þennan þá er við­bragðs­tím­inn á bil­in­u ­tíu til hund­rað ár svo það gæti verið sá tími sem það tæki hann að hverfa.“

Hins veg­ar, ­segir Dav­id, sýna nið­ur­stöður óháðra jökla­lík­ana svip­aða nið­ur­stöðu, „svo lík­lega er okkar mat ekki fjarri lag­i“.

Drangajökull er fimmti stærsti jökull landsins og er um 200 ferkílómetrar að stærð.
Háskóli Íslands

David seg­ir að hægt sé að vissu leyti að yfir­færa nið­ur­stöður rann­sókn­anna á Dranga­jökli á aðra íslenska jökla og jökla ann­ars staðar í heim­in­um. „Hita­stig er aðal­ á­hrifa­valdur íslenskra jökla og því væri hægt að nota þessi gögn um stað­bund­ið hita­stig í öðrum lík­ön­um. Fyrri líkön byggðu á gögnum úr Norð­ur­-Atl­ants­hafi og Græn­landi. Hins vegar þá end­ur­spegla þau ekki endi­lega lofts­lagið á Ísland­i. ­Með því að setja þessi nýju hita­gögn inn í önnur líkön gætum við betur séð fram­tíð­ar­þróun ann­arra íslenskra jökla.“

Við slík­ar ­rann­sóknir verður þó að hafa í huga að haf­straumar umhverfis Ísland gera það að verkum að hita­stig á norð­vestur hluta lands­ins er lægra en á suð­ur­hluta þess. Því er ekki full­víst að gögnin sem aflað var við Dranga­jökul end­ur­spegli hita ­fyrri árþús­unda við Vatna­jök­ul, svo dæmi sé tek­ið. 

Nokkrir óvissu­þættir

Því væri mjög dýr­mætt að gera sam­bæri­legar set­laga­rann­sóknir ann­ars staðar á Ísland­i. Ýmsir aðrir þættir geta einnig haft áhrif á aðra jökla. Því stærri sem jöklar eru þeim mun hægar hopa þeir. Að auki geta aðrir óvissu­þætt­ir, svo sem eld­gos, einnig haft áhrif, til dæmis hvað varðar þróun Mýr­dals­jök­uls og Vatna­jök­ul­s.  „Til að gera langa sög­u ­stutta, það á enn eftir að gera margar áhuga­verðar rann­sókn­ir,“ segir Dav­id.

Fjöldi vísindamanna hefur lagt stund á rannsóknir á Drangajökli og nágrenni síðustu ár og áratugi.
Náttúrufræðistofnun Íslands

Hann bend­ir á að stað­bundnar rann­sóknir sem þessar gefi nær­sam­fé­lögum gríð­ar­lega mik­il­væg­ar ­upp­lýs­ingar þegar kemur að áhrifum lofts­lags­breyt­inga. „Rann­sóknir sem ná til­ stórra land­svæða hafa ekki sömu áhrif og þegar þú getur sagt fólki að jök­ull­inn í sveit­inni þeirra muni hverfa eftir ákveð­inn tíma eða að hita­stig muni hækk­a á­kveðið mik­ið. Þannig getum við und­ir­búið okkur betur fyrir það sem koma skal.“

Sjón­ir ­vís­inda­manna hafa beinst að að Dranga­jökli í auknum mæli und­an­farin ár. Jarð­fræð­ingar hafa notað marg­vís­legar aðferð­ir, meðal ann­ars rann­sakað set­lög og ald­urs­greint jök­ul­garða, til að skoða sögu jök­uls­ins síð­ustu tíu þús­und ár. Þær rann­sóknir hafa þó aðeins sýnt hvernig jök­ull­inn hefur breyst að stærð. 

Nið­ur­staðan styður við eldri rann­sóknir

Nýlega hafa verið gerð reikni­líkön sem not­uð­ust við þessar upp­lýs­ingar til að ­meta hversu hlýtt var þegar íshettan bráðn­aði. Sú rann­sókn náði hins veg­ar að­eins til ákveð­inna tíma­bila. „Með nýju hitafars­gögn­unum okkar gátum við met­ið hita­breyt­ingar sjálf­stætt, óháð jökla­gögn­un­um, sem var mjög þarft. Nið­ur­stöð­ur­ okkar eru svo sam­bæri­legar þeim sem feng­ust út úr jök­ul­lík­ön­unum sem styður því við meg­in­nið­ur­stöður okk­ar.“

Með­ ­rann­sókn­inni var hægt að setja fram sam­felld gögn um þróun hita­stigs á svæð­in­u. „Þetta hefur vantað til rann­sókna á forn­lofts­lagi á Íslandi og ég held að við höfum nú gert þetta í fyrsta skipti með mik­illi vissu.“

Drangajökull dregur nafn sitt af Drangaskörðum.
Ólafur Már Björnsson

En er hægt að gera eitt­hvað til að koma í veg fyrir að Dranga­jök­ull hverfi á næst­u ára­tug­um?

David tel­ur svo ekki vera. „Jafn­vel þótt við drögum úr losun koltví­sýr­ings á morgun og náum kolefn­is­hlut­leysi þá mun losun okkar í dag vera áfram í and­rúms­loft­inu í ára­tugi. Þetta þýðir að við erum alltaf að horfa til að minnsta kosti 1,5 gráða hækkun á hita­stigi til árs­ins 2100. Og af því að áhrifin á norð­ur­slóðum eru marg­falt meiri en ann­ars staðar þá mun hlýnun á Íslandi verða til þess að mjög ó­lík­legt er að það sé nokkuð hægt að gera til að bjarga Dranga­jökli.“

Tæki til stefnu­mót­unar

Hins veg­ar ­segir David að það að vita hvenær hann hverfur gefi stjórn­völdum færi á að bregð­ast við og móta stefnu til fram­tíðar út frá þeim upp­lýs­ing­um. Það eig­i ­sér­stak­lega við þá sem tengj­ast fyr­ir­hug­uðum vatns­afls­virkj­un­um. „Auð­vitað er raforkan nauð­syn­leg, en nú þarf að meta kostnað við bygg­ingu virkj­ana og ber­a ­saman þann tíma sem mögu­legt verður að afla orkunn­ar.“  

Þetta er ­vegna þess að hið aug­ljósa blasir við: Ef jök­ull bráðnar hætta jök­ulár að renna frá honum og jök­ul­vötn hverfa sömu­leið­is.

Þrjár ­virkj­anir eru fyr­ir­hug­aðar í nágrenni Dranga­jök­uls: Aust­ur­gils­virkjun, Skúfna­vatna­virkjun og Hval­ár­virkj­un. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiInnlent